Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1989, Page 15
FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989.
15
Opið bréf til Jóns Armanns Héðinssonar:
Um Foss-
vogsbraut
„Ég vil minna á áskorun sem þú sendir ásamt fleiri velunnurum Foss-
vogsdais til viðkomandi yfirvalda og birtist í Griðlandi 4. júli 1973.“
Ég get ekki orða bundist, Jón,
eftir að hafa lesið skrif þín um
Fossvogsbraut í Morgunblaðinu 24.
maí sl. Ég hefði ekki trúaö því
nema sjá það svart á hvitu að þú,
Jón, myndir ekki styðja okkur
Kópavogsbúa í að verja Fossvogs-
dahnn.
Áskorun
náttúruverndarþings
Það eru fimm ár síðan ég beitti
mér fyrir þvi að fá þingfulltrúa á
náttúruverndarþingi til að senda
áskorun til sveitarfélaganna, sem
hggja að dalnum, um að vinna að
því að gera dahnn að sameiginlegu
útivistarsvæði. Mikih meirihluti
þingfulltrúa var því fylgjandi og ég
var viss um að þú værir einn í
hópi þeirra. Mér hefur oft fundist
ég njóta stuðnings þíns í erfiðri
baráttu fyrir náttúruvemdarmál-
um.
Fossvogsdalurinn „vin“ i
Kópavoginum
Fossvogsdalurinn hefur verið
mér sem vin hérna í Kópavoginum.
Ég hefi notið útivistar þar á skíð-
um, hjólað eða gengið um dahnn.
Ég get ekki til þess hugsað að þarna
eigi eftir að gera braut þar sem bif-
reiðar, skelhnöðrur og önnur vél-
knúin farartæki þeytast fram og
aftur og spúa eimyiju og ijúfa þá
kyrrð sem þarna ríkir með gný og
ískri. Ég held mér sé svona svipað
innanbijósts nú eins og indíánun-
um í Ameríku þegar þeir þurftu að
láta landið sitt af hendi fyrir ofríki
og fégræðgi þeirra sem völdin
höfðu. Þeir harðstjórar skynjuðu
htið tilfinningar fólksins þegar þeir
ruddu heimkynnum þess og nátt-
úruauðlindum í burtu. Nei, þeir
brostu breitt þegar þeir horfðu yfir
handarverk sín sem vom járn-
brautir, vegir, brýr og steinsteyptir
skýjakljúfar. En skógurinn varð
undir vegna yfirgangs mannskepn-
Kjallarinn
Sigríður Einarsdóttir
kennari og formaður
náttúruverndarnefndar
Kópavogs
unnar. Nú mega jarðarbúar líða
fyrir vanhugsaðar framkvæmdir.
Það hefði ef til vill veriö betra að
fara hægar í sakirnar þá og hlusta
á náttúmna. Því hvernig er komið
fyrir okkur í dag? Hvar stöndum
við?
Við vitum að það er hætta á ferð-
um. Við höfum lesið um mistök
annarra þjóða. En getum við engan
lærdóm af því dregið? Við gætum
spymt við fótum hér á þessu ey-
landi ef við værum ekki upptekin
af eigin hagsmunum hveiju sinni.
Fossvogsdalurinn má aldrei verða
slíkri mengun að bráð sem óhjá-
kvæmilega fylgir nútíma umferð.
Hugsaðu bara, Jón, um skóginn
okkar. Það er ekki eins og við get-
um ræktað upp skóg á örfáum
ámm. Nei, þessi skógur, sem við
eigum í dalnum, er þrotlaus vinna
þeirra fmmheija sem höfðu hug-
sjón og þor til aö rækta upp dahnn.
Kynning á aðalskipulagi
A kynningu á aðalskipulagi
Reykjavíkurborgar 1982 varð ég
vonsvikin að sjá Fossvogsbrautina
þar kynnta án þess að um sam-
komulag væri að ræða hjá þessum
tveimur sveitarfélögum um til-
verurétt hennar. Þetta var hrein
móðgun við okkur Kópavogsbúa.
En þá sá ég þig ekki taka upp
hanskann fyrir okkur en nú móðg-
ast þú fyrir Davíðs hönd vegna
þess að við segjum upp samningi
sem fyrir löngu á engan rétt á sér
í þjóðfélagi nútímans þar sem við
verðum að hafa augun opin fyrir
nýjungum og þörfum framtíðar-
innar. Braut sem er skipulögð í dal
með skóla beggja vegna hlýtur að
heyra fortíðinni til.
íþróttasvæðin
Þú nefndir, Jón, svæöi sem bæj-
arstjóm Kópavogs haföi úthlutað
íþróttafélögunum í Kópavogsdal en
væri nú búið að staðsetja í Foss-
vogsdal. Ég veit ekki betur en þessi
úthlutun hafi verið í góðu sam-
komulagi við íþróttafélögin. Mér
þykir hka fara vel á því að skipta
íþróttavöhunum á milli dalanna
því í báöum dölunum þarf sam-
hliða að vera aðstaða fyrir fólk á
öllum aldri til útivistar. Þú talar
um mistök í skipulagsmálum
Kópavogs og þess vegna sé þörf
fyrir Fossvogsbraut. Eg veit ekki
betur en það sé í verkahring
Reykjavíkur að koma Breiðholts-
búum niður í miðbæ borgarinnar.
Þú bendir á það, Jón, aö Fossvogs-
dalurinn sé mýrlendur og kostnað-
arsamt að ræsa hann fram. Það
hafa fleiri gert sér grein fyrir því
að Fossvogsbraut yrði þess vegna
mjög kostnaðarsöm og það eru ekki
bara Kópavogsbúar sem myndu
bera þann óæskhega kostnað held-
ur hugsanlega landsmenn ahir. Þú
talar einnig um þá sameiginlegu
lausn á þessum vandamálum að
grafa brautina að miklu leyti nið-
ur, en kostnaðaráætlanir hcifa sýnt
að það sé óheyrilega dýr lausn.
Ég átta mig ekki á því, Jón, hvað
þú meinar með þessu þegar þú seg-
ir orörétt: „Að knýja mörg þúsund
íbúa neðan við Nýbýlaveg til að aka
inn á hann er fjarstæða fyrir aha
framtíð.“ Heldur þú virkhega, Jón,
að ef Fossvogsbraut yrði að veru-
leika gætu íbúar við Nýbýlaveg
bara ekið inn á hana eins og hvern
annan sveitaveg? Fyrirhuguð
braut var aldrei hugsuð sem tengi-
braut fyrir Kópavogsbúa.
Davíð Oddsson hefur verið að
láta kanna möguleika á því að gera
jarðgöng undir Kópavog eða að
miklu leyti undir Nýbýlaveg. Jarð-
göng gætu verið hugsanlegur
möguleiki sem mætti athuga. En
mér er það óskiljanlegt hvers
vegna hann skoðar ekki möguleik-
ana í sínu landi.
Það kom mér mjög á óvart, Jón,
að þér skuli þykja það eðlilegt að
fylla upp sjávarmegin viö Foss-
vogsnesti sem þýðir að Fossvogs-
bakkarnir yrðu eyðilagðir á stóru
svæði. Einnig myndu þarna
skemmast leirur sem eru nauðsyn-
legar fyrir fuglalífið. í Náttúru-
minjaskrá Náttúruverndarráðs
segir svohljóðandi um Fossvogs-
bakkana: „Strandlengja í innan-
verðum Fossvogi, frá botni hans
að Nauthólsvík. Setlög með skelj-
um frá síðasta hlýskeiði ísaldar."
Þetta þykir svo einstætt að það var
tekið inn í Náttúruminjaskrá mjög
snemma og er nú undir Borgar-
vernd. Ég trúi því ekki, Jón, að slík-
ar minjar séu þér einskis virði.
Hugarfarsbreyting
Að lokum, Jón, vh ég minna á
áskorun sem þú sendir ásamt fleiri
velunnurum Fossvogsdals til við-
komandi yfirvalda og birtist í
Griðlandi 4. júh 1973. Þetta blað var
gefið út af samtökum áhugamanna
um griðland í Fossvogsdal en þar
segir svo. „Við undirrituð áhtum,
að friðsæld Fossvogsdalsins megi
ekki rjúfa með lagningu hraðbraut-
ar um dalinn endilangan." Já, fóg-
ur voru þau orð. En hvernig stend-
ur þá á þessari hugarfarsbreytingu
þinni? Mér urðu það mikil von-
brigði að þú sem varst svo mikhl
náttúruvinur og áhugamaður um
friðland í Fossvogsdal skuhr hafa
brugðist.
Sigríður Einarsdóttir
,,Þú talar um mistök í skipulagsmálum
Kópavogs og þess vegna sé þörf fyrir
Fossvogsbraut. Eg veit ekki betur en
það sé í verkahring Reykjavíkur að
koma Breiðholtsbúum niður 1 miðbæ
borgarinnar.“
Andsvar við grein Einars Heimissönar:
Minning hans mun lifa ár og aldir...
„Sic transit gloria mundi mætti
segja, svo mjög er breytt frá því
sem áður var.“ Svo orti íslenska
alþýðuskáldið Steinn Steinarr sem
svar við svikum ’úð einingu ís-
lenskra kommúnista á fiórða ára-
tugnum.
Og við sem höfum aha okkar ævi
verið málstaðnum trúir, þó við því
miður höfum ekki haft okkur mik-
ið í frammi, munum marga tilraun-
ina til að menga hinn hreina sósís-
íalisma með annarra flokka hð-
eskjum.
Á síðustu árum hefur þeirri skoð-
un að „nauðsynlegt sé að sameina
vinstri menn í einn flokk“ bæst
fylgi. Stöðugt á að sveigja lengra frá
hinni beinu braut og sameinast
hinum ýmsu mönnum sem eru of
„menntaðir" og of „upplýstir" til
að gangast við sínum skoðunum
og kalla sig því „félagshyggju-
Eitthvað annað í huga
Fyrir nokkrum dögum reit svo
ungur menntamaður, Einar Heim-
isson (sem mun stunda háskóla-
nám í Þýskalandi) og áleit að „um-
ræðan um sameiningu vinstri
manna mætti ekki þagna“. Piltung-
urinn lét það ekki nægja heldur var
KjaUarirm
Leifur Magnússon
verkamaður
einnig óhjákvæmilegt að sameina
„blöð vinstri manna". Vildi hann
sameina Þjóðviljann blöðum á borð
við Alþýðublaðið og Tímann.
Er ljóst að E.H. hefur eitthvað
annað í huga en að heiðra minn-
ingu Skúla Thoroddsen með þess-
um hugmyndum sínum. Þætti mér
ráðlegra og meiri sæmd að því að
kaupa okkar blað en láta annað
eins og þetta frá sér fara á prenti.
Það má ljóst vera við verðum
stöðugt að vera á verði fyrir hug-
myndum á borð við þessar. Betra
er að vera flokkur með hreina sam-
visku gagnvart sínum hugsjónum
þó htill sé, en að vera stærri flokk-
ur, samansafn hugsjónalausra
framafha; sannfæring okkar er
ekki til sölu. Vissulega þyrftum við
helst að fá sterkari fiölmiðil og ég
„Vinstri menn í dag eiga að vera há-
skólamenntaðir, ,félagshy ggj uj afnað-
armenn“, helsthugsjónalausir; flokkur
verkamanna er of fínn fyrir vinnandi
_____ cc
menn.
Umræðan má ekki þagna
EKaliarinn SS,*SSS‘«WS!S' SSK3SSÍSBS**’ SSS»*«*•«¥»-
-OV 5« MfKnf je.v fcvi
Cr-UT • TlL-ari
,r iwnv- ^
’*■“ ‘.V'J SAflr ýiiíi Cíiul.'af Ug
Stóir ffrí,T-4*i
núTj r~ -.-t- Svi-
■ fps- e*Sa7 possi? :U-UT Isri-
n-fsv uTS,- fnl-i »i
l=Su JaliSSJJicrui -Ctv.,
Vtt-'AW rjSÆröí 1S JÓ ÍJ'.TSÍI aia Scis am JaaWAiialiE/-
/WSií'i-rsfSSVOn.., P>7 ynJv-V, 'e7:.-u-, 577r*?:,; ^.-kI-i- uff
■nn-ýítfdrip yeru -ö ífítí Urum ,•*?=,»■«: .Da>W««jjQi4
. • a « tm&Bm
rTÍ*=*4r "--=>7 r;:7:
W?*- ■ .Tnii-r:.! '-**).• 7:.,7= ;,_7 ssivaBftJ
-avHHtfi---fht: ■■ArT’.;7S..,-.-i- -
71- .‘'aTrsei—.r , KTivusWs' Srrw-TflsŒt Iraafij-C.T-
■ ■■ r.iiii tí.i——
„Ljóst að E.H. hefur eitthvað annað í huga en að heiðra minningu Skúla
Thoroddsen með þessum hugmyndum sínum", segir greinarhöfundur
m.a. um grein Einars Heimissonar sem birtist í DV 19. f.m.
er vissulega ekki einn um að sakna
Verkalýðsblaðsins.
Kynni sér betur staðreyndir
E.H. hefur fleira til málanna
leggja: „Vinstri sinnaður flokkur
sem tahst hefur getað „burðarás í
landsstjórninni" hefur ekki verið
til á Islandi." Vissulega er E.H.
ungur að árum, en það veitir hon-
um engan rétt til að gera lítið úr
þætti Brynjólfs Bjarnasonar og
Áka Jakobssonar í „nýsköpunar-
stjórninni".
Og þó illu heilli hafi hvorugur
þeirra verið forsætisráðherra voru
áhrif þeirra óumdeild, stefnumark-
andi og með því besta sem komið
hefur frá íslenskum stjómmála-
mönnum í áratugi. Væri óskandi
að hinn ungi sagnfræðinemi kynnti
sér staðreyndir betur áður en hann
heiðrar íslenska fiölmiðla aftur
með visku sinni. Eins og ég sagði
áður hefur flestum tryggustu félög-
unum, sem mest hafa lagt af mörk-
um, verið ýtt til hliðar. Reynsla,
þekking og hugsjónir elstu félag-
anna eru einskis metnar. Vinstri
menn 1 dag eiga að vera háskóla-
menntaðir „félagshyggjujáfnaðar-
menn", helst hugsjónalausir;
flokkur verkamanna er of fínn fyr-
ir vinnandi menn.
Ég hugsaði að vísu eins og heil-
steyptum manni mér ber,
nú skal heimurinn sjá hversu stór-
fehdu verki vér'önnum.
En upp frá því gerðist flokkurinn
fráhverfur mér
og fór að svipast um eftir stærri
mönnum.
Leifur Magnússon