Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 1989. Fréttir______ Horfðum sökkva á DV á bátinn okkar 15-20 mínútum - segir Hinrik Axelsson, annar sjómannanna á Elsu Lund sem sökk á Breiðafirði „Þetta gerðist allt mjög hratt og stóð stutt yflr,“ sagði Hinrik Axels- son, annar sjómannanna tveggja sem björguðust er báturinn Elsa Lund, 10 tonna vélbátur, sökk um 10 sjómíl- ur norðaustur af Grundarfirði á laugardagskvöldið. „Við höfðum lagt út lúðulóð og vorum að bíða eftir þeim. Það var dautt á vélinni og við vorum bara að hvíla okkur. Félagi minn náði að sofna en ég var svona rétt við það að blunda er ég varð þess var að eitt- hvað óeðlilegt átti sér stað. Báturinn var farinn að hegða sér einkennilega og kom þá í ljós að vélarrýmið var orðiö fullt af sjó,“ sagði Hinrik í sam- tali við DV í gær. „Manni brá auðvitað gífurlega en það var enginn stund til að hugsa um neitt annað en að bjarga sér. Það náðist strax samband við Tilkynn- ingaskylduna í Reykjavík og okkur tókst greiðlega að komast í björgun- arbát. Eftir að við vorum komnir í björgunarbátinn leið kannski um klukkutími þangað til okkur barst björg. En við horfðum á bátinn okkar sökkva á 15-20 mínútum.“ Hinrik og félagi hans, Björgvin Guðmundsson, voru að vonum mjög dasaðir í gær er þeir voru að jafna sig eftir þessa miklu reynslu sem þeir urðu fyrir. Þeir sögðust þó hafa verið nokkuð rólegir eftir að í björg- unarbátinn var komið þar sem þeir vissu að von væri á björgun. Það var vélbáturinn Hafsteinn frá Grundar- firði sem kom á vettvang þeim til bjargar. Ekki er enn vitað hvað olli slysinu. -RóG. Bíl stolið á Selfossi: Þjófurinn fór inn í hús og sótti lyklana Bíræfinn bílþjófur var aö verki á Selfossi um helgina en þá var stolið bfl sem stóð fyrir utan íbúðarhús. Gerði þjófurinn sér lítið fyrir og fór inn í húsið á meðan húsráðendur - sváfu aðfaranótt sunnudagsins og varð sér úti um bfllyklana. Fór hann síðan út og keyrði í burtu. Urðu eig- endur bflsins enskis varir fyrr en þeir vöknuðu um morguninn. Bíflinn, sem er Mazda 323, er hvítur að lit og hefur númerið GL 650. Hann er tvennra dyra með rauöa skellu á hægri hlið. Þeir sem verða hans var- ir eru beðnir að snúa sér tfl lögregl- unnar. -SMJ Búðarþjófhaður: Svii stöðvaður á leið úr landi Ungur sænskur maður, sem var á leið úr landi í gærmorgun, var stöðv- aður í Leifsstöð og færður tfl yfir- heyrslu hjá Rannsóknarlögreglu rík- isins. Var maðurinn grunaöur um búðarþjófnað í Hagkaupi fyrr í vik- unni. Samkvæmt upplýsingum frá RLR var Svíinn stöðvaður eftir að ábend- ing fékkst um að hann hefði átt hlut að búðarþjófnaði. Máiið er enn í rannsókn. -SMJ Innbrot í miðbænum: Mikið skemmt Hún endaöi snögglega hnattferö bandaríska flugmannsins Thomas Casey. Sjóflugvélinni, sem hann ætlaði aö fljúga I kringum hnöttinn, hvolfdi aðfara- nótt sunnudagsins þar sem hún var fest við bauju í Skerjafiröinum. Sjálfur líkti hann vélinni í sjónum viö eigin jarðarför. Á innfelldu myndinni má sjá sjóflugvélina skömmu áöur en henni hvolfdi. DV-myndir: S og JAK Þetta er eins og að upp- lifa eigin jarðarför - segir bandaríski flugmaðuriim Thomas Casey sem varð að hætta við heimsflugið en engu stolið Rannsóknarlögreglan vinnur nú aö rannsókn á innbrotum í miðbæ Reykjavíkur sem áttu sér stað að- faranótt laugardagsins. Samkvæmt upplýsingum frá RLR hefur lítið skýrst í málinu. Þó þykir mönnum ljóst að innbrot í Kirkjuhvol, skrif- stofu Alþingis, og innbrot í Vonar- stræti 4, þar sem Félagsmáiastofhun er tfl húsa, eru tengd. Einnig gætu verið tengsl við innbrot í Blómaiist í Ingólfsstræti. Það er sammerkt með öllum þess- um innbrotuum að mikið var skemmt en litlu sem engu stolið. Einnig var brotist inn í bátinn Ólaf Bjamason SH í Daníelsslipp og stoliö sjónvarpstæki. Þá var brotist inn í sumarbústað við Helgafell í Mosfeflsbæ og nokkrar skemmdirunnar. -SMJ Leigubíll brann Um klukkan fimm í nótt fékk lög- reglan tilkynningu um að kviknað hefði í leigubfl sem staddur væri á Hellisheiði. Það var bflsfjórinn sjálf- ur sem hringdi í lögregluna úr bfln- um. Þegar lögreglan mætti á staðinn var bíllinn illa brunninn og er hann talinnnánastónýtur. -SMJ „Það er eins og allt mitt líf hafi fuðrað upp á tíu mínútum," sagöi Thomas Casey, flugmaður sjóflug- vélarinnar sem eyðilagðist aðfara- nótt sunnudagsins, í samtaii við DV í gær. „Rétt fýrir miðnætti, þegar ég at- hugaði síðast með vélina, virtist allt vera í lagi þar sem hún var fest við bauju í Skeijafirðinum. Svo fæ ég nokkru síðar þær fréttir að henni hafi hvolft og liggi á kafi í sjónum. Það er ekkert sem ég get gert, vélin er gjörsamlega ónýt,“ sagði Thomas Casey. Eins og fram hefur komið í fréttum var stans vélarinnar hér liður í hnattferð flugmannsins. Tilgangur ferðarinnar var aö setja heimsmet með því að lenda aldrei á flugvefli en slíkt flug hafði aldrei verið áður farið umhverfis gjörvallan hnöttinn. Vélin er af gerðinni Cessna 185 og var ferðin rétt hálfnuð þegar hingað var komiö en áætlaður tími ferðar- innar var um 45 dagar. Flugmaðurinn, Thomas Casey, sem er frá Seattle í Bandaríkjunum, var mjög dapur í bragði þegar DV raéddi við hann eftir óhappið. „Mér er ómögulegt að skflja hvem- ig þetta gerðist. En að horfa upp á vélina á hvolfi í sjónum er fyrir mér eins og að upplifa eigin jarðarfór. Undirbúningm- fararinnar tók 1 ár og hafði allt gengið að óskum hingað til. Eg hafði að vísu sjálfur talið heppilegra að festa vélina uppi á landi í Skerjafirðinum en þeir sem þekktu aðstæður betur en ég ráð- lögðu mér að gera það ekki þar sem hún fengi síður að vera í friði þann- ig. En ég geri það næst,“ sagði Thom- as Casey. Aðspurður hvort hann hygðist endurtaka þessa tilraun sagðist hann vona það. En sú flugferð yröi þá í fyrsta lagi að ári liðnu. -RóG. Meðvitundarlaus í heita pottinum í gærmorgun fannst þriggja ára Það var móðir bamsins sem fyrst um sundlaugargesta tókst að blása Þetta er í þriðja sinn í sumar sem bam meövitundarlaust í heita pot- uppgvötvaði hvemig komið var. lífi í bamið og virðist því ekki hafa ung börn em hætt komin i sund- inum í sundlaug Vestmannaeyja. Svo giftusamlega tókst til að ein- orðiö meint af. laugumlandsins. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.