Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1989, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989.
13
Valdhroki
og misbeiting
valds
' Valdhroki og hugmyndaþurrð
voru einkunnir sem ríkisstjómin
fékk m.a. á fimdi á Hótel Borg í
síðasta mánuði. Fundurinn var
haldinn á vegum Birtingar, klofn-
ingsfélags formannsarms Alþýðu-
bandalagsins. Á fundinum, þar sem
vinstri menn áttu að ræða, hvað
ríkisstjómin ætlaði að gera, þegar
hún yrði stór, kom fram hörð gagn-
rýni á stjómina og vonbrigði með
störf hennar.
Æ oftar nefna menn valdhroka,
sem einkenni á núverandi ríkis-
stjóm og þó einkum, þegar rætt er
um fjármálaráðherrann, sem virð-
ist ráða ferðinni í ílestum málum.
En hvað eiga menn við, þegar slík-
ar einkunnir eru gefnar?
Oftast nefna menn til sögunnar
hugarfarið, þegar valdinu er beitt
og lítilsvirðandi viðhorf ráðherr-
ans gagnvart fólki, fyrirtækjuih og
jafnvel öðrum þjóðum. Á fundinum
í Birtingu var tekið dæmi af drambi
í garð háskólamenntaðra ríkis-
starfsmanna í síðustu kjarasamn-
ingum. En önnur dæmi koma upp
í hugann:
Lítilsvirðing við nágranna
Ráðherra heldur blaðamanna-.
fund. í stað þess að viðurkenna
%ústök áln við áætlun ríkisútgjalda
Og gera°grein fyrir ákvörðunum
ríkisstjórnarinnar um ríkisútgjöld
umfram lagaheimildir, hótar ráð-
herrann nýjum sköttum ella fari
fyrir þjóðinni eins og Grænlend-
ingum og Færeyingum, sem eigi á
Kjallajinn
Friðrik Sophusson
varaformaður
Sjálfstæðisflokksins
og 1. þingmaður Reykvíkinga
* * o
hættu að missa efnahagslegt sjálf-
stæði sitt.
Slíkar hótanir eru ekkert ný-
næmi fyrir íslensku þjóðina, en
forystumenn nágrannaþjóðanna
rísa upp og lýsa undrun sinni á lit-
ilsvirðingu þeirri, sem kemur fram
hjá fjármálaráðherranum. Þeir
virðast ekki eiga slíkum hroka að
venjast.
Einokun og öl
Nýlega ákvað fjármálaráðuneyt-
ið að hætta allri bjórsölu í Fríhöfn-
inni í flugstöð Leifs Eiríkssonar,
þótt bjór fáist í fríhöfnum annarra
flugvalla. Ákvörðuríin hefði verið
skiljanleg, ef fjármálaráðherrann
hygðist draga úr drykkjuskap. En
það var öðru nær.
í fréttum var þess getið, að ferða-
menn sem koma til landsins, muni
áreiðanlega ekki flytja með sér bjór
til landsins og kaupi þess vegna
léttvín í stað öls í fríhöfninni. Bjór-
sala í útsölustöðum ÁTVR vaxi að
sama skapi og ríkissjóöur hagnist
um 100 milljónir króna. Þetta er
kannski ekki stórmál. Viðhorfm
eru hins vegar í anda ráðherrans.
Einokun ríkisins er notuð til að
þvinga fram meiri sölu á áfengi
með lakari þjónustu.
„Jafnvel vinstri mönnum kemur fyrst
í hug valdhrokinn, þegar þeir lýsa gerð-
um ríkisstjórnarinnar.“
„Nú hefur ráðherrann, sem starfar á ábyrgð stjórnarmeirihlutans á Al-
þingi, fyllt mælinn“, segir greinarhöfundur m.a. - Ólafur Ragnar Gríms-
son fjármálaráðherra.
Forgangsréttur ríkisins
Sl. vetur flutti Sólveig Péturs-
dóttir frumvarp þess efnis, að ríkið
sitji við sama borð og aðrir sam-
bærilegir kröfuhafar við gjaldþrot
fyrirtækja. Frumvarpið fékk
stuöning þingmanna úr öllum
flokkum. - Ráðherrann réðst með
offorsi á stuðningsmenn frum-
varpsins.
Ríkissjóður átti að áliti ráðherr-
ans að eiga betri rétt en aðrir krofu-
hafar. Skoðun hans virðist vera sú,
að starfsemi fyrirtækja miðist ein-
göngu við þarfir ríkissjóðs, sem
skulu ætið hafa forgangsrétt. Aðrir
eiga að mæta afgangi.
Vinagreiðar
Innheimta söluskatts hefur geng-
ið nokkuð vel hér á landi á undan-
fornum árum, þrátt fyrir hátt sölu-
skattsstig. Fjármálaráðherra vill
ná enn betri árangri og slikt er
aríðvitaÓ þakkarvert.
Hann skirrist hins vegar ekki við
að, loka fyrirtækjum, þótt viður-
kennt sé að fyrirtækin hafi aldrei
innheimt skattinn og hvorki hafi
úrskurður né dómur verið felldur
um réttmæti innheimtunnar. -
Ekkert er heilagt, þegar hagsmunir
ríkisins eru annars vegar.
Nú gæti ráðherra haft þá afsök-
un, að hann létí. alla sitja við sama
borð. En á sama tíma og ráðherr-
ann virðir að vettugi rök þessara
fyrirtækja, fær vildarvinur ráð-
herrans sérstaka fyrirgreiðslu
vegna vangoldins söluskatts og fyr-
irtæki í eigu samstarfsmaima í rík-
isstjóm fær eftirgefnar 8,5 milljónir
af 13 miUjóna króna vangoldnum
skatti. - Slík mismunun flokkast
undir misbeitingu valds.
Bragð er að,
þá barniðfinnur
í augum flestra íslendinga er rík-
ið til fyrir fólkið en ekki öfugt. Því
miður virðist fj ármálaráðherrann
vera á annarri skoðun. Þegar hags-
munir ríkissjóðs em annars vegar,
helgar tilgangurinn meðahð. Nú
hefur ráðh^rrann, sem starfar á
ábyrgð stjóifiarmeirihlutans á Al-
þingi, fyllt Aæhnn. Jafnvel vinstri
mönnum kánur fyrst í hug vald-
hrokinn, þegar þeir lýsa gerðum
ríkisstj ómarinnar.
Bragð er að, þá barnið finnur.
Friðrik Sophusson
Ferðatryggingar fyrir aldraða
Sumarið 1988 var boðin ferð til
sólarlanda. Var þá boðaður kynn-
ingarfundur og óskaði ég símleiðis
að upplýsingar um ferðatryggingar
yrðu gefnar á fundinum. Engar
upplýsingar vora gefnar þá.
Nú er aftur kominn ferðatími.
íslendingar era oft mjög hraustir á
efri árum og vilja ferðast oft til
sólarlanda, bæði með ferðahópi en
einnig sem einstaklingar. En eins
og allir ferðamenn ættu þeir að
kaupa fleiri tegundir af ferðatrygg-
ingum.
Til eru mörg tryggingafélög og
ferðamaðurinn verður sjálfur aö fá
upplýsingar og greiða iðgjöldin. Sé
um hópferð að ræða er einnig
nauðsynlegt að fá upplýsingar.
Nauðsynlegt er sem fyrsta skref að
hringja í eins mörg félög og menn
hafa þolinmæði til. Nauðsynlegt er
að tala við deildarstjóra ferðatrygg-
inga.
Svörin era oft gefin af handahófi
og röng. Nauðsynlegt er aö skrifa
niður svörin og athuga hvaða
tryggingafélög koma til greina.
Listinn með tryggingategundum
fylgir hér en er ófullkominn.
Farmiðatrygging
(forfallatrygging)
Ýmsar tegundir af farmiðum
verður að kaupa fyrirfram. Flugfé-
lagið ákveður t.d. fyrir hvert flug
hve mörg sæti á að selja á niður-
settu verði. Era þetta svokahaðir
PEX- eða APEX-miðar. Nauðsyn-
legt er að panta og kaupa flugmiða
KjaUarinn
Eiríka A. Friðriksdóttir
hagfræðingur
minnst 14 dögum fyrirfram og
ákveða heimferð samtímis. Verði
farþegi veikur áður en feröin hefst
gæti hann fengið endurgreiðslu,
nema Flugleiðir (eða Amarflug)
hafi endurgreitt. Þessa tegund
tryggingar getur ferðamaður feng-
ið við kaup farmiða en ekki seinna.
Aðrar tegundir trygginga selur
ferðaskrifstofan venjulega ekki.
Skrifstofan gæti þá séð um og
aðstoðað við aðrar tryggingar.
Eitt tryggingafélag ákvað að
krefjast að miðar væru keyptir 16
dögum fyrr og er æskilegt að snið-
ganga þannig viðskipti.
Slysatrygging
Fyrir aldraða er nauðsynlegast
að athuga takmarkanir á bóta-
skyldu. Takmarkanir vegna aldurs
geta verið þrenns konar:
(I) Engin efri aldurstakmörk era
til ef ferðamaðurinn heflr greitt
minnst helming fargjalda með
VISA-korti (Sjá III).
(II) Aldurstakmark er 75 ár og
tvenns konar.
(A) Bótaskylda endar í lok
tryggingarárs (er sem sagt í
gildi aht áriö frá því að iðgjöldin
vora greidd) ef farþeginn verð-
ur 75 ára innan þess árs.
(B) Tryggingin fehur úr ghdi
þann dag sem farþeginn nær 75
ára aldri. Ekki var skýrt frá í
bæklingi. þess félags hvort
a.m.k. iðgjöldin væra endur-
greidd.
(BI) Aldurstakmark er 18 ára hjá
Visakortgreiðslum og eru dán-
arbætur aðeins 10%.
(IV) Aldurstakmark er 16 ára hjá
Vátryggingafélagi íslands og
aðeins útfararkostnaður er
greiddur. Lið III og IV er nauð-
synlegt að athuga sé t.d. bama-
barn með í ferðinni.
Sjúkratrygging
(I) Kostnaður sem er tryggður.
Lækniskostnaður og lyfja-'
kostnaðurinn er oftast greidd-
ur, einnig dánarbætur.
(II) Félagið mun endurgreiða ferð
heim hafi læknirinn ákveðið
svo.
(HI) Mjög óljóst er hvort trygginga-
félagið er bótaskylt vegna sjúk-
dóms, slyss eða fráfahs þess
sem tryggður er af völdum
matareitrunar eða drykkjar-
eitranar. Nauðsynlegt er að
* biðja um nákvæmar skýringar.
Samkvæmt thlögum landlækn-
is (1987 Ráðleggingar th ferða-
langa um ferðir th hitabeltisins
og annarra landa) er æskhegt
að tala við lækna á íslandi strax
og ferðin er skipulögð.
Farangurstrygging
Félagið greiðir flárhæð, sem th-
greind er í skírteininu, vegna tjóns
á farangri og einkamunum. Skilyrt
er að hinn vátryggði gætti fyllsta
öryggis og hafi eftirht með eignum
sínum.
Takmarkanir á bótaskyldu
Sjóvá og Almennar og Vátrygg-
ingafélags íslands benda á að hinn
vátryggði beri 25% sjálfsábyrgð.
Lokaorðin. Eins og stutta yfirhtið
sýnir era mjög mörg skhyrði í
notkun og væri því mjög æskilegt
að ahar ferðaskrifstofur hefðu
bæklinga allra tryggingafélaga
ferðamönnum th aflesturs.
SOS International A/S
Ferðamenn, sem verða fyrir út-
gjöldum erlendis, sem geta verið
mjög há, geta verið í vandræðum
með peninga. Ættu þeir þá að th-
kynna strax: (bæklingur Sjóvá-
AJmennar)
SOS Intemational A/S
Vesferbrogade 74
1620 Köbenhavn V
(Copenhagen V, Denmark)
Símanúmer 45 1 216566
Telex 15124 SOS DK
Telegram Sosinter
Aðstoð SOS Intemational felst í
því að fylgjast með sjúkhngum,
greiða nauðsynlegan sjúkrakostn-
að og annast heimflutning verði
þess þörf. Læknirinn getur komið
skhaboðum th SOS með því að hafa
samband við næstu skrifstofu eftir-
talinna flugfélaga: SAS, KLM, Brit-
ish Airways, Sabena, Austrian
Airlines og Finnair: Flugfélögin
munu koma boðum th SOS Inter-
national.
Eirika A. Friðriksdóttir
„Eitt tryggingafélag ákvað að krefjast
að miðar væru keyptir 16 dögum fyrr
og er æskilegt að sniðganga þannig við-
skipti.“