Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1989, Síða 43
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989.
59
Afmæli
Sigvaldi Sigvaldason
Sigvaldi Sigvaldason, fyrrv. sjó-
maður og nú umsjónarmaður með
Grasagarðinum í Laugardal, til
heimilis að Stakkholti 3, Reykjavík,
verður fimmtugur á morgun.
Sigvaldi fæddist á Akureyri. Hann
byrjaði ungur til sjós fyrir norðan,
var lengst af á togurum pg bátum,
þar af í sautján ár hjá BÚR. Sigvaldi
slasaðist illa í baki 1979 og kom þá
í land. Hann var starfsmaður Shell
fyrstu tvö árin í landi en hefur siðan
starfað hjá Reykjavíkurborg, síð-
ustu fjögur árin í Grasagarðinum í
Laugardal.
Sigvaldi á einn son. Sá er Þórarinn
Ingi Sigvaldason, f. 26.2.1959, starfs-
maöur hjá búnaðardeild Sambands-
ins í Reykjavík, kvæntur Sigríði Sig-
urðardóttur skrifstofumanni og eiga
þau tvo syni, Bjarka og Pálma.
Sigvaldi á fjórar systur. Þær eru
Hildigunnur, húsmóðir og starfs-
stúlka hjá DAS í Hafnarfirði, ekkja
eftir Torfa Jörundsson sjómann og
eignuðust þau fimm syni; Ragn-
heiður, húsmóðir og skjalavörður á
Dalvík, gift Júlíusi Kristjánssyni,
netagerðarmanni og framkvæmda-
stjóra, og eiga þau þrjá syni; María
Einarsdóttir, tónlistarkennari í
Kópavogi, gift Sölva Sigurðssyni,
launafulltrúa á Skólaskrifstofu
Reykjavíkurborgar og eiga þau tvær
dætur og tvo syni. Hálfsystir Sig-
valda, samfeðra, er Hulda, húsmóð-
ir og eigandi snyrtistofu í Kaup-
mannahöfn, og á hún tvær dætur.
Foreldrar Sigvalda voru Sigvaldi
Jóhannes Þorsteinsson frá Upsum á
Dalvík, f. 1898, d. 1952, skipstjóri og
útgerðarmaður og síðar bóksali í
Reykjavík, og kona hans, María Jó-
hannsdóttir af Árskógsströnd, f.
1904, d.1939.
Sigvaldi Jóhannes var afi Sigvalda
Júlíussonar, þular hjá Ríkisútvarp-
inu, og Kristjáns Þórs Júlíussonar,
bæjarsjóra á Dalvík. Bróðir Sig-
valda Jóhannesar var Magnús, afi
Magnúsar Gauta, kaupfélagsstjóra á
Akureyri. Systir Sigvalda var Rósa,
móðir Magnúsar Péturssonar
píanóleikara. Sigvaldi Jóhannes var
sonur Þorsteins, útvegsb. á Upsum
á Upsaströnd, bróður Helga, afa
Atla Rúnars og Jóns Baldvins Hall-
dórssona, fréttamanna hjá Ríkisút-
varpinu. Þorsteinn var sonur Jóns
Magnúsar, sjómannafræðari og b. á
Hofi og síðar á Upsum, sem kenndur
var við hákarlaskipið Mínervu,
Magnússonar frá Selá, Jónssonar,
b. og skipstjóra, Jónssonar í Ytra-
Holti í Svarfaðardal.
Móðir Sigvalda Jóhannesar var
Anna Björg, dóttir Benedikts Jóns-
sonar, sem ættaður var úr Keldu-
hverfi, í beinan karllegg frá Bjama,
presti í Garði, Gíslasyni. Móðir
Ónnu Bjargar var Hólmfríður Gísla-
dóttir, b. á Þorvaldsstöðum á Langa-
nesströnd, Sveinssonar.
Móðir Þorsteins var Rósa Sigríð-
ur, systir Snjólaugar Guðrúnar,
móður Jóhanns Sigurjónssonar
skálds. Snjólaug var einnig móðir
Jóhannesar Baldvins, stúdents á
Laxamýri, afa Benedikts Árnasonar
leikstjóra, foður Einars í Sykurmol-
unum. Þá var Snjólaug móðir Snjó-
laugar, móður Sigurjóns, fyrrv. lög-
reglustjóra í Reykjavík, og Ingi-
bjargar, móöur Magnúsar Magnús-
sonar hjá BBC. Loks var Snjólaug,
langamma Stefáns Gunnlaugsson-
ar, fyrrv. bæjarstjóra í Hafnarfirði,
föður Guðmundar Árna, bæjar-
stjóra í Hafnarfirði, Finns Torfa,
lögfræðings og tónhstarmanns, og
Gunnlaugs, prests í Heydölum.
Önnur systir Rósu Sigríðar var
Kristín Hólmfríður, móðir Stefáns
Baldvins Kristinssonar, prests á
Völlum, afa Þorsteins Sæmunds-
sonar stjörnufræðings.
Bróðir Rósu Sigríðar var Baldvin,
b. á Böggvisstöðum, langafi Þor-
valdar Jóhannssonar, bæjarstjóra á
Seyöisfirði. Rósa Sigríður var dóttir
Þorvalds, b. á Krossumn á Árskógs-
strönd, Gunnlaugssonar, b. á Hell-
um Þorvaldssonar. Móöir Rósu Sig-
ríðar var Snjólaug Baldvinsdóttir,
systir Stefáns, langafa Filippíu,
móður Guðjóns B. Ólafssonar, for-
stjóra SÍS.
María, móðir afmæhsbarnanna
(Sigvalda og Maríu) var dóttir hjón-
anna Láru Gissurardóttur og Jó-
hanns Sigurvins Jóhannssonar, b.
og sjómanns í Syðri-Haga á Ár-
skógsströnd, en hann fórst með há-
karlaskipinu Kjærstine 1910. Jó-
hann var sonur Jóhanns, b. í Syðri-
Haga, Einarssonar, b. á Laugalandi
Sigvaldi Sigvaldason.
á Þelamörk, og konu hans, Sigríöar
Jensdóttur Buck frá Húsavík.
Lára var dóttir Gissurar, báta-
smiðs í Ytri-Skjaldarvík, Gissurar-
sonar og konu hans, Maríu Jóns-
dóttur frá Efri-Dálksstöðum.
Sigvaldi og tvíburasystir hans,
María, taka á móti gestum í Félags-
heimilinu í Kópavogi, sunnudaginn
30.apríl mhli klukkan 16 og 18.
Elínborg Einarsdóttir
EhnborgEinarsdóttir, starfs-
maður hjá Pósti og síma, Heiðar-
homi 14, Keflavík, er fimmtug í
dag. Ehnborg er fædd í Kjamholt-
um í Biskupstungum og ólst þar
upp. Maöur hennar er Ingólfur
Falsson, framkvæmdastjóri í
Keflavík.
Elínborg og Ingólfur eiga fimm
börn. Þau em Margeir, f. 20. sept-
ember 1961, bifreiðastjóri í Reykja-
vík og á hann einn son frá fyrra
sambandi, Ólaf Rúnar, en unnusta
Margeirs er Sigríður Guðmunds-
dóttir; Rúnar, f. 23. október 1963,
d. 5. janúar 1965; Einar Falur, f. 24.
október 1966, ljósmyndari og nemi,
en sambýhskona hans er Ingibjörg
Jóhannsdóttir; Guðrún Helga, f. 4.
júní 1970, nemi, en sambýhsmaður
hennar er Gunnar Eyjólfsson, og
Kristinn Ágúst, f. 1. febrúar 1973,
nemi.
Systkini Ehnborgar em Ingibjörg
kaupkona, búsett í Þorlákshöfn,
gift Kath Kristjánssyni; Gísli, b. og
oddviti í Kjarnholtum, kvæntur
Ingibjörgu Jónsdóttur; Ingimar,
starfsmaður nautastöðvarinnar á
Hvanneyri, kvæntur Önnu Krist-
insdóttur; Guðrún, skrifstofumað-
ur í Reykjavík, gift Þorsteini Hjart-
arsyni; Þóra, gift Jóni Gísla Jóns-
synií Kópavogi, ogMagnús, b. í
Kjarnholtum.
Foreldrar Ehnborgar em Einar
Gíslason, f. 1. september 1904,
fyrrv. b. í Kjamholtum, nú til
heimilis að Bergholti, íbúðum aldr-
aðra í Biskupstungum, og kona
hans, Guðrún Ingimarsdóttir, f. 4.
ágúst 1905, d. 17. mars 1981. Föður-
systirElínborgarvarDóróthea, •
Elínborg Einarsdóttir.
móðir Rögnvalds Þorleifssonar
læknis. Einar var sonur Gísla, b. í
Kjarnholtum, Guðmundssonar, b.
í Kjarnholtum, Diðrikssonar, b. í
Laugarási, bróður Þorláks, langafa
Önnu, ömmu Björns Bjamasonar,
aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins,
og Markúsar Arnar Antonssonar.
Annar bróðir Diðriks var Þor-
steinn, langafi Sigurðar, fóður Egg-
erts Haukdal alþingismanns. Dið-
rik var sonur Stefáns, b. í Neðrad-
al, Þorsteinssonar, b. í Dalbæ, Stef-
ánssonar, prests í Steinsholti, Þor-
steinssonar. Móðir Þorsteins var
Ingibjörg Jónsdóttir, prests á Ólaf-
svöhum, Erhngssonar, bróður
Gísla, afa Eiríks Vigfússonar,
dbrm. á Reykjum, ættfóður Reykja-
ættarinnar. Móðir Diðriks var Vig-
dís Diðriksdóttir, b. á Önundar-
stöðum, Bjarnasonar og Guðrúnar
Högnadóttur „prestafóður“, prests
á Breiöabólstaö í Fljótshhð, Sig-
urðssonar, langafa Þuríðar,
langömmu Vigdísar Finnbogadótt-
ur. Móöir Stefáns var Guðríður
Guðmundsdóttir, b. á Kópsvatni,
Þorsteinssonar, ættfóður Kóps-
vatnsættarinnar, langafa Magnús-
ar Andréssonar, ættfóður Lang-
holtsættarinnar, langafa Ásmund-
ar Guðmundssonar biskups og Sig-
ríðar, móður Ólafs Skúlasonar
vígslubiskups. Móðir Gísla var Vil-
borg, sjstir Gísla, afa Ingveldar,
konu Agústs Þorvaldssonar al-
þingismanns. Systir Vilborgar var
Guðrún, amma Vilhjálms skálds
frá Skáholti. Vilborg var dóttir
Guðmundar, b. á Löngumýri, Arn-
björnssonar, bróður Ogmundar,
föður Salvarar, langömmu Tómas-
ar Guðmundssonar skálds. Móðir
Vilborgar var Ingibjörg Gísladóttir,
b. í Útverkum á Skeiðum, Jónsson-
ar og konu hans, Vilborgar Jóns-
dóttur, systur Guðmundar, langafa
Margrétar, móður Ólafs Thors.
Móðir Einars var Guðrún Sveins-
dóttir, systir Ehnar, móður Guð-
mundar Jóhannessonar læknis
Guðrún var dóttir Ingimars, b. á
Efri-Reykjum í Biskupstungum,
Guðmundssonar, b. á Bergsstöð-
um, Ingimundarsonar en hann
fékk konungsverðlaun fyrir fram-
farir í jarðrækt. Móðir Guðmundar
var Þórey Guðmundsdóttir, b. í
Syöra-Langholti, Björnssonar og
konu hans, Guðrúnar Ámunda-
dóttur, b. og smiðs í Syðra-Lang-
holti, Jónssonar, Móðir Guðrúnar
var Ingibjörg Guömundsdóttir,
systir Gísla í Kjarnholtum. Elín-
borg verður ekki heima á afmælis-
daginn.
TLI hamingju med afmælið I. maí
85 ára Safamýri 17, Reykjavík. Guðmundur Ingi Inguson, Stóragerði 6, Reykiavík.
Sigurjón Þorsteinsson Hvannabraut 5, Höfe i Homafirði. Viglundur Halidórsson, Heiðarbýli, Mosfellsbæ. Þorsteinn Ragnarsson, Amartanga 6, Mosfellsbæ.
70 ára
Maria Magnúsdóttir, Bogabraut 24, Höfðahreppi. Ilelga Kristjánsdóttir, Silirastöðum, Akrahreppi.
40 ára
Óskar Aðalstcinn Guðjónsson, Reykjanesi, Haínahreppi. Margrét Magnúsdóttir, Árholti 7, Húsavík. Kristbjörg HaUdórsdóttir, Laugavöllum 17, Egilsstöðum. Kristín Káradóttir,
60 ára
Unnur Andrésdóttir, Borgarbraut 19, Borgamesi. Klytjaseb 15, Reykjavik. Sæmundur Friðriksson, Einholti 16D, Akureyri. Sasbjörg Jónsdóttir,
50 ára Vahargerðí 4F, Akureyri. Jónina Sigurjónsdóttir, Faxabraut 25D, Keflavik.
Guðbjörg Eggertsdóttir,
María Einarsdóttir
Ámi Sigurðsson
Ámi Sigurðsson verkamaður, til
heimilis að Kirkjubraut 17 í Innri-
Njarðvík, verður níræður á morg-
un.
Ámi fæddist í Brúnavík í Borgar-
firði eystra og ólst upp á Hofströnd
í Borgarfirði eystra hjá Sigfúsi
Gíslasyni og Herborgu Hahdórs-
dóttur til tuttugu og tveggja ára ald-
urs. Hann flutti þá til Fáskrúðsfjarð-
ar til systur sinnar, Þorgerðar, og
manns hennar, Stefáns Jakobsson-
ar. Þaðan flutti haim í Innri-Njarð-
vík til Finnboga Guðmundssonar í
Tjamarkoti og vann hjá honum í
fimmvertíðir.
Árni kvæntist 1930 Ástu Einars-
dóttur og eignuðust þau fjögur börn:
Einar, f. 1.9.1930; Guðríði, f. 15.10.
1932; Sigurþór, f. 18.12.1933, og
dreng er lést 1935. Árni og Asta slitu
samvistir.
Seinni kona Árna er Árnheiður
Magnúsdóttir frá Garðbæ í Njarð-
víkum, f. 2.9.1900, en þau hafa nú
verið gift í þrjátíu og níu ár.
Ámi átti tólf alsysktini sem öll em
látin. Þau vom Jóna Guðný, f. 26.6.
1886; Hahsteinn, f. 17.11.1887; Sigur-
laug, f. 27.2.1892; Þorgerður, f. 18.7.
1893; Anna, f. 22.3.1895; Þorbjörg, f.
15.6.1896; Jóhann, f. 28.6.1897; Sig-
fús, f. 22.5.1901; Runólfur, f. 17.8.
1905, og þrír drengir sem allir dóu
í bamæsku en tveir þeirra voru
skírðir Bjami og einn Herbogi.
Fóstursystkini Árna eru Hahdóra
Sigfúsdóttir, Friðþjófur Árnason,
Hahfríöur Jónsdóttir og Sigvarður
Benediktsson.
Foreldrar Árna vora Sigurður
Steinsson sjómaður, f. 10.1.1856, d.
1925, og kona hans, Guðríður Jóns-
dóttir húsmóðir, f. 6.9.1867, d. 1948.
Arni Sigurðsson.
Sigurður og Guðríður bjuggu lengst
af í Brúnavík og á Bakka í Borgar-
firði eystra.
Árni og Árnheiður ætia að taka á
móti gestum í Safnaðarheimilinu í
Innri-Njarðvík frá klukkan 16 á
morgun, sunnudaginn 30.4.
María Einarsdóttir tónhstarkenn-
ari, Álfhólsvegi 99, Kópavogi, verð-
ur fimmtug á morgun.
María fæddist á Akureyri og ólst
þar upp til 1944 en flutti þá til
Reykjavíkur og ólst þar upp eftir
það. Hún stundaði nám við Tónhst-
arskóla Reykjavíkur 1949 og lauk
tónmenntakennaraprófi frá Tónhst-
arskólanum í Reykjavík 1963. Hún
var kennari við Barnaskólann á
Fáskrúðsfirði frá 1957-59, kennari
við Tónhstarskóla Kópavogs 1967-68
og hefur verið tónmenntakennari
við Kópasvogsskóla frá 1966.
María hefur verið félagi í Þjóð-
dansafélagi Reykjavíkur frá 1958.
Hún söng með Söngsveitinni Fh-
harmóníu, Fríkirkjukómum í
Reykjavík og Pólýfónkórnum
1958-82. María var í stjórn kvenna-
dehdar Styrktarfélags lamaðra og
fatlaðra frá 1966-68 og hefur verið í
stjórn Kennarasambands Kópa-
vogs.
María giftist 4.8.1957, Sölva Ragn-
ari Sigurðssyni, f. 16.9.1934, kenn-
ara og launafuhtrúa hjá Fræðslu-
skrifstofu Reykjavíkurborgar. For-
eldrar hans: Sigurður Jónsson,
verkamaður í Reykjavík, og kona
hans, Hhdur Ingibjörg Hahdórs-
dóttirljósmóðir.
Börn Maríu og Sölva era Hhdur
Ingibjörg tækniteiknari, gift Gunn-
ari Jóni Hhmarssyni, starfsmanni
Landspítalans og eiga þau tvö börn;
Þórunn Ósk þroskaþjálfi, gift Guð-
mundi Helgasyni kennara og eiga
þau tvö böm; Einar, við nám í
Fynske Kunstakademi í Óöinsvéum
og er sambýhskona hans Charlotte
Fage-Larsen, og Sölvi, lögfræðinemi
viðHÍ.og er sambýhskona hans
Guðrún Gunnarsdóttir nemi.
Systkini Maríu: tveir drengir sem
María Einarsdóttir.
báðir létust ungir; Hhdigunnur,
húsmóðir í Hafnarfirði, ekkja eftir
Torfa Jörundsson sjómann og eign-
uðust þau fimm syni; Ragnheiður,
húsmóðir á DaMk, gift Júhusi
Kristjánssyni, netagerðarmanni og
framkvæmdastjóra og eiga þau þrjá
syni, og tvíburabróðir Maríu, Sig-
valdi, umsjónarmaður Grasagarðs-
ins í Laugardal, en hann á einn son.
Hálfsystir Maríu, samfeðra, er
Hulda, húsmóðir og eigandi snyrti-
stofu í Kaupmaxmahöfn og á hún
tværdætur.
Foreldrar Maríu voru Sigvaldi
Jóhannes Þorsteinsson, f. 1898, d.
1952, og kona hans, María Jóhanns-
dóttir, f. 1904, d. 1939, en ættir þeirra
eru hér raktar í greininni um tví-
burabróður Maríu, Sigvalda Sig-
valdason.
Kjörforeldrar Maríu vora Einar
Benediktsson loftskeytamaður, f.
21.6.1900, d. 3.9.1953, og kona hans,
Þórunn I. Þorsteinsdóttir, f. 5.8.1910,
d. 15.4.1989. Þórunn var jafnframt
foðursystirMaríu.
María og tvíburabróðir hennar,
Sigvaldi, taka á móti gestum í Fé-
lagsheimilinu í Kópavogi, sunnu-
daginn 30. mihi klukkan 16 og 18.