Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Page 15
MÁNUDAGUR 24. JÚLl 1989. 15 Franska byltingin mistókst Um þessar mundir halda Frakk- ar hátíðlegt tvö hundruð ára af- mæli frönsku byltingarinnar. Sá er munurinn á henni og byltingunni bresku 1688 og hinni bandarísku 1776, að hún mistókst. Hún leiddi fyrst af sér ógnarstjórn Robespierr- es í París, 'síðan landvinninga- stefnu Napóleons um aUa álfuna. Á fyrstu fimm árunum, eftir að bylt- ingin hófst, þurftu þúsundir manna að leggja höfuð sitt undir fallöxina, oftast fyrir það eitt að vera af aðals- ættum, en á valdatíma Napóleons týndu milljónir franskra her- manna lífi. Við nútímamenn spyij- um forviða: Til hvers í ósköpunum? Á sama tíma varð tiltölulega frið- samleg þróun fram á við í Bret- landi og Bandaríkjunum og hin engilsaxnesku stórveldi tvö hafa æ síðan verið vígi frjálsrar hugsunar og athafnar. Þar hefur enginn Rob- espierre eða Napóleon sest í valda- stóla. KjaUariim Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor eru aldrei valtari í sessi en eftír að þeir reyna að hefja umbætur. fulltrúaþingsins. Almannaviljinn varð þannig fyrst vilji meirihiuta þingsins, síðan viiji þess manns, sem beygt gat meirihlutann undir sig. í sess konungs kom einræðis- herra, sem talaði í nafni almenn- ings. Jafnvægi eða stjórnleysi Bretar og Bandaríkjamenn fóru öðruvísi að. í stað þess að fela öll völd aðila, sem talaði í nafni al- mennings, skiptu þeir völdum á milli margra aðila og reyndu að mynda jafnvægi á milli þeirra. Engum einum manni er treystandi fyrir öllum völdum, sögðu þeir, því aö menn eru misvitrir. Munurinn á frönsku og engilsaxnesku lýð- ræði blasir við. Frakkar töldu, að lýðræði fæli í sér, að lýðurinn réði. Þeir litu á lýðinn sem einn aðila með einn vilja. Engilsaxar töldu hins vegar, að lýðræði væri það, að einstaklingar gætu skipt um handhafa ríkisvaldsins í kosning- um á nokkurra ára fresti. í áugum þeirra var lýðræði ekki tæki til að stjórna, heldur tæki til að koma ábyrgð yfir valdhafa. Frakkar töldu, að lýðurinn ætti að ráða, en engilsaxar, að lögin ættu að ráða, en ekki misvitrir menn. Þegar htið er yfir þróun frönsku byltíngarinnar, sést, að eitt megin- einkenni hennar var taumleysi, stjórnleysi. AUt gat gerst, öldur hrifið menn upp eða keyrt þá nið- ur. Það er enn ein þversögnin, að stjórnleysi er oft bein afleiðing mið- stýringar. Þegar stjómmál eru ekki í fóstum skorðum laga, venju og reglu, heldur háð geðþótta eins manns, getur allt gerst. Þá myndast ekki jafnvægi, þá er ekki um neina sjálfstýringu að ræða, þá er flest komið undir því, hver situr í valda- stól. Margar hugsjónir frönsku byltingarmannanna voru góðra gjalda verðar, eins og þær birtust í mannréttindayfirlýsingunni frægu, en þeir kunnu engin ráð tíl aö framkvæma þær, og því mis- tókst byltingin. Reynslan ein, sag- an ein, kennir okkur ráð til að framkvæma hugsjónir okkar, og þess vegna er íhaldssemi nauðsyn- leg vil hhö frjálslyndis. Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Breska og bandaríska byltingin voru gerðar til að varðveita, en hin franska til að breyta.“ Aukin miðstýring Þær umbætu, sem urðu í Frakk- landi við byltinguna, hefðu senni- lega orðið, hvort sem var. Skoðanir fræðimanna á orsökum byltingar- innar hafa hins vegar verið mjög skiptar. Að minnsta kosti er ljóst, að ekki er unnt að rekja hana til þess, að almenningur hafi búið við sult og seýru. Kjör alþýðu voru síst lakari þar en annars staðar í Norð- urálfunni. Það Uggur Uka fyrir, að í frönsku byltingunni var lénsveldi ekki kollvarpað. Þaö hafði löngu áður dáið drottni sínum. Önnur skýring á byltingunni er nærtækari. Miðstýring hafði tvær næstu aldir á undan verið að auk- ast í Frakklandi, eins og franski stjómfræðingurinn Alexis de Toc- queviUe bentí á í bók um bylting- una. Þegar konungur ætlaði á ár- unum fyrir 1789 að beita hinu víð- tæka valdi ríkisins til að færa mannlífið í ögn nútímalegra horf, misstí hann það í hendur mennta- manna eins og Robespierres, sem hugðust nota það til aö endurskapa mannlífið í samræmi við kenning- ar Rousseaus. Hafa má Rússland fyrir 1917 og íran fyrir 1978 til marks um það, að einræðisherrar Þversögn byltingarinnar SkUyrðin fyrir byltíngunni voru einkum tvenns konar: víðtæk mið- stýring, þannig að menn gátu gert sér vonir um gerbreytingu mann- lífsins með þvi að skipta um vald- hafa, og hópur ofstækisfullra menntamanna, sem trúðu því með Rousseau, að unnt væri „að neyða menn tíl að vera frjálsa". Tökum eftir muninum á Frökkum 1789 og hins vegar Bretum 1688 og Banda- ríkjamönnum 1776. Frakkar kunnu ekki að stjóma sjálfum sér, því að konungur hafði fyrir löngu tekið allt vald í sínar hendur. Bretar bjuggu hins vegar við ævagamla hefö, sem Bandaríkjamenn erfðu síðan. Það er rétt, sem Edmund Burke bentí á sínum tíma á, að breska og bandaríska byltíngin vom gerðar til að varðveita, en hin franska til að breyta. Þversögn frönsku byltingarinnar var, að hún var gerð til að breyta, en varð í raun og veru til þess aö fullkomna það sem franskir kon- ungar höfðu unnið að. Byltingar- mennirnir trúðu ekki á einstakl- ingana, heldur á „almannavilja" Rousseaus. Hvar kom þessi vilji fram? Væntanlega í ákvörðunum m i Napóleon Bonaparte á yngri árum og rétt fyrir dauða sinn. „Á valdatíma hans týndu milljónir franskra her- manna lífi.“ Kaup og rekstur á björgunarþyrlu Á Alþingi 1987-1988 mælti ég fyrir tillögu til þingsályktunar þess eðhs að ríkisstjóminni yrði falið að festa kaup á fuilkominni björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Eftír meðferð í tilheyrandi þing- nefnd var tillagan samþykkt nokk- uð breytt, eða á eftirfarandi hátt: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta gera athugun á kostnaði viö kaup og rekstur á björgunarþyrlu af bestu fáanlegri gerð fyrir Landhelgisgæsluna. Þannig orðuð var tillagan sam- þykkt þann 11. maí 1988. Fyrirspurn og svör Tæplega ári síðar, þann 23. apríl 1989, mælti ég síðan fyrir fyrir- spurn til dómsmálaráðherra, HaU- dórs Ásgrímssonar, um fram- kvæmd á þessari viljayfirlýsingu Alþingis sem honum var gert að framfylgja. Fyrirspurnin var þann- ig orðuð: Hvað líður framkvæmd ályktun- ar Alþingis frá 11. maí 1988 um at- hugun á kostnaði við kaup og rekstur á björgunarþyrlu? Dómsmálaráðherra varð svara- fátt en í hans örstutta svari kom fram að ekki hafði á tæpu heilu ári unnist tími tíl þess að ljúka þessari athugun vegna „umfangsmikilla verkefna við fjárlagagerð". Ráðherra lofaði þó bót og betrun og að hann myndi leggja á það áherslu að þessari athugun yrði hraðaö. Aö sjálfsögðu gagnrýndi ég ráð- Kjallariim Ingi Björn Albertsson alþingismaður herra fyrir slaka frammistöðu og heldur lítílfjörlegar afsakanir og einnig fyrir það að hundsa vilja Alþingis sem honum ber að virða og framkvæma. Undir þessa gagnrýni var síðan tekið í umræðunni enda hafði þá nýlega verið sett fram beiðni um skýrslu frá forsætísráðherra um afgreiðslu framkvæmdavaldsins á samþykktum þingsályktunartil- lögum og sú beiðni var aldeihs ekki sett fram að ástæðulausu. í umræðunni lét ég í ljós þær áhyggjur mínar að sennilega þyrfti íslenska þjóðin að færa fórnir til þess að fá ráðamenn til að skilja hversu mikið öryggismál hér sé á ferðinni. Undir þessu leið ráðherra Ula og átti erfitt með að stiha sig þegar komið var viö kaunin á honum og bar nú við vanbúnaði ráðuneyta til þess að sinna hinum mörgu erind- um sem til þeirra bærust!! Fjölmiðlar fylgist með Hér hef ég stíklað á stóru um mál þetta en það sem rak mig th þess að rifja þessa samþykktu ályktun Alþingis upp er sú umræða sem nú er í gangi vegna 5 ára gamahar þyrlu sem okkur stendur th boða að fá lánaða í stuttan tíma th reynslu og síðan leigu eða jafnvel kaups. Það hefur nefnilega vakið furðu mína að fjölmiðlar hafa ekki minnst einu orði á þessa samþykkt Alþingis sem ég hef fært á prent enda þótt umræðan um björgunar- þyrlu komi með reglulegu mihibih upp á yfirborðið. Hvað veldur veit ég ekki en hitt veit ég að fjölmiðlar gætu hæglega veitt þessu máli mik- inn stuðning og ómetanlegan. Ég geri mér fylhlega grein fyrir þvi að hér er um mjög dýrt tæki að^ræða en það má heldur ekki gleyma því að á mannslíf á ekki og má ekki setja verðmiða. Eyþjóð eins og við verður að huga sem best að öryggismálum þegn- anna og eitt ahra nauðsynlegasta öryggistækið, sem við þurfum að eiga, er fullkomin björgunarþyria sem getur tekið heha áhöfn, getur flogið eins langt og okkar fiskimið krefjast og síðast en ekki síst er útbúin með afísingarbúnaði. Það virðast ahtaf vera th pening- ar fyrir hin ýmsu gæluverkefni ráðherranna en þegar kemur að slíku stórmáli er það því miður ekki á gæluverkefnalista neins ráð- herra. Það færi betur ef svo væri. Ég bentí á það í umræðunni að allir framleiðendur slíkra þyrlna væru örugglega thbúnir að lána þyrlu hingað th kynningar í nokkr- ar vikur og ef áhugi yrði á því að kaupa þyrlu væru ahs kyns mögu- leikar hvað greiðslur varðar. Því þyrfti ekki vera um mjög stórar upphæðir að ræða við undirskrift kaupsamnings heldur væri hægt að dreifa greiðslum á langan tíma og þannig þyrftí þetta ekki að vera mikh byrði á okkur. Fullkomin þyrla á listann Svo vel þekki ég íslendinga að ég er viss um að þeir eru örugglega tilbúnir að taka á sig þær byrðar. Öðru eins hefur nú verið yfir okkur dembt gegn vhja okkar en um það yrði ekki að ræða í slíku tilfelh. Því vil ég skora á Hahdór Ásgrímsson að setja nú þegar fuhkomna björg- unarþyrlu ofarlega á sinn gælu- verkefnahsta. Hvað varðar þá þyrlu, sem nú er verið að reyna að pranga inn á okkur, þá leggst ég alfarið gegn slíku. Við eigum ekki að kaupa gamla, shtna þyrlu, hvort sem hún er í góðu ásigkomulagi eða ekki. Það er einfaldlega ekki skynsam- legt enda kæmi það vafalaust fljótt fram í viðhaldskostnaði. Þá hefur það ekki komið fram hvort þessi þyrla sé útbúin aflsing- arbúnaði en smeykur er ég um að svo sé-ekki. Ef svo er þá dugar það eitt og sér til þess að hún kemur ekki tíl greina. Frjálslyndi hægri flokkurinn mun halda áfram að beijast fyrir þessu mikhvæga öryggismáli þjóð- arinnar þar th sigur vinnst. Með hjálp fólksins og íjölmiðla þarf sá sigur ekki að vera langt undan. Ingi Björn Albertsson „Það virðast alltaf vera til peningar fyrir hin ýmsu gæluverkefni ráðherr- anna en þegar kemur að slíku stórmáli er það því miður ekki á gæluverkefna- lista neins ráðherra.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.