Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1989, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989. Fréttir Nýjar flugvélar á Austurlandi: Lendingargjöld hækka um 500% á 19 mánuðum Það var orðið dimmt yfir þegar nýja 1987. Þetta gjald er greitt fyrir aö fá aö lenda á lendingar- stööum sem á opinberu máli eru kall- aðir flugvellir, eins og segir í skýrslu frá félaginu. Engu að síður eru menn farnir aö velta fyrir sér kaupum á enn stærri vél. Þá hefur Flugfélag Austurlands nýlega fest kaup á kennsluvél af gerðinni Piper Tomahawk fyrir ný- stofnaðan Flugskóla Austurlands. Fimm menn eru í fullu starfi hjá félaginu, þar af þrír flugmenn. Það var Gústaf Guömundsson yfirflug- maður sem flaug nýju vélinni aust- ur. Stjórnarformaður Flugfélags Austurlands er Einar Helgason í Reykjavík. Stjórnarformaður Flugfélags Aust- urlands, Einar Helgason, flytur áva’rp I móttökuathöfn. DV-myndir Sigrún Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum; Ný 10 sæta flugvél af gerðinni Pi- per Chiftain bættist í flugflota Flug- félags Austurlands nýlega. Félagið átti fyrir aðra Piper Chiftain vél sem keypt var 1986 .og eina Piper Navajo vél, sjö manna. Nýja vélin er útbúin sérstakri aft- urhurð sem auðveldar mjög sjúkra- flutninga. Hún er betur búin flugleið- sögutækjum en nokkur önnur sam- bærileg flugvél á landinu og hefur sérstaka eldsneytistanka til milli- landaflugs. Erfiðleikar eru nú í rekstri Flugfé- lags Austurlands og stafa þeir m.a. af stöðugt hækkandi lendingargjöld- um en þau hafa hækkað um 500% Þýsk-íslenska h£: Frétt um eiturefni í Pinotex mótmælt - umhverfisvemd meöal helstu markmiöa framleiöanda Fyrir hönd Sadolin og Holmblad og Þýsk-íslenska hf. mótmælir und- irritaður harðléga frétt um Pinotex viðarvöm er birtist í DV 2. ágúst síðastliöinn. Ástæður eru eftirfar- andi. Fréttin er röng. Staðhæfingar í íyrirsögn ura Pinotex vörur eru hreinn uppspuni. Myndbirting í þessu samhengi er forkastanleg. Ekki var gerð tilraun af hálfu DV til að fá athugasemdir framleið- anda um málið. Fréttin er afar skaðleg með tilliti til markaðssetn- ingar og aðal sölutíma. Skrif Politiken, sem vísað er til, eiga rót í umfjöllun í þýsku viku- blaöi um efni frá ýmsum framleiö- endum sem notuö era til aö þrý- stifúaveija timbur í iðnaðl Ekki er um eiture&i í Pinotex viðarvöm að ræða. Umhverfisvemd og bætt heilsa era meðal helstu markraiða Sadol- in og Holmblad í vöruþróun. Á það einmitt sérstaklega við um Pinotex. Afar ósmekklegt og hlutdrægt er að taka eitt vörumerki og gera þvi slik skil sem raun ber vitni. Vand- séö er að slíkt þjóni hagsmunum neytenda. Viðmælendur greinarhöfundar hjá Þýsk-íslenska fullyrða aö henni hafl verið Ijóst þegar fréttin var skrifuð að alhæfingar um Pinotex af því tagi, sem hér um ræðir, væru að minnsta kosti mjög hæpnar. T0- gangurinn meö fréttinni veröur þvi enn torskildari. Viröingarfyllst Ingi Karl Ingason Athugasemd Maðamanns Varðandi ummæli Inga Karls Inga- sonar hjá Þýsk-íslenska um grein þá, er birtist í DV um Pinotex viðarvörn síöasfliöinn miðvikudag, vill blaða- maður benda á eftirfarandi: Skýrt var tekið fram aö verið væri að íjalla um grein í danska blaöinu Politiken. Þótti umfjöllun hins danska dagblaðs athygh verð vegna þess hversu ítarlega var tekið á mál- inu ijóra daga í sömu viku. Þar sem vitað var að Pinotex vöramerkið er þekkt hér á landi þótti það sjálfsagt neytendamál að kanna nánar hvort vara fyrirtækisins Sadolin og Holm- blad hér á landi tengdist eitthvað þessu máli. Var því haft samband við innflytj- anda hér á landi sem kvaðst ekki kannast við málið. Var það skýrt tek- ið fram í greininni að sá sem svaraði fyrir fyrirtækið teldi aö ekki væri um neitt eitur að ræða í því Pinotexi sem þeir flyttu inn. Varöandi ummæli Inga um upp- spuna í fyrirsögn og ósmekklegheit og hlutdrægni blaðamanns verður því svaraö th að ekki er rangt með farið í fyrirsögn þar sem segir að eit- urefni sé að finna í Pinotex viðar- vörn. Þessi ummæli era byggð grein- um Politiken og staðfesta ummæli framleiðenda þau þar sem þeir segja að ein gerö Pinotex innihaldi eitur- efnið lindan. Blaðamaður gaf einnig hlutaðeigandi aöilum hér á landi tækifæri til að svara fyrir sig. Tilgangurinn með þessari frétt, sem og öhum öörum fréttum á neyt- endasíðu DV, er að vekja athygli neytenda á þeim málum er hæst ber hverju sinni á neytendamarkaði, bæði hér heima og erlendis. -gh Bundið slitlag lagt á Suðurfjarðaveg. DV-mynd Ægir Fáskrúðsfiöröur: Sér fram á betri veg Ægir Kristinsscin, DV, Fáskiúðsfirði: Nú er verið að leggja klæðningu á Suðuríjaröaveg í Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði, alls um sautján kOó- metra. Þar af era tveir kOómetrar í Stöðvarfirði. Eftir þessa lagfæringu verður bundið slitlag komið á veginn frá Staðarskriðum aö Kambaskriðum. Vegurinn frá Höfðahúsum að Vatt- arnesskriðum hefur verið hálfófær frá því að vinnu lauk við hann á síð- asthðnu hausti, mikið um stórgrýti og hann ósléttur. Sá frágangur var ekki tO að hrópa húrra fyrir en nú sjá menn fram á betri veg. Olíklegt aö Patreksfjarðartogaramir verði seldir frá staðnum: 110 milljóna veð- bönd gera togarana ókaupandi „Hugmyndin er að gera mönnum Olmögulegt að kaupa Patreksfjarðar- togarana,“ sagði Bjarni Einarsson, aðstoðarforstjóri Byggðastofnunar, um þá ákvörðun stjórnar hennar að krefjast greiðslu á um 110 milljónum af veðskuldum sem hvíla á skipunum vegna frystihússins á Patreksfirði ef þau verða seld burt af staðnum. Verði skipin ekki seld gengur Byggðastofnun ekki að kröfum sín- um. ' „Þetta er ekki gert beinlírús að kröfu ríkisstjómarinnar þótt þaðan hafi komið tilmæli um að Byggða- stofnun veiti Patreksfirðingum að- stoð. Þessi krafa er eins konar þrösk- uldur sem þeir verða að yfirstíga,sem ætla að kaupa skipin. Ég vopa að þetta nægi til að skipin veröi ekki seld af staönum," sagði Bjarni.' Heimamenn á Patreksfirði leggja mikla áherslu á að halda togurunum Sigurey BA 25 og Þrymi BA 7 á staðn- um þótt hraðfrystihúsið, sem á skip- in, verði selt á nauðungaruppboði. Togararnir hafa á undanfórnum mánuðum landað á fiskmörkuðum við Faxaflóa. -GK Framleiðandi Pinotex: Lindan ekki í vöru sem w flutt er Við hjá fyrirtækinu Sadolin máln- ingarvöram A/S í Danmörku upplýs- um hér með að ekkert af okkar fram- leiðslu, sem selt er á íslandi, inni- heldur efnin pentaklórfenól eða lind- an. Pentaklórfenól hættum við að nota í lok áttunda áratugarins. Ástæðan fyrir því var möguleg hætta á þróun I Islands eituruppgufunar við bruna á penta- klórfenóhögum. Lindan er emungis notað í einni framleiðsluvöru frá Sadolin í Dan- mörku. Er það í Pinotex Trærenover- ing Sadotect (561-2376). Þessi vara inniheldur aöeins 0,5% hndan en notkun þess í tiltekinni vöru er nauð- synleg tO að ná tOætluðum árangri. Greinarnar sem birtust i Politiken 20.-24. júlí síðastliðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.