Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1989, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1989, Qupperneq 16
16 Spumingin Notar þú útigrill mikið? Kristinn Buch: Nei, aldrei. Þó þykir mér grillaöur matur góöur. Haraldur Hermannsson: Ekki mjög mikið. Ég grilla þá helst lambakjöt. Elísabet Sverrisdóttir: Ég nota þaö stundum. Mér finnst gott aö grilla flestar geröir af mat. Anna Kristín Kjartansdóttir: Já, svona svolítið. Þá grilla ég helst lambakjöt og pylsur. Vilmar Pedersen: Já, já, oft, og þá grilla ég lamba- og svínakjöt. Og reyndar allt meðlæti líka. Njáll Skarphéðinsson: Alltaf þegar veður er gott. En það er nú reyndar ekki oft. MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989. Lesendur DV Uppstokkun í Stjómarráði: Skiptir ekki sköpum Tryggvi skrifar: Þvi er slegið upp í Alþýðublaðinu sem stórfrétt, föstudaginn 11. þ.m. og étið upp í morgunútvarpi á rás 2 - og svo sennilega í hverjum fjölmiöl- inum á eftir öðrum næstu vikuna - að í forsætisráðuneytinu bggi tilbúin frumvarpsdrög sem geri ráð fyrir fækkun ráöuneyta úr 12 í 10, svo og aðrar hugmyndir sem hugsanlega kunna að vera þarna innifaldar. Ég held að svona uppsláttur í póli- tísku fréttunum komi afskaplega lít- ið við almenning hér á landi. Hann hafi einfaldlega engan áhuga á þessu til né frá, hvað þá að þetta skipti neinum sköpum fyrir fólkið í landinu. Ég held satt að segja að landsmenn séu búnir aö fá nóg af „fréttum" frá þessari yfirbyggingu sem við köllum Stjórnarráð og höld- um uppi með ærnum og óbærilegum tilkostnaði. Atriðið sem ef til vill væri áhuga- vert og gæti (þó aðeins hugsanlega) skipt einhverju máh eru hugmynd- imar um að afnema æviráðningu æðstu embættismanna ríkisins, ráðuneytisstjóra, og annarra emb- ættismanna, sem sérstaklega eru skipaðir af forseta íslands. - Þetta er líka þaö atriði fréttarinnar í Al- þýðublaðinu sem ekkert er fullyrt um og sagt að það sé allsendis óvíst að eitthvað sé um þetta í áðumefnd- um frumvarpsdrögum! Ef þetta atriði er hins vegar inni í myndinni er það aðeins til að auka enn á spihinguna í ríkissrekstrinum vegna þess að með því móti yrðu aðeins ráðnir til starfa gæðingar hvers ríkistjórnarflokks á hverjum tíma, og væri því algjör og flokkspóh- tísk stefna uppi í hverju ráöuneyti fyrir sig. - Það væri þá til bóta eða hitt þó heldur! í dag er það þó þannig að nýir ráð- herrar þora ekki alveg eins til við „einkavæðingu" ráðúneytanna fyrir sinn flokk, vegna þess að fyrir eru e.t.v. ráðuneytisstjórar og aðrir emb- ættismenn sem þekkja betur til verka en nýir og flokkspóUtískir gæðingar eða jafnvel „græningjar" sem er nú betri nafngift á aUa þessa póUtísku aðstoðarmenn. Hitt er svo annað mál að allir þeir sem nú sitja í embættum, þ.á m. ráðuneytisstjórar eru nú þegar ævi- ráðnir af forseta íslands og það tæki því mörg ár að endumýja í þær stöö- ur meö breyttu fyrirkomulagi. - Enda er það örugglega ekki ætlunin. Þetta eru einfaldlega allt vangaveltur eins og flest annað sem frá Stjórnar- ráðinu kemur. - Einkum og sér í lagi forsætisráðuneytinu. Sumarið 1972 Konráð Friðfinnsson skrifar: Margir íslendingar telja að landið sé ávaUt miðdepUl heimsumræðunn- ar. Þeir verða því ætíð jafnflónslegir í framan þegar einhver bendir á hið gagnstæða. - En fyrir 17 árum gerð- ist samt það að landið varð „nafli alheimsins“ í orðanna fyllstu merk- ingu, þegar miUjónir manna beindu sjónum sínum og athygU að fréttum héðan - og það oft á dag. í þann tíð snerist lífið nefnilega um Bandaríkjamann einn og Rússa nokkum. Þetta var sumarið 1972. Sama ár og Bobby Fischer hrifsaði heimsmeistaratitiUnn í skák af Boris Spassky, eftir spennandi viðureignir þeirra í Laugardalshöllinni. Þetta sumar er mér minnisstætt vegna þess að hver dagur sem í hönd fór bauð upp á vangaveltur. - Hvort Spassky tækist að sigra Fischer í næsta tafli eða léti í minni pokann enn og aftur. Á þann veg skeggræddu menn fram og aftur, hvort heldur var á vinnustöðum, á kaffihúsum, í strætisvögnum, eða inni á heimilun- um. - Hvarvetna brennandi áhugi. Þessi sumartími er mér einnig hug- leikinn, vegna þess að þá gerðust atvik sem hvorki fyrr né síðar hafa hent mig. Einfaldlega þau að biáó- kunnugt fólk vatt sér að manni oftar en einu sinni til þess eins að forvitn- ast um hvemig þessi eða hin skákin heföi endað. - Þetta sýnir best and- ann er ríkti á þessum tíma. Vitaskuld svaraði maður eftir bestu getu og spurði gjarnan á móti: Hvom styður þú? - Vitaskuld Spas- sky, Fischer er fúll og tekur andstæð- ing sinn á taugum. - Þetta var dæmi- gert svar sumarið 1972. Þess verð ég þó að geta að lokum að Kaninn var minn maður í málinu þótt ekki bæri ég þá skoðun mína á torg. Og væri ég inntur álits á hvorn keppandann ég teldi sigurstrang- legri, breyttust munnvikin í mjótt, beint strik af gefnu tilefni. - Það get- ur stundum verið hyggilegt. Þreyttir Höskuldur hringdi: Ég vil taka undir þaö sem kemur fram í fjölmiðlagagnrýni Hannesar H. Gissurarsonar fyrir nokkru að sunnudagsblað Morgunblaðsins hefur alls ekki batnað viö þær breytingar sem á því hafa verið geröar og sennilega hafa átt að veröa til að gera það líflegra. Eitt- hvað í líkingu við Helgarpóstinn sáluga eða Pressuna sem menn grípa gjaman og lesa sem afþrey- ingu eingöngu. Það er rétt aö það virðist sem þarna í sunnudagsblaöinu séu komnir mýmargir þreyttir pennar, ef til vill frá Helgarpóstinum gamla, eða annars staðar frá, eitt- hvað í líkingu við þetta sem kallað er „uppa-hð“, - eða jafnvel einhver reytingur af þessari ’68 kynslóð. En hún varð fræg af endemum og þá einkum fyrir það hér á landi að vera aldrei í neinu föstu starfi til lengdar og helst þá á einhvers kon- pennar ar framfæri hjá hinu opinbera. - Margir hafa lent í því að vera ekki matvinnungar en reynt að koma sér í mjúkinn á því sem kallað er „menningarsviðið“ og verið svona með annan fótinn í útlandinu þegar þannig gefur. Ég get ekki séð að sunnudagsblað Morgunblaðsins hafi aflaö sér meiri vinsælda með þessum þreyttu pennum, sem mestan part velta sér upp úr kynferðisórum og kerfiskárínum hvers konar. Morg- unblaðið á sem virt og íhaldssamt blaö að vera jarðbundiö og traust. Lesbókin, sem er fimagóð, Reykja- víkurbréf, erlendar fréttir og at- vinnuauglýsingar era aðalaðdrátt- arafl flestra lesenda þess á sunnu- dögum líkt og áður var. - Hinir þreyttu pennar smita bara út frá sér og það getur reynt á þolrifin að þreifa sig áfram áður en maður kemst framhjá þeim í blaðinu. Öryggishjálmurinn sem sprakk á samskeytunum við skrúfu. Öryggishjálmw eða hvað? Jóhanna skrifar: Ég keypti öryggishjálm, merktan BLÁZER, í versluninni Markinu, fyr- ir son minn sem er 7 ára. Var hann ætlaður til að nota á reiðhjóli. Einn daginn er hann var á hjólinu og með hjálminn á höföinu rann hjóhð til á lítilli ferð í möl og datt drengurinn af hjólinu. - Hjálmurinn sprakk á samskeytum á skrúfu, rétt fyrir ofan eyra (eins og sést á mynd sem fylgir með). - Ég hélt satt að segja að þess- ir hjálmar ættu að þola eitthvert högg að ráði. Eg fór því í verslunina hinn 9. ágúst sl. og vildi sýna þeim hvemig hjálm- urinn heföi farið, við ekki meira högg, og spurði afgreiðslumanninn, hvort ekki gæti verið um galla að ræða. - Nei, það var ekki möguleiki. Það hlyti að hafa verið komin sprunga áður og þess vegna hefði hjálmurinn farið svona! Þetta var nú svarið. Svo var tekinn niður úr hillu stór hjálmur, senni- lega ætlaður fyrir þá sem eru á stór- um mótorhjólum, og mér sagt að svona hjálm hefði verið hægt að selja mér - til þess að vera „örugg“. En svo var bætt viö að það væri aldrei' hægt aö vera „alveg öruggur". Ég skil ekki hvað við er átt með þessu, finnst það vera útúrsnúningar að bregðast svona við, og verð að segja að mér finnst svona afgreiðsla vera vanvirða við viðskiptavini. Hringiö í síma 27022 milli kl. 14 og 16, eöa skrifið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.