Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Qupperneq 22
22 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 1989. íþróttir íslandsmótið - 2. deild: Sigur hjá Leiftri Kormákur Bragason, DV, Óla£sfir& Leiftursmenn löguöu marka- Wutfall sitt verulega á fóstudags- kvöldiðer þeir sigruöu Einheija, 3-0, í Ólafsfirði. Sigurinn heföi getað orðið mun stærri þvi Ólafs- firðingar fengu mörg góð mark- tækifæri sem ekki nýttust. Strax á 10. mínútu áttu Leift- ursmenn tvö mjög góð færi eftir undirbúning David Udrescu. Hann lék á nokkra vamarmenn Vopnfirðinga en sóknarmönnum Leifturs mistókst að skora. Fleiri færi litu dagsins ljós en á 38. mín- útu tókst Ólafsfirðingum loks að skora. Garðar Jónsson skoraði eftir undirbúning Guömundar Garðarsonar. Það sem eftir var leiksins sóttu Leiftursmenn og léku Einheija- menn oft sundur og saman. Á 65. mínútu skoraði David Udrescu beint úr aukaspymu rétt uan vítateigs. Stuttu seinna fékk Garðar Jónsson dauöafæri en skaut rétt framhjá. Á næstu mín- útu skoraöi Hafsteinn Jakobsson þriðja mark heimamanna með þrumuskot. Þeir fáu Ólafsfiröing- ar sem mættir voru á leikinn fóru ánægðri heim enda ekki á hveij- um degi sem Leftur skorar 3 mörk. Hndastóll í miklum ham a Króknum • Mynd úr leik ÍR og Stjörnunnar í Breiðholti á laugardag. ÍR-ingar komu á óvart og sigruðu Garðbæinga, 1-0, i spennandi leik. DV-mynd GS Stjarnan hrapaði í Breiðholtinu {xjihaDur Ásmundss., DV, Sauðódcrókr Tindastólsmenn sýndu loks sitt rétta andlit á Sauöárkróki á föstudagskvöldið er þeir tóku Völsunga í hreina kennslustund og 8igruðu, 5-0. Þetta var fyrsti sigur Tindastóls á heimavelli í 2. deild. Heimamenn höföu mikla yfir- burði í ieiknum og gat sigur þeirra orðið enn stærri. Tinda- stóll haföi 2-0 forystu í hálfleik og skoruðu þeir Eyjólfur Sverris- son og Guðgeir Marteinsson mörkin. í siöari hálfleik bættu þeir Ólafur Adolfsson, Stefán Pét- ursson og Eyjólfur Sverrisson við þremur mörkum. Völsungar komust litið áleiöis gegn friskum og ákveðnum Tindastólsmönnum og áttu í vök að veijast allan' leikinn. Með sama leik eiga Tíndastólsmenn eftir að sópa inn stigum en hðið hefur verið óheppið í leikjum sín- um í 2. deildinni í sumar. 2.deild / staóan / ÍBV-Breiðablik..............3-2 ÍR-Stjarnan.................1-0 Tindastóll-Völsungur........5-0 Leiftur-EinheijL.-..........3-0 Víðir-Selfoss...............1-2 Sfjaman......9 6 1 2 22-11 19 ÍBV..........8 6 0 2 21-13 18 Víðir........9 5 2 2 13-9 17 Selfoss......9 5 0 4 10-13 15 Breiðablik...9 4 1 4 20-15 13 Leiftur......9 3 3 3 3-9 12 ÍR...........9 3 1 5 8-11 10 Völsungur....9 2 2 5 14-23 8 TindastóU....9 2 1 6 13-14 7 Einherji....8 2 16 3-21 7 IR-ingar unnu óvæntan sigur á toppliðinu Stjarnan, topplið 2. deildar, tapaði óvænt fyrir ÍR-ingum á malarvellin- um í Breiðholti á laugardag. Leikn- um lauk með sigri ÍR, 1-0, og þaö var slysalegt sjálfsmark Garðbæinga sem réð úrslitunum í leiknum. Það var strax á 3. mínútu sem Eg- íll Einarsson, vamarmaður Stjöm- unnar, renndi boltanum framhjá markverði sínum, Sigurði Guð- mundssyni, og í eigið net. Hrikaleg byijun fyrir Stjömumenn og þaö átti eftir að koma í ljós að þetta var sann- arlega ekki þeirra dagur. Fyrri hálfleikur var annars frekar tíöindalítill. Stjömumenn áttu nokkrar hættulegar sóknir en eina góða færið sem þeir sköpuðu sér í fyrri hálfleik fékk Loftur Steinar Loftsson þegar hann skaut í hliðar- netið úr upplögöu færi. Stjörnumenn voru nálægt því aö jafna í upphafi síðari hálfleiks þegar Sveinbjörn Hákonarson komst í gegnum vörnina en skaut naumlega framhjá. Vöm Stjömunnar virkaði mjög óörugg og Bjami Benediktsson var næstum því búinn að bæta öðru sjálfsmarkinu við þegar hann skall- aði yfir Sigurö Guðmundsson, mark- vörð sinn, en boltinn fór rétt yfir. Á næstu mínútu fékk Jón Gunnar Bjarnason gott færi en skaut fram- hjá. Breiðhyltingar fengu annaö gott færi þegar Sigurfinnur Sigurjónsson komst aleinn inn fyrir en Sigurður Guðmundsson hirti boltann af fótum hans. Stjörnumenn reyndu aö byggja upp sóknir en vöm ÍR var vel á verði. Undir lokin komu örvænting- arfull skot sem voru hættulaus og ÍR-ingar fognuðu sanngjömum sigri. ÍR-ingar böröust mjög vel og það er furða hversu neðarlega liðið er í 2. deild miðaö við þennan leik. Stjörnumenn áttu sinn lélegasta leik í sumar og hefur mölin örugg- lega haft sín áhrif. Það er þó lítil af- sökun og liðiö veröur að vera meira sannfærandi ef það ætlar aö halda toppsætinu. -MH IBV heldur slnu striki - Sigurlás skoraði tvö er ÍBV sigraði Breiðablik, 3-2 Berglind Ómarsdóttir, DV, Eyjum: £ Eyjamenn halda áfram á sigurbraut en liðið hefur átt að fagna góðu gengi í undanfomum leikjum. Liöið er meðal annars komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Á fostudagskvöldiö sigruðu Eyja- menn lið Breiðabliks í 2. deildinni, 3-2, í Vestmannaeyjum eftir að staöan í leikhiéi var 1-0 fyrir heimamenn. Staða Eyjamanna er sterk í 2. deild, liðið er 1 öðru sæti og á að auki einn leik til góða gegn Einheija. öll mörk ÍBV skoruð með skalla Eyjamenn vora mun frískari í fyrri hálfleik og áttu fjöldan allan af tæk- ifærum en tókst aðeins að skora einu sinni. Sigurlás Þorleifsson var þar aö verki á 20. mínútu með skalla en öll mörk Eyjamanna vom skoruð meö skalla. Eyjamenn áttu meöal annars skot í slá og stöng. Róbert Haraldsson jafnaöi fyrir Breiðablik strax í upphafi seinni hálfleiks en hann var þá nýkominn inn á sem varamaður. Sigurlás var aftur á ferðinni á 65. mínútu og Tóm- as Ingi Tómasson kom Eyjamönnum í 3-1 sjö mínútum síðar. Sigurður Halldórsson minnkaöi muninn fyrir Kópavogsbúa tíu mínútum fyrir leikslok og þar við sat. Eyjamenn unnu sanngjaman sigur í leiknum. Þeir léku mjög vel, sérstak- lega í fyrri hálfleik en voru þá óheppnir aö skora ekki fleiri mörk. Sigurlás Þorleifsson var besti maöur vallarins í leiknum, var mjög ógn- andi og skapaði oft usla í vörn Breiðabliks. Breiðabliksliöiö var mjög jafnt í leiknum og sýndi á köflum í síðari hálfleik ágætan leik . • Sigurlás Þorleifsson skoraöi tvö mörk gegn Breiðabliki. Vfðir að missa af lestinni? Vignir RúnaiBson, DV, Garði: Knattspyman, sem liöin sýndu, var ekki upp á þaö besta. Rok og rigning settt einnig svip sinn á leik- inn. Selfyssingar voru sterkari í fyrri háifleik og strax á 12. mínútu náðu þeir forystunni með marki Hilmars Gunnlaugssonar þar sem hann þmmaði knettinum glæsilega efst í markhomið. í síöari hálfletk sóttu Víöismenn öllu meira en illa gekk aö brjóta þétta vöm Selfyssinga á bak aftur. En sókn Garðsmanna bar þó loks árangur á 74. minútu þegar Guö- mundur Erlingsson, markvörður Selfoss, braut á Bimi Ingimarssyni innan vítateigs. Vilberg Þorvalds- son tók vítiö og skoraöi af öryggi. Fjórum minútum fyrir leikslok fengu Selfyssingar síðan víta- spymu þegar knötturinn hrökk í hönd Vilhjálms Einarssonar. Ólaf- ur Ólafsson skoraöi úr vítinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.