Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1989, Blaðsíða 28
36
FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1989.
Andlát
Guðrún Jensdóttir frá Ámagerði
andaðist að morgni 7. júni í Hátúni
10.
Eggert Jóhannesson vélstjóri, Skeið-
arvogi 87, andaðist 7. júni í Landa-
kotsspítala.
Jarðarfarir
Jóhann Lárus Jóhannesson lést á
heimili sínu 31. maí. Útfórin fer fram
frá Silfrastaðakirkju laugardaginn
10. júní kl. 14.
Helga Þórarinsdóttir frá Bræðra-
tungu, Grindavík, verður jarðsungin
frá Grindavíkurkirkju laugardaginn
A 10. júní kl. 14.
Bjarni Halldórsson verður jarðsung-
inn frá Hólmavíkurkirkju laugar-
daginn 10. júní kl. 14.
Ásgerður Jónsdóttir, Dvcúarheimil-
inu Dalbæ, Dalvík, sem lést 1. júni
sl„ verður jarðsungin frá Dalvíkur-
kirkju laugardaginn 10. júní kl. 13.30.
Vigdís Guðmundsdóttir, Dvalar-
heimilinu Hlíð, Akureyri, verður
jarðsungin frá Glerárkirkju fostu-
daginn 9. júni kl. 13.30.
Útfór Helgu Jónsdóttur, Túngötu 12,
Húsavík, verður gerð frá Húsavíkur-
kirkju laugardaginn 10. júní kl. 14.
Svava Arnórsdóttir, Kleppsvegi 134,
verður jarðsungin frá Áskirkju
fostudaginn 9. júní kl. 13.30.
Jóna Kristjánsdóttir, Ásum, Staf-
holtstungum, Mýrasýslu, verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu-
daginn 9. júní kl. 13.30.
Jóhann Björnsson, Herjólfsgötu 28,
Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fóstu-
daginn 9. júní kl. 13.30.
Tilkyimingar
Félag eldri borgara
Göngu-Hrólfur hittist að Nóatúni 17 nk.
laugardag kl. 10. Opið hús í dag, fimmtu-
dag, í Sigtúni 3. Kl. 14 er frjáls spila-
mennska, kl. 19.30 félagsvist, kl. 21 verður
dansað.
Götukort af höfuð-
borgarsvæðinu
Nýlega leit nýtt götukort af höfuðborgar-
svæðinu, „Map of Reykjavík and surro-
unding towns", dagsins ljós í sjötta sinn.
Kortið er nú glæsilegra en nokkru sinni
fyrr og götur Reykjavíkur, Kópavogs,
Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfells-
bæjar og Bessastaðahrepps birtast sérs-
taklega í stærri mælikvarða. Kortið er
gefið út í 120.000 eintökum og er hugsað
handa erlendum ferðamönnum. Fjöl- -
mörg fyrirtæki kynna þjónustu sina á
kortinu þannig að það nýtist ferðamann-
inum bteði til að rata um höfuðborgar-
— svæðið og til að leita uppi ákjósanlega
þjónustu á svæðinu. Kortið er ókeypis
og liggur frammi á helstu viðkomustöð-
tun ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu.
Útgefandi kortsins er útgáfufyrirtækið
Ferðaland hf., Síðumúla 15.
13. landsþing St. Georgs-
gildanna á íslandi
var haldið á Akureyri 30. apríl sl. í um-
sjá gildisins á Akureyri. Mörg mál voru
á dagskrá þingsins en hæst bar þó um-
ræðurnar um Norðurlandaþing sem
haldið verður í Reykjavík í júií 1990.
Rúmlega 100 manns úr öllum gildum
landsins sátu þingið. Jafnframt var hald-
in sameiginleg árshátíð gildanna á Hótel
KEA þann 29. apríl sl. í umsjá gildisins
í Hafnarfirði. Skátar og aðrir velunnarar,
sem áhuga hafa á gildisstarfi, geta fengið
upplýsingar um það hjá stjómarmeðlim-
um. I stjórn voru kosin: Áslaug Friðriks-
dóttir, Reykjavík, landsgildismeistari,
Hörður Zophaniasson, Hafnarfirði, vara-
landsgildismeistari, Garðar Fenger,
Reykjavík, Sonja Kristensen, Keílavík,
Aðalgeir Pálsson, Akureyri, Jón Bergs-
son, Hafnarfirði og Hilmar Bjartmarz,
Reykjavik.
Fundir
Aðalfundur Félags
ísl. ferðaskrifstofa
Á aðalfundi Félags ísl. ferðaskrifstofa
þann 23. maí sl. var kjörin ný stjóm fé-
lagsins. Formaður er Karl Sigurhjartar-
son, Pólaris hf. Aðrir í stjóm em Gunnar
Guðmundsson, Guðmundi Jónassyni hf.,
og Örn Steinsen, Sögu hf. Varamaður var
kjörinn Skúli Gunnar Böðvarsson, Ahs
hf. Jafnframt var kjörin sérstök stjórn til
að fara með málefni Farkorta og Far-
klúbbs félagsins: Formaður Karl Sigur-
hjartarson, Pólaris hf., Helgi Jóhanns-
son, Samvinnuferðum-Landsýn hf., og
Knútur Óskarsson, Úrvali hf. Varamaður
var kjörinn Óli Antonsson, Atlantik hf.
Leikrit
Logi, Logi eldur mín
í dag, fimmtudag, og á morgun, fostudag,
verður leikritið Logi, logi eldur min flutt
á litla sviði Þjóðleikhússins að Lindar-
götu 7. Þetta leikverk er leikgerð eftir
„Gomlum götum“ færeysku skáldkon-
unnar Jóhonnu Mariu Skylv Hansen í
leikstjóm Eyðun Johannesen. Leikari er
Laura Joensen. Leikritið var frumsýnt í
Þórshöfn á annan i jólum 1988 í tilefni
100 ára afmæhs hins sögulega jólafundar
þegar Færeyingar komu saman og
strengdu þess heit að hefja færeyska
tungu og menningu til vegs og virðingar.
Leikritið hefur verið sýnt í allan vetur
um ahar Færeyjar og notið mikiha vin-
sælda. Það er einlæg, lifandi og faheg
lýsing á lífi konu frá vöggu th grafar í
htlu og ósnortnu samfélagi sem lifir í
sátt við sjálft sig.
Tónleikar
Tónleikar í Búðardal
Gunnar Guðbjömsson tenórsöngvari og
Guðbjörg Sigurjónsdóttir píanóleikari
munu halda tónleika í Búðardal í kvöld,
8. júní, kl. 20.30. Á tónleikunum verður
fjölbreytt efnisskrá, íslensk, skandinav-
ísk og ítölsk lög, sem og óperuaríur.
Miðasala verður við innganginn.
71. skólaslit Samvinnuskólans
Samvinnuskólanum á Bifröst var að
venju shtið 1. maí sl. Að þessu sinni út-
skrifuðust 29 nemendur með samvinnu-
skólapróf sem jafnframt er stúdentspróf.
Hæstu einkunn á samvinnuskólaprófi að
þessu sinni hlaut Hiidur Sólveig Pétm-s-
dóttir, 9,7, og er það hæsta meðaleinkunn
sem nokkru sinni hefur náðst við Sam-
vinnuskólann frá stofnun hans, 1918. Við
skólaslitin vom nokkur ávörp flutt og
skólanum bámst kveðjur og gjafir. í loka-
ræðu skólastjóra kom fram að hér eftir
starfar Samvinnuskólinn einvörðungu
sem sérskóli á háskólastigi en nemendum
mun nokkuð fjölga á næsta vetri frá því
sem var nú í vetur. Framhaldsdeild Sam-
vinnuskólans í Reykjavík var shtið 12.
maf sl. og var þaö einnig í síðasta skipti
sem stúdentar munu útskrifast þaðan.
KENNARAR
Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar vantar nokkra kennara
næsta vetur. Yfirvinna í boði. Þægilegar bekkjar-
stærðir. Uppl. gefur skólastjóri í síma 97-51159 eða
formaður skólanefndar í síma 97-51240.
Fréttir
Aðstoðarlandlæknir upplýslr um læknamistök á Borgarspítalanum:
Hálsbrotinn sjúklingur
talinn ölvaður og
fékk ranga meðferð
í grein aðstoðarlandlæknis i Læknablaðinu segir frá þvi hvernig sjúklingur
á slysadeild Borgarspítalans fær ranga meðferð þannig að hann andast
sextán dögum eftir komu þangað.
í nýjasta hefti Læknablaðsins,
Fréttabréfs lækna, rekur aðstoðar-
landlæknir, Guðjón Magnússon,
furðulega sjúkrasögu. Hún segir frá
því hvernig sjúklingur með hálsbrot
var meðhöndlaður á rangan hátt á
slysadeild Borgarspítalans sem að
lokum leiddi til dauða sjúkhngsins
með harmkvælum.
Tilfelhð, sem hér um ræðir, er eitt
183 mála sem landlæknisembættinu
bárust á árinu 1988. Um að ræða
kvartanir vegna heilbrigðisþjónustu
hér á landi.
Guðjón segist skrifa þessa frásögn
til að vekja lækna til umhugsunar
og gerir það þó að læknir, sem las
frásögnina, hafi talið fáránlegt að
birta hana í Læknablaðinu.
16 daga píslarganga
Síðasta sunnudaginn fyrir jól var
komið með aldraðan sjúkling á slysa-
deild Borgarspítalans. Þetta var' 18.
desember en sextán dögum síðar, eða
2. janúar, andast sjúklingurinn. Dán-
arorsök samkvæmt krufningu var
brot á efstu hálsliðum með misgengi,
sem þrýsti á efsta hluta og neðsta
hluta mænukólfs. Mun þrýstingur á
mænukólf hafa valdið dauða sjúkl-
ingsins.
Tildrög slyssins, sem dró sjúkling-
inn til dauða, voru þau að hann datt
á rör í fatahengi þegar hann hugðist
tygja sig heim á leið eftir vinnu. í
vinnunni hafði verið boöið upp á
sérrí og mun sjúklingurinn hafa
drukkið tvö glös.
Talið að um ölvunartilfelli
væri að ræða
í komuspjaldi sjúklings er tekið
fram að hann sé ölvaður, með stórt
mar og bólgu á enni. Er tekið fram
að hann svari skýrt og taugaviðbrögð
séu eðlileg. Þegar á spítalann kom
þurfti sjúklingurinn að bregða sér á
salemi og fór hann þangað í fylgd
aðstoðarlæknis. Hann brá sér þá frá
en sjúklingurinn datt á salerninu og
lá á gólfinu þegar komiö var þar að.
Olli það fall því að marið á enninu
stækkaði enn.
Kom þá annar aðstoðarlæknir að
og eftir að stungið haíði verið á mar-
inu til að hleypa út blóði og létta á
þrýstingi var úrskurðað að sjúkling-
ur gæti fariö heim. Ættingjar sjúkl-
ingsins, sem fylgt höfðu honum á
spítalann, töldu hins vegar rétt að
hann yröi þar áfram enda byggi hann
einn.
Þar telur aðstoðarlæknirinn sig
hafa fengið upplýsingar frá ættingj-
um um að sjúklingurinn skvetti
drjúgt í sig annað slagið. Því hefur
ættinginn neitað. Áfengisstimpill var
hins vegar kominn og var skráð í
sjúkraskýrslu að sjúklingurinn hefði
dottið vegna drykkju.
Fyrsta röntgenmyndataka af
hálsi 10 dögum eftir komu
Næstu daga virðist sjúkhngnum
hraka stöðugt og eru ýmsir sérfræð-
ingar kallaöir til en enginn virðist
rata á réttu sjúkdómsgreininguna.
Eru honum meira að segja gefin lyf
vegna eftirkasta áfengisdrykkju.
Þrem dögum eftir að sjúklingur er
lagður inn er hann orðin þvoglu-
mæltur og sofnar um leið og hætt er
að hrista hann. Bæði bæklunarsér-
fræðingur og taugaskurðlæknir
skoðuðu hann þennan dag. Var þá
gerð sneiömyndataka af höfði en
ekkert athugavert sást. Því miður
hugkvæmdist engum að mynda að-
eins neðar.
Fimm dögum eftir að sjúklingurinn
er lagður inn á hann oröið erfitt um
andardrátt. Sérfræðingur ráðleggur
þá að hreyfa sjúklinginn eins og unnt
er. Skömmu síðar kemur lungna-
læknir og gerir sína rannsókn.
Á aðfangadag, sem er sex dögum
eftir innlögn, stoppar öndun og
hjarta. Það tekst þó að endurlífga
sjúklinginn.
Það er hins vegar ekki fyrr en 28.
desember, eða 10 dögum eftir að
sjúklingurinn er lagður inn, sem
hálsinn er myndaður í fyrsta skipti.
Verður þá engu bjargað.
Að kvöldi 2. janúar andast síðan
sjúklingurinn án þess að hafa komist
til meðvitundar.
-SMJ
Jóhannes Pálmason, framkvæmdastjóri Borgarspítalans:
Ræði ekki þetta mál
- landlæknisembættið hefur brugðist trúnaði
„Ég vísa þessum ásökunum alfarið
á höfund greinarinnar og lýsi yfir
undrun minni á þessum skrifum
hans,“ sagði Jóhannes Pálmason,
framkvæmdastjóri Borgarspítalans,
þegar hann var spurður um þær
ásakanir sem Guðjón Magnússon
aðstoðarlandlæknir birtir í nýjasta
Læknablaði. Jóhannes sagði að um
einstök tilvik gæti enginn læknir
rætt um við almenning og því teldi
hann að landlæknisembættið heíði
brugðist trúnaði í þessu tilviki.
„Eg vil taka þaö skýrt fram að ég
tel mér það ekki heimilt að tala um
einstaka sjúklinga sem koma hér í
meðferð.“
- En leggur Guðjón réttan skilning
í máhð?
„Ég vil ekki fara að svara fyrir
hönd greinarhöfundar, hann verður
að svara því sjálfur. Hann hlýtur að
vinna eftir ákveönum reglum en
hann má heldur ekki bregðast trausti
sem honum er sýnt í embætti."
- Þér er kunnugt um þetta tilfelh
sem hér um ræðir?
„Ég vil ekki tjá mig um þetta ein-
staka atvik á einn eða neinn hátt
opinberlega.“
- Hafið þið skoðað þetta mál áður?
„Ég vil ekki svara því.“
Að sögn Jóhannesar er ætlunin að
ræða þetta mál meö yfirlækni spítal-
ans í dag.
-SMJ