Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1989, Síða 4
4
FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989.
Viðskipti
1.920 milljóna flármagnstilfærsla vegna Álafoss:
Sameiningin mistókst
- segir Jón Sigurðarson, forstjóri Álafoss
og selja nýjum aðilum það sem
nýtanlegt var af eignum, tækjum
og viðskiptasamböndum?
„Nei, það hefði ekki verið jafngóð
lausn. Ég hef hugsað mikið um
hana. Hún hefði kostað okkur mik-
ið af markaðssamböndum. Ef þessi
leið hefði verið farin hefði staðið
eftir framleiðslutæki sem ef til vill
skuldaöi minna. Aftur á móti hefði
orðið algjört hrun á markaði fyrir
íslenskar ullarvörur. Ég tel að sá
skaði hefði oröið meiri en hið njja
fyrirtæki hefði þolað.“
- Liggur ástæðan fyrir þessari víð-
tæku aðstoö, sem ÁJafoss nýtur nú,
ekki í því hveijir eiga fyrirtækið,
það er Sambandið og aðalfjárfest-
ingarlánasjóður ríkisvaldsins?
I því eru verulegir fjármuiúr fólgn-
ir eða hátt í 40 milljónir króna. Það
er álitamál hvort það var réttlátt
að þeir tækju dráttarvexti af fyrir-
tæki sem þéir vissu frá upphafi að
myndi gera skil á.sínum skuldum.
Ég lít því ekki á þetta sem sérstaka
eftirgjöf þar sem sjóðimir fá eðli-
lega ávöxtun á fé sínu á þessum
tíma. Síðan lengja sjóðimir öll lán
sín til 15 ára. Þau era afborgunar-
laus fyrstu þijú árin. Þeir rýra hins
vegar ekki veð sín eða tryggingar
fyrir láaunum. Með þessari lána-
lenging^ opnaðist möguleiki til að
selja eignir sem við annars hefðum
ekki losnað við. Sjóöimir ætla síð-
an að aöstoða okkur við sölu á þess-
um eignum. í samningnum era
ákvæði um að þeir muni leysa þær
Alafoss hefur nú fengið eina
umfangsmestu aðstoð sem nokkurt
einstakt fyrirtæki hefur fengið á
íslandi aðeins rúmu ári eftir aö
fyrirtækið var stofnað.
Með fjölþættum aðgerðum verða
um 1.920 miUjónir færðar til svo
fyrirtækinu verði forðað frá gjald-
þroti. Þetta verður gert með
skuldalengingu, hlutafjáraukn-
ingu, sölu eigna, skuldbreytingu,
yfirtöku á kröfum og niðurfelhngu
á vöxtum. Að þessu^tanda ríkis-
sjóður, -Landsbankftin, _ Fram-
kvæmdasjóður, Sanfbandið, At-
vinnutryggingarsjóður, hlutafjár-
sjóður Byggðastofnunar, Iönlána-
sjóður og Iðnþróunarsjóður.
Jón Sigurðarson, forsfjóri Ála-
foss, er í yfirheyrslu DV vegna
þessa.
- Blasti gjaldþrot við Álafossi ef
ekki hefði verið gripið til víðtækra
bj örgunaraðgerða?
„Ég vil orða það þannig að
greiðsluþrot hafi blasað við. Við
hefðum hins vegar endað í gjald-
þroti ef ekki hefði verið tekið til í
efnahagnum. Ég vfi hins vegar
leggja á það mikla áherslu að þær
aðgerðir, sem gripið hefur veriö til,
hafa ekki borið einkenni þess að í
gjaldþrot væri komið vegna þess
að við gripum nógu snemma til
ráðstafana."
- Þegar nýr Álafoss var stofnaður
kepptust þeir sem stóðu að samein-
ingu Álafoss gamla og Iðnaðar-
deildar Sambandsins við að segja
að þaö væri svo myndarlega staðið
aö stofnun fyrirtækisins aö búið
væri að skjóta: traustum fótum
undir ullariönaöinn. Átta eða níu
mánuðum síöar blasti gjaldþrot við
fyrirtækinu. Hvað fór úrskeiöis?
„Efnahagur fyrirtækisins var
stærri en við reiknuðum meö og
skuldimar þar af leiðandi meiri.
Þetta getum við sagt að hafi verið
mistök. Sameiningin fólst í því að
taka tvö fyrirtæki, sem bæði vora
með gifurlega mikið af fiármunum
bundið í eignum, þrengja að þeim
í húsnæði og losa um eignir þann-
ig. Það tókst einfaldlega ekki.
Markaður fyrir atvinnuhúsnæði
hrundi á árinu 1988. Viö eram í
raun að gera það nú sem við hefð-
um getað gert óstuddir fyrir einu
ári ef efnahagsumhverfið hefði ver-
ið eins og þegar fyrirtækið var
stofnað."
- Hefði ekki verið jafngóð lausn
eða betri fyrir ullariðnaðinn að láta
Álafoss einfaldlega fara á hausinn
„Jú, og ég held að menn eigi auð-
veldara með að hjálpa til viö svona
ef það era sterkir eigendur að baki
fyrirtækinu - eigendur sem njóta
sæmilegrar virðingar. En aðalá-
stæðan fyrir því að menn treystu
sér til að fara út í þessar aðgeröir
var að hægt var að sýna fram á
mjög umfangsmikinn rekstrarár-
angur í fyrirtækinu."
- Hvert er framlag ríkissjóðs til
björgunar Álafoss?
„Ríkissjóður kaupir af okkur eitt
hús á Akureyri. Það er ekki full-
samið um kaupverðið en það verð-
ur um 60 til 70 milljónir. Þaö fer
efitir eðlilegu mati. Ríídssjóður veit-
ir síðan víkjandi lán í tvennu lagi,
annars vegar 37,5 milljónir vegna
markaösstarfsemi í Bandaríkjun-
um. Þaö lán greiöist ekki nema um
hagnað verði að ræða hjá fyrirtæk-
inu. Við skulum því vona aö það
greiöist fljótlega upp. Hitt lánið er
síðan 20 milljónir vegna markaðsá-
taks í Evrópu.
Um leið og maður er ákaflega
þakklátur fyrir að fá þessa aðstoð
frá ríkinu vil ég benda á aö útflutn-
ingsverðmæti fyrirtækisins verður
um 1.000 milljónir á árinu. Ég
minni á að við erum komnir á þá
óheillabraut, íslendingar, að falsa
gengið með millifærslum til freö-
fiskvinnslu. Ef sú aðstoð, sem ull-
ariðnaðurinn fær í gegnum þessa
aðstoð, er borin saman við þá 'sem
sjávarútvegurinn fær þá hallast
ekkert á merinni þar.“
- í hveiju er framlag Iðnlánasjóðs
og Iðnþróunarsjóðs fólgið?
„Aðstoð sjóðanna er fólgin í þvi
aö þeir fella niður dráttarvexti og
reikna samningsvexti í þeirra stað.
DV-yíirheyrsla
Gunnar Smári Egilsson
til sín ef þær seljast ekki á frjálsum
markaði. En það era allar líkur til
aö ekki þurfi að koma til þess.“
- Þið fáið síðan 200 milljónir frá
Atvinnutryggingarsjóði og 100
milljónir frá hlutafjársjóöi Byggða-
stofnunar:
„Já. Viö fáum 200 milljónir til
skuldbreytinga og stöndum eftir
með góða veltufjárstöðu. Af-
greiösla Atvinnutryggingarsjóðs á
okkar umsókn er ekkert öðravísi
en gagnvart öðram fyrirtækjum í
landinu. Þaö er aö vísu ekki frá-
gengið að hlutafiársjóður muni
leggja fram 100 milljónir í aukiö
hlutafé en þaö má heita öruggt.
Hann verður þá þriðji eignaraðil-
inn að fyrirtækinu ásamt Fram-
kvæmdasjóði og Sambandinu."
- Hver er hlutur Landsbankans í
aögerðunum?
„Landsbankinn veitir okkur lán,
sem verður í kringum 200 milljón-
ir, til aö koma skilum á alla hluti
í Landsbankanum. Síðan kaupir
hann hlutdeildarbréf í hlutafiár-
sjóði fyrir 100 milljónir."
- Hvað er þaö síðan sem eigendur-
inir sjálfir, Sambandið og Fram-
kvæmdasjóður, leggja fram?
„Eigendurnir auka hlutaféð í
fyrsta lagi um 180 milljónir. Þeir
leysa síðan til sín hlutabréf Álafoss
í íslenskum markaði á þeirri
krónutölu sem þau vora lögö inn i
fyrirtækið. Síðan leysa þeir til sín
óinnheimtar kröfur frá Álafossi
gamla og Iðnaðardeildinni sem
lagðar vora inn í fyrirtækið við
sameininguna. Þessi pakki er á um
100 milljónir."
- Hvemig lítur þetta dæmi síðan
út frá sjónarhóh Álafoss?
„Sala á fostum eignum er rétt
tæpar 500 milljónir. Það verða seld
verðbréf og kröfur fyrir um 200
milljónir. Inni í þessu er síöan
skuldbréyting upp áTim 400 millj-
ónir, það er 200 milljónir frá’At-
vinnutryggingarsjóði og aðrar 200
milljónir frá Landsbankanum. Síð-
an era lán að upphæð um 500 millj-
ónir h)á sjóðum iðnaðarins lengd
en mikið af þeim fer út úr fyrirtæk-
inu meö þeim húsum sem verða
seld. Auk þess er í pakkanum
hlutafiáraukning upp á um 280
milljónir. Við þetta bætist síöan
niðurfelling á dráttarvöxtum upp á
um 40 milljónir. En á móti koma
samningsvextir þannig aö þessi
upphæð lækkar.
Það era engar skuldaniðurfell-
ingar í þessu. Þetta er nefnilega
merkilegur pakki því hann meiðir
engan. Það er enginn sem afskrifar
skuldir sínar.“
- Hver var afkoma fyrirtækisins í
fyrra?
„Með umtalsverðum afskriftum
verður um 450 milljón króna
rekstrartap. Eignaniðurfærslan
kann að verða meiri. Veltan var
um 1.000 milljónir. Ég get reyndar
ekki skýrt nákvæmlega frá þessu
nú þar sem við erum ekki búnir
að loka reikningunum. Sumt af því
sem hrint verður í framkvæmd á
næstu vikum mun hafa áhrif á
lokauppgjör síðasta árs.“
- Hversu miklum fiármunum skil-
aði reksturinn sjálfur upp í fiár-
magnskostnað?
„Fyrirtækið var nálægt núlli fyr-
ir afskriftir og vexti. Það er afkoma
sem því miður er alls ekki óalgeng
á íslandi."
- Fyrir rúmu ári gerði Öm D.
Jónsson, þá starfsmaður Iðntækni-
stofnunar, úttekt á ullariðnaðin-
um. Niðurstöður hans voru að of-
Qárfesting, langvarandi skortur á
vöruþróun og slæleg markaðssetn-
ing hefðu keyrt þessa atvinnugrein
í kaf. Með björgunaraðgeröunum
er slegið á fiárfestinguna en hefur
eitthvað breyst að öðra leyti frá því
aö Öm komst að þessari niður-
stöðu?
„Ég er fyllilega sammála Emi.
Fyrir utan þessar aðgerðir hjá okk-
ur hafa margar saumastofur hætt.
Fjárfestingin hefur því mikið
minnkað. Ég er alveg sammála
Emi um að menn hafi alveg sofnað
í vöruþróuninni. Nýjar vörur frá
Álafossi og einnig Árbliki hafa tek-
ið vel við sér og virðast betur selj-
anlegar en áður. Það hefur einnig
orðið bati í markaðssetningu en
það er eilífðarverkefni. Sameing
Álafoss og Hildu í BandaPikjunuií
mun til dæmis hafa hagræðingu í'
för með sér.
Það sem mér finnst skipta mestu
máh varðandi þessa gagnrýni er
aö menn í iönaðinum era sammála
henni og sjá þetta með sömu aug-
um. Þeir era að beijast við þessi
vandamál en eru ekki að reyna að
veröa jafnokar Ralph Lauren eða
Christian Dior.“
- Nú má skilja á gagnrýni Arnar
að menn hafi sofið allan þennan
áratug. Era menn nokkuð vaknað-
ir enn?
„Ég er ekki sammála aö menn
hafi sofiö allan þennan áratug. Þeir
sofnuðu ekki fyrr en 1983 eða 1984.
En menn eru vaknaðir. Sú nýja
vörulína, sem við kynntum í fyrra,
ber vott um að hönnunarstefnan
er nú önnur.“
- Hversu langt líf gefur þú Álafossi
eftir þær björgunaraðgerðar sem
era að mestu ákveðnar?
„Ég gef Álafossi langlífi. En það
á ekkert fyrirtæki mældan tíma.
Það fer allt eftir því hvemig gengur
í rekstrinum. Við eigum langt líf
fyrir höndum. Það er hins vegar
spurning hversu langt þaö verður.“
- Mun Álafoss lifa af annað góðæri
í sjávarútvegi?
„Þarna spyrðu um það sem ég
óttast mest. Ef við fáum aðra eins
uppsveiflu í sjávarútvegi og raun-
gengishækkun í kjölfar hennar,
eins og við sáum 1986 til 1987, þá
höfum viö ekkert hér að gera. Eg
held að menn hljóti hins vegar aö
sjá hvaða afleiðingar þetta hefur
haft og hveijar afleiðingarnar yrðu
ef það gerðist aftur. Við drápum
af okkur ýmsa markaði þar sem
við höföum ekkert á þá að gera
þegar framleiðslukostnaður hér
innanlands rauk upp en gengið var
fast. Þetta vora markaðir sem gátu
orðið okkur arðbærir um langa
framtíð. Þetta er stórhættulegt og
jaðrar við heimsku."