Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1989, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1989, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989. DV 3 Fréttir w Tillögur fiskifræðinga um hámarksafla á næsta ári: Utflutningur dregst saman um 5 milljarða Hafrannsóknastofnun gerir tillögu um aö hámarksafli af þorski verði 250 þúsund tonn á næsta ári. Þaö er um 50 þúsund tonnum minna en til- laga stofnynarinnar hljóðaði upp á í fyrra eða um 17 prósent samdráttur. Auk þess að gera tillögur um mik- inn samdrátt í þorskveiðum telur stofnunin að draga þurfi úr grálúðu- veiðum á næstu tveimur árum um sem nemur 30 þúsund tonnum eða helmingi þess grálúðuafla sem gert er ráð fyrir að veiðist í ár. Þrír slæmir árgangar f fyrra lagði Hafrannsóknastofnun til að hámarksafli þorsks yrði 300 þúsund tonn eins og tvö ár þar á undan. Að sögn Jakobs Jakobssonar, forstjóra stofnunarinnar, eru eink- um tvær ástæður fyrir því að tillögur fiskifræðinga eru lægri í ár. í fyrsta lagi hefur afli í ár farið fram úr tillög- um þeirra og í öðru lagi hefur komið í ljós að árgangur 1988 af þorskinum er mjög lakur eins og allir árgangar frá 1985 hafa verið. 1980 = 100 120 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 Aflaverðmæti frá 1980 til 1990 miðað við tillögur Hafrannsóknarstofnunar um afla árið 90 1990 Þorskafli á Islandsmiðum 1980 til 1990 þus. tonn 500 -i 300 200 Grálúðuafli á íslandsmiðum 1980 til 1990 þus. tonn 100 80 60 40 20 0 Þá vill Hafrannsóknastofnun draga úr karfaveiðum og lítillega úr veið- um á rækju. Hún telur hins vegar óhætt að auka veiðar á humri og ufsa. Gert er ráð fyrir óbreyttri veiði á öðrum fisktegundum. 6,5 prósent samdráttur í útflutningstekjum Þar sem þorskurinn vegur þungt í aflaverðmæti alls sjávarafla má reikna með að sá samdráttur í veið- um sem Hafrannsóknastofnun legg- ur til leiði til um 5 milljarða minna aflaverðmætis á næsta ári. Sá sam- dráttur jafngildir um 9 prósentum. Slíkur samdráttur hefði að sjálf- sögðu mjög víðtæk áhrif á ýmsa þætti efnahagslífsins. Ef af honum verður myndu útflutningstekjur þjóðarinn- ar dragast saman um 6,5 prósent. í ár gerir Þjóðhagsstofnun ráð fyrir að útflutningur verði ívið meiri en í fyrra en þá dróst hann saman um 3 prósent. Sá aflasamdráttur, sem Haf- rannsóknastofnun leggur til, getur því leitt til mun alvarlegri samdrátt- ar en gengið hefur yfir á undanföm- um misserum. { þessu dæmi er gert ráð fyrir að þorskkvótinn verði minnkaður úr 300 í 250 þúsund lestir en eins og í ár færi aflinn um 40 þúsund tonn fram yfir kvótann. Skip Hafrannsóknastofnunar eru nú lögð af stað í leiðangra til að kanna hvemig árgangurinn 1989 kemur út. Ef það kemur í ljós að hann er einnig mjög lakur getur ver- ið að Hafrannsóknastofnun endur- skoði tillögur sínar og leggi til enn frekari samdrátt. Eins og áður sagöi leggur stofnunin til að hámarksafli á grálúðu verði lækkaður um 30 þúsund tonn úr 60 þúsund tonnum. Það er einfaldlega mat stofnunarinnar að grálúðustofn- inn standi ekki undir frekari veiði. Þar sem grálúðan vex hægt gæti það haft slæmar afleiðingar ef veiðin færi upp fyrir þessi mörk. í tillögum fiskifræðinga er gert ráð fyrir 250 þúsund tonna þorskafla næstu þrjú ár. Þegar Jakob Jakobs- son kynnti þessar niðurstöður í gær kom fram í máh hans að vonir stæðu til að hluti af þeim seiðum sem rak í miklum mæli frá íslandsihiðum til Grænlands á árinu 1984 mundi snúa aftur. Það verður þó ekki fyrr en 1 fyrsta lagi 1991 eða 1992. Ef þessi þorskganga frá Grænlandi verður jafnsterk og sams konar ganga var á árunum 1980 og 1981 gera fiskifræðingar ráð fyrir að auka megi þorskveiði á árunum 1991 til 1992 um allt að 100 þúsund tonn. Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson Það er hins vegar enn óljóst hvort þessi þorskur muni snúa aftur heim. I fyrsta lagi hafa Grænlendingar aukið þorskveiðar sínar og árgang- urinn frá 1984, sem rak frá íslandi, er svo til eini þorskurinn á Græn- landsmiðum. í öðru lagi gæti það gerst að stór hluti af þessum þorski ílengdist á Grænlandsmiöum og mundi hrygna þar ef skilyrði í sjón- um þar verða góð. Svart útlit framundan Þjóðhagsstofmm birti spá mn horf- ur í efnahagsmálum íslendinga fram til ársins 1993 í maí síðastliðnum. Þar var gert ráð fyrir að framleiðsla sjáv- arafurða myndi dragast saman um 2 prósent á næsta ári en aukast síðan að nýju á árunum 1991 og 1992. Miðað við tiÚögur fiskifræðinga nú má hins vegar reikna með um 9 prósent sam- drætti á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir að raunveruleikinn verði álíka fjarri tillögum fiskifræðinga og hann er í ár. í framtíðarspá Þjóðhagsstofnunar kom fram að hagvöxtur yrði hér ekki nema um 1,6 prósent á næstu árum. Þegar tillit hefur veriö tekið til nýrra tillagna fiskifræðinga er Ijóst að hann getur orðið enn minni. Til sam- anburðar er gert ráö fyrir að í iðn- rílgunum verði hagvöxtur á næstu árum um 3 prósent á ári. -gse Nllf Justy - Réttur bíU á réttum stað Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.