Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 1989.
17
Lesendur
„Áfenga ölið á skilyrðislaust að vera til sölu í stóru matvörumörkuöunum
ásamt öðrum drykkjarvörum," segir bréfritari m.a.
Bjórinn og létta vínið í matvöruverslanir:
Hættan liðin hjá
Tómas Jónsson skrifar:
Það hefur nú sannast fyrir öllum
landslýð að hingaðkoma áfengs öls
hefur ekki reynst sá bölvaldur sem
sumir óttuðust. Ég og margir aðrir
vorum á annarri skoðun frá upphaíi
og sögðum að það tæki ekki nema
skamman tíma fyrir fólk að venjast
því að áfengt öl væri hér til sölu á
frjálsum markaði. Ástæðan er sú að
allflestir landsmenn höfðu átt að-
gang að þessu öli gegnum ólögleg
sambönd. Einnig að landsmenn voru
búnir að venjast þessum drykk á hin-
um tíðu ferðalögum til útlanda og
engum þótti lengur varið í að drekka
sig ofurölvi af bjór.
Nú er hins vegar tími til kominn
að vera ekki að pukrast með þessa
ágætu vörutegund sem eldvatn væri
og setja undir sama hatt og sterku
áfengistegundirnar sem eru seldar í
Ríkinu eingöngu vegna ímyndaðrar
hættu á að fólk undir lögaldri, eins
og það er kallað, geti keypt þær.
Áfenga öhð á skilyrðislaust að vera
til sölu í stóru matvörumörkuðunum
ásamt öðrum drykkjarvörum. Hið
sama gildir um létt borðvín. Það er
ótækt að þurfa alltaf að fara sérstak-
lega í einhverjar sérstakar vínbúðir,
sem heldur eru ekki opnar nema til
kl. 18 á föstudögum, ef manni dettur
í hug að kaupa bjór með matnum á
föstudagskvöldi eða á laugardegi.
Ég skal hins vegar samþykkja að
selja megi minnst 6 bjóra í pakka ef
hann fengist í matvöruverslunum.
Ég sé ekki nokkra ástæðu til að verða
ekki við þessum óskum fólks, eftir
að sannast hefur að þvi meira frelsi
í þessum málum þeim mun minni
ástæða er til að óttast ofneyslu eða
aðra misbrúkun. Þetta myndi einnig
auka tekjur ríkisins að mun. Ekki
mun af veita.
Stefnulaus hreppa-
pólitík Framsóknar
Jónas Gunnarsson hringdi:
Á meðan stefnulaus hreppapólitík
ráðskast með íslensk stjórnmál, eins
og Framsóknarflokkurinn nú gerir,
er eðlilegt að hrepparígur myndist
milli byggðarlaga út af kvótastefnu.
Óopnuö brennivínsflaska þarf eng-
um að vera hættuleg. Framsóknar-
flokkurinn ógnar heldur engum, svo
framarlega sem fólk lætur ógert að
kjósa hann.
Fyrir nokkrum árum sat ég inni á
matstofu Miðfells þar sem þáverandi
frambjóðandi, Guðmundur G. Þórar-
insson, ætlaði að halda framboðs-
ræðu. Ég hætti við að borða og gekk
út.
Ég spyr ykkur, lesendur góðir; Á
fólk að borða bíla þegar landbúnað-
arafurðir eru urðaöar á haugunum?
Einu sinni var ég vélstjóri á bát sem
hét Þorsteinn GK og var á rækjuveið-
um. Ég treysti sjálfum mér, með tak-
markaða þekkingu á siglingatækj-
um, miklu fremur til að sigla innan
um ísjaka heldur en nokkru sinni að
kjósa „hlutlausa" hreppapólitík eins
og Framsóknarflokkinn.
Þingmönnum
þarf að fækka
Rónar í
miðbæ
Reykjavíkur
Kristinn Sigurðsson skrifar:
Það er vægast sagt ömurleg auglýs-
ing sem blasir við erlendum ferða-
mönnum sem fylla götur Reykjavík-
ur, þar sem eru rónar sem ráfa um
göturnar eða hanga á bekkjum við
Útvegsbankann eða á móti Reykja-
víkurapóteki. - Ekki er þetta í aug-
lýsingabæklingum Ferðamálaráðs.
Mér er spurn; á þetta að vera svona
til frambúðar, borgaryflrvöld? Þiö
tahð um hreina og fagra borg. Borgin
er ekki hrein á meðan þessir rónar
eru áberandi í höfuðborginni. Lög-
reglan sést afar sjaldan í miðborg-
inni. Það mætti ætla að hún væri
ósýnileg!
Ef borgaryfirvöld láta kyrrt liggja,
verður dómsmálaráðherra aö láta
máliö til sín taka og skikka lögreglu-
stjóra til aö beita sér meira en hann
gerir. Hann virðist líka láta undir
höfuð leggjast að taka til hendinni í
þessu máh.
Ólafur hringdi:
Ég vil gjaman taka undir með
Óskari sem skrifaði lesendabréf í
DV sl. þriðjudag (18.7.) um svar
forseta sameinaðs Alþingis við
þeirri spumingu hvort fækka eigi
þingmönnum. En eins og fram
kemur í bréfi Óskars er forscti
sameinaðs þings þeirrar skoðunar
að yröi þingmönnum fækkað fjölg-
aði opinberum erabættismönnura
að satna skapi.
Ég er þeirrar skoðunar að fækka
beri þingraönnum verulega - allt
Það er vitað að margir opinberir
embættismenn eru uppteknir við
að vinna skýrlsur og ne&darálit
aö beiöni þingmanna sem segjast
surair hverjir ekki hafa aðstöðu til
að gera það. Aðrir eru eflaust ekki
kunnáttumenn á sviði skýrlsu-
gerða og þykir því gott að geta no-
tiö starfskrafta embættismanna
sem margir eru sérfræðingar, ein-
mitt í skýrslugerð og uppsetningu
súlnarita.
En krafan um fækkun þing-
manna stendur óhögguð hjá mikl-
um meirihluta þjóðarinnar, að ég
niður í 40, jafnvel 30. Ef þaö yrði
gert þá myndi álag á hina opinberu
embættismenn og starfsmenn
hinna ýmsu ríkisreknu spá- og hag-
deilda minnka mikið og þar meö
mætti einnig draga saman seghn í
mannahaldi hjá opinberum stofh-
unum.
tel. - Um þetta mætti nú spyrja
sérstaklega i einhverri skoðana-
köraiuninni og þá gætu þingmenn
varla sniðgengið vilja landsmanna,
kæmi í ljós að þeir væru hlynntir
fækkun þeirra.
m—'-'.
.
igin umhverfísmengun
Green Power rafhlöðurnar eru lekafríar og
endast lengur en venjulegar rafhlöður.
Stuðlum að hreinu umhverfi - notum
Green Power rafhlöður.
Nýju Wonder rafhlöðurnar,
Green Power, eru algerlega
kvikasilfurslausar. Þær eru því hlaðnar
„hreinni" orku og valda engri
umhverfismengun. Þess vegna má að
skaðlausu henda þeim að notkun lokinni.
Lífrænt efni hefur nú komið í stað
kvikasilfurs.
Olíufélagið hf
SUÐURLAIMDSBRAUT 18
SfMI 681100
Heildsala og smásala:
Pízza dagsíns - hrásalat
og lasagne
VERIÐ VELKOMIN
Sími 685670
Opiðalladagafrákl. 18.00-23.30.