Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1989, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST-1989.
Frjálst, óháö dagblað
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SÍMI (1 >27022 - FAX: (1 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í Iausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Verslunarmannahelgin
Mesta ferðahelgi ársins fer í hönd. Unglingarnir halda
á útihátíðir, íjölskyldufólkið í sumarbústaði og tjald-
vagna, ferðalangarnir leita til fjalla og óbyggða. íslend-
ingar verða á faraldsfæti. Með betri farkostum og bætt-
um samgöngum hefur allur almenningur aukin tæki-
færi til að skoða sig um, kynnast nýjum stöðum, leggja
land undir fót. Hefðbundnir ferðamannastaðir eru betur
undir það búnir að taka við fjölmenni og áhugi fer vax-
andi á óbyggðum íslands.
Mikils er um vert að fólk umgangist náttúruna með
virðingu og aðgætni. Nú í sumar er lífríkið miklum mun
viðkvæmara og umferð hefur verið takmörkuð á hálend-
inu vegna þess hversu seint gróðurlendið tekur við sér
eftir harðan vetur. Þessar varúðarráðstafanir hafa að
mestu leyti verið virtar og vonandi verður svo einnig
um þessa helgi. Óbyggðirnar eru dýrmætari eign en
menn hafa almennt gert sér grein fyrir og á tímum
mengunar og fólksíjölda í vernduðu umhverfi borga og
bæja hafa íslendingar jafnt sem útlendingar kunnað æ
betur að meta hina ósnortnu víðáttu landsins. Þrátt fyr-
ir dýrtíð og rysjótt veður hér á landi hefur ferðamanna-
straumurinn hingað vaxið og þá einkum í sambandi við
útivist og fjallaferðir. Það eru Qallaferðirnar, óbyggðirn-
ar og hið óspillta umhverfi hálendisins sem ferðamenn
kunna að meta. Þessum sérkennum megum við ekki
spilla með hirðuleysi eða óvarkárni í umgengni eða yfir-
reið.
Fólk á að nota sér náttúruna til að njóta hennar en
ekki til að traðka á henni. Ferðalagið er til hvíldar og
hressingar, en ekki til þeysings frá einum áfangastað
til annars. Helgarfríið á að vera til ánægju en ekki til
armæðu.
Sumarið á íslandi er stutt. Sumir segja að því ljúki
um þessa helgi. En veðrið er ekki allt og það er hægt
að skoða náttúrufyrirbæri eða láta fara vel um sig í
hvaða veðri sem er. Aðalatriðið er að vera vel búinn,
fara með réttu hugarfari og njóta þeirrar tilbreytingar
sem ferðalagið veitir. Það þarf ekki að ferðast langt og
það þarf ekki að ferðast dýrt. Um land allt er boðið upp
á bændagistingu sem er bæði ódýr og þægileg og það
má margt skoða í náttúrunni án þess að flengjast lands-
hluta á milli. Við hvert fótmál geta verið gersemar, í
næsta sjónmáli geta verið náttúruundur og bara það
eitt að anda að sér hreinu og tæru lofti er ferðalagsins
virði.
Það er skiljanlegt að íslendingar sæki til sólarlanda
til að bæta sér upp kuldann og snjóinn og stutt sumar-
ið. En ferðalag um okkar eigið land er líka gulls ígildi.
Þar er bæði boðið upp á þægindi og ævintýri. Menn
leita stundum langt yfir skammt til að finna tilbreyting-
unni stað. En einmitt vegna þess að ísland er spenn-
andi og sífelld uppspretta óvæntra áfangastaða, einmitt
vegna þess að við eigum ennþá ósnortna náttúru, ber
að vara fólk við óþarfa áhættu. Hörmuleg slys hafa átt
sér stað þar sem meinleysislegar ár hafa reynst dauða-
gildrur, þar sem saklaus úallganga hefur endað í jök-
ulsprungu. Aðgætni er fyrsta og síðasta boðorðið, hvert
sem farið er, jafnvel á sjálfum þjóðveginum.
Því miður hefur reynslan kennt okkur að slys eru
tíðari í umferðinni um verslunarmannahelgina en á
öðrum árstímum. Slys gera ekki boð á undan sér. Hver
og einn getur lent í óhappi. Varúð verður aldrei nógsam-
lega brýnd fyrir vegfarendum. Flýtið ykkur hægt. Þá
eigið þið örugga heimkomu. Góða helgi.
Ellert B. Schram
„Það er auðvelt að setja sig i stellingar og hneykslast á ísraelsmönnum", segir m.a. i greininni. - ísraelsk-
ir hermenn í handtökuaögerðum á vesturbakkanum svokallaða.
Siðfræði og raunsæi
Það er auðvelt að setja sig í stell-
ingar og hneykslast á ísraelsmönn-
um fyrir að stunda mannrán í Lí-
bapon. Siðmenntaðir menn stunda
ekki mannrán, alþjóðalög og hefðir
fordæma shkt. Samt læðist að sá
grunur að ísraelsmenn kunni að
hafa sitthvað til síns máls. Það má
nefnilega vera að meö ráninu á
shítamúllanum Óbeid og tveimur
öðrum í þorpi í Líbanon á dögunum
séu þeir famir að tala við mann-
ræningjana þar á máh sem þeir
skilja.
Það er thgangslaust að predika
vestræna siðfræði yfir fólki sem
ekki aðeins hafnar henni heldur
áhtur aht vestrænt beinhnis óguð-
legt og ættað frá sjálfum satan.
Sú er einmitt kenning Óbeids
þessa og þeirra manna innan His-
bollaflokksins í Líbanon sem hann
er andlegur leiðtogi fyrir. Hisboha,
eða flokkur Guðs, er samtök hinna
öfgafyllstu meðal shíta í Líbanon,
þeirra sem trúa því statt og stöðugt
að vestræn ghdi, og þá sérstaklega
bandarísk áhrif, séu ættuð beint frá
satan og ísraelsmenn séu verkfæri
hans. - Þetta er ekki aðeins kenni-
setning í þeirra augum heldur
bláköld staðreynd.
Það er th lítiis að höfða th slíkra
manna meö vestrænar hugmyndir
um mannhelgi og friðhelgi ein-
staklingsins, þeir sem berjast í
nafni sjálfs guðs hlusta ekki á
sendiboða satans. Þessi hugmynda-
fræði er ekki ný í Miðausturlönd-
um, ýmsir öfgahópar í Egyptalandi
og víðar hafa lengi verið þessarar
skoöunar, en það var Khómeini og
byltingin í íran sem breiddi hana
út meðal shíta í Líbanon. Hisboha
er flokkur hinna snauðustu, flokk-
m- lágstéttarinnar meðal shíta í
Líbanon, en shítar eru þar fyrir í
neðsta þrepi mannfélagsstigans.
Eftir því sem endalaust borgara-
stríð þrengir að fólki í Suður-
Líbanon, þar sem Hisbolla á sér
flesta fylgismenn, eykst trúareld-
móður og fómfýsi fylgismanna
flokksins með þeirri sérstæðu
áherslu sem shítar leggja á píslar-
vætti og blóðfórnir. Þeir eru reiðu-
búnir að fóma sínu eigin lífi fyrir
málstað guðs og líf nokkurra út-
lenskra útsendara satans í landi
þeirra skiptir þá engu máh. - í
þeirra huga em gíslamir, sem þeir
hafa tekiö, vopn í baráttunni viö
satan og sendiboða hans, Banda-
ríkjamenn og ísraelsmenn, það er
guð sem gefur þeim þessi vopn í
hendur, og ef hann skipar þeim að
drepa gíslana þá er það hans vhji.
Innrás og tómarúm
Það er Israelsmönnum sjálfum
að kenna að Hisbolla og aðrir svip-
aöir öfgahópar em svo áhrifamikl-
ir sem raun ber vitni. Þegar þeir
réðust inn í Líbanon 1982 var ætl-
unin aö ganga mhh bols og höfuös
á Palestínumönnum og stöðva í eitt
skipti fyrir öh árásir þeirra á ísra-
el. Það tókst ekki. Það eina sem
tókst í þeirri misheppnuðu hern-
aðaraðgerð Sharons hershöfðingja
var að drepa þúsundir manna og
KjaUarinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
flæma her PLO úr landi. Um leið
eyðhögðu ísraelsmenn alla þjóð-
félagsgerö Suður-Líbanons, þar
sem Palestínumenn voru áður
sterkasta afhð.
Eftir aö her PLO fór fyhtu ýmsir
einkaherir shítamúshma það
tómarúm sem myndaðist og shítar
í Líbanon tóku við af PLO sem
hörðustu íjandmenn ísraels. Þeir
hafa verið enn skæöari óvinir en
Palestínumenn vegna þess hversu
fúsir þeir era th aö fórna lífi sínu
í sjálfsmorðsárásum á óvininn
mikla. Jafnframt tók borgarastríð-
ið í landinu á sig nýjan og ennþá
ihvígari svip.
Við þessar aðstæður jókst His-
boha fylgi á kostnað Amalsamtak-
anna, sem eru öllu hófsamari, og
nú ráða hisbollamenn stórum land-
svæðum í landinu sunnanverðu.
En á þeim slóðum hafa ísraels-
menn líka mikil áhrif, þeir ráða
beint og óbeint landræmu við
landamærin þar sem kristnir búa
pg her kristinna þar gengur erinda
ísraelsmanna.
Engir vita betur en ísraelsmenn
hvað Hisboha er með á prjónunum,
þær upplýsingar sem Bandaríkja-
menn h£ifa um gislana í Beirút hafa
þeir frá ísraelsmönnum.
Khómeini og Óbeid
Óbeid sá sem ísraelsmenn námu
á brott í vikunni er ahnn upp og
menntaður í íran, þar sem hann
tileinkaði sér þær hugmyndir sem
Khómeini og fylgismenn hans boð-
uöu. Síðan hefur sá hluti Hisbolla,
sem Obeid stýrir, verið undir
beinni og óbeinni stjórn frá íran.
ísraelsmenn segja að fylgismenn
Óbeids hafi síðasta hálfa ár gert 50
árásir á ísrael.
Það er Hisbolla, og þar með
Óbeid, að sögn ísraelsmanna, sem
hafa tekið flesta þá erlendu gísla
sem enn era í Líbanon og Hisboha
er kennt um morðin á flestum af
þeim átta sem hafa verið myrtir.
Enn eru taldir 18 erlendir gíslar í
Beirút, átta þeirra bandarískir.
Þeir hafa ahir verið teknir eftir
innrásina 1982 og allir Bandaríkja-
mennirnir í póhtiskum thgangi.
Það er ekki við öðru að búast,
eftir þann áraigur sem Khómeini
náði í íran eftir að bandaríska
sendiráðið í Teheran var hertekið
1979, en lærisveinar hans í Líbanon
beiti sömu aðferðum. Enn hafa
mannræningjarnir ekkert haft upp
úr bandarísku gíslunum, en fyrir
þrjá franska gísla í Beirút gat ír-
ansstjóm í fyrra keypt sér stjóm-
málalega viðurkenningu Frakka og
að auki verulega efnahagsaðstoð.
Fjórir gíslanna era breskir, en
Bretar hafa eins og Bandaríkja-
menn hafnað öhum samningum.
ísraelska aðferðin
Eftir innrásina 1982 skiptu ísra-
elsmenn á nær 3000 stríðsföngum
og Palestínumönnum í haldi í Isra-
el fyrir aðeins þrjá ísraelska stríðs-
fanga í Líbanon. Thgangurinn með
því að ræna Óbeid var að skipta á
honum og öðrum shítum í Israel
fyrir þrjá ísraelska hermenn sem
eru í vörslu Hisboha eftir árásir á
Líbanon.
Alls eru mhh 50 og 60 líbanskir
shítar í haldi í ísrael, og þeir era
þar í raun og vera í gíslingu. ísra-
elsmenn trúa því að eina leiöin th
að semja við Hisboha sé aö svara
þeim í sömu mynt og það er engan
veginn útséð um hvort sú aöferö
dugar.
Aköh og tilvísanir í alþjóðahefðir
eru tilgangslausar, enda eru gísla-
tökur góð og gild baráttuaðferð í
Kóraninum, eins og Khómeini
minnti á á sínum tíma. En auga
fyrir auga og tönn fyrir tönn er
mál sem allir skhja í Miðaustur-
löndum, það er ekki aðeins kenni-
setning gyöinga heldur múshma
hka. ísraelsmenn vísa gagnrýni á
bug fyrir ránið á Óbeid vegna þess
að hann sé ótíndur hryðjuverka-
maður og landamæri Líbanons geti
ekki talist friöhelg vegna þess upp-
lausnarástands sem þar ríki, Lí-
banon sem eitt ríki sé ekki lengur
th. Veröi gíslar drepnir sé það á
ábyrgð Hisboha en ekki þeirra.
Það er eitt fyrir shítamúshma í
Hisboha að fóma eigin lífi en allt
annað aö fórna trúarleiðtoga sín-
um. Þess vegna má vel vera aö
baráttuaðferð ísraelsmanna beri
árangur og þeir fái sína menn lausa
í skiptum fyrir Óbeid. ísraelsmenn
þekkja sinn óvin og þeir vita mæta-
vel hvað þeir era að gera.
Gunnar Eyþórsson
„ísraelsmenn þekkja sinn óvin og þeir
vita mætavel hvað þeir eru að gera.“