Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1989, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1989.
Frjálst. óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11.105 RVlK, SlMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr.
Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr.
Aukin ofbeit í ár
Búast má viö, aö afréttir íslands taki seint viö sér aö
þessu sinni og verði venju fremur viðkvæmir í sumar.
En þjóðlið íslenzkra ofbeitarmanna mun ekki spyrja aö
slíkum vanda, heldur senda tvær milljónir af ríkisreknu
sauðfé á fjall, svo sem þaö er vant aö gera.
Gróöur á hálendinu hefur fariö minnkandi frá upp-
hafi sauöfjárhalds á íslandi allt til þessa dags. En sumar-
iö 1989 verður sennilega ár óvenjulega mikillar hnignun-
ar gróöurs. Þaö minnir okkur á, hversu harður er fjötur-
inn, sem landbúnaöurinn ríöur þjóöinni.
Þaö er ekki nóg með, aö efnahagslegri framtíð þjóöar-
innar er fórnað á altari óhugnanlega fjárfreks ríkis-
rekstrar á landbúnaði. Þar á ofan eru þessir árlegu
milljarðar notaöir til að ræna og rupla náttúru íslands
og breyta landinu í eyðimörk sands og grjóts.
Því miður er skipan landverndar miðuö viö hags-
muni ofbeitarmanna. Landgræöslustjóri virðist hta á
hlutverk sitt aö framleiða beitiland. Hann kærir ekki
einu sinni, þegar ofbeitarmenn hleypa fé á ólöglegum
tíma á land, sem honum hefur verið trúaö fyrir.
Hvaö eftir annað hefur komiö fram, aö landgræðslu-
stjóri ver sjónarmiö ofbeitarmanna og reynir aö gera
htiö út vandanum. Hann varpar sökinni á eldgos og
árferði, alveg eins og shkt hafi ekki þekkzt fyrir land-
nám, þegar ísland var viöi vaxiö milh fjalls og fiöru.
Þaö er ekki aö furða, þótt árangur sé lítill. Tahð er,
að landgræðslan græöi árlega um 2000 hektara lands,
en missi á móti 3000 hektara út í veður og vind. Árlegt
gróðurtap nemur 1000 hekturum á ári og verður meira
aö þessu sinni, af þvi aö ofbeit verður í meira lagi.
Þegar Jón Sigurðsson viöskiptaráöherra missti út úr
sér í vetur, aö íslenzka þjóöin ætti ekki aö greiða niður
gróðureyöinguna, ætluöu umboösmenn ofbeitarmanna
vitlausir aö verða. Talsmenn allra stjórnmálaflokka risu
upp á Alþingi og fordæmdu sannleikann ákaflega .
Að mati allra stjórnmálaflokka er ófyrirgefanlegt aö
segja, aö ofbeit sé fremsta orsök gróöureyðingar ís-
lands. Þeir segja það illviljaða árás á bændur, sem sæmi
ekki öörum en „léttgeggjuðum smákrötum“. Náttúra
landsins á sér fáa raunverulega málsvara á Alþingi.
Brýnt er oröiö aö friöa algerlega töluverðan hluta af
hálendi íslands fyrir ágangi búfjár. Það er einkum mó-
bergssvæðiö í Guhbringu-, Árnes-, Rangárvaha- og Þing-
eyjarsýslum, svo og uppland Húnavatnssýslu og Skaga-
Qaröar, sem þarf aö girða af svo fljótt sem auðið er.
Takmarkiö á að vera, aö heiöar íslands veröi aftur
eins blómlegar og þær voru á þeim tíma, er eldgos og
árferöi voru ein um hituna, án aöstoöar sauöQár. Tak-
markið á aö vera, aö þær veröi aftur eins blómlegar og
Hornstrandir eru orönar eftir brottfór sauöfárins.
Stefna alfriðunar ætti sem fyrst aö leysa af hólmi
hina gagnslausu baráttu, sem felst í aö dreifa úr flugvél
matvælum ofan í sauðfé. Viö sáum bezt í örlögum þjóð-
argjafarinnar frá 1974, hvernig núverandi landgræðslu-
stefna er notuð til að siga meira sauðfé á landið.
Friöun afrétta bjargar ekki aöeins náttúru landsins
og snýr gróðurvernd i sókn, heldur bjargar hún einnig
Qárhag þjóðarinnar, sem núna er shgaöur af meira eöa
minna sjálfvirkum greiðslum til aö halda úti hefö-
bundinni rányrkju landbúnaöarins á afréttum landsins.
Þetta kalda vor má minna kjósendur á aö fara aö
velja sér umbjóöendur, sem liggja ekki jafnflatir fyrir
ofbeitinni og stjórnmálamenn landsins gera nú.
Jónas Kristjánsson
Berum virðingu
fyrir umhverfinu
Fram til þessa hafa íslendingar
ekki haft miklar áhyggjur af um-
hverfismálum. Við höfum talið, að
fámenni þjóðarinnar samfara því,
að iðnaður okkar er ekki burðugur
og því lítiö um mengun af hans
völdum, tryggi hreina náttiiru og
fallegt umhverfi um alla framtíð.
Þá er veðurfar á íslandi með þeim
hætti, að loftmengun af völdum
bílaumferðar og þeirra fáu iðnfyr-
irtækja, sem spúa óþefjan út í £md-
rúmsloftið, blæs á haf út í suðaust-
an- og norðanrokinu.
Nei, það eru iðnvæddu ríkin í
Evrópu, sem þurfa að hafa áhyggj-
ur af umhverfismálum, hugsum
við með okkur. Þar sem hver verk-
smiðjan við aðra eys óþrifum og
eitri út yfir umhverfi sitt. Súrt regn
er á góðum vegi með að eyðileggja
hina áður fallegu skóga Evrópu og
allt of margir íbúar hinna þéttbýlu
landa álfunnar eru á góðum vegi
með að traðka allan gróður niður.
Heyrst hefur, að stór hluti hinnar
stórbrotnu náttúru Síberíu sé ónýt-
ur af völdum iðnaðarmengunar.
Eystrasaltið er orðið að einu risav-
öxnu holræsi segja Danir, og þann-
ig mætti lengi telja. Að vísu höfum
við um alllangt skeið haft áhyggjur
af gróðureyðingu bæði af völdum
foks og sauðkindarinnar segja
sumir. Fiestir hafa þó taliö, að þetta
sé ekki meira mál en svo, að þaö
sé vel viðráðanlegt að færa það til
betri vegar.
Þörf fyrir átak
í seinni tíð erum við hins vegar
að vakna upp við vondan draum.
Umhverfismál okkar eru alls ekki
í eins góöu lagi og viö höfum taliö
okkur trú um. Viðkvæm náttúra
landsins virðist ekki þola hiö mikla
álag, sem aukinn fjöldi ferða-
manna, bæði innlendra og er-
lendra, hefur í för með sér. Margar
perlur íslenskrar náttúru eru í
mikilli hættu og hafa raunar orðið
fyrir miklum áfóllum af þessum
orsökum svo sem Landmannalaug-
ar, Dimmuborgir, Geysis- og Gull-
fosssvæðið svo dæmi séu tekin.
Allir kannast við gulu slæðuna,
sem umlykur allt Faxaflóasvæðið í
kyrru veðri, en þar berast böndin
aö Áburðarverksmiðju ríkisins.
Á höfuöborgarsvæðinu er mikil
mengun í fjörum og grunnsjó af
völdum holræsaútrása, sem eru
allt of margar og of stuttar. Hefur
meira að segja gengið svo langt, að
margir læknar telja, að orsaka fyr-
ir tíðum kvefpestum og flensuskít,
sem leggst þungt á íbúa höfuð-
borgarsvæðisins, sé að leita í
slæmu ástandi holræsamála.
Það er mikil þörf fyrir samræmt
átak allra sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu til að koma þessum
málum í lag, átak sem útheimtir
fjárfestingar upp á hundruð millj-
óna króna ef ekki milljarða. Því
miður virðist samkomulag og sam-
vinna milli sveitarfélaganna á höf-
uðborgarsvæðinu vera í stirðara
lagi og litlar líkur á því, aö af slíku
átaki geti orðið í bráð.
Lög um skilagjald
Þá verðum við Islendingar að við-
urkenna þá staöreynd, að við erum
líklega hinir mestu sóðar. Við skilj-
um alls staðar eftir okkur drasl og
hættir til aö sóða út náttúruna með
alls kyns rusli, bjór- og gosdrykkja-
dósum, pappír og plastumbúöum
og svona mætti lengi telja. Það var
t.d. átakanleg sjón að koma í Bitru-
fjörð á Ströndum sl. sumar og sjá
allt ruslið, sem lá þar eins og hrá-
viði út um allar fjörur. Heimamenn
eru neyddir til aö hreinsa til eftir
aðra aðila, sem virðast lauma eigin
rusli í sjóinn úti á flóanum.
Sem betur fer virðast landsmenn
almennt vera að vakna til dáða á
öllum vígstöðum í umhverfisstyrj-
öldinni. Á Alþingi voru nýlega
KjáUarinn
Júlíus Sólnes
formaður
Borgaraflokksins
samþykkt lög um skilagjald fyrir
tómar öl- og gosdrykkjaumbúðir,
sem varða söfnun og endurvinnslu
þeirra. Þótt lögin séu gölluð að því
leyti, að gert er ráð fyrir að þetta
verkefni verði falið dýru risafyrir-
tæki í stíl við Bifreiðaskoðun ís-
lands hf., með fínar forstjóraskrif-
stofur og annað tilheyrandi, er þó
með þeim tryggt, að tómar dósir
flæða ekki út um allt land.
Eftir nokkar umræður á Alþingi
um sérstakt umhverfismálaráðu-
neyti var ákveðið að fresta af-
greiöslu laga um það mál, en skipa
sérstaka nefnd til að undirbúa bet-
ur lagasetningu um slíkt ráðu-
neyti. Margir telja eflaust, að nú
sé þörf fyrir allt annað en fjölgun
ráðuneyta hjá þessari ofstjómuðu
þjóð og get ég vissulega tekið undir
það. Hins vegar er rétt og eðlilegt
að finna þessum málaflokki farveg,
þannig að hægt sé að taka á um-
hverfismálum okkar af festu og
myndarskap.
Vaxandi áhugi almennings
Umhverfismál eru í hugum al-
mennings um allan heim einhver
mikilvægasti málciflokkur sam-
tímans. I löndum Evrópu hefur fólk
miklu meiri áhyggjur af mengun
og eyðingu skóga heldur en efna-
hags- og atvinnumálum. Umhverf-
ismál eru heldur ekki sérmál
hverrar þjóðar fyrir sig, heldur
snerta okkur öll, hvar sem við bú-
um. Nægir að nefna mengunarsly-
sið, er varð vegna Chemobil-kjam-
orkuversins, í því sambandi. Þess
vegna er ánægjulegt að sjá áþreif-
anlegan og vaxandi áhuga almenn-
ings á íslandi á þessum málaflokki.
A vegum samtakanna Líf og land
var gefið út póstkort, stílað til þing-
flokksformanna cillra þeirra þing-
flokka, sem em á Alþingi, með
áminningu um gróðurvemd og
uppgræðslu. Sem fyrrverandi þing-
flokksformanni Borgaraflokksins
bámst mér ein 500 slík kort frá fólki
um allt land. Ég vil þakka öllum,
sem hafa sent mér þessi kort, fyrir
tímabæra áminningu og vona, að
ég og flokksmenn í Borgaraflokkn-
um megum verða til þess að leggja
þessum málum lið.
Að lokum langar mig til að segja
frá hreinsunarátaki, sem Ung-
mennafélag íslands gengst fyrir
helgina 10.-11. júní nk. Stefnt er aö
því að hreinsa meðfram 3-5 þúsund
km af vegakerfi landsins með sam-
stilltu átaki allra ungmennafélaga
landsins, 230 að tölu. Ég vil hér
með hvetja alla til að taka á með
þeim ungmennafélagsmönnum og
sameinast um að hreinsa landið
Júlíus Sólnes
Okkur hættir til að sóða út náttúruna með alls kyns rusli, bjór- og gos-
drykkjadósum, pappír og plastumbúðum.
„Umhverfismál okkar eru alls ekki í
eins góöu lagi og við höfum talið okkur
trú um.“