Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Qupperneq 21
MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 1989.
21
Iþróttir
Islandsmótið -1. deild
Framarar
komnir á
fullt skrið
t
- Fram vann sannfærandi sigur
á Fylki í Árbænum, 0-3
Framarar áttu ekki í miklum erf-
iðleikum með að sigra botniið Fylkis
í Árbænum á fóstudagskvöldið.
Meistararnir unnu 3-0 sigur og
sýndu mjög góðan og sannfærandi
leik.
Framarar gerðu út um leikinn
snemma í fyrri hálfleiknum og gerðu
þá reyndar öll mörkin. Strax á 9.
mínútu skoraði Guðmundur Steins-
son sitt 7. mark á keppnistímabilinu
eftir einfalda sókn. Guðmundur
Baldursson virtist hafa boltann þeg-
ar Ómar Torfason skallað inn í víta-
teiginn en bakkaði inn í markið og
nafni hans Steinsson átti þá ekki í
vandræðum með að skora, 0-1.
Nokkrum mínútum síðar gerði
Ómar Torfason annað mark Fram
af stuttu færi og var þá vörn Fylkis
illa á verði. Ragnar Margeirsson
gerði síðan út um leikinn þegar hann
komst einn inn fyrir vöm Fylkis eft-
ir sendingu frá Pétri Ormslev og
Rágnar skoraði af öryggi, 0-3.
Síðari hálfleikur var nánast forms-
atriði. Fylkismenn voru þá mun
frískari og Framarar gáfu ósjálfrátt
dáhtið eftir. Leikurinn var þó opinn
og bæði Uð fengu góð marktækifæri.
Guðmundur Steinsson fékk tvö nyög
góð færi en Guðmundur Baldursson
varði meistaralega í bæði skiptin.
Fylkismenn fengu einnig sín færi.
Fyrst átti Anton Jakobsson hörku-
skot en Birkir Sigurösson varði og
skömmu síðar lokaði Birkir markinu
þegar Guðmundur Magnússon var í
algeru dauðafæri. Mörkin urðu samt
ekki fleiri og Framarar fögnuðu góð-
um sigri.
Framhðið lék eins og smurð vél og
aUt annað er að sjá til Uðsins nú en
í fyrstu leikjum íslandsmótsins.
Kristinn R. Jónsson var að öðmm
ólöstuðum besti maður Uðsins. Hann
byggði upp sóknir Uðsins og virðist
vera búinn að taka við því hlutverki
af Pétri Ormslev. Ragnar Margeirs-
son og Guðmundur Steinsson vom
góðir frammi og Birkir varði vel í
markinu.
Lið Fylkis var slakt í þessum leik.
Liðið virðist vera búið að missa aUt
sjáifstraust og þaö kann ekki góðri
lukku að stýra. Loftur Ólafsson var
einna skástur í Uðinu og Hilmar Sig-
hvatson átti ágæta spretti.
Dómari: Friðgeir HaUgrímsson....iWr
Maður leiksins: Kristinn R. Jónsson.
-RR
• Ragnar Margeirsson sést hér skora þriðja mark Framara gegn Fylki á föstudagskvöldið. Framarar sigruðu í
leiknum, 3-0, og eru komnir á toppinn í 1. deiid eftir að Valsmenn gerðu aðeins jafntefli við Kefivíkinga í gærkvöldi.
DV-mynd GS
Pizzusmiðjan í Smiðjukaffi kynnir sínar
frábæru pizzur í hálfleik, einnig kók.
&
FH-ingar
stálu stigi
á Akureyri
- KA og FH gerðu jafntefli, 1-1
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii:
KA-menn geta við sjálfa sig sakast
varðandi það að hafa ekki hirt öll
stigin þrjú sem í boði voru er þeir
fengu FH í heimsókn á fóstudags-
kvöldið. Þeir klúðruðu aragrúa tæk-
ifæra eða létu HaUdór HaUdórsson,
markvörð FH og besta mann vaUar-
ins, verja og FH-ingamir skutust
heim á leið með eitt dýrmætt stig í
pokahominu eftir 1-1 jafntefh.
Ekki hefði verið ósanngjarnt að KA
hefði skorað 3-4 mörk fyrstu 25 mín-
útur leiksins. Sérstaklega vom Jóni
Grétari mislagðir fætur uppi við
mark FH og svo kom mark frá Hafn-
firðingunum eins og köld vatnsgusa
framan í KA-menn á 31. mínútu úr
þeirra eina hættulega marktækifæri
í leiknum.
Vamarmenn KA vom þá sofandi
inni í eigin teig og lengi að hreinsa
frá. Pálmi Jónsson sótti að einum
þeirra, náði boltanum af honum og
renndi í markið af stuttu færi.
KA jafnaði svo skömmu síðar. Jón
Grétar komst einn innfyrir eftir
hrikaleg mistök Bjömssonar í vörn
FH. Skot Jóns Grétars fór í þverslána
og út en þar kom Antony Karl, kast-
aði sér fram og skaUaði faUega í
markið.
KA hélt uppteknum hætti í síðari
hálfleik og marktækifærin vom
mörg. Þorvaldur Örlygsson fékk tvö
dauðafæri og oft skaU hurð nærri
hælum við mark FH, boltinn fór í
þverslána eða rétt framhjá og HaU-
dór bjargaði oft meistaralega í mark-
inu.
KA tapar því enn stigum á heima-
veUi og likur Uðsins á aö vera í bar-
áttu efstu liða minnkar með hveiju
slíku áfaUi. Það vantar ekki að Uðið
fær tækifæri til aö gera út um leikina
en færin eru ekki notuð.
Antony Karl var besti maður KA í
þessum leik, sívinnandi og ógnandi.
Þá átti Ormar góða spretti en minna
kemur út úr honum í sóknarleiknum
en þegar hann var með Fram. Hjá
FH var Halldór HaUdórsson mark-
vörður geysisterkur og bjargaði oft
glæsUega og Ólafur Jóhannesson var
sem klettur í annars óömggri vöm
Uðsins.
Sveinn Sveinsson dæmdi leikinn
og hefur oftast gert betur, fær eina
stjörnu.
Maður leiksins: Halldór HaUdórsson,
FH.
Sportbúð Kópavogs
Stuðningshappdrætti ÍK
Vinningsnúmer 84
Árangur í 4. umferð
16 stig af 49 = 33%
Markaskorarar í 4. umferð:
Úrslit í 4. umferð:
3/71.ÍI. ÍK-ÍR.......0-1
4/7 5. fl. AÍK-ÍBK..3-1
4/7 5. fl. BÍK-ÍBK..2-1
5/74. fl. ÍK-Afture..6-0
6/7 3. fl. Víkingur - í K ...8-0
7/7 3. d. ÍK-Hverag..3-0
8/74. fl. Þór, V.-ÍK.Fr.
8/6 fl. A Þrótt., R.-ÍK...3-2
8/7 6. fl. A FH — ÍK.8-0
8/7 6. fl. B Þróttur - ÍK ..3-0
8/76. fl. BFH-ÍK...10-1
9/72.ÍI. ÍK-ÍBV.......Fr.
9/7 4. fl. Týr, V.-ÍK.Fr.
9/7 6. fl.A ÍK - Grindav. 3-2
9/7 6. fl. B ÍK - Grindav.2-0
11/73. d. Reynir S. - ÍK1-0
11/7 5. fl. A. Leikn. — ÍK 3—1
11/75. fl. B. Leikn.-ÍKO-O
13/73-fl. ÍK-UBK....1-4
16/7 3. d. í K - Grindav. .2-2
Meistarafl.:
4. flokkur:
5. flokkur:
6. flokkur:
Hörður Már Magnússon ...1
Reynir Björnsson........2
Steindór Elísson.......1
Júlíus Þorfinnsson......1
Erpur Sigurðarson.......2
Ivar Jónsson............2
Georg Georgsson.........2
Atli Kristjánsson.......2
Karl Einarsson..........2
Ólafur Júlíusson....
Óli Þór Júlíusson...
Willy ÞórÓlafsson....
Guðjón Gunnarsson.
Hilmar Hilmarsson....
...2
..2
...2
...1
...1
Haukur Bjarnason...........2
5. umferð hafin, vinningar m.a. úttekt á sportvörum í Sportbúð Kópavogs fyrir allt að 15.000 kr.
og lúxusferð til Flórída fyrir tvo í þrjár vikur. - Finnið ÍK-tengilið og verið með.
Sportbúð Kópavogs