Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1989, Síða 25
FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989.
33
Lífestm
Oft er það svo aö minnihluti ibúa
i fjölbýli telur sig ekki hafa efni
á framkvaemdum. Þá kemur
gjarnam tíi kasta fjölbýlishúsa-
laganna eöa þá að reynt er aö
komast að samkomutagi.
DV-mynd BG
Ef einn íbúð-
areigandi
neitar að taka
þátt í fram-
kvæmdum
íbúi í fjórbýlishúsi spyr:
Þríraffiórum eigendum fjölbýlis-
hússins sem ég bý í viija setja
Danfoss-hitakerfi í sameiginlega
hitaiögn hússins. Ástæðan fyrir
þessum frarakvæmdum er gam-
alt kerfi sem hleypir hitakostnaöi
óeðlilega hátt upp. En nú neitar
einn eigandinn að taka þátt í
framkvæmdunum. Getum við
hinir hafið verkið á grundveili
meirihlutasamþykkis - eða þarf
samþykki allra til að málið nái í
gegn?
Svar: Breytingar sem þessar telj-
ast ekki „verulegar" í skilningi
4. mgr. 1. gr. reglugerðar nr.
280/1976 úm samþykktir fyrir
húsfélög. Því ræður einfaldur
meirihluti atkvæða miðað við
eignarprósentu, skv. 3. mgr.
sömu greinar. Ákvarðanir sem
þessar verður að sjálfsögðu að
taka á löglega boðuöum hús-
fundi. Hann skal boða með sann-
anlegum hætti með átta daga fyr-
irvara og tilgreina á í fúndarboði
hvað ræöa skuh á fundinum.
„Minnihlutinn“ (andvígir íbúð-
areigendur) eru skyldugir til að
leyfa aðgang að íbúð sinni til að
framkvæma verkið. Auk þess
eiga þeir að taka þátt í kostnaöin-
um miðaö við eignarprósentu
íbúðar sinnar.
, ,Eignarprósenturegl-
er ekki algild
an
- vegna viðhalds glugga í fjölbýlishúsi?
Kona sem er íbúi í fjölbýlishúsi vill
fá að vita nánar um „eignarprósentu-
regluna“ vegna ýmissa viðhalds-
framkvæmda við glugga.
- Ég hef rekið mig á þá staöreynd
að íbúðareigendur í fjölbýlishúsum
eru mjög í vafa um hvemig kostnað-
ur vegna viðhalds á gluggum er
skipt. Mér er kunnugt um að sameig-
inlegt viðhald utanhúss er yfirleitt
greitt samkvæmt eignarprósentu.
Hvað snertir glugga og umbúnað
þeirra getur málið orðið dálítið flókið
því þeir snúa bæði út og inn og þeir
tilheyra ýmist séríbúð eða sameign.
Ég vona að þú getir skorið úr um
þessi atriði því tími viðgerða og við-
haidsframkvæmda er genginn í garð.
Svar: Eins og þú bendir á þá tilheyra
gluggar ýmist sameign eða séríbúð
og verður því svarið samkvæmt því.
Hér er um að ræða íbúðaglugga að
innan og utan, risglugga yfir séríbúð
eða sameiginlegu lofti og glugga á
stigagangi.
1. Varðandi íbúðaglugga skal greina
í fyrsta lagi á milli glersins og glugga-
umbúnaðarins - og í öðru lagi þess
hluta gluggaumbúnaðar sem er inni
í íbúðinni og þess sem er utanhúss.
í 4. mgr. 11. gr. laga nr. 59/1976 um
fjölbýlishús, er gler í gluggum und-
anskilið sameiginlegu viðhaldi húss-
ins að utan. Gleriö telst því í séreign
íbúðareigenda. Allir eigendur hafa
þó rétt til ákvörðunar um gerð glers
í gluggum skv. 10 gr. laganna.
Sá hluti gluggaumbúnaðarins sem
er inni í íbúðinni er í séreign - sá sem
er aö utan er í sameign. Byggist það
á því að ytri gluggaumbúnaðurinn
hefur áhrif á útht hússins, enda er
hann ekki undanskilinn sameigin-
legu viðhaldi hússins að utan. Við-
hald á gluggaumbúnaði að utan er
því sameiginlegur og skiptist kostn-
aður niður á allar íbúðir hússins eft-
ir eignarprósentu. Kostnaður vegna
viðhalds glersins og gluggaumbúað-
ar að innan bera íbúðareigendur
sjálfir.
2. a) Sé þakgluggi yfir séríbúð í risi
gilda um hann sömu sjónarmið og
um aðra íbúðarglugga sbr. lið 1. - Séu
þakgluggar hins vegar yfir sameigin-
legu risi þá gilda um þá sömu reglur
og um annað viðhald á þaki. Kostn-
aður skiptist í samræmi við eignar-
prósentu íbúða hússins.
3. Vegna glugga á stigagangi er rétt
að benda á eftirfarandi í 6. grein fjöl-
býlishúsalaganna. „Skipti veggur
íjölbýlishúsi svo aðeins hluti íbúða
er um sama gang, stiga, svalir, tröpp-
ur eða annað sameiginlegt húsrými
- en aðrir íbúðareigendur hafa þar
engin afnot eða aðgang - telst það til
þeirra íbúða einna.“ - Viðhald á
gleri og innra byrði gluggaumbúnað-
ar væri þvi eingöngu á kostnað íbúða
í viðkomandi stigagangi. Viðhald á
ytra byrði væri hins vegar á kostnað
allra íbúða hússins sbr. 4 mgr. 11. gr.
laganna.
í fjölbýlishúsi er ekki sama hvort gluggaumbúnaöur snýr inn eöa út eða
hvort gluggar eru i sameign eða séríbúð, sérrisi eða sameiginlegu risi.
Þessa verður að taka tillit til þegar kostnaður er greiddur. DV-mynd BG
Er kjallaraíbúðin sér eða ekki?
Eigandi kjallaraíbúðar spyr:
- I mörgum sameignum er sérinn-
gangur í kjallaraíbúðir eins og þar
sem ég bý. Mér leikur forvitni á að
vita hvort kjallarahurð tilheyri sam-
eign eða ekki þar sem hún er jú utan-
húss. Á hússjóður að greiða við-
haldskostnað vegna hennar?
Svar: í 4. mgr. 11. gr. laga um fjölbýl-
ishús segir: að allt viðhald á húsinu
að utan sé sameiginlegt - að undan-
skildu gleri í gluggum og hurðum
íbúða - að öðru leyti en málning
þeirra. Endumýjun útidyrahurðar á
sérinngangi í kjallaraíbúð er því ein-
göngu á kostnað eiganda hennar. Ef
síðar þyrfti að mála þessa hurð að
utan þá bæri öllum íbúum hússins
að taka þátt í málningarkostnaði
samkvæmt eignarprósentu. Máln-
ingu á hurðina að innanverðu þyrfti
kjallaraeigandinn að greiða einn eins
og annað viðhald á íbúð sinni.
Gerður Thoroddsen, lögfræðing-
ur Húseigendafélagsins, svarar
fyrirspurnum tesenda í dag.
DV-mynd BG
Lögfræóiþjónusta DV í dag:
Mikið spurt
um sameig-
inlegar
fram-
kvæmdir og
kostnað í
fjölbýli
I dag svarar Gerður Thorodds-
en, lögfræðingur Húseigendafé-
lagsins, spumingum frá lesend-
um um húsnæöismál. Eins og svo
oft áður fjalla fyrirspurnir um
sameiginlegar ákvaröanir um
ýmsar framkvæmdir og skipt-
ingu kostnaðar vegna þeirra.
Meirihluti íslendinga býr í fjöl-
býli - húsum með tveimur eða
fleiri íbúðum. Það er því brýnt
að góð regla komist á samskipti
íbúðaeigenda. Fjölbýlishúsalögin
skera ih- um mörg vafaatriði og
er eitt meginmarkraiða Húseig-
endafélagsins að ieysa úr vanda-
málum húseigenda og leigjenda.
-ÓTT
X--------------------------------------------------------
LUKKUPOTTUR VERALDAR, DV 0G BYLGJUNNAR
LUKKUSEDILL HR. 3
VINNINGUR: TVEGGJA VIKNA DVÖL Á BENAL BEACH Á COSTA DEL SOL
MEÐ FERÐAMIÐSTÖÐINNI VERÖLD
Nafn:___________:________~
Heimilisfang:__________ Sími:_
Vinsamlegast látið seðilinn minn í Lukkupottinn 1989
svo ég fái tækifæri til að vinna tveggja vikna dvöl á
Benal Beach á Costa del Sol, að verðmæti kr. 55.540,-
í Veraldarferð þann 18. júlí næstkomandi.
nRflAMIflSTÖfllN
Póstleggðu seðilinn strax í dag.
Merktu umslagið:
LUKKUPOTTURINN 1989
SNORRABRAUT54
105 REYKJAVÍK
Hlustaðu á Bylgjuna í dag, FERÐALÖGIN koma í þessari röð:
1. FROÐAN - GEIRI SÆM
2. CROCKODILE ROCK - ELTON JOHN
3. TURN BACK THE CLOCK - JOHNNY HATES JAZZ
Ég heyrði ferðalögin leikin í ofangreindri röð
á Bylgjunni, FM 98,9 í dag kl. _______________
BYLGJAN,