Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Side 7
GOTT FÓLK/SlA MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 1989. 7 Fréttir Vestfirðir: Skertur kvóti drýgður - með því að leggja togurum og loka frystihúsum 1 viku Aflaskipið Guðbjörg ÍS hefur legið við bryggju að undanförnu vegna málningarvinnu. Vflborg Davíðsdóttir, DV, fsafirði: Eflaust þykir þaö einhverjum fullsnemmt að fara að spá um stöðu kvóta togara á Vestfjörðum í miðj- um júlímánuði en því verður ekki neitaQ að nú þegar eru menn farnir að velta því fyrir sér hvort kvótarn- ir endist út árið og það eitt hlýtur að teljast fréttnæmt um hásumarið. DV sló á þráöinn suður í ráðu- neyti og í útgerðarmenn hér og hvar á Vestfjörðum og eftirfarandi er útkoman: Allir eru á eitt sáttir um að sú 10% skerðing, sem ákveðin var í ár í þorski og karfa, komi til með að segja sitt og eins 8% skerðing á grálúðukvótanum. Nokkrir út- gerðarmenn svöruðu því til að allt- of snemmt væri að segja til um hvort atvinna héldist út árið en margir hafa tekið það ráð að fjölga dögum í landi og dreifa þeim jafnt yfir mánuðina til að komast hjá löngu stoppi í desember. í Súðavík og á Flateyri eru menn tiltölulega bjartsýnir en á síðar- nefnda staðnum fer togarinn í shpp í þrjár vikur í september þannig að þar drýgist kvóti nokkuð fram á vetur af þeim sökum. Hrönn keypti 5 báta Hrönn hf., sem gerir út Guð- björgu ÍS, hefur samtals keypt fimm báta til að auka fastan kvóta skipsins og sagði Þorleifur Pálsson í samtali við DV að þær ráðstafanir kæmu nokkuð jafnt á móti þeirri skerðingu sem varð vegna kvóta- skerðingarinnar og við að færa skipið af sóknarmarki yíir á afla- mark. Guðbjörg var þrjá mánuði í landi í fyrra vegna sóknarmarksins og einn mánuð til vegna lengingar en náði þó öllum kvóta sínum. Hún hefur verið við bryggju síðustu viku vegna málningarvinnu. í hraðfrystihúsinu Norðurtanga hefur verið tekin ákvörðun um tveggja vikna sumarfríslokun frá seinustu vikunni í júlí og fram í fyrstu vikuna í ágúst og þann tíma liggur Guðbjartur ÍS bundinn við bryggju. Hans Haraldsson hjá Norðurtanganum sagði að þessi ákvörðun hefði verið tekin bæði til þess að drýgja kvóta skipsins og eins vegna þess að á þessum tíma væri margt af starfsfólki frysti- hússins í fríi hvort eð væri vegna verslunarmannahelgarinnar og hálfur dampur á rekstrinum. Hann vildi htlu spá um atvinnu út árið en sagði þó að dauflega horfði með að kvótinn dygði. Guðbjartur er á sóknarmarki og náði öhum sínum kvóta í fyrra þrátt fyrir margra vikna stopp vegna mikillar klöss- unar. í ár er hins vegar engin shpp- taka. Hans sagði þessa sumarfrís- lokun þó enga neyðarráðstöfun heldur nokkuð sem væri gert mjög víða um land þótt það hefði ekki tíðkast á Vestijörðum. Páli Pálssyni lagt í viku Guðbjartur lá einnig við bryggju fyrir nokkru í heila viku vegna námskeiðs Slysavarnafélagsins fyrir sjómenn. Þannig að fyrirtæk- ið reynir að nýta stoppin á fleiri en einn hátt. Júhus Geirmundsson ÍS hefur verið við bryggju undanfama daga og fer ekki á veiðar aftur fyrr en eftir verslunarmannahelgi. Hraðfrystihúsið í Hnifsdal verður lokað frá 4.-12. ágúst og Páll Páls- son ÍS verður bundinn við bryggju þann tíma. Þar sagði Hansína Ein- arsdóttir augljóst að kvótinn myndi ekki duga út árið og það væri aðalá- stæðan fyrir þessu stoppi en einnig að margt af starfsfólkinu tæki frí um þetta leyti. Hansína var reyndar sú eina sem tók þetta djúpt í árina en aðrir höfðu þann fyrirvara á að allt færi eftir fiskirunu. Tveggja vikna stopp í Bolungarvík í Bolungarvík hefst sumarfrís- lokun þann 29. júh og stendur í tvær vikur. Dagrún er farin th veiða og selur aflann í Þýskalandi og fer síðan í 2-3 vikna slipp. Heið- rún mun ekki fara á veiðar á með- an á lokun stendur og skilar þá þeim banndögum sem eftir er að skila á öðrum ársfjóröungi þar eð hún er á sóknarmarki en þeir eru nokkuð margir að sögn Jónatans Einarssonar. Hann sagði í samtali við DV að mönnum sýndist í dag að kvótinn ætti að endast út árið, auk þess sem möguleikar væru á tilfærslum og breytingum á rækjukvóta Sólrúnar ÍS. Tálknfirðingur ÍS frá Tálknaflrði stoppaði 11. júlí th að skila bann- dögum sóknarmarksins og fer síð- an í slipp strax eftir verslunar- mannahelgi. Hann fer því ekki á veiðar aftur fyrr en 20. ágúst. Hrað- frystihúsinu er þó ekki lokað á meðan enda nægur afli hjá minni bátum og töluvert af skólafólki sem kemur heim til að vinna yfir sum- arið. Viðmælandi blaðsins þar taldi líklegt að eins yrði í ár og oft áður að seinni part árs yrði skipinu skammtaður afli til þess að kvótinn dygði a.m.k. fram í miðjan desemb- er. En sem fyrr segir, allt fer eftir afla og tíðarfari og menn verða bara að vona það besta. ! Ný hörhutól með traustan bahhjarl Farsími: Verð frá 95.800 kr. Nefax: Verð frá 99.800 kr. stgr. Póstur og sími selur aðeins það besta og vandaðasta og er jafnframt ávallt til taks þegar þú þarft á þjónustu að halda. Nýi farsíminn og myndsenditækin frá Pósti og síma eru frábrugðin öðrum tækjum, bæði í útliti og tæknilegum eiginleikum og svo er verðið alveg ótrúlegt. CETELCO er farsími sem með ótal nýjungum sannar yfirburði sína á flestum sviðum. CETELCO farsímann er einnig hægt að nota sem venjulegan borðsíma. NEFAX myndsenditækin fást í tveimur mismunandi stærðum og bjóða upp á fjölmarga tæknilega möguleika sem flest önnur myndsenditæki geta ekki státað af eins og innbyggðum símsvara. Komdu og kynntu þér þessi harðskeyttu hörkutól nánar. Það á majrgt eftir að koma PÓSTUR OG SÍMI Póst- og símstöðvar um land allt og söludeildir Kringlunni, Kirkjustræti og Ármúla 27

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.