Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1989, Page 11
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989.
11
'r___________ Útlönd
Nýtt vitni í
Palmemálinu
Sextíu og átta ára gamall Svíi, sem
búsettur er í bænum Östersund í
Svíþjóð, fullyrðir nú að hann hafi séð
meintan morðingja Olofs Palme á
brautarstöðinni í Marsta, sem er út-
hverfi Stokkhólms, um hálftólfleytið
þann 28. febrúar 1986. Er það sami
tími og Palme var skotinn til bana á
Sveavagen í miðborg Stokkhólms.
Þetta nýja vitni segist í viðtali við
Lánstídningen í Östersund í morgun
hafa búið í sama úthverfi og hinn
ákærði og séð hann mörg hundruð
sinnum. Kveðst vitnið myndu þekkja
hann hvar sem væri.
Östersundsbúinn segist ekki hafa
heilsað hinum ákærða á brautarstöð-
inni heldur haldið sig í fjarlægð frá
honum af ótta við hefndir. Hafði Öst-
ersundsbúinn eitt sinn aðstoðað ör-
yggisverði í úthverfinu í Stokkhólmi,
þar sem báðir bjuggu, við að grípa
hinn ákærða.
Ef hinn ákærði sat á bekk á járn-
brautarstöðinni í Mársta nokkrum
mínútum eftir að skotunum var
Umhverfis-
mál
efst
á baugi
Samkvæmt niðurstöðum skoðana-
kannana munu umhverfisvemdar-
hópar líklega styrkja mjög stöðu sína
á Evrópuþinginu í kjölfar kosning-
anna sem fram fara í næstu viku.
Niðurstöðurnar gefa til kynna að
flokkar umhverfisverndarsinna
muni bæta við sig á þessu 518 sæta
þingi.
Á þinginu era íhaldsmenn í meiri-
hluta. En bandalög eru fljót að mynd-
ast á þessu þingi, eftir því hvaða mál
eru efst á baugi hverju sinni, og í
þetta sinn eru það umhverfisvernd-
armál.
Það er mikiö í húfl fyrir Breta í
þessum kosningum. Breski verka-
mannaflokkurinn heldur því fram
að kosningamar muni snúast um tíu
ára valdatíma Thatcher forsætísráð-
herra. Flokkurinn vonast til að geta
nýtt sér þau átök sem nú eiga sér
stað innan íhaldsflokksins en Thatc-
her á í vök að verjast vegna gagnrýni
Ed Heaths, fyrrum leiðtoga flokks-
ins.
Stjómmálaöfl í Bretlandi hafa og
áhyggjur af slælegri kjörsókn. Árið
1984, þegar síðustu kosningar fóru
fram, var kjörsókn aðeins 33 prósent
í Bretlandi og var það minnsta kjör-
sókn ailra aðildarríkjanna.
Ráðamenn í Frakklandi hafa einnig
áhyggjur af slælegri kjörsókn.
Frakkar eru orðnir þreyttir á kosn-
ingum, hvaða nafni sem þær nefn-
ast, eftir kosningaöldu síðustu ára
og spá vinstri öfl í Frakklandi aðeins
49 prósent kjörsókn.
V-Þjóðveijar líta á kosningarnar
sem mælikvarða á vinsældir ríkis-
stjómar Kohls kanslara. Uppgangur
þjóðemissinnaðra hægri flokka gæti
valdið því að flokkur Kohls, kristileg-
ir demókratar, tapi í þessum kosn-
ingum. Almennar kosningar fara
fram í V-Þýskalandi á næsta ári.
Kosningamar skipta öll tólf aðild-
arríki bandalagsins miklu máli. Á
ítalíu, svo eitthvað sé nefnt, hefur
ríkisstjómarviðræðum tímabundið
verið frestað þar til ljóst verður
hvemig kosningamar til Evrópu-
þingsins fara. Á Irlandi, í Grikklandi
og í Lúxemborg fara almennar kosn-
ingar fram samhliða kosningunum.
Reuter
hleypt af á Sveavágen getur það ekki
verið hann sem er morðinginn.
Östersundsbúinn telur sig vera
vissan um að þaö hafi einmitt verið
morðkvöldið sem hann sá hinn
ákærða í Mársta. Það hafl nefnilega
verið í fyrsta sinn sem hann heim-
sótti Mársta síðan hann hætti að
vinna þar 1972.
Veijandi hins ákærða segir að
rannsaka verði upplýsingar manns-
ins. Var verjandanum gert kunnugt
um fullyrðingar mannsins í gær-
kvöldi og ætlar hann að reyna að ná
sambandi við hann í dag.
Östersundsbúinn tjáði TT-frétta-
stofunni í morgun aö hann hefði haft
í hyggju að gefa sig fram um leið og
hann hefði heyrt fregnir af því að
hinn ákærði hefði verið tekinn til
yfirheyrslu í fyrsta sinn. Hann hefði
hins vegar ekki látið verða af því þar
sem hinn ákærði var ekki handtek-
inn og jafnvel ekki grunaður. Það er
fyrst núna sem þetta nýja vitni gerir
sér ljósa stöðu hins grunaða.
Formaður nefndar þeirrar er rann-
sakar morðið á Palme segist hafa
fengið upplýsingar í gærkvöldi um
fullyrðingar Östersundsbúans frá
aðila sem ekki vildi segja til nafns.
Meðlimir rannsóknamefndarinnar
munu nú fara til Östersunds til þess
að yfirheyra vitnið.
Formaður nefndarinnar vildi í
morgun ekki tjá sig um hvort hann
áhti upplýsingar vitnisins trúverö-
ugar. TT
BMW 730i automatic árg. 1988, Ijósblár metallic,
ekinn 11.000 km. Bifreiðin er mjög vel útbúin,
m.a. vökvastýri, læst mismunadrif, 4 þrepa sjálf-
skipting, ABS hemlakerfi, litað gler, raflæsing-
ar, rafstýrð sóllúga, rafdrifnar hliðarrúður og
útispeglar. Höfuðpúðar, framan og aftan. Akst-
urstölva: m.a. hraðaaðvörun, hitastig fyrir fram-
an bifreið, þjófavarnarkerfi auk margra annarra
valkosta. Til sýnis og sölu hjá
Bílaumboðið hf
Krókhálsi 1, 110 ReyKiavík
sími 686633
littE! dælmia sanía!
Jöfu M. og jaman
Nú geturðu látið dæluna ganga og unnið reiðhjól um leið!
STJARNAN OG JÖFUR HF. standa fyrir stór-
skemmtilegum leik í heila viku þar sem hlustandi
með talfœrin í lagi getur unniö glœsilegt Peugeot
reiðhjól fyrir það eitt að tala stanslaust og hiklaust
í þrjátíu sekúndur um gefið umrœðuefni.
Og viö erum ekki aö tala um þríhjól, ónei; allt upp í tíu gíra glœsifáka fyrir
TUGIÞÚSUNDA.
Rúsínan í pumpuendanum er svo á sunnudeginUm, þegar yið
veljum besta innsenda slagorðið fyrir PEUGEOT REJÐHJjOL,
og verðlaunum þann orðvísa með stórkostlegu FIMMTÁN GIRA
FJALLAHJÓLI FYRIR TÆPLEGA 35 ÞUSUND KRONUR.
Fylgstu með leiknum á Stjörnunni frá mánudegi til laugardags
og sendu þína tillögu að Peugeot-slagorði í Sigtún 7
ÞÚ HEFUR ENGU AÐ TAPA... .GLÆSILEGT PEUGEOT REIÐ-
HJOL AÐ VINNA!
Stjaman og Jöfur hf.... þegar þú vinnur hjól!
>