Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1989, Qupperneq 15
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989.
15
Hervamir - herskylda:
Meðal eða markmið
Án samkomulags um mæliein-
ingar væri nútímaverslim óhugs-
andi. En þegar rætt er um efni eins
og manninn og samfélag hans ber
silgreiningum ekki saman. Sumir
segja þetta vegna þess að athugand-
inn og tæki hans, hugsunin, séu
hlutar viðfangsefnisins og hann
geti því ekki skihð sig frá því líkt
og efnafræðingur forðast innihald
tilraunaglassins. í hinum umdeildu
fglagsvísindum er þetta þó talið
mögulegt og æskilegt.
Vopn er tæki til að drepa fjand-
menn, særa þá og valda þeim efna-
hagslegu tjóni. Vopn er einungis
tæki og getur því hvorki haft vit-
und né vilja. Vopnaburður tekur
ekki aðeins til þess að menn eigi
vopn heldur einnig þess að þeir
hafi þekkingu, þjálfun og vilja til
að beita þeim á fyrrgreindan hátt.
Hervamir er stofnun sem kallar
þegna þjóðar til þjónustu og sam-
ræmir vopnaburð þeirra í þágu
sjálfstæðis hennar. Köllun, viðhorf
skilyrðislausrar fómfýsi fyrir mál-
stað, hefur því miður horfið úr
umtjöliun um vopnaburð.
Vopnaburður er hvorki þarfur
né óþarfur frekar en dyggðir. í her-
vörnum felst hvorki öryggi né
trygging og þaðan af síður vernda
þær frið frekar en vopnleysi gerir
það - heldur er gildi þeirra, að
þegnunum gefst kostur á aö gegna
þeirri skyldu og njóta þess réttar
sem þeir í sameiningu meta vopn-
aða vörn samfélags síns.
Tilraun til skilgreiningar
Að játast undir herskyldu er sið-
ferðileg ákvörðun, alveg eins og
það er siðferðileg ákvörðun að
KjaHarirm
Jón Sveinsson
sjóliðsforingi að mennt
neita henni á þeim grundvelli að
viðkomandi telji vopnaburð rang-
an. Engan skyldi neyða til að
breyta gegn samvisku sinni.
Rétt og skyldu skal ekki sundur
skilja og þau ber aö skilja sem
gagnkvæmt samband þegns og
þjóðarheildar með ríkið sem um-
boðsaðila heildarinnar. Enginn
skyldi heldur hvetja til hervama
nema hann sé heill í þeirri afstöðu,
m.ö.o. reiðubúinn að binda sig her-
skyldu. Hermennskan er lífsskoð-
un, grunduð á því siðferðilega gild-
ismati að til séu þau verðmæti sem
geri lífið þess virði að lifa því og í
baráttu fyrir varðveislu þeirra sé
jafnvel eigiö líf leggjandi undir.
Skortí þennan skilning eru góð
vopn haldlaus.
Andstaða hermennskunnar er
hið ráðandi viðhorf nútímans,
hemaðarhyggjan sem bregður fyr-
ir hjá hermönnum en er algengari
hjá þeim sem ekkert hafa af vopna-
burði að segja. í henni em hervam-
ir skilgreindar sem verklegt vanda-
mál með endanlegri, tæknilegri
lausn, gjaman settri fram í tiltekn-
um stærðum fjár, liðs og vopna.
Hérna birtist tæknihyggja en í
henni em engin viðfangsefni virt
viðlits nema hægt sé að fást við þau
með tæknilegum aöferðum. Með
þessu er ekki verið að mótmæla
tækni sem slíkri, höfundur er
meira að segja hertæknilega
menntaður, heldur því firrta við-
horfi að tækni sé markmið í sjálfu
sér.
Að ætla öðrum
Ekki er hægt að sitja á hliðarlínu
og þykjast vera hlutlægur og fræði-
legur því það er ekkert hlutlægt við
það að leggja eigið líf undir í vöm
samfélagsins.
Tveir valkostir eru fyrir hendi en
sleppt-og-haldið ruglandin er yfir-
gnæfandi. Jafnvel þeir sem segja
vopnaburð rangan beita þannig
rétt-rangt mælistiku siðfræðinnar,
segja vopn óþörf.
Þama birtíst nytsemdarsjónar-
mið tæknihyggjunnar en það fékk
heilbrigt fólk til að stunda tilraunir
á fongum í þriðja ríkinu af því að
þær vom því þarfar.
íslendingar kalla sig friðsama
þjóð án þess að skilgreina frið yfir-
leitt, þeir hælast af því og áhta aö
með því að halda ekki her styðji
þeir þessa fullyrðingu sína. Þess
vegna ætlast þeir til að aðrar þjóðir
komi fram við þá af sérstakri nær-
gætni.
Um leið sleppa þeir að nefna að
þeir em aðilar að hernaðarbanda-
lagi því þeir telja sig hafa þörf fyrir
vopnaða vöm, án þess að hafa tek-
ið siðferðilega afstöðu til hervarna.
En þeir ætla öörum þaö sem þeir
með allt sitt friðartal telja siðleysi
og skítverk, en reyndar bráðnauð-
synlegt, - að bera vopn.
Fyrirlitning á viðhorfum
Útlendingar geta ekki átt skyldur
viö íslendinga sem koma ofar
skyldum þeirra við eigin þjóðir.
Þegnleg réttindi og skyldur er ekki
hægt aö selja þjóða í milli. Hins
vegar fer hernaðarsamvinna fram
á jafnréttísgruÉhii en hann er ekki
til í þessu tilfelli.
íslendingar gerast svo ósvífnir að
kalla nakinn hraunskika og
nokkra blásna fjallstoppa framlag
sitt til vama hjá hemaðarbanda-
lagi á meðan aðrar þjóðir kalla það
sem er þeim kærast, æsku sína, til
herskyldu.
Útlendingar jánka opinberlega
brosandi hinu íslenska framlagi,
vilja engan móðga, en við náin
kynni og trúnað sýnaþeir fyrirhtn-
ingu á viðhorfum íslendinga til
hervarna.
En íslendingar þurfa ekki að
skammast sín fyrir tillögur í af-
vopnunarmálum frekar en hafrétt-
armálum þar sem þessi menntaða
og áræðna þjóð hefur haft frum-
kvæði í öðra efni sem aha varðar
án þess að hún hafi haft hefðir eða
sérþekkingu.
Minna má á að það vom tölfræð-
ingar en ekki herfræðingar (hvaö
sem það nú er) sem sannfærðu
breska flotann um að skipalestir
væru vörn gegn kafbátum. Hins
vegar væri þátttaka herlausra ís-
lendinga í stórnkerfisæfingum
vopnaðra þjóða fyrir aðdraganda
stríðs þeim þjóðum móðgun og ís-
lendingum marklaus.
Það er almennt áht hérlendis að
hermenn séu ekki siðferðisvemr.
Nokkuð sem íslendingar telja sig
vera. Fjöldi einstaklinga, efnahag-
ur og tæknikunnátta þeirrar þjóð-
ar, sem telur sig sjálfstæða og full-
valda og hefur ákveðið að það sjálf-
stæði skuh variö með vopnum,
smbr. 75.§ stjómarskrár lýðveldis-
ins íslands, - skyldi ekki hafa nein
áhrif á þá ákvörðun því hún er sið-
ferðileg en ekki verkleg.
Jón Sveinsson
Utlendingar jánka opinberlega bros-
andi hinu íslenska framlagi, vilja eng-
an móðga, en við náin kynni og trúnað
sýna þeir fyrirlitningu á viðhorfum ís-
lendingar til hervarna.
Um norskan laxaútflutning
í sambandi við endurteknar bandsfiskeldis-oghafbeitarstöðva, sýnist við hæfi að birta eftirfarandi
blekkingar, sem Friðrik Sigurðs- hefur látið frá sér fara í blaðavið- upplýsingar sem er að finna í maí-
son, framkvæmdastjóri Landssam- tölum og útvarpi upp á síðkastið, hefti Norsk Fiskeoppdrett 1989.
Útflutningur á norskum laxi á fyrsta ársfjórðungi 1989
Útflutningurtii: Tonn % af heildar útflutningi % aukning f rá sama tímabili1988
Frakklands 4.000 22 37
Bandaríkjanna 3.400 19 69
Danmerkur 2.860 16
Þýskalands 1.880 10,5 -
Japan 1.600 9,2 174
Spánar 880 4,9 39
ítallu 430 2,4 50
Hvitárlax eða hafbeitarlax?
Útflutningur ahs á ársfjórðungn-
um var 17.900 tonn. í þessari grein
em ekki gefnar upp tölur um verð-
lag.
Brosleg og marklítil
Friðrik hefur látið þau orð falla í
útvarpi að Japanir líti ekki við
norskum eldislaxi! Þeir telji þann
íslenska svo miklu betri! Sam-
kvæmt meðfylgjandi töflu hefur
sala á norskum laxi í Japan nálega
þrefaldast á fyrsta ársfjórðungi
1989 miðað við sama tímabh 1988.
- Japanir fúlsa því bersýnilega ekki
við þessari vöru sem Friðrik telur
yfirmáta óvinsæla í þvísa landi.
Hér fer því eitthvað úrskeiðis í
fréttamennsku Friðriks.
í frétt í Morgunblaðinu 19. júlí
1989 ýjar Friðrik að því að Norð-
menn hafi klikkað á því að ástunda
um of lélegan markað í Frakkl-
andi. En samkvæmt töflunni hafa
þeir síður en svo einbhnt á þennan
markað því að sala Norðmanna th
Bandaríkjanna hefur aukist um
tæp 70% miðað við sölu á sama
KjaUarinn
Björn Jóhannesson
verkfræðingur
lax“ hefur áunnið sér lága einkunn
hjá íslenskum neytendum vegna
misjafnra gæða þessarar matvöru.
Því auðkerina kaupmenn þann lax,
sem nú er til sölu, annaðhvort sem
„Hvítárlax" ellegar „hafbeitarlax".
Stundum er hér rétt með farið,
stundum ekki.
Því spyrja íslenskir neytendur:
Hvemig má það vera að svo léleg
vara sem eldislaxinn er oft á tíðum
skuh svo eftirsótt í útlandinu eins
og Friðrik Sigurðsson vih vera
láta? - Og skyldu Norðmenn sam-
þykkir mati Friðriks um afspym-
ulélegan norskan eldislax?
Friðrik Sigurðsson og þeir sem
fara með stjóm Landssambands fi-
keldis- og hafbeitarstöðva verða
„Alkunna er að hugtakið „eldislax“
hefur áunnið sér lága einkunn hjá ís-
lenskum neytendum vegna misjafnra
gæða þessarar matvöru.“
tímabhi árið á undan.
Sú staðhæfing í umræddri Morg-
unblaðsfrétt að „lítið magn“ af ís-
lenskum laxi hafi selst í Þýskalandi
á tvisvar sinnum hærra verði en
Norðmenn fengu í Frakklandi er
út af fyrir sig brosleg og marklítil
enda er henni augljóslega aðeins
ætlað að blekkja og gefa til kynna
að íslenskur lax sé miklu betri en
norskur lax, samanber tilvitnun-
ina um japanska markaðinn!
í nafni „veiferðar“
Alkunna er að hugtakið „eldis-
naumast hamlaðir í að fara með
rangfærslur og blekkingar í út-
varpi og dagblöðum. Hitt er jaf-
nauðsætt að almenningi veður í
vaxandi mæh ógeðfeht að hlýða á
þrugl óhlutvandra falsspámanna.
Ekki síst þegar áróðurinn hefur
það markmið - eins og um ræðir í
laxeldis-tilvikinu - að auðvelda
hinum slyngu landsfeðmm þá iðju
að seilast eftir aumm í vasa vam-
arlausra skattborgara og úthluta
síðan „ránsfengnum" til að halda
á floti hriplekum kænum íslensks
matfiskeldis. Að sjálfsögðu í nafni
„þjóðþrifa" og „velferðar".
’ Björn Jóhannesson