Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1989, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1989.
5
Fréttir
Einar Oddur Kristjánsson um hallann á ríkissjóði:
Minnkum þjónustuna
- hækkun skatta hefur engin áhrif á hallann
Gömul hús og kofar hverfa á Djúpa-
vogi. DV-mynd SÆ
Djúpivogur:
Kveikja enn
í húskofum
Sigurður Ægisson, DV, Djúpavogi:
Nú eru allir sem vettlingi geta vald-
iö aö snurfusa í kringum sig áður en
gestir taka að flykkjast hingaö austur
í kringum 20. júní til aö skoöa hinn
sögufræga 400 ára verslunarstað.
Gömul hússkrifli og kofar hafa verið
látin hverfa og lyftir þaö mikið brún
þessa aldna staðar eins og vænta má.
Menn á vegum hreppsins voru ein-
mitt í einni shkri ferð á dögunum og
kveiktu þá í húsi gömlu og ónýtu er
hét Svalbarö og fjarlægðu síöan leif-
ar þess.
Afturkalli
verðhækkanir
„Ríkisstjórnin hefur nú meö alvar-
legum hætti brugðist því trausti sem
til hennar var borið vegna yfirlýs-
inga ráðherra við síðustu samninga-
gerð um að hamla gegn verðhækkun-
um. Fundurinn varar ríkisstjómina
alvarlega við þessum vinnubrögðum
og krefst þess að hún afturkalli þær
hækkanir sem sannanlega eru ekki
vegna erlendra verðhækkana. Verði
ríkisstjórnin ekki við þessari kröfu
verður hún að taka afleiðingum
þeirrar synjunar."
Þannig ályktaði stjórn og trúnaðar-
mannafélag Dagsbrúnar á fundi sín-
um fyrir helgi. -gse
„Ríkisstjómin og fólkið í landinu
verður að átta sig á að það er ekki
hægt að láta þjónustustig ríkisins
vaxa sífellt. Menn verða að fara að
taka á þessu með fullri alvöru og
minnka þjónustuna," sagði Einar
Oddur Kristjánsson, formaður
Viimuveitendasambands íslands.
Eins og fram hefur komið stefnir
nú í um 3,5 milljarða halla á ríkis-
sjóði á þessu ári ef ekki verður grip-
ið til niðurskurðar eða skattahækk-
ana. Að öðrum kosti verður þessi
halli fjármagnaður með lántöku rík-
issjóös - líkast til erlendis.
„3,5 milljarðar era opinbera talan
núna. Samkvæmt reynslu á hún eftir
að hækka þegar líður á árið,“ sagði
Einar Oddur.
- Er nauðsynlegt að minnka þjón-
ustuna jafnt í mennta- og heilbrigðis-
kerfmu eins og í vegamálum og þjón-
ustu við atvinnuvegina?
„Það er ekkert undanskilið. Ann-
ars em menn ekki að meina neitt
með því.“
- Hvaða áhrif hefði hækkun skatta?
„Það hefur sýnt sig að hækkun
skatta hefur engin áhrif á hallann á
ríkissjóði. Útgjöldin virðast bara
hækka þess meira,“ sagði Einar Odd-
ur. -gse
Ein vinsælustu
bíltækin á íslandi
Einstök tæki
Einstakt verð
í alla bíla
Verð
aðeins
13.660,
ON/OFF/VOL
AUTQMAtlC M£MO»y INW
AUDIOLiNE 415
AUtO-SCAMSÍtK 18 MtMORV
BALANCE
pu symthesszer
pushSCAN pushSEEK
Aðrir útsölustaðir:
Flest kaupfélög og
stærri verslanir
um land allt,
auk Esso bensín-
stöðvanna.
AL415
FM stereo - MW - sjálfvirk stöðvaleitun og minni á 18 stöðvar.
Digitalklukka - næturlýsing - hraðspólun áfram á kassettu o.fl. o.fl.
18 watt