Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1989, Side 20
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Bill Cosby
mun vera farinn aö hafa áhyggjur
af nánustu framtíð. Börn fyrir-
myndarfóöurins vaxa óðfluga úr
grasi og þá er hætt viö aö at-
vinnuleysi blasi viö hinum atork-
usama foöur. Er Bill með nýjar
áætlanir á prjónunum varðandi
Huxtable-hjónin. Nú hefur hann
hugsað sér að þau hjón taki sig
til við að ættleiöa smábörn til að
færa líf inn á heimilið á ný. Þess
verður því líklega ekki langt að
bíða að auðleysanleg ungbarna-
vandamál taki við af auðleysan-
legum unglingavandamálum í
þáttunum um fyrirmyndarfööur-
inn og fjölskyldu hans.
Goldie Hawn
leikkonan létta og káta, er ailtaf
að gera eitthvað spaugilegt á veit-
ingahúsum þessa dagana. Nýlega
varð hún yfir sig hneyksluð á
veitingahúsi í New York er hún
fann langt ljóst hár í matnum sín-
um. Hún rauk með tilheyrandi
bægslagangi fram í eldhús og
byrjaði að skammast í starfsfólk-
inu þar. En það bráði þó fljótt af
henn er uppgötvaðist að það var
enginn með sítt ljóst hár í eld-
húsinu, né öllu veitingahúsinu,
nema hún sjálf.
Dan Quayle
er stundum dálítiö þreyttur á
starfsaðstöðunni í Hvita húsinu.
Koma aðallega upp vandamál
þegar bamaböm forsetahjón-
anna em í heimsókn hjá afa og
ömmu. Mun Dan Quayle nýlega
hafa látið í ljós óánægju og sagt
„ég er ekki fyrr kominn inn á
skrifstofuna mína, en það er
bankað og ritarinn minn er
spurður: „Má Dan koma út að
leika?“
Yoko Ono:
Flúin til
Sviss með
soninn
Yoko Ono hefur nú yfirgefið stór-
borgina New York og sest að í kyrrð
svissnesku Alpanna með son sinn,
Sean, sem nú er 13 ára. „Ég var ein-
faldlega búin að fá nóg af morð-
hótunum geðsjúklinga," sagði hún í
blaðaviðtali nýlega. „Sonur minn er
mér allt og ég vil að hann geti alist
upp við sem best skilyrði. Hér í Sviss
erum viö ekki ónáðuð á götum úti
og við getum loksins lifað eðlilegu
lifi hér í Genf.“
Nú eru tæp níu ár liðin síðan John
Lennon var myrtur af geðsjúkum
manni í New York. Þau mæðgin
Yoko og Sean, sem var bara fjögurra
ára þegar hinn örlagaríki atburður
gerðist, hafa ekki átt sjö dagana sæla
síðan. Þau hafa þurft að verjast stöð-
ugum ásóknum stórbilaðs fólks og
kjaftasagna síðan og voru farin að
lifa í hálfgerðri einangrun í stórhýsi
í New York síðustu árin.
Nú hefur Sean verið skráður í einn
virtasta einkaskóla í Sviss. Þau
mæðgin eru mjög samrýnd og taka
oft léttar sveiflur saman á píanó eða
tefla. Yoko segist vera komin yfir
mestu sorgina vegna manns síns og
nú lætur hún sig dreyma um að opna
John Lennon safn í New York.
Sean Lennon og Yoko Ono, samrýnd mæðgin. Ekki er laust við að sonur-
inn beri svip föður síns.
M-M-Marilyn og W-W-Winston
Hvað átti Marilyn Monroe sameig-
inlegt með Winston Churchill, Char-
les Darwin og Aristotelesi? Þau stöm-
uðu öll.
Það hafa verið uppi margar getgát-
ur um hvers vegna fólk stamar. Fyrr-
um var talið að þetta gæti stafað af
svefnleysi eða hamingjusnauðu kyn-
lífi. Nokkuð lengi var talið að hægt
væri að lækna stam með aðgerð og
jafnvel raflosti.
Nú til dags er yfirleitt talið að stam
eigi sér andlegar orsakir og eru til
yfir tvö hundruð tegundir meðferða
til að lækna þetta talmein.
Best er að sá sem stamar fari í
meðferð sem barn en fullorðnir hafa
einnig fengið bót meina sinna. En það
tekur mun lengri tíma.
Þessar fjórar þekktu persónur mannkynssögunar áttu eitt mikilvægt atriði sameiginlegt þrátt fyrir ólíkt lífshlaup og að þau væru uppi á mismunandi tímum.
Kim Laudrup og Betina Sörensen vöktu mikla athygli á götum Kaup-
mannahafnar.
Dó ekki
ráðalaus
Hann dó ekki ráðalaus, brúð-
guminn ungi í Kaupmannahöfn, þeg-
ar svo illa vildi til að leigubíllinn lét
ekki sjá sig. Bíllinn hafði verið pant-
aður tíl að aka honum og tilvonandi
eiginkonu hans til kirkjunnar á
brúðkaupsdaginn.
Hinn 24 ára gamli Kim Laudrup sá
að tíminn var að verða naumur.
Hann hljóp því til og náði í gömlu
Honduna sína. Pariö vippaði sér á
bak. Brúðurin Betina Sörensen lyftí
brúðarkjólnum og síðan brunaöi hið
glæsilega par eftír götum Kaup-
mannahafnar og vaktí að vonum
mikla athygli.
í prjónaskap
hjð öiruiiii
Einn af þeim fjölmörgu ferða- unni á Snæfellsnesi á dögunum og
mönnum, sem heimsóttu ísland lærði undirstöðuatriðin í prjóna-
erlendis frá í sumar, var þessi skap hjá öramu sinni og alnöfnu í
hnáta á myndinni. Hún heitir Elín Elínarlundi á Snæfellsnesi. Ekki
Guðrún Gísladóttír og er frá Árós- þótti Elínu yngri síður gott að
um í Danmörku. spjalla við ömmu sína og riíja upp
Hún notaöi tækifærið í rigning- ástkæra ylhýra málið..