Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1989, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1989, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989. Stjóminál___________________________________________________________pv Skoðanakönnun DV: Allra óvinsælasta ríkisstjórn sögunnar - fær ekki stuðning nema tæplega fjórðungs þjóðarinnar Ovinsælasta ríkisstjórn frá upphafi. Meðbyrinn sem rikisstjórnin naut í upphafi ferils sins hefur nú snúist upp í kaldan mótvind. Ríkisstjóm Steingríms Hermanns- sonar tapar enn vinsældum. 76,4 pró- sent þeirra sem tóku afstööu í skoð- anakönnun DV sögðust andvígir þessari ríkisstjórn. Það er mesta and- staða sem nokkur ríkisstjórn hefur mátt þola. í könnun DV í mars náði ríkis- stjórnin því að fá minnsta fylgi sem nokkur ríkisstjórn hefur fengið í könnunum DV og forvera þess frá því mælingar hófust árið 1976. Þá naut ríkisstjórnin fylgis 37,1 prósents þeirra sem tóku afstöðu. Síðan í mars hefur ríkisstjómin tapað 13,6 prósentum til viðbótar. Nú fær hún ekki stuðning nema 23,6 prósenta þeirra sem taka afstöðu. Þetta fylgi er ekki nema rétt um helmingur af því fylgi sem fyrri ríkis- stjórn Steingríms fékk þegar hún sætti mestu andstreymi. Sömu sögu er að segja um ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar. Ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar fékk 40 prósenta fylgi þeg- ar verst lét um það leyti sem hún var að springa. Aðrar ríkisstjórnir hafa aldrei fallið í minnihluta. Af þeim sem tóku afstöðu til stjóm- málaflokkanna sögðust 35,3 prósent styðja einhvem af stjómarflokkun- um. Það er 0,9 prósentum minna en í síðustu könnun DV í mars. Stjóm- arflokkamir virðast því hafa tapað miklu fylgi frá síðustu könnun. Á sama tíma hefur ríkisstjómin hins vegar fallið úr 37,1 prósenti í 23,6 prósenta fylgi. Óánægja með rík- isstjórnina virðist því tekin að grafa um sig innan stjórnarflokkanna. Reyndar er það svo að mun fleiri eru óákveðnir í afstöðu sinni til flokkanna. Af heildarúrtakinu er fylgi stjómarinnar og samanlagt fylgi stjórnarflokkanna svipaö. Af heildarúrtakinu sögðust 18,7 prósent vera fylgjandi stjóminni en 60.5 prósent henni andvígir. 18,7 pró- sent vom óákveðnir og 2,2 prósent neituðu að svara. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 23.6 prósent vera fylgjandi ríkis- stjórninni en 76,4 prósent andvígir. Spurt var: Ertu fylgjandi eða and- vígur ríkisstjórninni? -gse Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar; til samanburðar eru niðurstöður fyrri DV-kannana: sept. nóv. jan. mars nú Fylgjandi 45,7% 45,0% 36,0% 29,5% 18,7% Andvígir 24,5% 33,0% 44,2% 50,0% 60,5% Óákveðnir 27,8% 19,2% 17,5% 20,0% 18,7% Svara ekki 2,0% 2,8% 2,3% 0,5% 2,2% Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar: sept. nóv. jan. mars nú Fyigjandi 65,1% 57,6% 44,9% 37,1% 23,6% Andvígir 34,9% 42,3% 55,1 62,9% 76,4% Stuðningur við stjórnina og einstaka flokka STJÓRN Fylgjandi 23. 6% FLOKKAR SÞMGr. A V Ummæli fólks í könnuninni ..Ríkisstjómin er þjóðarsorg,'1 sagði karl á Suðurlandi. „Þó það sé sorglegt að segja þaö þá sé ég ekki aö neitt betra geti tekið við,“ sagöi karl á Vestfjörðum. „Þetta em svikahrappar og þjófar upp til hópa," sagði kona á Vesturlandi. „Þetta er versta stjóm í allri Evr- ópu og sjálfsagt þyrfti maður að leita langt inn í aðrar álfur til að frnna annað eins,“ sagði karl í Reykjavík. „Ég hef verið fylgjandi stjóminni af því að ég er vinstris- innuð en nú er ég orðin á báðum áttum," sagði kona í Reykjavík. „Auðvitað er ég á móti þessari vit- leysu," sagði karl á Suöumesjum. „Eg 'er andvíg þessara ríkisstjóm og þá einkum út af landbúnaðar- málunum. Þau em í algjömm ólestri,“ sagði kona á Suðurlandi. „Mér fmnst stjómin ganga dálítiö hart að launamanninum,“ sagði kona á Austurlandi. „Þeir hafa ekkert gagn gert,“ sagði kona á Norðurlandi. „Stjómin er furðu- lega lík verstu íhaldsstjómum,“ sagði kona á Suðurlandi. „Ég veit ekki hvort maður fengi nokkuð betra yfir sig þó þessi færi frá,“ sagöi kona á Vesturlandi. „Ég held að það sé ekki hægt að fyrirgefa sljóminni allar þessar hækkanir," sagði kona í Reykjavík. -gse Þrátt fyrir óeiröir í Peking héldu götusalar áfram starfsemi sinni. Ólafur fékk sér bita á leiðinni út á flugvöll. Þaö kemur enda fram i viðtalinu aö hótelið sem hann var á var oröið matarlaust. DV-mynd ÓG. íslensku námsmennimir komnir til Danmerkur: Voru með síðustu útlendingunum Gizur Helgason, DV, Kaupmaimahö&u „Ég er óneitanlega feginn því að komast aftur til Vesturlanda og býst við að verða nokkra daga hér í Kaupmannahöfn áður en ég kem heirn," sagði Ólafur Benedikt Guö- bjartsson, annar námsmannanna tveggja sem í gær komu til Kaup- mannahafnar frá Peking, í viðtali viðDV. „Ég er enn að reyna að átta mig á þessum atburðum," sagöi Ólafur ennfremur, „því það er óskiljanlegt að hugsa til þess að mönnum var slátraö rétt við gluggann hjá manni. Kínverskir fjölmiðlar reyna að draga úr þeim ógnum sem þama hafa átt sér stað og stjómvöld reyna að láta líta svo út sem her- menn verði einkum fyrir barðinu á ofbeldinu. Kínverskir námsmenn hafa hins vegar ljósritað myndir af illa íornum líkum almennra borgara og líma þessar myndir á veggi um alla borg til að sýna fram á hið gagnstæða. Allur matur upp étinn Við Stefán Úlfarsson vorum með síðustu erlendu námsmönnunum sem yfirgáfu stúdentagarðana. Þegar við svo fórum af hótelinu voru ipjög fáir útlendingar eftir í Peking, að því er virtist. Til stóð að loka hótelinu, enda var allur matur upp étinn og engan hótelmat að fá í borginni. Sjálfur var ég tilbúinn að fara frá Peking en Stefán vildi fá að vera þar áfram og hafði aðeins nokkrar mínútur til að undirbúa sig. Þegar út á flugvöll kom reyndist hann vegabréfslaus. Þá brugöu dönsku sendiráðsmennimir skjótt við og gerð hann að Dana á fimmtán mín- útum með tilheyrandi vegabréfi. Væri Stefán enn í Kína ef þeir heíðu ekki bmgðist svo vel við sem raun bar vitni. Við vomm held ég aldrei í raun- verulegri hættu,“ sagði Ólafur að lokum, „að minnsta kosti ekki á stúdentagarðinum eða hótelinu. Það gat verið óþægilegt að vera úti á götu, einkum vitandi það að her- menn höfðu heimild til að skjóta hvern þann sem mundaði ljós- myndavél." Ölafur kvaðst vonast til að geta haldið námi sínu í Peking áfram i haust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.