Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1989, Side 31
MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 1989.
31
og vísindi
Merming
DV
Ljóð
Ekki hefi ég tölu á öllum útgáfum
af ritum Jónasar en oftast hefur
veriö gefiö út safn ljóða hans og
smásagna, stundum ásamt fáein-
um glefsum úr öðrum ritum. Fyrir
hálfii öld birtist því sem næst
heildarritsafn í fimm bindum, þar
á meðal nokkur rit sem Jónas gekk
fiá á dönsku. Þeir sem viija sjá
þessi rit í þeirri gerð geta þá gengið
að þeim þar, þeim mun síður var
þá ástæða til að endurprenta hana,
og hér birtast þessi rit á íslensku.
Eitt þeirra er uppkast eldfjallarits
sem fyllra varð á dönsku, annað
var þýtt núna, eins og þær þýðing-
ar danskra bréfa sem fylgja skýr-
ingum þeirra. Eins og í fyrri útgáfu
er hér,sleppt þýðingum, sem Jónas
vann ekki einn, ennfremur emb-
ættisskrifum, svo sem málsvarnar-
skjölum, er hann samdi sem starfs-
maður landfógeta. Þessi minni
háttar skjöl eru aðgengileg í fyrri
útgáfu og munu hvort eð er fremur
vera vottur um embættið en Jónas.
Með þessari útgáfu eru því rit
Jónasar aðgengilegri íslenskum al-
menningi en nokkru sinni áður.
Heildarhlutföli
Af þessum fjórum bindum fer það
fjórða og stærsta allt í skýringar,
nafnaskrár og önnur gögn um Jón-
as; samanlagt er það nær þriðjung-
ur ritsafnsins. En af textabindun-
um þremur er rúmur helmingur
ýmiss konar náttúrufræði. Og það
er ekki bara fyrirferðarmesti bálk-
ur ritstarfa Jónasar, hlutlægur,
leitandi og vísindalegur, heldur má
sjá hann sem eins konar undir-
stöðu annarra bálka, sem eru per-
sónulegri.. Bréfasafnið er um
fimmtungur textamagnsins og
blandast þar margvíslegur erind-
rekstur náttúrufræðingsins saman
við vinaglens. Margt er þar
skemmtilegt aflestrar og annað
fróðlegt, en mestu varðar sú al-
hliða, nána mynd sem lesendur fá
af persónuleika Jónasar, þótt þetta
bréfasafn jafnist að vísu á engan
hátt við hin miklu söfn skálda eins
og Matthíasar Jochumssonar og
Stephans G. Stephanssonar.
Fyrir kemur að bréfin séu illa
farin, og finnst mér að þá hefði átt
að fylla í eyður innan hornklofa.
(Il.b., bls. 239-41.) Þótt eyðurnar
séu stuttar, eru þær auðráðnari
útgefendum en almenningi.
I fyrsta bindi eru auk Ijóða og
sagna fáeinar greinar og ræður og
ber þar mest á hinum fræga rit-
dómi um Tristansrímur, sem er
með miklum hlutlægnissvip og
ekki síður þótt Jónas hafi mjög ein-
dregnar skoðanir á málefninu og
setji þaér jafnvel fram af kerskni.
Þessi ritdómur er talinn marka
„tímamót í íslenskri bókmennta-
umræðu“, eins og útgefendur segja
(IV, bls. 256). Þeim finnst þó of-
mælt að með ritdóminum hafi Jón-
as „kveðið upp dauðadóm yfir rím-
unum sem bókmenntagrein", en
skyldi þá ekki mega líkja honum
við læknisvottorð um að sjúkling-
urinn sé dauðvona? Altént leið
þessi bókmenntagrein undir lok
með nítjándu öld og hafði þá
drottnað á íslandi í rúmar fimm
aldir. En hún hvarf vitaskuld
vegna þess að rómantísk, vönduð
ljóðagerð í anda Jónasar hafði tekið
sess hennar í hugum íslensks al-
mennings.
í heild er ritsafn þetta glæsileg
afsönnun á þeirri útbreiddu bá-
bilju, að ekki geti farið saman vís-
indalegt viðhorf og skáldlegt, að
vísindin séu að útrýma öllu skáld-
legu úr tilverunni. Það er t.d. ekki
lítið gaman að sjá Jónas fjalla fyrst
fræðilega um uppruna Selljalls og
efnasamsetningu, en nota sama
fjall síðan í ódauðlegu rómantísku
ljóði.
Fyrirmynd skálda
Ljóð Jónasar eru auðvitað það
sem hann er frægastur fyrir. Þau
þekkir hvert mannsbarn á íslandi
meira eða minna og skal hér ekki
fjölyrt um þau, með þeim varð al-
þjóðleg stefna rómantíkurinnar
sterktafl í íslenskum bókmenntum
og síðar menningu og stjórnmála-
lífi. Þessi aldahvörf í íslenskri
ljóðagerð byggðust ekki síst á
miklu meira nostri og samstillingu
en áður tíðkaðist, þar varð Jónas
fyrirmynd skálda. Að fyrirferð eru
ljóð Jónasar minni en bréfin, að-
eins fimmtungur textabindanna
þriggja að blaðsíðutali. Þó hafa hér
bæst við ýmis ljóð frá því sem var
í fyrri útgáfum, ljóð sem hafa verið
að finnast undanfama áratugi. Þau
eru raunar flest ómerk, en vissu-
lega þurfti að draga þau öll saman
í hefidarútgáfu. Annan mikinn kost
hefur þessi útgáfa fram yfir Rit I-V,
en það er að hún skipar öllum ljóð-
unum í tímaröð, eftir því sem næst
verður komist, en í fyrri útgáfum
vora stundum dregnir út flokkam-
ir „Gamankvæði, Brot, Þýðingar,
Ljóð á dönsku“. En meö því að láta
tímaröð eina ráða fæst mun betri
heildarmynd af margvíslegri ljóða-
gerð skáldsins og þroska í tímans
rás. Loks er stærsti kosturinn, að
útgefendur hafa sniðgengið þær
„lagfæringar“ sem vinir Jónasar,
Konráð Gíslason og Brynjólfur Pét-
ursson, gerðu á ljóðunum fyrir
fyrstu útgáfu í bók, að Jónasi látn-
um. Nú eru ljóðin gefin út eftir síð-
asta eiginhandriti Jónasar eða
frumprentun, þ.e. í þeirri gerð sem
hann sjálfur gekk frá, eftir því sem
mögulegt var. Þetta var löngu tíma-
bært og eins þótt textamunurinn
sé oftast óverulegur, t.d. „hvuija"
í stað hverja. Oþörf smásmygli
finnst mér þó að prenta hér „Sér
eg“ í stað Sé eg, (I.b., 21), enda þótt
það kunni einhvern tíma að hafa
verið mælt mál, svona lagað nægir
að birta í skýringum. Stundum var
breytt til samræmingar, svo sem
að útrýma fyrningu máls, sem Jón-
as ástundaði framan af, t.d. settu
þeir Konráð „Má ei“ í stað Máa,
„Steldu ekki“ í stað Stelattu.
Stundum hafa þeir breytt ljóðum
Jónasar til málhreinsunar, svosem
að setja sorglausa í stað „sorgfría"
(I. b., 32), fólkstjórnarþingi í stað
„frístjórnarþingi" (I. b„ 104), vakna
þeir ei, en sýta og sakna í stað:
„Vakna þeir ei, sen sitja og sakna“
(I. b„ 136), íslands verndarengill [...]
Ingólfs bjartur stóð á gleymdum
haug í stað: „Ingólfs gleymda stóð
á kempuhaug" (I, bls. 37).
Stundumn verður ekki séð hvað
mönnum hefur gengið tfi að breyta
texta skáldsins og er fagnaðarefni
að fá hann loks óbrenglaðan, svo
sem í Gunnarshólma: „Blikar í
laufi birkiþrastasveimur [...] úr
rausnargarði hæstum" í stað hins
sem oftast hefur verið prentað:
Blikar í lofti ... úr rausnargarði
háum (I.b., 78), „hinn vitri bónda-
vinur“ fyrir hinn mikli bóndavinur
(I.b., 122), „eta máttu pútuskinn"
f. er þér heimilt pútuskinn (I.b.,
203).
Það er leitt að fram hjá útgefend-
um þessa nýja ritsafns skyldi fara
leiðrétting Helga Hálfdanarsonar
sem hann gerði fyrir áratug og ít-
rekaði nú nýverið (í Mbl. 13.7. sl.)
á texta ljóðsins „Ég veit það eitt“.
Handritið er torlesið, en mér sýn-
ast rök Helga sannfærandi og
mættu eigendur Ritverka skrifa
leiðréttingu Helga (feitletrað hér)
inn á bls. 209, svo síðara erindi
verði á þessa lund:
Ég þakka þér allt, og enn þótt ekki
almúginn sjái leiðir háar
sonanna bestu, sem að treysta
sannlega verði’ að þjóðin kanni,
veit eg og skil eg samt í sveitum
svo muni vakna öld að rakni
hnúturinn versti og börnin bestu
blessi landið, firrist grandi.
Svo lofsvert sem það er að raða
ljóðunum einfaldlega í aldursröð,
þá sýnist mér slæmt að setja „Fjafi-
ið Skjaldbreiður” á árið 1841 með
þeim rökum, fullkomlega ónýtum,
að „atvik þeirrar ferðar falla sam-
an við lýsingu kvæðisins“ (IV, bls.
155), auk þess sem undirtitill þess
er: „(Ferðavísur frá sumrinu
1841)“. Þó taka útgefendur vendi-
lega fram að Jónas hefði ekki getað
ort kvæðið í ferðinni og að kvæðiö
sé einungis varðveitt í handriti frá
1845. Hví skyldi Jónas þá ekki hafa
ort það nokkrum árum eftir athug-
un sína, upp úr endurminningum
sínum? Það er þó venjuleg aðferð
skálda.
Annað dæmi þess að útgefendur
vogi sér ekki alveg að fara eftir eig-
in niðurstöðum er að þeir skuli
hafa í viðauka stöku, sem þeir síð-
an sýna í skýringum, að „má því
fullyrða að allar líkur séu á að hún
sé eftir Jónas“ (IV, bls. 233). En í
þessum viðauka er „Kveðskapur
sem eignaður hefur verið Jónasi
Hallgrímssyni".
Sjálfsmyndir Jónasar?
Skýringar eru, eins og áður segir,
miklar að vöxtum, á við þriðjung
textamagnsins alls. Það er mikfil
fengur að þeim, þegar tilefni rit-
anna og allt umhverfi er orðið svo
fiarlægt nútímamönnum.' Oft er
álitamál hve langt á að ganga og
stundum saknaði ég skýringa. Ég
veit ekki hvort það heföi orðið langt
mál að lesa úr rúnaletri þegar Jón-
as gerir það ekki sjálfur, gott hefði
veriö að fá slíkt. Þess í stað vísa
útgefendur tfi rita sem fjalla um
þetta efni sérstaklega.
Bestar þóttu mér skýringamar
viö ljóðin, enda er þar byggt á mik-
illi vinnu margra manna og skilvís-
lega vitnað tfi hennar, einkum
Bókmenntir
örn Ólafsson
Kvæðafylgsna eftir Hannes Péturs-
son. Auk þess er rakinn textamun-
ur eiginhandrita og frumprentpn-
ar, svo og textamunur þessarar
útgáfu við fyrstu útgáfu ljóðmæla
Jónasar, frá 1847. Þetta er mikfil
kostur og þannig ætti þessi útgáfa
að geta orðið grundvöllur allra
rannsókna á ljóðum Jónasar og
útgáfu úrvalsrita hans framvegis.
I skýringum við ljóðin er enn-
fremur hefidartúlkun þeirra og
sagt frá baksviði ljóðanna eftir
fóngum. Stundum hefði þurft
meira af því tagi, t.d. að línur innan
gæsalappa í ljóðinu „Guðmundur
kaupmaður Guðmundsson" (á bls.
155-7) séu tilvitnanir í hinar fógru
vísur Víglundarsögu, sem talin er
vera frá 14. eða 15. öld.
Myndefni er gott, bæði myndir
af Jónasi og kunningjum hans og
eins af handritum Jónasar. Einna
merkust finnst mér handritsmynd
með vangamyndum (I.b. á móts við
bls. 225). Bæði eru þær einstakar
meðal teikninga Jónasar, sem flest-
ar eru jarðfræðilegar, og svo hefur
Hannes Pétursson leitt að því rök,
að þetta séu sjálfsmyndir Jónasar!
(Kvæðafylgsni bls. 133-5.)
Andríkar íslandslýsingar
Náttúrufræði fyllir III. bindi, þ.e.
Jarðsaga íslands, drög að íslands-
lýsingu, dýrafræði og loks Stjörnu-
fræði eftir Ursin í þýðingu Jónasar.
Auk þess eru (í II. bindi) dagbækur
Jónasar frá ferðum hans um ís-
land. Þær bera af hinum ritunum,
því þar fylgjumst við með náttúru-
fræðingnum að verki, hvernig
hann kannar aðstæður og veltir
fyrir sér ýmsum skýringum, opn-
um huga, í ljósi nýjustu vísinda.
Svo eru þessar dagbækur fiöl-
breyttar eftir áhugamálum Jónas-
ar, fialla bæði um jarðfræði, dýra-
fræði, gróður og fornleifar.
Um jarðsögu íslands er samtín-
ingur eftir annálum og öðrum fom-
um sagnaritum, um eldgos og jök-
ulhlaup. Þetta eru drög ein, eins
og flest ritin í þessu bindi, og eftir
því þurr aflestrar. Það gildir einnig
um þau drög að íslandslýsingu sem
hér birtast, á 75 bls. Það er þó þakk-
Jónas Hallgrímsson.
arvert að þetta skuli hér birt, því
þetta var meginviðfangsefni Jónas-
ar, það sem rannsóknarferðir hans
og dagbókafærslur beindust að,
auk þess sem hann byggði á svör-
um presta við spumingalista sem
sendur var þeim. Það var því ekki
óhófleg bjartsýni að ætla einum
manni að semja slíka íslandslýs-
ingu, í stfl við þann kafla sem hér
birtist um Vestmannaeyjar, hefði
Jónas aðeins lifað lengur og getað
gefið sig að þessu óskiptur. Mikill
fengur hefði verið að slíkri lýsingu
um miðja nítjándu öld. En í stað
þess að sýta það ósamda rit er nær
að gleðjast yfir þeirri andríku ís-
landslýsingu sem spratt m.a. af
þessum rannsóknum Jónasar, en
það eru ljóð hans.
Alþýðleg fræðslurit eru hér einn-
ig, m.a. um fugla, og er skemmtfleg-
ur stíll á þeim, í tóni kunningja-
rabbs. En af þessu tagi er þó mest
um vert Stjörnufræði Ursins. Hún
hefur væntanlega haft mikið
fræðslugildi á sínum tíma (1842),
verið fyrsta nútímastjörnufræði á
íslensku. Nú er hún mjög úrelt í
mörgum greinum. T.d. er höfundur
sannfærður um að lífverur búi á
sólinni. Hins vegar er þetta rit enn
mikils virði sem fyrirmynd um
hvemig verði komist vel að orði á
íslensku um vísindaleg efni og
mörg nýyrði gerði þar Jónas.
Finnst mér því þakkarvert að það
skuli birt hér í ritsafninu.
Öll þessi náttúrufræðirit Jónasar
eru vitaskuld orðin svo úrelt í
mörgum greinum, að það hefði ver-
ið óðs manns æði að reyna að rekja
það hverju sinni í skýringum. Út-
gefendur tóku þann viturlega kost,
að fá þess í stað tvo náttúrufræð-
inga til að meta þessi verk Jónas-
ar, Sigurður Steinþórsson skrifar
um jarðfræðirit hans, en Arnþór
Garðarsson um dýrafræði hans.
Auk þess eru í IV. bindi ýmis fróð-
leg ummæli samtíðarmanna Jón-
asar um hann.
Látleysið affarasælast
Dagbækurnar samdi Jónas á
dönsku, og á því máli voru þær
prentaðar áður, en nú í þýðingu
Þorsteins Indriöasonar. Þar ve.r
ráðist í þarft verk, eins og áður
segir, en jafnframt mikið vanda-
verk, að íslenska rit þess manns
sem eirina kunnastur er fyrir stfi-
snfild á íslensku. Freistandi hlýtur
að vera að reyna að beita málfari
sem er sérkennflegt fyrir Jónas, en
það er þó hæpið, því mjög mikið
íhugunarefni er, hvenær það á við.
Yfirleitt mun látleysið affarasælast
og þeim mun fremur sem mér sýn-
ist danski textinn yfirleitt vera ein-
faldur og sléttur. Eg hefi ekki getaö
gert ítarlegan samanburð á þýð-
ingu og frumtexta, aðeins stakar
prófanir. Fyrst er þess þá að geta,
að íslenski textinn er yfirleitt auð-
lesinn og skemmtilegur aflestrar, á
honum er íslenskulegt orðalag,
þýðandi hefur varast dönskuskotið
orðalag bókstafsþýðingar. Hins
vegar verður íslenski textinn
stundum of hátíðlegur, að ekki sé
sagt tyrfinn. Dæmi: „Telja má víst
að hr. W... hafi vonast til þess aö
geta sett á svið sjón sem tæki flestu
fram; en hann gekk of langt og
klúðraði algjörlega því sem fyrir
honum vakti“ (n, 305) fyrir: „Hr.
W... har sikkert haabet atforberede
sig et overordentligt skuespil; men
han gik for vidt og forfejlede ganske
sit ojemed" (Rit III, 47).
Þegar Jónas lýsir gosi í Strokki
verður hann ljóðrænn:
„Þegar Uðnar voru tvær mínútur
byrjaði nýtt gos hálfu fegurra hinu
fyrra. Geysimikfi vatnsgufa rudd-
ist upp um gospípuna svo ekki varð
lát á. Hún færðist annað slagið í
aukana með áköfum rykkjum og
þeytti vatninu í 35 .til 40 álna hæð.
Reykjarstrókurinn hófst til muna
hærra, líkt og bólstur upp úr eld-
fialli. Einkum var streymið, tvenns
konar, sem sjá má í vatnsstólpan-
um óvenjulega fagurt. Þannig er,
að í honum miöjum gaus vatnið
upp á miklum ákafa, en hrapaði
aftur á móti niður allt um kring.
Við það leystust þeir vatnsstrókar,
sem hverju sinni hrakti frá höfuð-
stofninum, upp í úða sem vaíðist
um freyðandi gossúluna og geislaöi
í öllum regnbogans litum. Menn
ímyndi sér þennan volduga stólpa,
klæddan regnboganum og um
hann fólblá gufuskikkja, búnaður
sem breytist sí og æ, er ekki áþreif-
anlegur, og runninn frá honum
sjálfum, þessum ólma jötni sem
skyndfiega stígur fram í öllum
mætti sínum og hverfur svo í einu
vetfangi ofan í klettasvelginn það-
an sem hann kom.“ (II, bls. 307.)
Ég átti erfitt með að átta mig á
þessari lýsingu, fyrr en ég sá
danska textann:
„Den dobbelte stromning, som
man bemærker i vandstraalen, var
i særdeleshed overordentlig sken.
I midten af straalen dreves nemlig
vandet opad með stor heftighed,
medens det igen paa alle sider
styrtede ned; hvorved de straaler,
som hvert ojeblik forvildede sig fra
hovedstammen, oplostes i stov-
regn, der omgaf dem skummende
vandsojle og straalede i regnbuens
hele pragt.“ (Rit III, bls. 49.)
Áður hafði birst gleggri þýðing
þessa í útgáfu Tómasar Guðmunds-
sonar (Jónas Hallgrímsson: í
óbundnu máh, bls. 95-7. Helgafell
1946):
„Sérstaklega fannst mér mikið
koma til þess að sjá tvístreymið í
vatnssúlunni. í henni miðri knúð-
ist vatnið upp af ákaflegu afli, sam-
tímis því sem það hrundi aftur nið-
ur öllum megin, en vatnið, sem sleit
sig laust frá meginsúlunni, leystist
við það upp í úða, sem lagðist eins
og hjúpur um freyðandi vatnssúl-
una og tindraði í allri litadýrð regn-
bogans.“
Vonandi verða þvíhkir hnökrar
lagfærðir fyrir síðari útgáfur, en
þá þykir mér líka sjálfsagt að kaflar
úr þessari þýðingu verði með í úr-
valsritum Jónasar, ásamt
skemmtilegustu bréfum hans tfi
vina sinna. Á sama hátt þyrfti þá
að sleppa léttvægustu ljóðunum.
Þessi vandaöa útgáfa gefur svo
góða heildarmynd af ritum Jónas-
ar, að framvegis ætti einungis að
velja hið besta úr þeim til birtingar.'