Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1989, Blaðsíða 26
34
FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1989.
Lífsstm______________________________
Uppskriftasamkeppni DV og Uncle Ben's:
Tíu hrísgijóna-
réttir í úrslitum
Tíu uppskriftir af þeim rúmlega
þijú hundruð, sem bárust í sam-
keppnina um besta hrísgrjónarétt-
inn, hafa nú verið valdar og bragð-
prófaðar. Endanlegt val stóð á milli
fjórtán uppskrifta sem komust i und-
anúrslit. Ailir réttimir voru mat-
reiddir á veitingastaðnum „Þrír
frakkar hjá Úlfari" af fyrirtaksmat-
reiðslumönnum undir stjórn Úlfars
Eysteinssonar, matreiðslumeistara
og dómnefndarmanns. Þrír aðilar
skipuðu dómnefndina en við sjálfa
bragðprófunina unnu alls átta
manns. Af þessum tíu uppskriftum
hreppir ein 1. sætið en verðlaunin
eru Flórídaferð fyrir tvo að verð-
mæti 120 þúsund krónur.
2.-10. verðlaun eru glæsilegt potta-
sett úr gæðastáli.
Alis bárust rúmlega þrjú hundruð
uppskriftir og var dómnefnd vandi á
höndum að velja þær tíu bestu að
hennar dómi. Nöfn vinningshafa
verða ekki birt fyrr en verðlaun
verða afhent en áætlað er að það
verði 20. júní. Þeim tíu, sem í úrslitin
komust, verður tilkynnt bréflega um
hvar og hvenær verðlaunaafhending
fer fram.
Aðstandendur keppninnar vilja
þakka öllum þátttakendum fyrir
þeirra framlag og þann mikla áhuga
sem keppninni var sýnd.
-JJ
33 cl dósir hækka hlutfallslega mest, eöa um 20%
Gosdrykkir hækka
Vegna skilagjalds, sem innan
skamms verður farið að greiða fyrir
einnota umbúðir gosdrykkja, hefur
útsöluverð þeirra hækkað sem því
nemur og um 10% að auki.
Þannig kostar gosdós, sem áður var
seld á 50 krónur út úr búð, nú 60
krónur. 5 krónur af því eru hækkun
STÝRIMANNASKÓLINN
í REYKJAVÍK
Stýrimannaskólinn
í Reykjavík
Innritun
fyrir skólaárið 1989-1990
er daglega frá kl. 8.00 til
kl. 14.00 i síma 13194.
Þeir sem hafa fengið um-
sóknareyðublöð eru beðn-
ir um að senda útfylltar
umsóknir til skólans fyrir
10. júlí nk.
Skólinn verður settur 1.
september.
Skólastjóri
framleiðenda, eða 10%, og 5 krónur
eru skilagjald. Alls er því hækkunin
um 20% á 33 cl dósum.
Aðrar stærðir hafa hækkað hlut-
fallslega minna. Þannig kosta 6 flösk-
ur í pakka, 1,6 lítrar hver, nú 600
krónur en kostuöu áður um 520
krónur.
Gosdrykkir eru ekki háðir verð-
lagseftirliti. Að sögn Guðmundar
Sigurðssonar, starfsmanns Verð-
lagsstofnunar, sendu gosdrykkja-
framleiðendur inn tilkynningu um
hækkun á útsöluveröi vegna kostn-
aðarhækkana og geröi stofnunin
ekki athugasemdir við þann rök-
stuðning. -Pá
Hvar er
Heiðrún?
Heiðrún, sérverslun Áfengis- og
tóbaksverslunar ríkisins, er til
húsa að Stuölahálsi 2 í Reykjavík.
Verslunin er á neðri hæð í nýju
húsi. Til þess að komast þangað
er best að beygja af Bæjarhálsi
við verksmiöju Vífilsfells og aka
niöur Stuðlaháls fram hjá Vífil-
felli og húsi sem er merkt ÁTVR.
Um það bil 200 metrum neðar er
Heiðrún til húsa og þarf að aka
niöur fyrir húsið. Ekkert skilti
auðkennir húsið. -Pá
Bragðað á lystilegum listilega matreiddum réttum á veitingahúsinu Þrem frökkum hjá Ulfari.
5 krónur fyrir allar
einnota umbúðir
- móttaka hefst í byrjun júlí
Fimm krónur verða greiddar í
skilagjald fyrir allar einnota umbúð-
ir, hvort sem um er að ræða gos-
drykkja- eða bjórumbúðir. Þetta gild-
ir fyrir umbúðir úr gleri, áli, plasti
eða öðrum efnum. Þetta þýðir að
fólki er óhætt að halda til haga öllum
gosumbúðum, stórum og smáum.
Stofnfundur Endurvinnslunnar h/f
var haldinn í gær og mun félagið
skipuleggja söfnunar- og skilakerfi
sem á að vera hægt að starfa eftir í
byrjun júlí. Hvemig því kerfi verður
háttað er óljóst enn en sýnt að semja
verður við kaupmenn um móttöku
umbúða.
Að félaginu standa auk ríkissjóðs,
ÁTVR, gosdrykkjaframleiðendur,
samtök íslenskra sveitarfélaga, sam-
tök kaupmanna og skátahreyflngin.
Félaginu eru tryggðar tekjur með 1%
af skilagjaldi í umsýsluþóknun og
auk þess fær félagið skilagjald af
þeim umbúðum sem ekki er skilað.
-Pá
Greitt verður fimm krónu skilagjald fyrir allar einnota umbúðir. Móttaka
hefst með einhverjum hætti i byrjun júlí. DV-mynd BG
Bretiandi og er mun ódýrara en
innlent smjörliki. DV-mynd BG
ísleið h/f:
lfStomiaf
smjörlíki
á leið í
verslanir
11,5 tonn af smjörlíki frá Tesco
í Bretlandi, sem ísleiö h/f hefur
fengiö leyfi til að flytja inn, er nú
komið inn í landið.
„Þetta er allt selt og fengu færri
en vildu,“ sagði Ottó Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri ísleiöar,
í samtali við DV. Hann sagöi að
smjörlíkinu yrði dreift í verslamr
á Reykjavíkursyæðinu og úti á
landi næstu daga og stefnan væri
að smjörlíkið ætti að fást sem víö-
ast.
Hér er eingöngu um að ræða
smjörlíki til steikingar en ekki
ofan á brauð. Verðið á 500 g dós
út úr búð verður á bilinu 65-70
krónur eftir álagningu. Sama
magn af innlendu smjörlíki kost-
ar um 100-135 krónur þannig að
hér er um verulegan verðmun að
ræða,
-Pá
Bjórhækkun vegna gengisbreytinga
Allar bjórtegundir að Egils gulli
undanskildu hækkuðu 1. júní um
5-10 krónur hver kippa. Eftir hækk-
unina kostar kippa af Kaiser og Tu-
borg 670 kr. svo dæmi sé tekið.
Dýrasti íslenski bjórinn er Samtas
lageröl sem kostar 680 krónur kipp-
an. Sanitas pilsner kostar 480 krónur
og Löwenbrau kostar 650 krónur
kippan og hækkaði um 20 krónur
hver kippa. Egils gull kostar 600
krónur kippan eins og áöur.
Auk þess hækkaði útlendur bjór á
flöskum. í Heiðrúnu, verslun ÁTVR
á Stuðlahálsi kostar Budweiser á
flöskum nú 630 krónur en var áður
590 krónur kippan. Tuborg á flöskum
kostar nú 2.640 krónur kassinn en
var áður á 2.440 krónur. Á erlendan
bjór í flöskum er nú lagt 5 krónu
skilagjald á hveija flösku. Skilagjald
var reiknað inn í verð dósabjórs
straxogbyrjaðvaraðseljahann. -Pá
Athugið
opnunartíma
okkar!
Mánudaga-fímmtudaga kl. 9-20
Föstudaga kl. 9-21
Laugardaga kl. 10-18
Sunnudaga kl. 11-18
I HAFNARFIRÐI
REYKIA