Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1989, Side 11
FÖSTUDAGUR 30. JÚNl 1989.
11
Utlönd
Carlsson forsætisráðherra visar á bug hugmyndum hægri manna um Tillögurnar um skattabreytingarnar hafa verið kallaðar perestrojka Feldts fjármálaráðherra.
minni skattbyrði.
Kúvending í skattapólítík
sænskra jafnaðarmanna
Hafstemn Jónsson, DV, Lundi:
Skattaumbætur aldarinnar kalla
jafnaðarmenn tillögur sínar um
breytingar á skattkerfi Svíþjóðar.
Kjell Olof Feldt, fjármálaráðherra
Svíþjóðar, lagði fram drögin að
þessum breytingum í nóvember á
síöasta ári. Síðan var málið lagt í
nefndir sem nú hafa lokið störfum
og lagt fram niðurstöður sínar til
almennrar umræðu.
Tillögurnar verða væntanlega að
frumvarpi í haust og nái þær fram
að ganga tekur nýtt skattkerfi gildi
í ársbyrjun 1991. Nýtt skattkerfi er
talin nauðsynleg forsenda þess að
hægt sé að leysa þann efnahags-
vanda sem blasir við ríkisstjórn
jafnaðarmanna. Verðbólga er meiri
en í flestum nágrannalöndunum,
hagvöxtur er minni, spamaður er
lítill, atvinnuþátttaka lítil og ráð-
stöfunartekjur með þeim lægstu í
Evrópu.
Hár tekjuskattur
í núverandi skattkerfi er tekju-
skattur hár og fer hlutfallslega vax-
andi með auknum tekjum, getur
hann komist upp í 75 prósent af
tekjum. Allar viðbótartekjur skatt-
leggjast samkvæmt hæsta skatt-
hlutfalli viðkomandi. Afleiðing
slíkrar skattheimtu er að enginn
fæst til að vinna aukavinnu, ekki
nema þá að hún sé ekki gefm upp
tií skatts. Það eykur heldur ekki
vinnugleði fólks að ýmsar félags-
legar bætur em tekjutengdar.
Tekjuskattskerfið er bæði flókið
og óréttlátt. Það býður upp á marg-
víslega frádráttarmöguleika fyrir
þá sem hafa tíma eða kunnáttu til
að notfæra sér þá eða hafa ráð á
sérfræðiaðstoð. Slíkur skattabú-
skapur gefur oft meira í aðra hönd
en aukin vinna. Að sækja ýmis fríð-
indi til atvinnurekenda svo sem
sumarhús, utanlandsferðir og bfi
er eftirsóknarverðara en launa-
hækkanir.
Sömu sögu er að segja af fyrir-
tækjarekstri, skattahlutfall þeirra
er 57 prósent af hagnaði. Vegna frá-
dráttarmöguleika fyrirtækjanna,
svo sem að leggja hluta hagnaðar-
ins í ýmiss konar sjóði eða lager-
birgðir, er skatthlutfallið í raun um
20 til 25 prósent. Þessi skattabú-
skapur hefur síðan neikvæð áhrif
á fjárfestingar.
Róttækar breytingar
Þessum göllum er nýja kerfmu
ætlaö aö ráða bót á. Frádráttarhð-
um er verulega fækkað og ýmis
skattfríðindi minnka eða falla nið-
ur. Þetta á hafa í för með sér
minnkandi skattabúskap og skatt-
svik.
Róttækasta breytingin er að 90
prósent framteljenda greiða engan
tekjuskatt. Þau 10 prósent, sem gert
er ráð fyrir að lendi fyrir ofan
tekjuskattleysismörkin, greiða 20
prósent tekjuskatt. Hæstu beinu
skattar verða því 50 prósent í stað
núverandi 72 prósenta. Þessa mikla
lækkun beinna skatta, sem kostar
sænska ríkið um 450 mfiljarða ís-
lenskra króna, á að auka atvinnu-
þátttöku, raunlaun, sparnað og
minnka verðbólgu.
Heildarskattbyrðin sú sama
Ekki stendur þó tfi að minnka
hefidarskattbyrðina sem er sú
hæsta í heimi eða 56 prósent af
þjóðarframleiðslu. Lækkun tekju-
skattsins verður því greidd með
hækkun annarra skatta.
Skatthlutfall fyrirtækja verður 30
prósent af hagnaöi, skattur af fjár-
magnshagnaði, þar með taldir
vextir af almennum sparnaði og
hagnaður af sölu eigin húsnæðis,
hækkar verulega og verður einnig
30 prósent. Á lífeyrisspamað í
bönkum og tryggingafyrirtækjum
leggst 20 prósent skattur.
Söluskattur verður sá sami á öll-
um vörum og þjónustu eða 24,5
prósent. Hann hækkar því í vissum
greinum og nær allar undanþágur
frá söluskatti verða felldar niður.
Sem dæmi má nefna að menningar-
starfsemi og almennar samgöngur
verða nú söluskattsskyldar og
söluskattur af byggingarstarfsemi
tvöfaldast. Þessari aukningu sölu-
skatts er ásamt auknum fjár-
magnsskatti ætlað að fjármagna
tekjuskattslækkunina.
Til að vega upp á móti auknum
kostnaði sem söluskattshækkunin
hefur í för með sér, einkum aukn-
um íbúðarkostnaði bæði fyrir leigj-
endur og íbúðareigendur, verða
barnabæturnar tvöfaldaðar.
Gagnrýni frá hægri
Sænski hægri flokkurinn gagn-
rýnir harðlega að tillögurnar skuli
gera ráð fyrir óbreyttri skattbyrði.
Forsenda þess aö sænskt efnahags-
líf geti þróast eðhlega er að mati
flokksins að skattbyrði lækki.
Flokkurinn hefur því lagt til að hún
lækki um 2,5 prósent.
Ingvar Carlsson, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, vísaði þeirri hug-
mynd á bug sem hreinustu öfgum.
Hægri menn telja hins vegar að
heimsmynd Svía í skattheimtu eigi
meira skylt við öfgar. Þeir benda
einnig á að fyrirhuguð umbreyting
skattanna komi misjafnlega niður
á fólki, sumir græði, aörir tapi.
Skattaumbætur, sem auki fram-
færslukostnað heimila og geri þeim
erfiðara að framfleyta sér á eigin
launum og því háðari opinberri
aðstoð, standi ekki undir nafni.
Þjóðarflokkurinn og Miðflokkur-
inn telja ekki tímabært að minnka
skattbyrðina og koma þvi væntan-
lega til með að styðja skattabreyt-
ingarnar í haust.
Afgerandi viðbrögð
Það sem er afgerandi varðandi
örlög þessara skattabreytinga eru
viðbrögð sænska alþýðusambands-
ins. Þaö er ljóst að skattaumbæ-
turnar eru kúvending í skattapólít-
ík jafnaðarmanna. Fyrir tveimur
árum lýstu forystumenn sænska
alþýðusambandsins því yfir að
ekld kæmi tfi greina að lækka
tekjuskatt vegna þess að shkt yki
tekjumismuninn í samfélaginu.
Svipaðra skoðana hefur gætt meðal
forystumanna jafnaðarmanna.
Þegar breytingamar voru kynnt-
ar nú á dögunum virtist ríkja ein-
hugur milli alþýðusambandsins og
ríkisstjórnarinnar. Nú síðustu
daga hefur lekið i fjölmiðla aö for-
ystumenn alþýðusambandsins séu
ekki alls kostar ánægðir meö þau
áhrif sem skattabreytingarnar hafa
á tekjuskiptinguna. Þeir hafa
reiknað út að kjör 17 þrósent laun-
þega, fyrst og fremst láglaunafólks,
komi til með að skerðast á meðan
kjör hálaunafólks batni óeðlfiega
mikið. Það má því búast við að
þeir reyni að ná fram einhverjum
breytingum á tillögunum sem
tryggja að tekjuskiptingin raskist
ekki láglaunafólki í óhag.
Perestrojka Feldts
Feldt fjármálaráðherra telur hins
vegar að umræðan um það hverjir
tapi og hverjir græði sé út í hött.
Með nýja skattkerfinu skapist skil-
yrði fyrir aukinni atvinnuþátttöku
og hagvexti og minni verðbólgu og
því batni kjör allra þegar til lengri
tíma er htið.
Hvort þessi perestrojka Feldts
verði tfi að skapa bjartari tíma í
sænsku efnahagslífi er vissulega
spumingin um það hvort ekki sé
nauðsynlegt að minnka skattbyrð-
ina og ríkisútgjöld. Hingað til hafa
ríkisútgjöld farið stöðugt vaxandi
með tilheyrandi skattahækkunum.
Og hingað tfi hafa allar skatta-
breytingar jafnaðarmanna haft í
för með sér aukna skattbyrði. Rík-
isútgjöld hafa farið stöðugt vaxandi
og ekkert bendir til að sú þróun sé
að stöðvast.
í nýja skattkerfinu er mun auð-
veldara að auka skattheimtuna,
ekki þarf annað en að færa til tekju-
skattleysismörkin í- samræmi við
vaxandi ríkisútgjöld.
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTHNA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1985-1. fl.A 10.07.89-10.01.90 kr. 342,35
1986-1 .fl.A 3 ár 10.07.89-10.01.90 kr. 235,98
1987-1 .fl.A 2 ár 10.07.89-10.01.90 kr. 189,97
‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, júní 1989
SEÐLAB ANKIÍSLANDS