Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1989, Page 12
12
FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989.
Spumingin
Lesendur
Ert þú hlynnt(ur) því
aö þeyta bílflautu í
mótmælaskyni vegna
bensínhækkunar?
Þorsteinn Bachmann leiklistarnemi:
Já, ég er tilbúinn í svona aðgerðir
en það er verst að ég er bíllaus.
Helga Ólafsdóttir, nemi í MH: Já, og
meira en það. Ég hef aðgang að bíl
og myndi láta heyra í mér.
Rúnar Guðmundsson, vinnur við
húsasmíðar: Já, mér finnst ekki
nokkur hemja að bensínverðið hafi
verið 36 kr. í september sl. en 52
krónur núna. Ég tek undir það sem
Ögmundur Jónasson sagði í sjóm
varpsviðtali varðandi samningasvik.
Tryggvi Sigurðsson: Ég er ekki
hlynntur hækkuninni - en ætli þeim
veiti nokkuð af aurunum.
Úlfar Guðjónsson húsgagnabólstrari:
Það er sjálfsagt að láta heyra frá sér
- hvort eitthvert gagn er í því veit
ég ekki.
Leigubílstjóri svarar slökkviliðsmaiiiii
Að hliðra
Kristinn Snæland leigubílstjóri skrif-
ar:
Guðmundur Fylkisson, slökkvi-
liðsmaður í Hafnarfirði, skrifar
mikla skammargrein á leigubifreiða-
stjórastéttina í DV mánud. 29. maí
sl. Tilefnið er meint tillitsleysi leigu-
bifreiðarstjórans á Y 55. - Ef trúa
má grein Guðmundar þá hindraði
ökumaöur á Y 55 hann í að aka á
leigubil
rar göturnar?!
KjaJIarinn
Guímundur Fylkluon
•MkkvH»ð«n^ur | HatnarfWM
Uö mikið á að leigublfrektanoó,..
hm rart >ð hæca 4 itmdfaAÓn
*fðM tem Idð U á bnut.
Ekklf fyrsU aklptl
UJeysi en svona getur hUumð 1
tkapið á manni En þetta var ckJu
I tyrsti skipo og ekkl 1 annað iklw
to«ubífreíöar»oórt heldur avona
vln«ri akreinumi aJveg fyrtr rtálf
an alg öóruin öl aœa.
revnði leigubifrelfr
•ratíóri melra aö aegja aðUu miit
aka aftan á bífreiö sina meö þvl aö
5™ •*** v^kh koraast fram úr. En
ha/Bi kigboöið bi) á mlili okkar
2 í*"11*6 “*ka tiö áöur
•n tú þeaa kom aö ég aeki aftan á
J* tthy^ ókumanna I
aéraukles, á 20. og 21. grein um f
(eröarUganna aem (Jalia um fram- I
unkatur Biwig vú ég aö gefriu I
benda á greln 8 I umferöar j
Ætlar sjúkrabilstjórinn úr Hafnarfiröi ekki aö hliðra til fyrir leigubílum fram-
végis? Þaö var 29. maí sl. sem grein Guðmundar birtist í DV.
til í akstri
allt að 75 km hraða í snjó og hálku
á Kringlumýrarbraut.
Rétt er að taka undir með Guð-
mundi að enginn á að hindra fram-
úrakstur, jafnvel þótt bööullinn í
umferðinni sé vanur akstri í snjó
vestur á fjörðum og hafi meira að
segja ekið lögreglu- og slökkvibfium
í snjónum fyrir vestan.
í greininni lýsir Guðmundur við-
brögðum sínum þannig að hann hafi
ekið fram fyrir leigubifreiöina, gefið
stefnumerki tfi vinstri og fært sig
aftur á akrein þá sem hann hafði
verið á, áður fyrir aftan hana, en nú
fyrir framan, og hægt það mikið á
að leigubfistjórinn varð að hægja á
sinni ferð. „Eg veit að ég sýndi þama
vítavert gáleysi en svona getur
hlaupið í skapið á manni,“ segir
Guðmundur svo í grein sinni.
Skapiö hefur áreiðanlega ekki ver-
ið komið í lag er Guðmundur reit
þessa skrýtnu grein. Dæmi um slíka
hegðun og hann fjallar um eru því
miður mjög mörg í umferðinni. Slík
dæmi mætti sanna á t.d. slökkviliös-
menn, trésmiði, vélsijóra og lögfræð-
inga, ef einhver nennti aö rekja núm-
er viðkomandi ökutækis tfi eiganda
og þá ökumanns. Væri slíkt gert, og
sannaöist að t.d. lögfræðingur hefði
hagað sér líkt og Guðmundur segir
leigubfisljórann hafa gert væri það
samt reginheimska að skrifa al-
menna skammargrein um lögfræð-
inga undir heitinu „Eiga lögfræðing-
ar götumar?". Nema þá tfi að alhæfa
eins og Guðmundur Fylkisson gerir
í grein sinni.
Vítavert er, að mínu mati, að lýsa
yfir ófriði við eina stétt manna vegna
gremju út af einu atviki. Ég tel að
greinarhöfundur ætti að biðja leigu-
bifreiðarstjóra almennt afsökunar.
Hann má svo mín vegna halda áfram
að skamma bílstjórann á Y 55 en ég,
sem hraðakstursbfistjóri og jafnvel
líka alvanur spjóakstri fyrir vestan,
krefst þess að Guðmundur láti mig í
friði meðan ég gef ekki tiiefni til ann-
ars.
1
Útvarpsstöðin Rót:
Áróður og
ágæt tónlist
Hlustandi skrifar:
Ég var að enda við að hlusta á út-
varpsstöðina Rót núna á mánudags-
síðdegi. Ég hef sjaldan hlustað á agn-
an eins áróður gegn vamarliðin| á
KeflavíkurflugveUi og vestræjni
samvinnu og í þetta skipti. Það far
ekki bara að einn aðili léti ljós íitt
skína heldur vom fengnir til síma-
viðtals aðilar sem áttu hagsmuna að
gæta á Suðumesjum og þeir látnir
vitna um afstöðu sína gagnvart
„hemum" sem þeir á Rótinni og fleiri
kalla svo.
í þessu viðtaii komu fram m.a. (hef
kannski misst af fleiri) einn verka-
lýðsforingi af Suðumesjum, sem
sjálfur vinnur á Keflavíkurflugvelli,
og svo annar aöfii úr Keflavík, að ég
held úr hópi atvinnurekenda.
Báðir þessir menn vom spurðir
spjörunum úr um áht sitt á því
hvemig væri að búa við „ófognuð-
inn“ á vellinum og hvað þeir héldu
að myndi nú ske ef vamarliðið hyrfi
allt í einu af landinu. Það sem mér
fannst skína í hjá báðum þessum
mönnum var að það var eins og þeir
létu „tala sig til“ og maður hafði eig-
■inlega á tilfinningunni að þeir yrðu
svo sem fegnastir því í sálu sinni
þegar vamarliðið hyrfi brott. - Þaö
yrði að vísu aö gera einhverjar ráð-
stafanir í atvinnumálum áður þama
syðra því ekki væri hlaupið í önnur
störfl
En mér er nú spum með sjálfum
mér: Því em að vinna á vellinum
menn sem hafa svona mikla andúð á
vamarliðinu? Þurfa þeir að láta
kvelja sig svona? - Og geta atvinnu-
rekendnr á Suðumesjum skaffað
fólki vinnu í fiskvirinslunni á hefis-
ársgmndvelli? Ekki hefur sú verið
rairnin hingað tfi. Qg er þá eitthvað
óeðlfiegt að margir kjósi það at-
vinnuöryggi sem á vellinum má
finna?
Á eftir þessum viötölum kom svo
stúlka sem ólmaðist mikinn á kapít-
alismanum og vem Bandaríkja-
mánna hér á landi. Hún notaði ó-
spart öll hugsanleg orðatiltæki og
sparaði hvergi níð og nart í garð vest-
rænna þjóða og samtaka þeirra.
En það var ekki allt óyndislegt á
Rótinni þennan seinnipart Að lokn-
um trúarboðskapnum kom nefnilega
stórfínn tónlistarþáttur með tónlist
frá Brasilíu og stóð hann hefian
klukkutíma. Þetta var einn besti
þáttur af þessu tagi sem maður hefur
heyrt á íslenskri útvarpsstöð. Suð-
ur-amerísk tónlist hefur ekki átt upp
á pallborðið hjá öðrum útvarpsstöðv-
um og á ekki enn. Tónlistin á Rótinni
er, merkilegt nokk, oft meö þeirri
áhugaverðustu sem maður á kost á
að heyra. - Áfram með suður-amer-
ísku tónlistina, Rótin góð, og auglýs-
ið hana í dagskránni svo að maöur
missi ekki af.
Frá síðustu fegurðarsamkeppni á Hótel íslandi.
Að' lokinni fegurðarsamkðppiii
Kona á Vesturlandi skrifar:
Það eru margir á móti fegurðar-
samkeppni. Ég er þó á annarri skoð-
un að því leyti að mér finnst hún
eiga rétt á sér fyrir þá sem fegurðina
dá. Viðurkenningin er eftirsótt og
eins það að fá að vera innan um jafn-
ingja og keppa að einhverju jákvæðu.
Mér finnst hins vegar ekki nógu
vel að þessu staðið. Það þarf að hugsa
betur um stúlkumar sjálfar. Þær
koma úr öllum landshlutum og þurfa
því að fara úr sínu byggðarlagi til
höfuðborgarinnar. Venjulega fara
þær frá námi og það truflar. Þetta
eru þó duglegar stúlkur og standa sig
Vel, enda vel geröar að öllu leyti.
En verðlaunin þyrftu að vera
jausnarlegri, svo að aðstandendur
■ hefðu sóma af. Stúlkumar þyrftu t.d.
allar að fá kjólana fría og skartgripi
viö hæfi. Einnig dálitla fjárupphæð
í verðlaun fyrir að koma þama fram
og sýna sig. Ennfremur fríar ferðir
fram og til baka.
Svo er það kosningin. Fyrst em
kosnar fimm fegurstu. En hvaö um-
hinar fimm? Þær em undurfagrar
líka og erfitt að segja hvort þær hafi
verið nokkuð síðri en hinar. - Þær
ættu því allar að fá einhveija útnefn-
ingu, borða og kórónu.
Gaman væri ef allar ættu þess kost
að taka þátt í keppni erlendis. Þá
þurfa þær ekki aö snúa til síns heima
með sárindi í hjarta. Þaö era von-
brigði að koma heim og hafa ekki náð
neinu sæti. - Mér fannst sérstaklega
ungfrú Norðurland glæsileg og fögur
og eiga skiliö einhverja útnefningu -
en einnig allar hinar. Verðlaunin
sem í boöi vom geta stúlkumar af
landsbyggðinni ekki nýtt sér, t.d. boð
í sólbekki, leikfimi, hárgreiðslu eða
Bláa lónið.
Að lokum örfá orð um dómnefnd-
ina. - Þar er gott fólk sem vandar sig
vel. Og þetta er glæsileg sýning í
glæsilegum sal. - En það ætti ekki
að vera sama fólkið í nefndinni oftar
en einu sinni. Dómnefndin ætti að
koma á óvart sýningarkvöldið. - Fólk
sem hefur vit að fógmm listum, helst
erlendis frá. Framkvæmdastjómm
og aðstoðarmönnum keppninnar
ókunnugt.
Orðsending til þingmanna og ráðherra:
Skammargrein um
■ ■
Jóhann Þórólfsson skrifer:
Ég hef veriö beðinn að skrifa
skammargreín um ykkur, þing-
menn og ráðherrar, fyrir vinnu-
brögð ykkar á alþingi. Einkum fyr-
ir að ekki sé hægt aö ná í ykkur
þótt kjósendur eigi við ykkur brýnt
erindi. Svörin eru sifellt Þeir eru
á fúndi og ekki til viðtals.
Þið eruð þó fegnir að tala við
okkur þegar þiö þurfiö að afla ykk-
ur atkvæða. Ég heyri það á mörg-
um aö þeir séu hættir að bera virð-
ingu fyrir æðstu stofiiun þjóðar-
innar, alþingi
Enginn flytur fimmvarp um aö
felia niöur hinn illræmda matar-
skatt, þótt vitaö sé að á þingi sé
meirihluti fyrir því að fella hann
niður. Og flest er eftir þessu. Þess
vegna er það að ég heyri að margir
muni skila auðu næst þegar kosið
verður. Þessi ríkisstjóm er nú td.
sú lélegasta sem ég hefi kynnst sl.
-30 ár og hún ætti aö segja af sér
strax. Aðalvinna ráðherra er að
skipa nefndir á nefhdir ofon.
Ég legg til að næst þegar kosið
verður gefi kjósendur Steingrími
og Framsóknarflokknum hvíld og
láti atkvæðin fremur renna til
Kvennalistans. Að fá konur í ráð-
herrastóla og einkum 1 stól fjár-
málaráöherra.
Landgræðsluátakið
Bóndi hringdi:
Ég er staddur héma í höfuðborg-
inni þessa dagana og hef það fyrir
vana að glugga í öll dagblööin á
hverjum degi því að það tækifæri
gefst ekki í minni sveit. Ég var að
lesa m.a. um átak í landgræðslu sem
er gott og þarft verkefni. Ekki skal
þaö frumkvæði lastaö. En mér finnst
nú ósköp kjánalegt að vera að birta
fréttatilkynningar um þetta verkefni
dag eftir dag í blöðum. - Hvernig er
það, gera þeir sem að því standa þetta
ekki bara af hreinni áhugamennsku?
í Alþýðublaðinu í dag, 31. mai,
kemur t.d. fram að innflytjandi fræ-
komanna er í forsvari fyrir fjársöfn-
uninni ásamt fleirum sem ég var
búinn aö lesa um í öðm blaöi. Allt
frammámenn og fyrirtæki í við-
skiptaheiminum og nefndir voru
„bakhjarlar“ fyrir þetta átak.
í Alþýðublaðinu kemur fram aö
Landgræöslan kaupir um 10 tonn af
fræi af fyrirtækinu Glóbusi, eftir að
frækaupin voru boðin út fyrir nokkr-
um ámm. í viötali við forsvarsmann
þessa fyrirtækis segist hann vona að
enginn tengi áhuga hans á upp-
græðslu landsins við viðskipti fyrir-
tækis hans og Landgræðslunnar.
Auövitað á slíkt heldur ekki að gera
- vel að merkja í heilbrigðu þjóð-
félagi. En þaö er bara meinið hér aö
svo mikið er um alls kyns neðanjarð-
arstarfsemi í viðskiptum, einkum við
hið opinbera, að fólk sér drauga í
hveiju horni ef hægt er aö tengja
viðskipti við ríkið - því miður.
En fróðlegt væri hins vegar að sjá
í fréttum um þetta landgræðsluátak
hve mikið þessir nefndu bakhjarlar
ætla sjálfir að gefa til verkefnisins.
Ekki er hægt að reikna með að al-
menningur leggi mikið af mörkum
ef þeir sjálfir sýna ekki gott og ríflegt
fordæmi.