Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Side 20
20
MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 1989.
Iþróttir
Fylkir-Fram................0-3
KA-FH......................1—1
ÍA-KR......................1-0
Valur-ÍBK..................2-2
Fram......10 6
Valur.....10 5
FH........10 4
1 3 15-8 19
2 3 12-0 18
4 2 14-10 16
KA..........10 4 4 2 14-10 16
ÍA..........10 5 14 12-12 16
KR..........10 4 3 3 15-13 15
ÍBK.........10 3 3 4 11-16 10
Þór..........9 2 3 4 9-13 9
Vflongur.....9 2 2 5 13-13 8
Fylkir......10 2 1 7 7-21 7
• Síðasti leikur 10. umferðar
veröur í kvöid og leika þá Víking*
ur og Þór á heimavelli Víkings í
Stjömugróf kl. 20. 11. umferð
hefst á miövikudagskvöldið með
leik Fram og KA á Laugardal-
svelh. Á fimmtudagskvöldið
veröa þrír leikir á dagskrá. FH
og ÍBK leika í Kaplakrika, KR og
Vflangur leika á KR-velIi og ÍA
og Valur leika á Akranesi. 11.
umferð lýkur með leik Þórs og
Fylkis á Akureyri á íöstudags-
kvöldið. -JKS
£
£
Sport-
stúfar
Mölin happavöllur
fyrir ÍR-inga
Malarvöllur ÍR-inga í
Mjóddinni hefur
reynst Breiðhylting-
um mikill happavöll-
ur. Á laugardag unnu ÍR-ingar
topphð Stjörnunnar á malar-
vellinum, 1-0. í fyrra léku ÍR-
ingar einnig á malarvellinum.
Þá fengu þeir Vestmannaey-
inga í heimsókn og unnu þá
ÍR-ingar stórsigur, 5-0. Það er
greinilegt að útiliöin kunna
ekki vel við sig á þessum velli
og„ spurning hvort ÍR-ingar
ættu ekki að spila alla leiki sína
á malarvellinum. Gæði knatt-
spymunnar eru kannski ekki
upp á það besta á möl en það
eru stigin sem skipta hvert hð
máh.
Everton og Arsenal
vilja Goodman
Ensku 1. deiidar fé-
lögin Everton og
Arsenal eru áhöttun-
um eftir Don Good-
man sem leikur með West
Bromwich Albion. Goodman
var markahæstur hjá WBA í
fyrra og skoraði leikmaðurinn
þá 17 mörk. Goodman er mikih
hlaupagikkur og talinn einn sá
flljótasti í enska boltanum.
Brian Talbot, framkvæmda-
sljórí WBA, er þó ekki á því að
láta Goodman fara og hefur
sett hátt kaupverð á leikmann-
inn eða eina og hálfa mihjón
punda.
Úlfarnir með
Batman og Robin
Graham Tumer,
framkvæmdastjóri
Úlíanna, segist hafa
hættulegasta sókn-
arparið í allri deildinni og þó
víðar væri leitað. Þar á hann
viö þá Steve BuU og Andy
Mutch sem raetnir eru á miklar
fjárhæðir. Tumer hefúr hafiiaö
öhum tflboðum í leikmennina
en vitaö er að mörg stærstu hð-
in era tilbúin að borga stórar
fúlgur fyrir tvímenningana.
Turner sagði á blaðamanna-
fundi á dögunum að á meðan
nýjasta Batman-myndin væri
að slá aðsóknarmet í kvik-
myndahúsunum væru þeir
Batman og Robin tii sýnís á
heimavelh Úlfanna í vetur og
átti Tumer þá vlö sóknarpariö
Buh og Mutch. Þelr hafa nú
fengið viöumefnin Batman og
Robin hjá féiögum sfnum f
Wolves.
£
• Sævar Jónsson í skallaeinvígi við einn leikmann Keflvíkinga í leiknum á Hlíðarenda. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli og Valsmenn eru því fallnir af toppi
1. deildar. DV-mynd GS
Valsmenn nentu
frá sér sigrinum
misstu niður tveggja marka forystu á tveimur mínútum
Valsmenn hreinlega hentu frá sér
sigrinum er þeir og Keflvíkingar
skildu jafnir á Hhðarenda í gær-
kvöldi, 2-2. Það var Kjartan Einars-
son sem var hetja Keilvíkinga en
hann gerði sér lítið fyrir og skoraði
tvö mörk á aðeins tveimur mínútum
og það síðara var stórkostlegt. Leik-
urinn í heildina var slakur og einn
lélegasti leikur Valshðsins í sumar.
Fyrri hálfleikur var tíðindahtiU og
htið um marktækifæri. Á 57. mínútu
skoraði Hahdór Áskelsson fyrra
mark Vals, Baldur Bragason gaf fyr-
ir mark ÍBK og þar myndaðist mikil
þvaga og boltinn barst út til Halldórs
sem skaut góðu skoti í mark ÍBK,
óveijandi fyrir Þorstein Bjamason,
markvörð ÍBK. Á 66. mínútu átti Ing-
var Guðmundsson í hði ÍBK gott skot
í slá og yfir eftir að hafa komist inn
fyrir vöm Vals. Á 83. mínútu fengu
Valsmenn vítaspyrnu eftir að Sigur-
jón Kristjánsspn hafði verið felldur
inni í vítateig ÍBK og úr henni skor-
aði Sævar Jónsson örugglega.
Eftir annað mark Vals hættu Vals-
menn og héldu að öll stigin þrjú
væru í höfn en Keflvíkingar voru á
öðru máli. Óh Þór Magnússon gaf
háan bolta inn í teig Valsmanna eftir
homspymu og þar stökk Kjartan
Einarsson manna hæst og skoraði
með góðum skalla, stöngin inn. Að-
eins tveim mínútum síðar tók Kjart-
an Einarsson, maður leiksins, sig til
og óð upp völlinn, tók boltann laglega
í gegnum klofið á einum vamar-
manni Vals, lék boltanum áfram og
skaut föstu skoti efst í markhornið
rétt utan vítateigs. Algeriega óverj-
andi fyrir Bjarna markvörð Sigurðs-
son í marki Vals og fögnuður Kefl-
víkinga var ekki lítill eftir þetta frá-
bæra mark Kjartans.
Valsmenn geta engum öðrum en
sjálfum sér kennt um hvernig fór.
Dómari: Ágúst Guðmundsson..z z
Maður leiksins: Kjartan Einarsson,
ÍBK.
MHM
• Alexander Högnason var traustur
í vörn Skagamanna ásamt Siguröi
B. Jónssyni sem var besti maður
vallarins er Skagamenn unnu mikil-
vægan sigur á KR-ingum i 1. deild
á laugardag.
Tilþrifalítið á Akranesi
- er Skagamenn sigruðu KR-inga, 1-0
Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi:
„Ég var alls ekki ánægð-
ur með leikinn sem slík-
an. Hann var ekki mikið
fyrir augað. Mér fannst
hins vegar mínir menn berjast vel
og stigin em auðvitað mjög mikil-
væg fyrir okkur. Við máttum
hreinlega ekki við því að tapa nú
eftir þrjá tapleiki í röð,“ sagði Sig-
urður Lámsson, þjáifari Skaga-
manna eftir sigur hans manna
gegn KR, 1-0, í 1. deild á Akranesi
á laugardag.
Það var lítil reisn yfir viðureign
toppbaráttu hðanna ÍA og KR á laug-
ardaginn. Úrsht hefðu getað orðið á
hvom veginn sem var en vamarmis-
tök Vesturbæinga urðu þeim að falh.
KR-ingar hófu leikinn af heldur
meiri krafti en heimamenn. Bjöm
Rafnsson átti ágætan skaha að marki
Skagamanna en framhjá. Um mínútu
síðar skapaðist enn hætta við mark
heimamanna en skot Þorsteins Hall-
dórssonar hafnaöi í þverslánni. Páll
Guðmundsson svaraöi fyrir ÍA með
stangarskoti skömmu síðar og tveim-
ur mínútum seinna dró aftur til tíð-
inda við mark gestanna. Arnar
Gunnlaugsson átti þá skot aö marki
KR en boltinn fór í varnarmann.
Þaðan barst knötturinn til Stefáns
Viðarssonar sem stóð einn og óvald-
aður við markteig og átti ekki í erf-
iðleikum með að skalla knöttinn
framhjá Þorfinni Hjaltasyni í marki
KR.
Seinni hálfleikur sór sig í ætt við
þann fyrri. Leikurinn einkenndist af
sæmiiegri baráttu en samleikur var
sjaldan fyrir augað og verulega
hættuleg tækifæri voru fá.
Jafnræði var með liðunum lengst
af í leiknum en bæði liö léku fremur
illa. Sigur Skagamanna var ekki
ósanngjarn en bæði lið hefðu átt að
geta sætt sig við jafntefli.
Vörn KR-inga var sterk og þeir
voru einnig heldur sterkari á miðj-
unni en sóknarlotur þeirra voru
flestar máttlausar og gáfu ekkert af
sér.
Enginn sýndi afgerandi góða
frammistöðu. Sigurður B. Jónsson
og Alexander Högnason voru traust-
ir í vörn ÍA og Haraldur Ingólfsson,
Aöalsteinn Víglundsson og Karl
Þórðarson sýndu góða viðleitni á
köflum.
Vörn KR var sterk sem fyrr segir
en annars var liö Vesturbæinga
jafnt. Rúnar Kristinsson og Sæbjöm
Guðmundsson áttu ágæta spretti.
Maður leiksins: Sigurður B. Jónsson.
Dómari: Magnús Jónatansson..
Áhorfendur: 781.