Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Page 14
14
MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 1989.
FrjáIst,óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar. PALL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr.
Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr.
Bjór eða ekki bjór
Samkvæmt nýjustu tölum Áfengisverslunar ríkisins
hefur áfengisneysla aukist um rúman þriðjung á þessu
ári. Sala á vínum hefur dregist saman úr 380 þúsund
áfengislítrum í 330 þúsund áfengislítra. Hins vegar hefur
áfengur bjór bæst við, og frá 1. mars hafa samtals verið
seldir 190 þúsund áfengislítrar af bjór. Þar af seldust
rúmlega 60 þúsund lítrar í fyrsta mánuðinum. Samtals
hefur áfengisneysla landsmanna aukist um 36% það sem
af er árinu samkvæmt þessum upplýsingum Afengis-
verslunarinnar.
í sjálfu sér koma þessar tölur ekki á óvart. Við því
mátti búast að sala á bjór yrði mikil, einkum á fyrstu
mánuðunum eftir að hann var leyfður. Satt að segja var
alls ekki ólíklegt að íslendingar neyttu bjórsins óspart
fyrstu vikurnar og það mun meir en nú er upplýst.
Bæði er að íslendingar eru offarar 1 flestu og óhófsmenn
í fleiru en drykkjuskap og svo var hitt að bjór hafði
verið bannaður hér í áratugi og ljóst að flóðbylgja brysti
á, loksins þegar bjórdrykkja var lögleyfð.
Þessar fyrstu tölur eru ekki marktækar að því leyti,
að spenningurinn fyrir bjórnum og nýnæminu er mest-
ur fyrst, og það mun taka þjóðina nokkum tíma að temja
sér umgengni við bjórinn. Líklegast er að salan sé mest
í upphafi, en muni síðan jafna sig og komast í sinn far-
veg þegar frá hður.
Andstæðingar bjórsins héldii því fram, að bjórinn
yrði hrein viðbót við áfengisneyslu landsmanna. Þeir
fullyrtu að áfengisvandamál, almenn óregla og vand-
ræði vegna drykkjuláta mundu aukast. Reynslan þessa
fyrstu mánuði segir annað. Lögreglu, leigubifreiðastjór-
um og veitingahúsamönnum ber saman um að of-
drykkja og ólæti hafi minnkað. Fólk neytir bjórs í stað
sterkra drykkja og ölvun er áberandi minni og hófsam-
ari. Athyghsvert er að sala sterkra vína hefur dregist
saman á þessu ári, vískí 16% og vodka 9%. Léttu vínin,
hvítvín og rauðvín seljast enn minna og þar fer sam-
drátturinn allt upp í 26%.
Annað ber einnig að hafa í huga. Áfengisverslun ríkis-
ins hefúr engar tölur um þann bjór sem seldist í landinu
á svarta markaðnum. Það er opinbert leyndarmál hér
á landi, að kynstrin öll af bjór bárust eftir ólöglegum
leiðum til landsins og í rauninni gat hver sem vildi keypt
sér bjór og drukkið bjór, sem bar sig eftir því. Þetta
bjórmagn kemur ekki fram í tölum fýrri ára, þegar
áfengisneyslan er mæld og fullyrða má, að þegar smygl-
bjórinn er meðtalinn, séu tölur um áfengisneyslu mjög
svipaðar í ár og hin fyrri ár. Það er því mjög vafasamt
að halda því fram að áfengisneysla hafi í rauninni auk-
ist nokkuð að ráði eftir að bjór var lögleyfður.
Deilur um bjór eða ekki bjór eru tilgangslausar úr
því sem komið er. Bjórinn er staðreynd sem ekki verður
aftur tekin. Enda hefur komið í ljós, að íslendingar eru
færir um að umgangast bjór eins og aðrar siðmenntaðar
þjóðir. Hins vegar er sjálfsagt og nauðsynlegt að vara
áfram við neyslu áfengra drykkja og enn sem fyrr er
sú gullna regla í fullu gildi, að enginn bæti sig með áfeng-
inu. Það er fölsk stundargleði. Við eigum að halda uppi
öflugum áróðri gegn áfengisneyslu og vara æskufólkið
við fyrsta sopanum.
En meðan við lifum með þeirri staðreynd að vín og
bjór verði ekki bönnuð, meðan við skiljum að heimurinn
verður ekki frelsaður með því að hafa vit fyrir öðrum,
þá er það huggun, að hrakspámar um bjórinn ætla
ekki að rætast.
Ellert B. Schram
Hvar eru nú stóru orðin félags-
málaráðherra og forystu Alþýðu-
flokksins um kaupleigukerfið sem
átti að leysa húsnæðismál þjóðar-
innar, ekki síst landsbyggðarinnar,
með einu pennastriki?
Með þessar fullyrðingar fóru ráð-
herrar og forysta Alþýðuflokksins
um landið allt og reyndu að sann-
færa fólk um að með þessu formi
húsnæðislána væri hægt að gera
byltingu í húsnæðismálum hér á
landi.
í síðustu sveitarstjómarkosning-
um trúðu margir þessum áróðri og
kratar fengu út á þessa kenningu
ótrúlega góða stöðu í sveitarstjórn-
um víða um land sem þeir áttu síst
skilið.
Frumvarp um kaupleigu
Yið afgreiðslu frv. um kaupleigu
voru lagðar fram kannanir sem
Af pólitískum hrein-
leika Alþýðuflokksins
í húsnæðismálum
Úthlutun framkvæmdalána úr Byggsj. ríkisins
VESTFIRÐIR ~
0
150
1800
343
165 E
48
11
70 NORÐURLAND 180
VESTRA 100
6||
VESWRLAND
550 wr*™
374
EYSTRA
100
REYKJA VÍK
DVJRJ
132
I
TVRLAND
qQSUÐURLAND
■ ÚTHLUTAÐ
m FJÖLDl UMSÓKNA
REYKJANES Q „ÖRF
Húsnæðisstofnun ríkisins: Samantekt vegna úthlutunar iramkvæmda-
lána. •
áttu að sýna þörf fyrir um 3000 slík-
ar íbúðir. Reykjavík var þó ekki
meðtalin nema í sambandi við
ýmis félagasamtök er standa að
byggingum fyrir fatlaða og aldraða.
Frv. var samþykkt og báðir sjóðir
Húsnæðisstofnunar, þ.e. Bygginga-
sjóður ríkisins og Byggingasjóður
verkamanna, voru opnaðir til út-
lána fyrir þetta nýja kerfi.
Ráðherra ferðaðist um landið og
á fundum og ráðstefnum sveitar-
stjórnarmanna voru gefin fyrirheit
um fjármagn til aukinna bygginga,
ekki síst til kaupleiguíbúða. Enda
sagði í athugasemd með frv. um
kaupleiguíbúðir „að tillögur þessa
frv. taka sérstaklega mið af nauð-
synlegu átaki í húsnæðismálum í
þágu landsbyggðarinnar". Var von
að sveitarstjórnarmenn, ekki síst
fulltrúar Alþýðuflokksins, legðu
trúnað á boðskap félagsmálaráö-
herra? - Og ekki stóð á umsóknum
og vilja sveitarstjórnarmanna til
framkvæmda.
Nú blasa við vissar staðreyndir
sem virðast koma mörgum í opna
skjöldu. - Nýafstaðin er úthlutun
lána frá húsnæöismálastjóm til fé-
lagslegra íbúða 1989 og 1990 þar
sem nær 3 af hverjum 4 íbúðum
fara til höfuðborgarsvæðisins.
Landsbyggöin fer halloka í þessari
úthlutun, svo ekki sé meira sagt,
og vænting sveitarstjómarmanna
bíður skipbrot. Hér er um að ræða
síðustu úthlutun húsnæðismála-
stjómar til félagslegra íbúða fyrir
lok kjörtímabils sveitarstjóma.
Áhersla ríkisstjórnar í stjórnar-
sáttmála um aukningu íbúðarlána
út um land kemur hvergi fram við
þessa úthlutun.
Röng framsetning
í viðtölum við ýmsa aðila undan-
fama daga er stjórn Húsnæðis-
stofnunar borin sökum í þessu
máh, sumir segja að stjómin hafi
gengið gegn vilja ríkisstjórnar og
félagsmálaráðherra. Ég tel þetta
ranga framsetningu. Sannleikur-
inn er sá að það er ríkisstjórnin,
sér í lagi félagsmálaráðherra, sem
hefur brugðist í þessu máh. í við-
tah við sjónvarpiö sagði félags-
málaráðherra að henni, og væntan-
lega ahri ríkisstjórninni, kæmi
ekki við ákvöröun húsnæðisstjórn-
ar. Húsnæáisstjórnin beri aha
ábyrgð.
í öðra viðtali kóm fram að ráð-
herra væri sáttur við þessa úthlut-
un að öhu leyti.
Það hefur komið í ljós aö félags-
málaráðherra, fulltrúi ríkisstjórn-
ar, boðaði ekki th fundar með hús-
næðismálastjóm um þesssa vænt-
anlegu úthlutun. Engin tilmæli né
óskir í nafni ríkisstjórnarinnar
bámst stjóm stofnunarinnar varð-
andi úthlutunina. Ráðherra virðist
því ekki hafa áhuga á því að standa
KjaUarinn
Alexander Stefánsson
alþingismaður
og fyrrv. ráðherra
við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um
sérstaka fyrirgreiðslu lána út um
land.
Það er einnig ljóst að aðstoðar-
maður félagsmálaráðherra, sem
starfar daglega í næsta herbergi við
ráðherra, er einnig formaður hús-
næðismálastjómar og þar með
tengUiður við ríkisstjórn. Auk þess
er einnig starfandi sérstakur full-
trúi í félagsmálaráðuneytinu sem
vinnur eingöngu í húsnæðismálum
við að ná fram stefnu ráöherra og
ríkisstjómar.
Þess vegna veröur að draga þá
ályktun að félagsmálaráðherra og
aðstoðarmaöur ráðherra, formað-
ur húsnæðisstjórnar, hafi verið
sammála um að hafa að engu
áherslu ríkisstjórnar að því er
varðar að rétta við og auka hlut
landsbyggðar í félagslegum bygg-
ingum og aUur fagurgah og fullyrð-
ingar ráðherra og annarra framá-
manna Alþýðuflokksins um bylt-
ingu í aukningu húsbygginga úti
um land er marklaust tal, sett fram
í áróðursskyni á sínum tíma í von
um að almenningur sjái ekki í
gegnum blekkingavefinn.
Hvað verður afgangs?
Ég vU minna á annan þátt í mála-
fylgju Alþýðuflokksins með félags-
málaráðherra í broddi fylkingar.
Það er frv. til laga um húsbréf, sem
samþykkt var á síðasta þingi með
knöppum meirihluta, en eiga nú
að vera í endurskoðun. Þar hélt
ráðherra fram sömu rökum og við
kaupleiguframvarpið. Húsbréfa-
kerfið átti að gefa landsbyggðar-
fólki auðveldan aðgang og forgang
tU bygginga og kaupa á húsnæði
úti um landið, auðvelda ungu fólki
að fá lán o.s.frv.
Nú vita allir, sem hafa lesið ný-
samþykkt lög, að slík stýring er
ekki til í þessum lögum. Það er fast-
eignamarkaðurinn og veröbréfa-
markaður sem á að framkvæma
þennan þátt húsnæðismála ef til
framkvæmda kemur.
Sterkir byggingaraðilar á Reykja-
víkursvæðinu eru þegar með fjölda
stórbygginga með fleiri hundruð
íbúðum í smíðum. Þessir aðUar eru
tilbúnir, ásamt verðbréfafyrirtækj-
um, tU að nýta húsbréfakerfið með
markaðsvöxtum og ríkisábyrgð.
Hvað verður afgangs til að nýta
shkt kerfi úti um land?
Þessar línur era settar á blað tU
að sýna fram á vUjaleysi stjórn-
valda sem auglýsa áherslu í stefnu-
skrá, sem ekki er framkvæmd, til
að sýna fram á blekkingaleik for-
ystu Alþýðuflokksins að því er
varðar hagsmuni og brýna þörf
landsbyggðar og til að sýna einnig
fram á bein svik félagsmálaráð-
herra gagnvart fulltrúum sveitar-
stjórnarmanna víðs vegar um
landið um ákveðna fyrirgreiðslu
varðandi framkvæmd laga um fé-
lagslegt íbúðarhúsnæði.
I sambandi við verkamannabú-
staði vil ég fuUyrða að Húsnæðis-
stofnun hefur heimUd tU að leigja
út íbúðir í verkamannabústöðum,
sem hún eignast með yfirtöku, ef
markaður um endursölu er ekki
fyrir hendi.
Ég tel brýna þörf á því að forsæt-
isráðherra leggi til að Húsnæðis-
stofnun og Þjóðhagsstofnun verði
nú þegar látnar framkvæma ítar-
lega úttekt og áætlun um þörf fyrir
aukningu á íbúðarhúsnæði á ís-
landi næstu 5-10 ár. Á grundvelli
slíkrar úttek,tar og áætlunar verði
lögð fram tíllaga um húsnæðis-
stefnu til næstu framtíðar.
Vil hljótum að veröa aö átta okk-
ur á því hvar takmörkin eru í
íbúðabyggingum fyrir þjóð sem
aðeins er 250 þúsund að mannfjölda
og hvernig stýra megi með opin-
bera fjármagni eðhlegri dreifingu
nýbygginga með tilUti til skyn-
samlegrar búsetu í landi okkar sem
við viljum að sé allt í byggð.
Alexander Stefánsson.
„Sterkir byggingaraðilar á Reykjavík-
urs'væðinu eru þegar með Qölda stór-
bygginga með fleiri hundruð íbúðum í
smíðum.“