Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1989, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1989, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989. Fjölmidlar Senn líður aö því, að Matthias Johannessen skáld eigi þrjátíu ára ritstjóraafmæli á Morgunhlaðinu. Matthías er einn snjallasti blaða- maöur ísiendinga á þessari öld, líf- ið og sálin í hinmnikla og volduga blaöi, sem er þrátt fyrir sraágalla sina (svo sem hiö einkennilega sunnudagsblaö) fullkomiö afreks- verk. Ólíkt Ríkisútvarpinu neyöir Morgunblaðiö engan tii að vera áskrifandi, en rúmlega fimmtíu þusund heimili taka þó þann kost- inn. Veldi blaðsins ertveimur mönnum öörum fremur aö þakka, Valtý Stefánssyni, semvarritstjóri 1924 til dánardags 1963, og Matthí- ',sem eittbesta skáld þjóöarinnar gerir þein-a. Og Matthías hefur aldrei brugöist því trausti, semhonum hefur veriö sýnt. Á sama tíma og eigendur stórblaöa í Bandaríkjun- um og á Noröurlöndum hafa mátt horfa upp á ritstjóra þeirra og aðra starfsmenn færa þau hægt og sig- getað aðhafst, hefur Morgunblaðið stutt dyggilega vestrænt varnar- samstarf, atvinnufrelsi ogeinka- framtak, Matthías er frjálslyndur, borgaralegurhúmanisti, sem er nægilega sjálfstæöur í hugsun til þess aö hafa ekki áhyggjur aí því, hvað vinstri sjnnaðir vinir hans hugsa um Morgunblaðið. Hann þarf ekki aö sanna neitt fyrir þeim. Á meðan hann er ritstjóri Morgun- blaðsins, er öllu óhætt. Hannes Hóbnsteinn Gissurarson Kór Flensborgarskóla leggur upp í tónleikaferð um Norðurland í næstu viku. Fyrstu tónleikamir verða í Akureyrarkirkju fóstudaginn 11. ágúst kl. 20.30. Þá mun kórinn syngja í Reykja- hlíðarkirkju laugardaginn 13. ágúst kl. 15 og ljúka síðan ferðinni með tónleikum í Húsavíkurkirkju það sama kvöld kl. 20.30. Á tónleikunum kemur fram ungur og efnilegur einsöngvari, Aðalsteinn Ein- arsson. Kórinn vinnur nú að fyrstu hljómplötu sinni. Stjómandi kórsins er Margrét Jóhanna Pálmadóttir. Tapaðfundið Köttur týndur Nikulás týndist frá Laufásvegi 2a sunnu- daginn 23. júlí. Hann er blágrár og hvít- ur. Vinsamlegast haflð samband í síma 23611. Sigríður. Andlát Jóhanna Guðlaugsdóttir, Eskihlíð 22a, lést á heimili sínu aðfaranótt 2. ágúst. Karl Kvaran listmálari er látinn. Oktavía Bergmann Jónasdóttir lést á Héraðshælinu Blönduósi miðvikudaginn 2. ágúst. Fanney Oddsdóttir, Hlíðargerði 18, lést á Borgarspítalanum 2. ágúst. Jóna S. Sigmundsdóttir, Rofabæ 45, lést á Landspítalanum 2. ágúst. Ágústína Eiríksdóttir, Drápuhlið 39, andaðist aðfaranótt 3. ágúst. Dúkkukerran um Austurland Brúðuleikhúsið Dúkkukerran fer í sýn- ingarferð um landið með ævintýrið „Bangsi" og verður á Austurlandi dagana 3.-12. ágúst 1989. Sýnt verður: Á Seyðisfirði 3. ág. kl. 16. Reyðarfirði 4. ág. kl. 14. Norðfirði 5. ág. kl. 13. Eskifirði 5. ág. kl. 17. Egilsstöðum 6. ág. kl. 14 og 16. Fáskrúðsfirði 7. ág. kl. 13. Stöðvarfirði 7. ág. kl. 17. Djúpavogi 8. ág. kl. 17. Höfn Homafirði 9. ág. kl. 14 og 16. Kirkjubæjarklaustri 10. ág. kl. 17. Vík 11. ág. kl. 14. VIKSUND FISKIBÁTUR Til sölu og afhend- ingar nú í ágúst er 9 tonna bátur. Hægt er að afhenda bátinn tilbúinn til línu- eða netaveiða. MKsunn UMBOÐIÐ INGIMUNDUR MAGNÚSSON NÝBÝLAVEGI 22 SÍMI43021 og 641275 EFTIR KL. 17.00 Hús og híbýli í sumarskapi Hús og híbýli, 3. tbl., er komið út. Aiúc hlnna hefðbundnu innlita er á mörgum síðum í blaðinu efni sem tengist sumrinu og sumarverkunum. Vinsældir blóma- skála aukast jafnt og þétt og í blaðinu er fylgst með gerð eins slíks skála frá upp- hafi til enda. Fjallað er um innanhúss- hönnun og innanhússarkitektúr. Skyggnst er inn í eldhús hjá þremur landsþekktum, þeim Hilmari B. Jóns- syni, Skúla Hansen og Sigmari B. Hauks- syni. Að vanda er síðan getið ýmissa nýjunga á markaðnum, auk þess sem kynnt em ný fyrirtæki og sagt frá breyt- ingum hjá öðrum sem fyrir era. Tilkyimingar styrktar Hjálparsjóði Rauða kross Is- Tombóla I lands. Þær heita Gyða Guðjónsdóttir og Þessar stöllur héldu nýlega tombólu til VilborgGrétarsdóttirogsöfhuðu 2.000 kr. Greifarnir í Logalandi um verslunarmannahelgina Nú um verslunarmannahelgina mun hljómsveitin Greifamir leika fyrir dansi í Logalandi í Borgarfirði. Greifana er óþarfi að kynna því hijómsveitin hefur átt mörg af vinsælustu lögum landsins undanfarin ár. Logaland er skammt frá Húsafelii, nánar tiltekið viö Reykholt. Sætaferöir verða frá BSÍ og víðs vegar úr Borgarfirði og nágrenni og mun Sæ- mundur sjá um þær. Jarðarfarir Ingólfur Friðrik Magnússon, Hrafn- istu, áður Melabraut 46, Seltjamamesi, lést 23. júií. Jarðarforin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Svanhvít Knútsdóttir, Seljabraut 36, verður jarðsungin frá Nýju Fossvogskap- ellunni föstudaginn 4. ágúst kl. 10.30. Andrés B. Ólafsson bifvélavirki and- aðist á heimili sínu 25. júii sl. Andrés fæddist í Reykjavík við Njálsgötuna 23. mal 1921. Foreldrar hans vom Ólafur Elíasson og Ólafía Vigfúsdóttir. Hann tók sveinspróf í bifvélavirkjun árið 1952 og frá þeim tíma starfaöi hann á vélaverk- stæðinu Kistufelli. Andrés kvæntist eftir- lifandi konu sinni, Þorgerði Guðmunds- dóttur frá Djúpavogi, árið 1953. Útför hans verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavlk í dag kl. 13.30. Ágúst Jónsson lést föstudaginn 28. júlí. Ágúst fæddist 24. ágúst 1902 í Ártúnum við Reykjavík, sonur hjónanna Ólafar Hinriksdóttur og Jóns Jónssonar. Hann var tekinn nýfæddur í fóstur af hjónuu- um Helgu Þorkelsdóttur og Ólafi Gunn- laugssyni sem þá bjuggu í Ártúnum. Ágúst fór tmgur til sjós, fyrst sem messa- strákur og síðan sem kokkur. Hinn 23. september 1925 kvæntist hann Sigríði Laufeyju Guðlaugsdóttur. Hún andaðist árið 1975. Þeim varð 10 bama auðið. Út- för hans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Vigfúsína B. Bjarnadóttir frá Seyðis- firði lést 27. júlí sl. Hún fæddist á Stokks- eyri 16. október 1908, dóttir hjónanna Vigfúsínu Magnúsdóttur og Bjama Sig- urðssonar. Hún fór mjög ung að heiman og fór í vist til Vestmannaeyja og kynnt- ist þar eiginmanni sínum, Magnúsi Jóns- syni. Þau eignuðust sex böm en tvö em nú látin. Eiginmaður hennar lést árið 1953. Síðustu árin bjó Vigfúsína á Austur- vegi 12 þar til hún lagðist irm á sjúkra- húsið á Seyðisfirði. Útför hennar fer fram í dag. Ingibjörg Steinunn Jónsdóttir lést á Droplaugarstöðum 25. júli sl. Hún fædd- ist í Borgarkoti í Ölfusi 5. janúar 1909. Foreldrar hennar vom Jón Hannesson og Guðbjörg Einarsdóttir. Ingibjörg gift- ist eftirlifandi manni sínum, Þórði Finn- bogasyni, þann 5. júni 1941. Þau þjuggu í um 40 ár á Egflsgötunni. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Leiðrétting á myndatexta Mistök urðu í myndatexta í frétt DV síðastliðinn laugardag um undirritun samninga á milli ís- lenskra stjómvalda og Vatns- veitu Suðumesja. Missagt var í myndatexta að Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra væri á myndinni að taka í hönd fulltrúa bandaríska sjóhersins. Hið rétta er að á þessari mynd tektir utanríkisráðherra í hönd Odds Einarssonar, stjómarfor- manns Vatnsveitu Suðumesja og bæjarstjóra Njarðvíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.