Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 1989. 29 íþróttir hálfa dagínn en þeir faœltu um betur. DV-mynd Garðar H. Svavarsson. Laxá á Ásum: Yfir 300 laxar komnir á land - Þorsteinn, Ólafui'. Jóhann Óli, Ólafiir og Gai'öar meö 20 laxa „Þessi veiði er góð ixjá þeim Þor- steini Pálssyni, Ólafl G. Einars- syni, Ólafi Egilssyni, Jóhanni Óla Guðmundssyni og Garðari H. Sva- varssyni sem veiddu 20 laxa, flesta á flugu, aðeins Ólafur G. Einarsson og Garðar H. Svavarsson hafða veitt í Ásnum áður,“ sagði tíðinda- maður okkar um fimmmenning- ana í Laxá á Ásum sem komu ánni yfir 300 laxa á laugardaginn, en veiðin hefur verið mjög róleg 1 Laxá á Ásum en þó er aðeins að lifna yfir henni. Þeir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur G. Ein- arsson alþingismaður, Ólafur Eg- ilsson sendiherra, Jóhaim ÓU Guð- mundsson, forstjóri Securitas, og Garöar H. Svavarsson kaupmaður veiddu á einum degi 20 laxa og flesta á flugu. Veiðin skiptist jafnt á milli þeirra og var miimsti laxiim 5 pund en sá stærsti 13 pund, veidd- ur á flugu. Þessi veiði er góð því á undan þeim Þorsteini og félögum voru hörkuduglegir veiðimenn. „Það er reytingur af laxi en ekki mikiö, við veiddum laxana í Klapp- arstreng, Holtskvörn, Krókhyl, Ull- arstreng, Sauöaneskvöm og Kvarnarhorni svo einhverjir veiði- staðir séu nefndir. Viö misstum nokkra laxa, þeir tóku fluguna tæpt en allir höfðu gaman ,af þessu og svo var aflanum jaftit skipt," sagði okkar maður á árbakkanum. Á undan þeira í ánni voru þeir Þórarinn Sigþórsson og Sigmar | Bjömsson, veiddu þeir 46 laxa i er það met í sumar. G.Bender | Ólafur Egifsson sendiherra með lax úr Laxá á Ásum. DV-mynd G.Bender I Vatnasvæði Lýsu: Laxmn fannn að vciðasf - 22 punda lax úr Sandá 1 Þistilfirði „Veiðin er öll að koma til og lax- arnir eru famir að veiðast víða á svæðinu, síðasta vika hefur geflö þá nokkra," sagöi Símon Sigurm- onsson á Görðum á Snæfellsnesi í gærkveldi en mjög hefur lifnaö yfir veiöinni siðustu daga. „í Torfa- vatni veiddist lax í dag og fjórir í hínum vötnunum. Hérna hjá mér núna eru íslenskir og þýskir siökkviliðsmenn sem fengu sér lax í matinn. En mikið hefur verið um ferðamenn hérna og oft yfirfullt hj á okkur. Bleikjuveiðin hefur verið þokkaleg og þá í Hópinu. Sandá í 90 laxa „Sandá í Þistilfirði er kominn í 90 laxa og hann er 22 pund sá | stærstisagði Garðar H. Svavars- son í gærkveldi. „Þaö er ekki mikið I af laxi i ánni en þeir em vænir sem | veiðast. Netaför eru töluverð á löx- unum og einn eldislax veiddist fyr- ir skömmu, hann var tvö pund,“ | sagöi Garðar ennfremur. G.BenderI Opna breska meistaramótið: Calcavecchia sigraði eftir bráðabana Mark Calcavecchia frá Bandaríkj- unum varð sigurvegari á opna bresk- a meistaramótinu í golfi sem lauk í Troon í Skotlandi í gær. Calcavecc- hia tryggði sér sigurinn eftir æsi- spennandi bráðabana við Ástralana Greg Norman og Wayne Grady. Þegar 4 umferðir eða 72 holur höfðu verið leiknar stóðu Calcavecchia, Norman og Grady allir jafnir með 275 högg eöa 13 högg undir pari. Þeir þurftu því að leika 4 holur í bráða- bana til úrslita. Þar reyndist Banda- ríkjamaðurinn hlutskarpastur og þeir Norman og Grady urðu að láta sér lynda 2.-3. sætið. Bráðabaninn var gífurlega spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en á fjórðu og síð- ustu holu. Calcavecchia varð í lokin einu höggi á undan þeim Norman og Grady í bráðabananum. Tom Watson frá Bretlandi varð í 4. sæti á mótinu. „Ég var mjög heppinn“ „Það er frábært að vinna mót eins og opna breska meistaramótið og það hlýtur að margfalda ánægjuna að þetta er fyrsti sigur minn á opinberu móti,“ sagði Calcavecchia, eftir þennan glaésilega sigur. „Ég spilaði vel, að ég held, en ég verð að viðurkenna að ég var mjög heppinn á köflum,“ sagði Banda- ríkjamaðurinnennfremur. -RR • Greg LeMond kemur fyrstur í mark i lokaáfanga Tour de France keppn- innar í gær. í baksýn sést sigurboginn frægi. Tour de France: Ótrúlegur tími hjá Greg LeMond - varð 8 sekúndum á undan Fignon Bandaríkjamaðurinn Greg Le- Mond tryggði sér sigur á Tour de France, hjólreiðamótinu sem lauk í París í gær. Fyrir síðasta áfangann á þessu mikla hjólreiðamóti var Frakkinn Laurent Fignon með for- ystuna, 50 sekúndum á undan Le- Mon. Bandaríkjamaðurinn hjólaði loka- kaflann frá Versölum á ótrúlegum tíma og varð 58 sekúndum á undan Frakkanum í markið. Það munaði því 8 sekúndum á köppunum í lokin og Fignon brast næstum því í grát eftir að ljóst var að hann hafði tapað fyrir LeMond. Þetta er minnsti mun- ur sem um getur frá því aö keppnin fór fyrst fram árið 1903. Varð fyrir slysaskoti Greg LeMond sigraði síðast á Tour de France fyrir 3 árum en í vor leit út fyrir að hann mundi ekki keppa vegna meiðsla. Hann varð fyrir slysaskoti frá bróður sínum þegar þeir voru við veiðar og flestir voru búnir að afskrifa að hann tæki þátt í þessari geysilega erfiðu keppni. Hjólreiðakapparnir verða að hjóla nær samfleytt í 3 vikur og leiðin er gífurlega brött þar sem þarf að hjóla uppallaAlpana. -RR/JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.