Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1989, Blaðsíða 8
8 ! FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989. Utlönd Tyson og Givens loks skilin Heimsmeistarinn í hnefaleikum, hinn bandaríski Mike Tyson, gekk út úr bandarískum réttarsal í gœr frjáls maöur eftir að skilnaður hans við leikkomma Robins Givens varð lögiegur. Fá skilnaðarmál í Bandaríkjun- um hafa hlotið eins mikla athygli flölmiðia og almennings og skilnað- ur þeirra Tysons og Givens. Skötu- hjúin voru gift í tæp tvö ár en á því tímabili hafa þau hvað eftir annað viörað deilumái sín í sjón- varpi og á síðum blaöanna. Givens hélt því fram að Tyson væri skap- bráöur og ómögulegur í sambúð en hann hélt því fram að hún hefði gabbað sig í hjónaband með því að segjast vera bamshafandi. Givens mætti ekki fyrir rétti í gær en lét lögfræðing sínum eftir aö svara fyrir sína hönd. Ekki er vitaö hvemig eignum þeirra Tyson og Givens var skipt en ljóst er að hvomgt er á flæðiskeri statt. Hnefaleikakappinn Míke Tyson er nú frjáis sem iuglinn eftir að skiln- aður hans og leikkonunnar Robins Givens varð löglegur. Simamynd Reuter Styðja áætianir Bradys Alþjóðabankinn hefur sagst styðja áætlanir Nocholas Bradys, flármála- ráðherra Bandaríkjanna, um leiðir til að létta á skuldabyröi þróunarland- anna Og í gær tilkynntu ráðamenn bankans ura nýjar reglur er gUda um lán bankans til viðskiptavina sinna. Hinar nýju reglur veita bankanum heimild til að verja um 10 miHjörðum dollara næstu þijú ár oi að lána þróunarlöndum er eiga við erfiðleika að stríða með endurgreiöslur lána. Hinar nýju reglur bankans falla að áætlun Bradys en hún gerir ráð fyrir að áhersla verði lög á hjálp tii þróunarlanda til að endurgreiða lán sín frekar en á nýjar lántökur. Býðst til viðræðna við skæruliða Hinn nýkjörni forseti E1 Salvador, Alfredo Cristiani, sór embættiseið í gær og kynnti ráðuneyti sitt Eitt af fyrstu verkum forsetans var að bjóöa skæraliðum til viðræðna um leiðir tii að enda borgarastyrjöldina í E1 Salvador en um sjötiu þús- und hafa látið lífiö síðustu tíu ár. Kvaðst forsetinn munu setja á laggim- ar viðræðuneftid er myndi leita leiöa til sátta. Ósamkomulag um kosningarétt Shimon Peres, leiðtogi Verkamannaflokks ísraels, hvatti til þess í gær að 140 þúsund Palestínumenn búscttir í Jerúsalem fengju rétt til að kiósa í kosningum þeim er Shamir forsætisráðherra hefur lagt til að haldnar verði í ísrael. Shamir hefur verið andvígur því að veita þeim kosninga- rétt en í kosningunum yrði kosið um fulltrúa í viðræðunefnd við ísraelsk yfirvöld um framtíð íbúa herteknu svæðana. Peres hefur einnig hvatt tii þess að ísraelskur her hverfi brott af Gaza- svæðinu og er sú afstaöa einnig þvert á afstöðu Shamirs. Áætlun Shamirs um kosningar hlaut samþykki ísraelska þingsins í síð- asta mánuði en ákvæði um kosningarétt Palestínumanna í Jerúsalem var sleppt úr henni. Lá við stðrslysl Einn farþeganna i ástralskri Bo- elng 747 þotu en hún nauölenti. Slmamyrtd Reuter Áströlsk þota varð að nauðlenda í Darwin í gær eftir að hún missti óvænt hæö í næturflugi frá Sidney til Singapore. Hátt í 50 farþegar særðust, flestir þeirra vegna þess að þeir flugu úr sætum sínum og lentu á veggjum og þaki vélarinn- ar. Hinir særöu voru fluttir á sjúkrahús í Darwin. Flestir þeirra fengu aö fara ftjótlega en sex var haldið til frekari skoðunar. Rúmlega 300 farþegar voru um borð í vélinni. Mikil skelfing braust út þegar vélin byrjaði að hrapa og farþegar og allt lauslegt fór á fley gi- ferð. Ugatsjov hæddur Gert var grín að Jegor Ligatsjov, yfirmanni landbúnaðarmála i Sovét- rfkjunum, á þingi í gær og gerði Gorbatsjov forseti enga tilraun til þess að draga úr þvi Ligatsjov sætti gagnrýni Chernichenko sjónvarpsfrétta- maxms sem sagði að Ligatsrjov hefði mistekist sem hugmyndafræðingi flokksins en þeirri stöðu gegndi hann þar til síðastliðiö haust. Þótti frétta- manninum einkennilegt að jafhmikilvægur málafiokkur og landbúnaðar- mál hefði veriö fenginn Ligatsjov í hendur. Keuter Pafi i Noregi Miklu færri Norðmenn en búist hafði verið við komu til að hlýða á messu Jóhannesar Páls páfa n. við Akershuskastala í Osló í gær. Er veðrinu kennt um að ekki komu fleiri en um tíu þúsund manns en kaþólski söfnuðurinn í Noregi hafði dreift til meðlima sinna um sextán þúsund miöum að messunni. Eftir að hafa kysst norska jörð í gær í fyrstu Norðurlandaheimsókn sinni sagðist páfi vera kominn sem vinur, fullur ástar og virðingar. Páfi fór á fund Ólafs V. Noregskonungs og átti síðar fund með Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra. Að samræðum þeirra loknum sagðf Brandtlandt að páfi væri skemmti- legur og áhugasamur um ýmis mál- efni. Vék Brundtland að nauðsyninni á notkun getnaðarvarna í baráttunni við eyðni en kaþólska kirkjan er and- víg notkun getnaðarvama. Sagði páfi að um væri að ræða erfitt siðferðilegt vandamál sem hann ætlaði að íhuga nánar. Brundtland færði páfa að gjöf ritið Historia rerum Norvegicarum frá 1711. Það var íslenski sagnfræðing- urinn Þormóður Torfason sem tók það saman. Það hefur vakið athygh að í páfa- garði er mönnum farið að förlast í latínu. Samkvæmt sérstökum póst- stimplí í tilefni af Norðurlandaför páfa hefur Svíþjóð verið ruglað sam- an við svæði í v-þýska sambandsrík- inu Baden-Wurtemberg. Latína er hið opinbera mál í páfagarði. Hafði verið skrifað Svebiam í stað Svetiam, samkvæmt latínugránum og páfi því sendur á vitlausan stað. Eru menn. heldur óhressir með að latínan skuli vera á niðurleið líka í páfagarði. Reuter og NTB Jóhannes Páll páfi II. ásamt Ólafi V. Noregskonungi á svölum konungshallarinnar I Osló I gær. Símamynd Reuter Nýjar upplýsingar um vopn í Palmemálinu Eitt af lykilvitnunum í rannsókn- inni á Palmemorðinu hefur látið í té nýjar upplýsingar um vopn sem fundist hafa hjá þeim sem hann mngengst. Maöurinn, sem er eiturlyflasah og eigandi spilavítis, var kallaður til lögreglunnar til þess að ræða um þátttöku hans í réttarhöldunum yfir Christer Pettersson. Á lögreglustöð- inni veitti hann þær upplýsingar sem hafa gefið rannsóknaraðilum von um aö morðvopniö finnist. Undanfarna daga hafa þó nokkrir haft samband við lögregluna og kom- ið með athyglisverðar ábendingar í sambandi við morðið á Olof Palme, fyrram forsætisráðherra Svíþjóðar. Efasemdaraddir um trúverðugleik vitnisburðar Lisbet Palme, sem verð- ur aðalvitni saksóknara í réttar- höldunum, verða nú æ háværari. Ákæran á hendur Pettersson er byggð á líkum og vitnisburði Lisbet Palme sem benti á hann í sakbend- ingu. Sænskir lögfræðingar og sálfræð- ingar gagnrýndu í gær ákvörðun saksóknara að taka ekki upp á segul- band viðbrögð frú Palme við sak- bendinguna. Þykir gransamlegt að sannfæring hennar um sekt Petters- sons jókst með hverri yfirheyrslu. Hið sama er að segja um nákvæmni í lýsingu hennar á morðingjanum. Samkvæmt skjölum saksóknara benti Lisbet strax á númer átta við sakbendinguna. Kvaöst hún þekkja andlitsfall hans, augu og óþokkalegt útlit. „Maður sér að hann er áfengis- sjúklingurinn í hópnum,“ á hún einnig að hafa sagt. Sakbendingin fór þannig fram að henni var sýnt mynd- band af nokkrum mönnum og var Pettersson einn þeirra. Athugasemd hennar um að hann væri ál'engissjúklingur þykir undar- leg og velta menn nú vöngum yfir því hvort þeir sem önnuðust yfir- heyrsluna hafi látið Lisbet í té upp- lýsingar um Pettersson eða gefið eitt- hvað í skyn. TT opnunartíma okkar! Mánudaga-fimmtudaga kl. 9-20 Föstudaga kl. 9-21 Laugardaga kl. 10-18 Sunnudaga kl. 11-18 REYKl M í HAFNARFIRDI VIKURVEGI72 SIMI53-100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.