Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Qupperneq 30
30 MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 1989. Iþróttir Úrslit Sigurvegarar í einstök- um greinum á aldurs- flokkameistaramótinu í sundi í Varmárlaug um helgina urðu þessir: Ama Þórey Sveinbjömsdóttir, Ægi, sigraði í 400 m skriðsundi stúlkna á 4:44,56 mínútum. Gunn- ar Ársælsson, ÍA, sigraði í 400 m skriösundi pilta á 4:21,75 mínútum. Svava Magnúsdóttir, Óðni, sigraöi í 100 m bringusundi meyja á 1:22,99 mínútum. Viöar Öm Sævarsson, HSÞ, sigraði í 100 m bringusundi sveina á 1:26,72 mínútum. Hildur Einarsdóttir, KR, sigraði í 100 m skriðsundi telpna á 1:02,74 mínút- um. Gisli Pálsson, Óðni, sigraðl í 100 m skriðsundi drengja á 1:00,39 minútum. Ama L. Þorgeirsdóttir, Ægi, sigraði í 50 m skriðsundi hnáta á 34,90 sekúndum. Hálfdán Gíslason, Bolungarvík, sigraði í 50 m skrið- sundi á 34,16 sekúndum. Ama Þó- rey Sveinbjömsdóttir, Ægi, sigraði í 100 m baksundi stúlkna á 1:11,16 minútum. Ævar Öm Jónsson, UMFN, sigraði í 100 m baksundi pilta á 1:03,54 mínútum. Hildur Einarsdóttir, KR, sigraði í 200 m fjórsundi telpna á 2:39,52 mínút- um. Garðar Öm Þorvarðarson, ÍA, sigraði í 200 m fjórsundi drengja á 2:29,02 raínútum. A-meyjasveit UMFN sigraði í 4x50 m skriðsundi á 2:12,34 minút- um, sem er íslandsmet. A-sveina- sveit UMFN sigraöi í 4x50 m skrið- sundi á 2:14,15 mínútum. Óskar Guðbrandsson, ÍA, sigraði í 200 m bringusundi pilta á 2:34,79 mínút- um. Elsa M. Guðmundsdóttir, Oðni, sigraði í 200 m bringiisundi stúlkna á 2:49,67 mínútum. Sigurð- ur Guðmundsson, UMSB, sigraði í 50 m bringusundi hnokka á 43,66 sekúndum, sem er nýtt met. Bryn- hildur Elvarsdóttir, HSÞ, sigraöi í 50 m bringusundi á 46,21 sekúndu. Elvar Daníelsson, USVH, sigraði í 50 m baksundi sveina á 36,46 sek- úndum. Ingibjörg ísaksen, Ægi, sigraði í 50 m baksundi meyja á 37,48 sek- úndum. Garöar Öra Þorvarðar- son, ÍA, sigraði i 100 m flugsundi drengja á 1:08,02 mínútum. Ema Jónsdóttir, Bolungarvik, sigraöi í 100 m flugsundi á 1:13,73 mínútum. Krisfján Sveinsson, Vestra, sigraði í 50 m baksundi hnokka á 40,95 sekúndum, sem er nýtt met. Arna L. Þorgeirsdóttir, Ægi, sigraði í 50 m baksundi.hnáta á 43,44 sekúnd- um. Viðar Öm Sævarsson, HSÞ, sigraði í 50 m flugsundi sveina á 35,66 sekúndum. Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir, Ægi, sigraöi í. 100 m skriðsundi stúlkna á 1:02,79 mínútum. A-drengjasveit Óöins sígraöi í 4x100 m skriðsundi drengja á 4:21,06 mínútum. A- telpnasveit Ægis sigraði 14x100 m skriösundi telpna á 4:29,86 mínút- um. Arna Þórey Sveinbjömsdóttir, ÆGI, sigraði í 200 m fjórsundi stúlkna á 2:30,15 mínútum. Gunn- ar Ársælsson, ÍA, sigraði í 200 m fjórsundi pilta á 2:18,37 minútum. Kristján Sveinsson, Vestra, sigraði í 50 m flugsundi ímokka á 40,40 sekúndum. Hrafnhiidur B. Sigur- geirsdóttir, Bolungarvík, sigraði í 50 m flugsundi hnáta á 39,08 sek- úndum. Hildur Einarsdóttir, KR, sigraði í 100 m bringusundi telpna á 1:21,68 mínútum. Garðar Óm Þorvaröarson, ÍA, sigraði í 100 m bringusundí drengja á 1:21,99 mín- útum. Ama Þórey Sveinbjöms- dótör, Ægi, sigraði í 100 ra flug- sundi stulkna á 1:07,15 mínútum. Gunnar Ársælsson, ÍA, sigraði í 100 m flugsundi pilta á 1:01220 mín- útum. Ingibjörg ísaksen, Ægi, sigraöi í 100 ra skriösundi á 1:08,45 mínút- um. Elvár Daníelsson, USVH, sigr- aði í 100 m skriösundi sveina á 1:05,89 minútum. Sesselja Ómars- dóttír, UMFN, sigraði í 100 m bak- sundi telpna á 1:15,58 mínútum. Garðar Öm Þorvarðarson, ÍA, sigraði í 100 m baksundi drengja á 1:10,99 mínútum. A-stúiknasveit Ægis sigraði í 4x100 m fjórsundi á 4:50,06 mínútum og A-piltasveit ÍA sigraði í 4x100 m fjórsundi á 4:20,55 minútum. Stig félaganna: Ægir 292, ÍA 291, UMFN 228, UMFB 143,5, Óöinn 137, SH 102, KR 92, USVH 91, HSÞ 85, vestri 79, UMSB 78, UMFA 59. HSK 48, IBV 42, Ármann 38,5, UMFG18, KS 11, UBK 7, UÍA 2, ÍFR 0. -JKS • Liðsmenn Sundfélagsins Ægis að lokinni verðlaunafhendingu á aidursflokkameistaramótinu í Varmárlaug í Mosfelisbæ í gær. DV-myndir Sveinn Þormóðsson Aldursflokkameistaramót íslands í sundi: Æsispennandi keppni - Ægir sigraöi með eins stigs mun eftir hnlfiafna keppni við IA Sundfélagið Ægir sigraði á aldursflokkameistaramóti íslands í sundi sem lauk í Mosfellsbæ í gær. Keppnin á mótinu var æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr enn í síðustu sund- grein mótsins, sem var 4x100 metra fjórsund pilta. Fögnuður Ægismanna var að vonum mikill þegar ljóst varð að félagið hafði sigr- að. En munurinn gat ekki orðið minni. Ægir sigraði með aðeins eins stigs mun, hlaut 292 stig en Akumesingar, sem veittu Ægismönnum harða keppni, hiutu 291 stig. Akumesingar sigruðu á aldurs- flokkameistaramótinu í fyrra en mótið fór þá fram á Akranesi. Ægir vann síðast mótið sem fram fór í Reykjavík 1986. Mót af þessu tagi er mjög umfangs- mikið. Alls voru keppendur um 400 talsins en auk foreldra og annarra aðstandenda er talið að um 700 manns hafi veriö í kringum mótið sjálft. Mótið var í umsjón Aftureld- ingar í Mosfellsbæ og í viðtali við keppendur og starfsmenn lofuðu all- ir skipulag mótsins. 20 félög víðs veg- ar af landinu tóku þátt í mótinu. Þetta var í 12. sinn sem Guðmundur Harðarson stýrir Ægi til sigurs á ald- ursflokkameistaramóti. „Ég er mjög ánægður með sigurinn á mótinu. Miðað við tíma keppenda fyrir mótið voru Akumesingar sig- urstranglegastir. Mótið var jafnt og spennandi alla mótsdagana. Við voru staðráðnir í að gera okkar besta, all- ir lögðust á eitt og við stóðum uppi sem sigurvegarar," sagði Guðmund- ur Harðarson, þjálfari Ægis, í samtali við DV í mótslok í Mosfelisbæ í gær. Guðmundur hefur ekki þjálfað félags- lið síðan 1980, þá fór hann til Dan- merkur og dvaldist þar í fimm ár. Hann tók síðan við landsliðinu og annaðist þjálfun þess til ársins 1988. Guðmundur leggur þjálfunina á hilluna Guðmundur hefur ákveðið að hætta allri þjálfun en við starfi hans tekur Vestur-Þjóðverji og mun hann heíja störf með haustinu. „Ég vil koma á framfæri þakklæti til mótshaldara. Mikil vinna liggur að baki svona móti. Foreldrar er famir að taka virkan þátt í þessu með bömunum og er það ekki lítill stuðningur. Nú er ég hættur allri þjálfun og má því segja að þetta hafi verið góður endir,“ sagði Guðmund- ur Harðarson. -JKS • Arna L. Þorgeirsdóttir. „Erfitt“ „Ég hef æft sund í þrjú ár og ætla að æfa af fullum krafti áfram. Fyrsta mótið mitt var í Eyjum 1987. Sundið er ofsa- skemmtilegt þótt stundum sé. þetta erfitt en ég æfi sex sinnum í viku. Ég hlakka mikið til næsta móts,“ sagði Ama L. Þorgeirs- dóttir, 10 ára gömul stúlka úr Ægi. Hún sigraði í 50 metra skrið- sundi og baksundi. „Mér finnst Ragga besta sund- konan í dag og ég ætla að verða eins góð og hún. Ég hugsa áð ég keppi einhvem tímann á ólymp- íuleikum," sagði Ama, létt í bragði. -JKS • Sigurður Guðmundsson. „Æðislegt“ „Mótið er búið að vera æðislega skemmtilegt. Ég æfi þrisvar sinn- um í viku og það er stundum er- fitt,“ sagði Sigurður Guðmunds- son, 9 ára snáði úr UMSB, en hann sigraði í 50 metra bringu- sundi hnokka. Sigurður býr á Hvanneyri í Borgarfiröi en fer stundum til æfinga í Borgamesi. „Ég ætla að verða góður sund- maðtir þegar ég verð stór og kannski keppi ég á ólympíuleik- um einhvem tímann. Eðvarð Þór er minn uppháldssundmaður og ég stefni að því að verða eins góð- ur og hann,“ sagði Sigurður sem verður 10 ára á morgun. -JKS • Ævar öm Jónsson. „Ánægður“ .JÞetta var skemmtilegt og skipulagið var gott. Ég er ánægð- ur með sigurinn í 100 metra bak- sundi en ég bætti ekki tímann minn,“ sagði Ævar Öm Jónsson, UMPN, en hann heldur utan tíl keppni á Evrópumeistaramóti unglinga f vikunni í Leeds á Eng- landi. .JLangtímaáform mín er að komast á ólympiuleika hvenær sem það getur nú orðið. Ég stefni langt í sundinu og vonandí tekst mér að ná metunum af Eðvarði Þór í baksundunum en þaö verð- ur ekki létt verk,“ sagði Ævar öm sem er 17 ára aö aldri. -JKS • Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir. „5. mótið“ „Ég hef fimm sinnum tekið þátt í svona móti og _þetta er alltaf jafnskemmtilegt. Eg hef æft sund í sex ár og stefhi að því að bæta mig enn frekar í næstu framtfð," sagði Arna Þórey Sveinbjöms- dóttir, Ægi, en hún sigraði í sex greinum á mótinu. Ama, sem er 14 ára gömul, keppir á Evr- ópumóti unglinga í Leeds í vik- unni. „Ég lít björtum augum á ffarn- haldið og það getur vei farið svo að ég æfi eriendis á næsta surnri. Aðstaðan hér á landi er ekki nægfiega góð,“ sagði Ama Þórey sem var stigahæst á mótinu. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.