Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1989, Qupperneq 14
14
FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr.
Verð ( lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr.
Smáþjóðin
Stundum er haft á oröi að smáþjóðirnar séu lítils
megnugar í hinum stóra heimi. Þær séu ekki gjaldgeng-
ar í alþjóðamálum, peð í valdataflinu og utangátta í
samskiptum þjóða og manna. Víst er það rétt að stór-
þjóðimar hafa gert tilraunir til að traðka á rétti okkar,
grænfriðungar velja fámennar þjóðir norðursins sem
skotspón vegna þess að þær eru auðveldari bráð. Bretar
gerðu tilraun til að beygja okkur til uppgjafar í land-
helgisstríðinu og þær skoðanir, sem heyrðust frá Sví-
þjóð á dögunum varðandi forystuhlutverk íslendinga
innan EFTA, voru dæmigerðar fyrir það hugarfar sem
ríkir meðal margra útlendinga. Þeir líta niður til okk-
ar. íslendingum er ekki treystandi, þeir eru aðeins til
uppfyllingar.
Nú hafa Norðmenn sent okkur kveðjumar. Utanríkis-
ráðherra Norðmanna segir íslendinga fara offari í af-
vopnun hafsvæðanna með tillögum sínum og greinilegt
er að þar í landi er það htið homauga ef íslendingar
taka fmmkvæði í málum sem „þeir hafa ekki vit á“.
Allt er þetta á sömu bókina lært.
í frjálsari heimi og lýðræðislegum samskiptum þjóða
hefur hlutur smáþjóðanna vaxið. Smáþjóðirnar hafa
atkvæði til jafns við stórþjóðimar innan Sameinuðu
þjóðanna og á aljpjóðlegiyn vettvangi. ísland er fuhgild-
ur þátttakandi | ráðstefnum, þingum og samskiptum
hvers konar á sviði menningar, félags- og stjórnmála.
Við þurfum ekki að hafa vanmáttarkennd vegna smæð-
ar þjóðarinnar. Það er ekki aht fengið með stærðinni.
Það þótti fifldirfska þegar íslendingar settu fram hug-
myndir sínar um tvö hundmð mílna lögsöguna. Sú
stefna hlaut alþjóðlega viðurkenningu áður en yfir lauk.
Við þurfum ekki að hafa minnimáttarkennd þótt At-
lantshafsbandalagið ýti tillögum okkar í afvopnunar-
málum til hhðar. Við eigum að skella skoheyrum við
niðrandi ummælum svokahaðra frændþjóða okkar í
Skandinavíu. Þau dæma sig sjálf.
íslendingar hafa sannað það aftur og aftur að smá-
þjóð á erindi og stendur fyrir sínu í samskiptum þjóða
í milh. Hvað gerðist ekki á ólympíuleikvanginum í
Moskvu í fyrradag? Þar lék íslenska knattspyrnulands-
Uðið gegn Sovétríkjunum á heimavelh þeirra síðar-
nefndu. Sovétmenn em með eitt allra fræknasta kapphð
heims. Þeir hafa ekki tapað leik og ekki fengið á sig
mark í heilan aldaiflórðung. En íslensku strákarnir
gerðu sér lítið fyrir og náðu jöfnu í mikilvægum leik í
undankeppni heimsmeistarakeppninnar.
Hverjum hefði dottið í hug að tvö hundmð og fimm-
tíu þúsund manna þjóð gæti teflt fram Uði til jafns við
tvö hundmð og fnnmtíu miUjóna manna þjóð? Er unnt
að fá skýrari dæmi um það að stærð og fjöldi skiptir
ekki aUtaf máh. Völd, áhrif og sigrar em að vísu ékki
aUtaf einhUtur mælikvarði um stöðu einstaklinga, Uðs-
hópa og þjóða. En ef menn vilja styðjast við þá mæh-
stiku þá getum við borið höfuðið hátt.
Á morgun kemur páfinn í Róm í heimsókn. Hann
sýnir íslendingum mikla virðingu með þeirri heimsókn.
Athyglin mun beinast að íslandsströndum enn og aftur
og undirstrika þá staðreynd að islenska þjóðin er fuU-
valda og sjálfstæð, þjóð meðal þjóða, sem ekki þarf að
bera kinnroða fyrir tilvem sína. Smáþjóðir hafa jafn-
miklu hlutverki að gegna og hver annar. Rödd þeirra á
að heyrast. Sama hvað frændur okkar á Norðurlöndum
vilja gera Utið úr okkur.
EUert B. Schram
Lýðræði, frélsi og sjálfsákvörðun-
arréttur þjóða eru lofsverð ein-
kunnarorð risaveldis á borð við
Bandaríkin í samskiptum við önn-
ur ríki og þessi einkunnarorð hafa
Bandaríkin líka í heiðri í samskipt-
um sínum við önnur lýðræðisríki.
Utanríkisstefna þeirra byggist að
verulegu leyti á þessum einkunn-
arorðum, þau ríki, sem ekki upp-
fylla skilyrði um lýðræði og frelsi
einstaklingsins, eru ekki talin full-
gild í samfélagi þjóðanna að dómi
Bandaríkjanna og þeirra lýðræðis-
ríkja sem þau veita forystu. En
engin utanríkisstefna getur byggst
á hugtökum eingöngu, beinir hags-
munir móta óhjákvæmilega alla
utanríkisstefnu og þegar háfleyg
orð rekast á beinharða hagsmuni
sigra hagsmunimir ævinlega.
Til eru staðir í veröldinni þar sem
Frá Pnom Penh, höfuðborg Kampútseu. - „Beinir hagsmunir Bandaríkj
anna þar í landi eru engir“, segir greinarhöfundur m.a.
Lýðræði, frelsi
og þjóðarmorð
Bandaríkin eiga litálla sem engra
beinna hagsmuna að gæta og á slík-
um stöðum taka þessi einkunnar-
orð á sig form innantómra slagoröa
í áróðursstríði við kommúnistarík-
in sem getur tekið á sig hinar kyn-
legustu myndir. Eitt furðulegasta
slagorðastríð sem .um getur af
þessu tagi á sér nú staö í því lang-
hrjáða ríki Kampútseu.
Rauðir khmerar
Bandaríkjamenn hafa í tímans
rásoátt marga skuggalega skjól-
stæðinga, þeirra á meðal Noriega,
herstjóra í Panama, sem var einka-
vinur Bandaríkjastjómar í marga
áratugi, allt þar til dómsmálaráöu-
neytiö bandaríska gaf út ákæru á
hendur honum fyrir eiturlyfja-
smygl, að utanríkisráðuneytiiiu
fomspurðu, og kom þar með
Bandaríkjunum í þær ógöngur sem
þau eru í.
Aðrir frægir harðstjórar em
Duvalier á Haiti, Somoza í Nic-
aragua og Pinochet í Chile, og era
þá fáir taldir. En þrátt fyrir þetta
hefði engum dottið í hug að Banda-
ríkjastjóm gerðist málsvari blóð-
ugustu ógnarstjómar sem um get-
ur í allri veröldinni á síðari tímum,
þeirrar stjómar sem hafði beinlínis
að markmiði að fækka þjóð sinni
og útrýma þeim sem ósamvinnu-
þýöir vora og til að koma á komm-
únisma. Þetta var stjóm Rauðu
khmeranna í Kampútseu, sem ríkti
frá 1975 til 1978 og lét myrða á þeim
tíma að minnsta kosti milljón, og
ef til vill tvær milljónir af rúmlega
sex milljónum íbúa landsins og
færa það að heita má aftur á stein-
aldarstig til að byggja upp komm-
únismann frá grunni.
Allur heimurinn fylgdist með af
hryllingi og fagnaði leynt og ljóst
þegar Víetnamar gerðu innrás 1978
og kollvörpuðu Pol Pot og stjóm
Rauðu khmeranna og bundu enda
á blóðbaðið. En þá komu upp hug-
myndafræðileg vandamál. Víet-
namar vora árásaraöili, þeir virtu
ekki sjálfsákvörðunarréttinn og
sjálfstaeði né heldur landamæri
Kampútseu, heldur beittu valdi.
Bandaríkin era vitaskuld á móti
valdbeitingu í samskiptum ríkja,
það era önnur ríki líka á hátíðleg-
um stimdum þegar engir hagsmun-
ir era í húfi, og svo fór að Bandarík-
in höfðu forystu um þaö hjá Sam-
einuðu þjóðunum, að Víetnamar
vora fordæmdir fyrir að kollvarpa
slátraranum Pol Pot, sú stjóm sem
þeir komu á fót var ekki viður-
kennd og Sameinuðu þjóðimar
með Bandaríkin í fararbroddi við-
urkenndu Rauðu khmerana sem
hina réttu stjóm Kampútseu.
Síðan hafa Bandaríkjamenn ver-
iö í þeirri einkennilegu aðstöðu að
Kjállaiinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaöur
blóðugasta stjóm, sem setið hefur
í nokkra ríki síðustu hálfa öld að
minnsta kosti, er skjólstæðingur
þeirra.
Vitanlega er það hefndarhugur í
garð Víetnama fýrir aö hafa unnið
Víetnamstríðið sem ræður ferð-
inni. Síðasta áratug hefur Kamp-
útsea verið vettvangur leppstríðs
Kínveija og Sovétmanna, þar sem
Bandaríkjastjóm leggst á sveif með
Kínverjum með Rauðu khmerun-
um á móti'Víetnömum, skjólstæð-
ingum Sovétmaima.
Þar með hefur Kampútsea líka
orðið einn helsti ásteytingarsteinn-
inn 1 samskiptum Sovétríkjanna og
Kína, og það ágreiningsefni sem
Gorbatsjov hefur lagt einna mesta
áherslu á að eyða, meö þeim ár-
angri að nú sér fyrir endann á deil-
unni. Víetnamar ætla að fara með
her sinn frá Kampútseu í septemb-
er í haust, en allt er óvíst um fram-
haldið og hvort Rauðu khmerarnir
komast aftur til valda.
Að bjarga andlitinu
Það skal sagt Bandaríkjamönn-
um til hróss að þeir skammast sín
fyrir aö vera í slagtogi við Rauðu
khmerana og reyna að dulbúa þá
staðreynd með tilvitnunum í stoöi-
skrá Sameinuðu þjóðanna, þar sem
valdbeiting er fordæmd í samskipt-
um ríkja. Þeir vilja líka fijálsar
kosningar og vestrænt lýðræðis-
form sem skjólstæðingar þeirra í
Kampútseu hafa minni en engan
áhuga á.
Leiðtogi landsins allt frá 1955,
Síanúk prins, sem í eina tíð var
látinn vera þjóðhöfðingi stjómar
Rauðu khmeranna áður en hann
flúði til Kína og stofnaði þar útlaga-
stjórn og skæruliðaher sem síðan
hefur barist með Rauðu khmerun-
um gegn Víetnömum, er sá maður,
sem þeir veðja á, en ekki khmera-
leiðtoginn Khieu Sampan, fýrrum
foseti Rauðu khmeranna, sem
ásamt Pol Pot stjómar her þetrra.
- En ástæðan fyrir tþessum 8hug-
myndafræðilega stuðningi við
þjóðarmorðingjana í Kampútseu
hefur samt fyrst og fremst veriö
heimspóhtísk.
Kínveijar em fjandmenn Víet-
nama, Víetnamar era bandamenn
Sovétmanna, skjólstæðingar Kín-
veija beijast við skjólstæðinga
Sovétmanna, leiðin tLL að setja
þrýsting á Sovétmenn og um leiö
afla sér vinfengis í Kína er að styöja
skjólstæðinga Kínveija. Jafnframt
má koma höggi á foma fjendur í
Víetnam.
Það er aukabónus að í þessu áróð-
ursstríöi má nota orð eins og frels-
i,lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt-
ur og friðhelgi landamæra. Beinir
hagsmunir Bandaríkjanna í Kamp-
útseu era engir, örlög íbúanna þar
skipta aðeins máU í hugmynda-
fræðUegu samhengi. Innrás Víet-
nama í Kampútseu hefur Uka verið
notuð tíl að refsa þeim á alþjóða-
vettvangi með viðskiptahömlum og
póUtískri einangrun. AUt era þetta
leifar Víetnamstríðsins, upplausn-
in í Kampútseu og þær hörmungar
sem yfir það land hafa gengiö era
bein afleiðing þess að Bandaríkin
drógu Kampútseu inn í átökin í
Víetnam 1970. Ef hugur fylgdi máU
í öllum slagorðaflaumnum ættu
Bandaríkin að sætta sig við orðinn
hlut, taka upp eðUlegt samband við
stjóm Víetnams og vinna að lausn
mála í Kampútseu eftir diplómat-
ískum leiðum. En sá tími er enn
ekki kominn, þjóðarstoltið leyflr
það ekki, heldur er auðveldara að
styðja óbeint þjóðarmorðingjana í
Kampútseu.
Gunnar Eyþórsson
„Það er aukabónus að 1 þessu áróðurs-
stríði má nota orð eins og frelsi, lýð-
ræði og sjálfsákvörðunarréttur og frið-
helgi landamæra.“