Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1989, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1989, Page 27
Afmæli Pétur Sigurgeirsson Pétur Sigurgeirsson, biskup ís- lands, Bergstaðastræti 75, Reykja- vík, er sjötugur í dag. Pétur er fædd- ur á ísafirði og lauk guðfræðiprófi frá HÍ1944. Hann var í framhalds- námi í guðfræði við Mt. Airy Semin- ary í Phiiadelphia 1944-1945 og varð Master of Sacred Theology þar 1945. Pétur var í námi í blaðamennsku, ensku og guðfræði við Stanford- háskóla í Kalifomíu 1945 og vann við ritstjórn Kirkjublaðsins í Rvík 1946-1947. Hann var sóknarprestur á Akureyri 1948-1981 og hafði auka- þjónustu í Grímsey 1953-1981. Pétur var formaður Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti 1959-1969 og formaður Bamavemdarnefndar Akureyrar. Hann var vígslubiskup í Hólabiskupsdæmi hinu forna 1969-1981 og formaður Prestafélags hins forna Hólastiftis 1970-1981. Pétur hefur verið biskup íslands frá 1. október 1981, forseti Hins ísl. biblíufélags frá 1981 og setið í stjórn Listasafns Einars Jónssonar frá 1981. Pétur hefur samið bækurnar Lith-Hárlokkur og fleiri sögur, barnabók, 1952, og Grímsey, 1971, og ritstýrt Sunnudagaskólablaðinu 1948, Æskulýðsblaðinu 1949-1960, í útgáfustjórn 1963-1965 og Áfengis- vöm 1956 og var í ritnefnd Tíðinda Prestafélags hins foma Hólastiftis 1971. Gaf út Söngbók sunnudaga- skóla Akureyrarkirkju 1948 og Unga kirkjan, sálmarogmessuskrá, 1967. Pétur kvæntist 3. ágúst 1948 Sól- veigu Ásgeirsdóttur, f. 2. ágúst 1926. Foreldrar hennar vom Ásgeir Ás- geirsson, kaupmaður í Rvík, og kona hans, Kristín Matthíasdóttir. Börn Péturs og Sólveigar eru Pétur, f. 19. febrúar 1950, doktor í félags- fræði og kandídat í guðfræði frá háskólanum í Lundi, nú dósent í trúarbragðafélagsfræði við guð- fræðideild háskólans í Lundi, kvæntur Þuríði Jónu Gunnlaugs- dóttur fótasérfræðingi; Guðrún, f. 25. maí 1950, d. 27. mars 1986, stúd- ent og flugfreyja; Kristín, f. 31. maí 1952, fulltrúi hjá Háskólanum á Akureyri, gift Hilmari Karlssyni, lyfjafræðingi við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri, og Sólveig, f. 21. júní 1953, gift Borgþóri Kæmested, fréttamanni, túlki og skjalaþýðanda í Reykjavík. Systkini Pétrn-s eru Sig- urður, f. 6. júlí 1920, d. 9. nóvember 1986, deildarstjóri í Útvegsbankan- um í Rvík, kvæntur Pálínu Guð- mundsdóttur; Svanhildur, f. 18. mars 1925, fulltrúi í utanríkisráðuneytinu, og Guðlaug, f. 16. febrúar 1927, hús- mæðrakennari, gift Sigmundi Magn- ússyni, prófessor í Rvík. Foreldrar Péturs voru Sigurgeir Sigurðsson, biskup Islands, og kona hans, Guðrún Pétursdóttir. Sigur- geir var sonur Sigurðar, regluboða Góðtemplarareglunnar, Eiríksson- ar, b. á Olafsvöllum á Skeiðum, Ei- ríkssonar, b. og dbrm. á Reykjum á Skeiðum, Eiríkssonar, b. ogdbrm. á Reykjum á Skeiðum, Vigfússonar, ættfóður Reykjaættarinnar, föður Katrínar, langömmu Ásmundar Guðmundssonar biskups og langömmu Sigríðar, móður Ólafs Skúlasonar vígslubiskups. Móðir Eiríks á Ólafsvöllum var Sigríður Sturlaugsdóttir, b. á Brjánsstöðum á Skeiðum, Gunnars- sonar og konu hans, Þorbjargar, systur Knúts, langafa Hannesar þjóðskjalavarðar og Þorsteins hag- stofustjóra Þorsteinssona, Tómasar Guðmundssonar skálds og Jó- hönnu, móður Óskars Gíslasonar ljósmyndara og ömmu Ævars Kvar- an og Gísla Alfreðssonar þjóðleik- hússtjóra. Þorbjörg var dóttir Björns, b. í Vorsabæ á Skeiðum, Högnasonar, lögréttumanns á Laug- arvatni, Björnssonar, bróður Sigríð- ar, móður Finns Jónssonar, biskups í Skálholti, fóður Hannesar biskups í Skálholti, ættfóður Finsensættar- innar, langafa Nielsar Finsen, fyrsta nóbelsverðlaunahafans í læknis- fræði. Móðir Sigurðar var Guðlaug Sig- urðardóttir, systir Magnúsar, lang- afa Bjarna Sigurðssonar, dósents í guðfræði við HÍ. Bróðir Óuðlaugar var Guðmundur, langafi Péturs, föður Margeirs stórmeistara. Annar bróðir Guðlaugar var Sigurður, langafi Ágústu, móður Danfríðar Skarphéðinsdóttur alþingismanns og langafi Jónínu, móður Gísla Sig- urðssonar ritstjóra. Móðir Sigurgeirs var Svanhildur Sigurðardóttir, b. og formanns í Neistakoti á Eyrarbakka, Teitsson- ar. Móðir Sigurðar var Guðrún, systir Ólafar, langömmu Jóns, föður Hannesar Jónssonar sendiherra. Guðrún var dóttir Sigurðar, b. á Hrauni í Ölfusi, Þorgrímssonar, b. í Holti í Stokkseyrarhreppi, Bergs- sonar, b. í Brattholti, Sturlaugsson- ar, ættföður Bergsættarinnar. Móð- ir Guðrúnar var Ólöf Jónsdóttir, hálfsystir Þorkels, langafa Salome Þorkelsdóttur alþingismanns og langafa Sigrúnar, móður Ragnheið- ar Helgu Þórarinsdóttur borgar- minjavarðar. Guðrún var systir Sigurðar, föður Péturs, forstjóra Landhelgisgæsl- uimar. Guðrún var dóttir Péturs, útvegsbónda og oddvita í Hrólfs- skála á Seltjarnarnesi, Sigurðsson- ar. Móðir Péturs var Sigríður Pét- Pétur Sigurgeirsson ursdóttir, b. í Engey, Guðmundsson- ar, föður Guðfmnu, ömmu Bjama Jónssonarvjgslubiskups. Önnur dóttir Péturs í Engey var Guðrún, langamma Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Sonur Péturs var Jón, langafi Sigurðar, föður Péturs, formanns bankaráðs Landsbankans og langafi Mörtu, móður Péturs Guðfinnssonar, framkvæmdastjóra Sjónvarpsins. Móðir Guðrúnar var Guðlaug Pálsdóttir, b. í Hörgsdal, Pálssonar, prófasts í Hörgsdal, Pálssonar, föð- ur Valgerðar, ömmu Sigurðar Páls- sonar vígslubiskups. Móðir Guð- laugar var Guðrún Guðjónsdóttir, systir Péturs Gudjohnsen organ- leikara, ættföður Gudjohnsenættar- innar, langafa Baldurs Möller, fyrrv. ráðuneytisstjóra. Pétur tekur á móti gestum á heim- ilisínukl. 15-17 ídag. Margrét P. Einarsdottir Margrét P. Einarsdóttir húsmóð- ir, lengst af til heimihs að Kambs- vegi 31, Reykjavík, en sem nú dvelur á Hrafnistu við Kleppsveg, er áttræð ídag. Margrét fæddist á Þórustöðum í Bitrufirði á Ströndum og ólst þar upp í foreldrarhúsum. Hún stundaði öfi almenn sveitastörf á unglingsár- unum en flutti til Reykjavíkur 1935 og hefur búið þar síðan. Hún giftist í október 1935 Eyþóri Árnasyni, f. 18.4.1892, d. 24.10.1970, sjómanni, verkamanni og loks næt- urverði við Landsbanka Islands, syni Árna Jónssonar, b. í Pétursey í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu, og Þórunnar Sigurðardóttur. Böm Margrétar og Eyþórs em Birgir Eyþórsson, f. 24.10.1935, bif- reiðastjóri í Kópavogi, kvæntur Þóru Siguijónsdóttur og eiga þau flögur börn; Þórarinn Eyþórssson, f. 23.3.1937, bankamaöur í Njarðvík, kvæntur Sigríði Eiríksdóttur og eiga þau tvö börn, og Steinþór Eyþórs- son, f. 6.8.1948, veggfóðrarameistari í Garðabæ, kvæntur Eiríku Har- aldsdóttur og eiga þau þrjú börn. Margrét átti þrjú systkini en tvö þeirra em látin. Systkini hennar: Ólafur Einarsson, b. á Þórustöðum, sem nú er látinn, en kona hans, sem einnig er látin, var Friðmey Guð- mundsdóttir og eignuðust þau fjög- ur börn; Kristjana Einarsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, sem er látin, átti Geir F. Sigurðsson, lögregluþjón í Reykjavík, sem einnig er látinn og eignuðust þau þrjú börn, og Guðrún Þórey Einarsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, gift Ágúst Benedikts- syni, fyrrv. b. á Hvalsá, og eignuð- ust þausjösyni. Foreldrar Margrétar vom Einar Ólafsson, b. að Þórustöðum í Bitm- firði, og kona hans, Ingunn Helga Gísladóttir húsfreyja. Ingunn Helga var dóttir Gísla, b. á Bakka í Geiradal, Gunnlaugsson- ar, b. á Valshamri, Guðbrandsson- ar. Einar var sonur Ólafs, b. á Þóru- stöðum, Magnússonar, b. í Bessa- tungu og á Efri-Brunná, Hallssonar, b. á Bjarnarstöðum, Magnússonar, b. á Bjarnarstöðum, Hjörleifssonar, b. á Hörðubóli í Miðdölum, Magnús- sonar. Móðir Magnúsar á Bjarnar- stöðum var Guðrún Einarsdóttir. Móðir Halls var Þorbjörg Jónsdótt- ir. Móðir Magnúsar í Bessatungu var Guðrún Hálfdánardóttir, b. á Þurrhamri, Bjarnasonar. Móðir Ól- afs og seinni kona Magnúsar var Ragnheiður Árnadóttir, b. á Leys- ingjastöðum, Jónssonar. Móðir Einars og seinni kona Ólafs Margrét P. Einarsdóttir var Ehsabet Einarsdóttir, b. í Snart- artungu, Þórðarsonar, b. á Gróu- stöðum í Geiradal, Magnússonar. Móðir Einars í Snartartungu var Guðrún Jónsdóttir frá Kleifum í Ghsfirði. Móðir Ehsabetar var Guð- rún yngri Bjarnadóttir, b. á Þóru- stöðum, Bjarnasonar, b. í Hhð í Kohafirði, Guðmundssonar. Móðir Bjarna á Þórustöðum var Elísabet Steinsdóttir. Móðir Guðrúnar yngri var Herdís Gísladóttir, b. á Hlað- hamri, Jónssonar. Margrét tekur á móti gestum á afmæhsdaginn 2.6. á heimili sonar síns og tengdadóttur að Víöhundi 7, Garðabæ, milli klukkan 16 og 19. Tilmæli til afmælisbama Blaðið hvetur afmælisböm og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfs- sögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmæbð. Munið aö senda okkur myndir Gunnbjöm Valdimarsson Gunnbjörn Valdimarsson, flug- stjóri hjá Flugleiðum, th heimihs að Reykjavegi 74, Mosfehsbæ, er fimm- tugurídag. Gunnbjöm fæddist á Blönduósi og ólst upp þar og á Akureyri. Hann lauk landsprófi 1956, prófi 1 loftsigl- ingafræðum og síðan thskhdum flugmanns- og flugstjómarprófum. Gunnbjöm var giftur Margréti Hólmfríði Magnúsdóttur. Böm hans em Gunnar Bjöm Gunnbjömsson; María Ingibjörg Gunnbjörnsdóttir og Magnús Mörð- ur Gunnbjömsson. Systkini Gunnbjöms eru Stein- grímur Reynir Valdimarsson, lækn- ir á Akureyri; Haha Björg Valdi- marsdóttir Smith, búsett í Banda- ríkjunum, og Valdimar Gunnar Valdimarsson, flugmaður á Blöndu- ósi. Gunnbjörn Valdimarsson Foreldrar Gunnbjöms em Valdi- mar Pétursson, bakarameistar á Blönduósi, f. 10.8.1911, og Anna María Sigurbjömsdóttir húsmóðir, f.19.9.1913. 90 ára Magnús Eggertsson, Melaleiti, Leirár- og Melahreppi. Guðrún Guðjónsdóttir, Efstasundi 31, Reykjavik. 75 ára Hulda Jónsdóttir, Aðalgötu 6, Sauðárkróki. 70 ára Guðlaugur Guðjónssson, Hásteinsvegi 64, Vestmannaeyjum. Þóra Hannesdóttir, Vahargerði 40, Kópavogi. Trausti Guðmundsson, Hofi, Ólafsfirði, Stefán Þorsteinsson. Shfúrteigi 6, Reykjavík. Þorbjörg Þórhallsdóttir, Skeiðarvogi 89, Reykjavík. 60 ára Þóra Þórðardóttir, Leifsgötu 6, ReyHjavík. Steinunn Lilja Helgadóttir, Þrastarlundi 7, Garðabæ. Helgi ívarsson, Hólum, Stokkseyri. 50 ára Jóhannes Víðir Haraldsson, Fellsmúla 7, Reykjavík. Ragnheiður Þórisdóttir, Vörðubrún 4, Keflavík. Einar Ásgeirsson, Unnarbraut 3, Selijamarnesi. Sigurður Ingibergsson, Hhðarbyggð 5, Garðabæ. 40 ára Henning Jóhannesson, Höfða, Grímsey. Rolf Jonny Ingvar Svard, Hafharstræti 77, Akureyri. Sigurveig Jónasdóttir, Uppsalavegi 30, Husavík. Sesselja Eiríksdóttir, Breiðvangi 26, Hafnarfirði. Magnús Elias Hauksson, Lynghálsi 3, Reykjavík. Karl Sævaldsson, Mímisvegi 14, Dalvík. Benedikt Stefánsson, Lækjarseli 11, Reykíavik. Fjóla Þuríður Stefánsdóttir, Barðstúni 7, Akureyri. Unnur Sigurðardóttir, Túngötu 30, TálknafirðL Auður Guðmundsdóttir, Hrísalundi 16E, Akureyri. PálínaValgerðiir Þorsteinsdóttir Pálína Valgerður Þorsteinsdóttir, Garðabraut 10, Akranesi, er sjötíu ogfimmáraídag. Pálína fæddist í Neðri-Miðvík í Aðalvík, dóttir Þorsteins Bjarna- sonar bónda þar og konu hans, Hólmfríðar Guðmundsdóttur. Eiginmaður Pálínu var Ragnar Steindór Helgason frá Eyri við ísa- fiörð en þau bjuggu lengst af að Hlíð í Álftafirði við Djúp. Páhna og Ragnar Steindór brugðu búi 1971 og fluttu þá til Hafnarfiarð- ar. Ragnar lést 1979. Eignuðust þau níu börn og eru sjö þeirra á lífi. Barnabörnin eru nú tuttugu og fiög- ur og langömmubörn Pálínu sex. Pálína dvelur um þessar mundir á Hehsuhæli NLFÍ í Hveragerði. Pálína Valgerður Þorsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.