Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1989, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1989, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989. 7 dv Fréttir Öm Smári Amaldsson, yflrlæknir Borgarspítaians, um hálsbrotna sjúklinginn: Verður ekki rætt frekar á spítalanum - „algerlega rangt“ aö læknum hafi oröiö eitthvað á Slysadeild Borgarspitalans þar sem sjúklingur lá hálsbrotinn þar til hann dó eftir sextán daga legu. Frásögn DV af grein aðstoðarlandlæknis í Læknablaðinu um harmieikinn á Borgarspítalanum. „Þegar eitthvað ber svona út af finnst öllum það sárt og vilja úr því bæta eftirleiðis. Eins og gengur getur verið mismunandi mikið álag á fólki. Eftir að sjúkdómsgreiningin kom í ljós var ekkert hægt að gera og þess vegna á þetta ekki að vera æsifrétt í blöðum heldur sorgarfrétt. Fyrir- sagnimar em eins og til að æsa upp í fólki að læknum hafi orðið eitthvað á sem er algerlega rangt,“ sagði Öm Smári Arnaldsson, yfirlæknir á Borgarspítalanum, þegar hann var spurður álits á máli því sem aðstoð- arlandlæknir, Guðjón Magnússon, hefur vakið athygli á í nýútkomnu fréttabréfi Læknablaðsins. Að sögn Amar hefur þetta tiltekna tilvik verið rætt meðal lækna spítal- ans en ekki á neinn sérstakan hátt. Máhð hefur verið meðhöndlað sem önnur tilvik þar sem rétt sjúkdóms- greining kemur ekki fram. Ekki sagðist Öm eiga von á því að málið yrði rætt frekar á Borgarspítalanum. Einkennin bentu ekki til háls- brots „Regla númer eitt hér á Borgar- spítalanum er að greina sjúkdóma og lækna sjúkhnga eftir bestu getu. Það er okkar vinnustíh hérna. Það koma auðvitað ahtaf fyrir einstaka tilvik þar sem sjúkdómsgreining hggur ekki alveg ljós fyrir. Það þekkja alhr vel sem hafa umgengist sjúkhnga í gegnum tíðina að t.d. krabbamein greinist ekki ahtaf í fyrstu lotu. Það finnst ekki skýring á alls kyns einkennum hjá sjúkling- um sem þeir koma með og kvarta undan. Stundum aldrei og sjúk- dómseinkenni hverfa án þess að það finnist sjúkdómsgreining. Það átti sér kannski stað í þessu tilviki að einkenni sjúkhngsins bentu ekki til þess að um hálsbrot væri að ræða í upphafi. Það er kannski skýr- ingin á því að það skyldi engum detta í hug að biðja um mynd af því sem ekki gat verið einkenni.“ „Eðlileg skýring" - Það er sem sagt eðlileg skýring á því að ekki skyldi vera framkvæmd röntgenmyndataka af hálsi? „Það er eðhleg skýring á því. Sjúkl- ingurinn gefur ekkert til kynna þau einkenni sem leiði til þess að farið sé að geisla þetta svæði. Svo verður atburðarásin eins og hefur veriö skýrt frá í fréttabréfi lækna. Þar reyndar er nú tekið fram að þetta sé bara birt til að minna lækna á að það sé alltaf nauðsynlegt að vinna vel og samviskusamlega. Það gildir sjálf- sagt það sama með lækna og blaða- menn að þeir vinna misjafnlega sam- viskusamlega." Ekki rétt að ganga út frá áfengissýkingu Örn Smári sagðist vera sammála einum gagnrýnisþætti í þessu máh: „Það er ekki sjálfgefið að skrá niður á blöð og stimpla fólk að það sé drykkjusjúklingar eins og virðist mega lesa á mihi línanna. Það stang- ast nú greinilega á það sem aðstoðar- læknirinn hefur skrifað og það sem ættingi segir. Ég náttúrlega veit ekki hvor hefur rétt fyrir sér og það getur auðvitað byggst á misskhningi þar sem hefur ef th vhl verið mikið að gera. Ég var ekki þarna á þessum tíma og veit það ekki.“ - í þessu ákveðna tilviki tekst ekki nógu vel til með sjúkdómsgreiningu. Hefur eitthvað verið rætt um það á Borgarspítalanum hvernig úr því má bæta? Lífgum engan upp frá dauðum „Við erun^á hverjum degi að ræða vandamál um það hvernig breyta má og bæta greiningu - þannig geng- ur þetta. Ef koma einstaka tilvik sem þetta þá eru þau kannski svohtið rædd hérna í húsinu og menn reyna að draga lærdóm af því. En við getum ekki breytt gangi lífsins. Ég sé ekki að við lífgum neinn upp frá dauð- um.“ - Finnst þér óeðlilegt af aðstoðar- landlækni að fara út í shka málsmeð- ferð? „Ég er nú þeirrar skoðunar að hann hefði átt að láta nægja að ræða þetta í hópi lækna. Mér fmnst það ekki rétt að vera að birta þetta á þennan hátt og æsa upp blaðamenn.“ -SMJ Réttar- sátt um fullvirð- ■ * m m isrett ÞórfiaBur Áamundæon, DV, Noröurl veatra: Réttarsátt hefur náðst í máh Sigurðar Steingrimssonar, bónda á Ysta-mói í Fljótum, gegn eig- endum jarðarinnar, Ysta-mói hf, vegna eignarlialds á fullvirðis- rétti jarðarinnar sem dómfest var á síðasta sumri. Þar sem mál þetta var hið fyrsta sinnar teg- undar í dómskerfinu var búist við gjafsókn og að málið yrði rekið sem prófmál en slíkt reyndist ekki þegar th átti aö taka. Tildrög málsins voru þau að á viömiðunarárunum svokölluðu, 1976-’78, sem fullvirðisréttur var reiknaður út frá, hóf Sigurður búskap á Ysta-Mói. Siguröur taldi sig með framleiðslu á jörðinni þessi ár hafa unnið th mikhs hluta þess fullvirðisréttar sem jörðin bar og sér bæri því a.m.k. einhver hluti hans ef svo færi að hann hæfi búskap á sinni eigin jprð eins og hugurinn stefndi til. Á grundvelh þessa hafði hann samband við lögfræðinga Stéttar- sambands bænda með málsókn í huga. Eins og áöur segir þótti gjafsókn líkleg en það var ekki kannað til fullnustu áður en mál- ið var dómfest í réttarsáttinni fellst stefndi á að stefnandi búi áfram á jörð- inni, samkvæmt leigusamningi sem gerður var 16. ágúst 1987, að þvi thskhdu að heföbundinn bú- skapur sé stundaður á jörðinni. Sigurður fær heimild Ysta-Mós hf. th að njóta fullviröisréttar jarðarinnar að óbreyttum lögum en lætur jafnframt af kröfunni um aö fullvirðisrétturinn færist af jörðinni ef hann flytjist búferl- um. Ein vinsælustu bíltækin á íslandi Einstök tæki Einstakt verð í alla bíla Verð aðeins kr. 21.415, BBHEmgE VOLtiME-®~BALANCE PBQGBAM ,TUNE-®-FADER .1 2 3 MS FÁI; tm "LW ^ i 4 ~ D n sss ■ f.ífn • 1*3 * 1 ,v,u TIMT Aðrir útsölustaðir: Flest kaupfélög og stærri verslanir um land allt, auk Esso bensín- stöðvanna. AL445 30 stöóva minni - sjálfvirkt stöövaval - spólun í báöar áttir - ,,autoreverse“ - balancestillir fyrir 4 hátalara -1 METAL stilling fyrir kessettu - lagaleitun á kassettu - klukka - sérstök næturlýsing i kringum takka o.fl. o.fl. 60 vött SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN HF SÍÐUMÚLA 2 - SÍMI 689090 - OG LAUGAVEGI 80 - SÍMI 621990

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.