Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1989, Page 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989.
Iþróttir
Sport-
stúfar
Fimm íslenskir
sundmenn hafa náð
tilskilclum lágmörk-
um fyrir Evrópu-
meistaramótið i sundi sem
verður haldið í Bonn í ágúst.
Ragnheiöur Runólfsdóttir, ÍA,
í 100 og 200 m bringusundi,
Ragnar Guðmundsson, Ægi, í
400 m skriðsundi, Arnþór
Ragnarsson, SH, í 200 m
bringusundi, Helga Siguröar-
dóttir, Vestra, f 100 m skrið-
sundi og Magnús Ólafssson,
Þór, í 100 og 200 m skriðsundi.
Bryndís Ólafsdóttir, Þór, verð-
ur líklega sjötti keppandinn
sem tryggir sér þátttökurétt á
Evrópumeistaramótinu.
Bryndfs hefur dvalið við æflng-
ar í Kanada undanfarna mán-
uöi.
£
Pétur er auðvitaö
Guðmundsson
Þau leiðu mistök
urðu í blaðinu í gær
í umfjöllun um Is-
landsmótið í frjálsum
íþróttum að sagt var að Pétur
Guðmundsson kúluvarpari
væri Andrésson og leiðréttist
það hér með. Súsanna Helga-
dóttir, FH, vann flóríaldan sig-
ur á mótinu en ekki tvöfaldan.
Varðandi sleggjukastið skal
það ítrekað að sleggjukastar-
arnir sem kepptu á Islandsmót-
inu áttu enga sök á því að
sleggjur sem keppt var meö
voru ólöglegar. Sökin var móts-
haldara.
£
Fylkír vann Fram
*' í DV í gær var rangt
farið með úrslit í leik
Fylkis og Fram í und-
anúrslitum bikar-
keppni 2. flokks karla. Sagt var
að Fram heföi sigraö, 3-2, en
það voru Fylkisstrákarnir sem
sigruðu, 3-2.
Sotomayor setti
heimsmet í hástökki
Javier Sotomayor frá
Kúbu bætti sitt eigiö
heimsmet í hástökki
á fijálsíþróttamóti í
Puerto Rico um helgina Soto-
mayor stökk 2,44 metra en
gamla met hans var 2,43. Fram-
farir Sotomayor hafa verið
miklar þvi aö árið 1982 stökk
hann tvo metra. Sotomayor,
sem 21 árs aö aldrí, stundar
nám viö háskólann í Havana á
Kúbu. Þaö þarf vart aö taka
fram að Sotomayor er þjóðar-
hefja í Kúbu þessa dagana og í
miklu uppáhaldi hjá Fidel
Castro.
• J l.deild
/ stadan
Staðan í 1. deild íslandsmótsins í
knattspyrnu er þannig eftir Ieik
Vals og FH i gærkvöldi:
Valur-FH 0-1
FH ..12 6 4 2 17-11 22
Valur ..12 6 3 3 14-7 21
KA -.11 5 4-2 17-11 19
Fram ..11 6 1 4 16-11 19
KR ..11 4 4 3 17-15 16
ÍA ..11 5 15 12-14 16
Víkingur... .11 2 4 5 16-16 10
ÍBK ..11 3 3 5 12-18 10
Þór -11 245 11-17 10
Fylkir -.11 3 1 7 10-22 10
• Þrír leikir fara fram í kvöld í
1. deild. Keflavík-Fram, KA-
Þór, og Fylkir - KR. Leikimir
hefjast aliir klukkan 20.
Finnur yf ir
í Val fyrir
miðnætti
- þrír leikmenn í 6 mánaöa leikbann
Skjálfti hjá handknattleiksmönnum
Mikill skjálfti greip
um sig í gær á meðal
margra handknatt-
leiksmanna. Á mið-
um félagaskipti yfir í Víking.
Framarar neituðu að skrifa undir
félagaskiptin og Dagur fer því í 6
mánaða leikbann.
nætti í gærkvöldi rann út frest-
ur til að tilkynna félagasMpti
fyrir næstu handknattleiksver-
tíð. í reglugerð HSÍ um hand-
knattleiksmót er að finna grein
sem hefur heldur betur farið
fyrir brjóstið á mönnum und-
anfarna daga og þá helst í gær.
Nú er ljóst að þrír kunnir hand-
knattleiksmenn hefja í dag sex
mánaða keppnisbann vegna
þessarar umdeildu greinar í
reglugerðinni.
Greinin umdeilda hljóðar þann-
ig: „Leikmaður, sem óskar eftir
félagaskiptum, skal fá undirskrift
hins nýja svo og hins gamla félags
á félagaskiptaeyðublað HSÍ. Séu
félögin ekki samraéla um félaga-
skipti viðkomandi leikmanns fyr-
ir 1. ágúst, skal leikmaður sæta
leikbanni með sínu nýja félagi í 6
mánuði frá 1. ágúst að telja. Eftir
þann tíma er leikmanni heimilt
að leika með sínu nýja félagi.
Leikmaðurinn má ekki leika með
sínu gamla félagi á sama tímabili
og hann er í keppnisbanni með
sínu nýja félagi.“
Þessi klásúla var samþykkt á
ársþingi HSÍ fyrir tveimur árum
mótatkvæðalaust og er engu lík-
ara en að menn hafi alls ekki átt-
að sig á innihaldi hennar fyrr en
í gær. Leikmennimir, sem fara í
6 mánaða leikbann, eru:
• Óskar Helgason, FH, sem
sótti um félagasMpti yfir í
spánskt 2. deildar lið en FH-ingar
neituðu að skrifa undir félaga-
sMpún. Óskar mun því ekki leika
með FH á næsta keppnistímabili
en hann hefur verið einn sterk-
asti leikmaður liðsins undanfarin
Finnur slapp í Val
réttfyrir miðnætti
Forráðamenn handknattleiks-
deildar ÍR og Vals funduðu í gær-
kvöldi um félagasMptamál línu-
mannsins Finns Jóhannessonar
en Finnur ætlaði að skipta úr ÍR
í Val. Skömmu fyrir miðnætti
tókst samkomulag með félögun-
um og fulltrúi handknattleiks-
deildar Vals kom á harðahlaup-
um með samkomulag félaganna
og starfsmaður HSÍ tók við því
þegar klukkuna vantaði tvær
mínútur í tólf í gærkvöldi. Það
munaði því aðeins tveimur mín-
útum að Finnur færi í leikbann í
hálft ár. Finnur mun því leika
með Val næsta vetur.
Hannes í Stjörnuna
Eins og áður sagði rann frestur-
inn til að tilkynna félagasMpti
fyrir næsta keppnistímabil hand-
knattleiksmanna út á miðnætti í
gær. Hannes Leifsson hafði þá
tilkynnt félagaskipti úr Ármanni
í Stjömuna og leikur með þeim í
1. deild næsta vetur.
• Félagaskipti Hrafns Mar-
geirssonar, markvarðar úr ÍR, í
VíMng em komin í höfn og Hrafn
mun leika með VíMngi næsta
vetur. Þá mun Erlendur Davíðs-
son einnig leika með VíMngi en
hann skipti úr Aftureldingu.
ar.
• Siguijón Sigurðsson, Hauk-
um, sem sótti um félagaskipti úr
Haukum yfir í Val en Hauka-
menn neituðu að skrifa undir fé-
lagaskiptin.
• Dagur Jónasson, Fram, sótti
Kurr í mönnum
Það er vægt til orða teMö þegar
sagt er að kurr hafi verið í mörg-
um handknattleiksmanninum í
gærkvöldi. Mörgum fannst
harkalega að leikmönnum vegið
en aðrir vom á þeirri skoðun að
félögin yrðu að hafa tryggingu
fyrir því að leikmenn, sem lengi
haíi leikið með sama félaginu og
jafnvel notið þar einhverrar fyr-
irgreiðslu, hyrfu ekM á braut í
skyndi.
• Sigurjón Kristjánsson, Val, sést hér með knöttinn en til varnar er Guðmundur Hili
ar höfðu betur í viðureign Vals og FH og FH trónir nú á toppi 1. deildar.
»
Sásæt
c
FH á toppinn eftir 0-1 sigm
„Þetta er ömgglega miMlvægasti og
sætasti sigur sem FH hefur unnið í
knattspyrnu fyrr og síðar. Það voru allir
búnir að afskrifa okkur í toppbaráttunni
en við eigum nóg eftir og ætlum okkur
alla leið,“ sagði Halldór Halldórsson,
fyrirhði FH-inga, eftir sigur Hafnarflarð-
arhðsins á Valsmönnum á Hlíðarenda í
gærkvöldi.
FH-ingar tróna á toppi 1. deildar eftir
sigurinn og hðið sýndi í gærkvöldi að
þaö er engin tilviljun að hðið er í efsta
sæti deildarinnar.
Valsmenn vora sterkari aðilinn í frek-
ar daufum fyrri hálfleik en þeim tókst
ekM að nýta sér yflrburðina úti á velhn-
um. FH-ingar léku skynsamlega, spiluðu
af varkámi og beittu skyndisóknum.
Hvort hð fékk eitt hættulegt færi. Halld-
ór Áskelsson var nálægt því að skora
fyrir Valsmenn en skoti hans var bjarg-
að á hnu. Pálmi Jónsson fékk besta færi
FH-inga en skaut yfir.
í síðari hálfleik sóttu FH-ingar í sig
veðrið og eftir glæsilega sókn náðu þeir
forystunni á 75. mínútu. Pálmi Jónsson
gaf snilldarsendingu inn á Hörð Magn-
ússon sem gaf þvert fyrir mark Vals og
þar var Guðmundur Valur Sigurðsson á
auðum sjó og skoraði. Þetta reyndist sig-
urmark FH-inga og þrátt fyrir nokkum
sóknarþunga á lokamfnútunum náðu
Valsmenn aldrei að komast í færi við
mark FH. Fögnuður Hafnfirðinga var
ótrúlegur í loMn enda kannsM engin
furða því hðið hefur náð mhdu lengra
„Erfitt að verja tit
- segir Sigurður Sigurðsson, GS, um baráttuna framundan á Íí
Ægir Mar Kaiason, DV, Suöumequm;
Islandsmótið í golfi hófst á Hólms-
velli í Leim í gær en keppni í meistara-
flokM karla og kvenna, sem flestir bíða
eftir með mikilh óþreyju, hefst á morg-
un, miðvikudag, og lýkur á laugardag.
DV ræddi viö nokkra kylfinga í
meistaraflokM karla í gær og fara
samtöhn hér á eftir.
innar og er í mjög góðri æfingu um
þessar mundir. Vöhurinn hér í Leir-
unni er mjög góður og aðstæður allar
til fyrirmyndar," sagði Sigurður Sig-
urðsson, GS, en hann varð íslands-
meistari í meistaraflokM karla í fyrra.
vöhurinn er í mjög góðu ásigkomulagi
að þessu sinni,“ sagði Úlfar Jónsson
en hann varð íslandsmeistari árin 1986
og 1987.
• Siguröur Sigurösson, GS, hefur ís-
landsmeistaratitil að verja í meistara-
flokki karla.
Sigurður Sigurðsson, GS:
„Það verður mjög erfitt að veija ís-
landsmeistaratitihnn og ég tel að tíu
kylfmgar geti unnið titihnn að þessu
sinni. Ég hlakka mjög miMð til keppn-
Úlfar Jónsson, GK:
„Ég er ákveðinn í að vinna íslands-
meistaratitihnn aftur en það gæti orðið
mjög erfitt þar sem ég held að fimm
til sex kylfingar komi til með að blanda
sér í spennandi toppbaráttu. Það getur
allt gerst en ég hef spilað gott golf upp
á síðkastið og er í mjög góðri æfingu.
Vonandi verður veðrið mjög gott og
Sveinn Sigurbergsson, GK:
„Ég held að keppnin í ár verði mjög
spennandi og það verða um það bil tíu
kylfingar sem beijast um titihnn. Ég
spái því að Úlfar verði íslandsmeistari
en hann er í mjög góðri æfingu um
þessar mundir.
Hinir niu munu koma í humátt á
eftir en erfitt er að raða þeim nákvæm-
lega niður í sæti,“ sagði Sveinn Sigur-
bergsson, GK.