Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1989, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989.
LífsstHl
Frá íslandsmeistaramótinu í tennis sem lauk.um síðustu helgi. Hér fer fram keppni í tví-
liðaleik kvenna. DV-mynd Hanna
», »i
• •«!
Tilþrifin eru glæsileg. Keppendur í tviliðaleik karla á íslandsmeistaramótinu í tennis sem
haldið var á Vikingsvöllunum í Fossvogsdal. DV-mynd Hanna
Tennis er ein þeirra íþróttagreina
sem á síðustu árum hafa átt vax-
andi fylgi að fagna hér á landi. Þeg-
ar íþróttin er nefnd á nafn dettur
mörgum fyrst í hug Björn Borg,
skapheitur McEnroe, Díana prins-
essa, hvít stutt pils og ungar stúlk-
ur ástfangnar af tenniskennaran-
um. Hvað sem því liður eru vin-
sældir tennisíþróttarinnar gífur-
legar um heim allan og er íþróttin
iðkuð af ungum sem öldnum, kon-
um sem körlum, í gamni sem al-
vöru.
Tennis vinsæl
fjölskylduíþrótt
- vaxandi áhugi á tennis hér á landi
„Það er alltaf hægt að drífa sig á völlinn, svo lengi sem það er ekki
hávaðarok,“ segir Guðný Eiríksdóttir, formaður Tennissambands ís-
lands. DV-mynd JAK
Hérlendis leika um 300 manns
reglulega tennis og líklega um
helmingi fleiri sem „taka í spað-
ann“ af og til. Fyrir tveimur árum
var Tennissamband íslands stofn-
að. Formaður sambandsins er
Guðný Eiríksdóttir.
„Áhuginn á tennis hefur aukist
mjög mikið hérlendis á undaníörn-
um árum,“ sagði Guðný í spjalli
við DV. „Það styrkir vitaskuld
stööu íþróttagreinarinnar að Tenn-
issambandið var stofnað en áður
var starfandi tennisnefnd á vegum
íþróttasambands íslands. En þegar
tennisfélögin voru orðin nógu
mörg var Tennissambandið sett á
laggirnar.
Á vegum Tennissambandsins eru
haldin mót og hefur sambandið
staöið fyrir kennslu og kynningu á
íþróttinni. í sumar var fenginn
hingað til kennslu Einar Sigur-
geirsson sem æft hefur tennis í
Ástralíu og Bandaríkjunum. Hann
hefur verið með námskeið í allt
sumar fyrir byrjendur og lengra
komna. Hefur aösóknin á nám-
skeiöin sýnt að áhuginn er mikill
á íþróttinni og eykst stööugt.
Aðstaðan
fer batnandi
Aðstaða til. tennisiðkunar er
þokkaleg. í Reykjavík eru níu tenn-
isvellir, fjórir á Víkingssvæðinu í
Fossvogi, íjórir við gervigrasvöll-
inn í Laugardal og einn hjá Tennis-
og Badmintonfélagi Reykjavíkur i
Laugardal. í Kópavogi eru þrír vell-
ir, einn við Vallargerði og tveir við
Kópavogsskóla. í Hafnarfirði er
tennisvöllur við Öldutúnsskóla, í
Hveragerði eru tveir vellir við Hót-
el Örk, einn völlur er á Akureyri
og annar á Ólafsfirði. Nýstofnað
tennisfélag Þróttar áætlar að taka
í notkun þrjá velh við Þróttheima
næsta vor. Aðstaöan fer því batn-
andi í kjölfar síaukinnar ásóknar í
iþróttina.
Fremur er bágborin aðstaðan til
inniiðkunar yfir vetrartímann. Þó
hafa verið teiknaðar tennislínur í
sum nýrri íþróttahús landsins og
nýtir. tennisáhugafólk sér það ós-
part þegar tímar eru lausir í
íþróttahúsunum. Draumurinn er
að létt yfirbygging yfir tennisvelM
verði reist. Nokkrir einstakMngar
hafa sýnt því áhuga að byggja slíka
tennishöM en hvenær einhver
ræðst í verkið verður að koma í
ljós. Það er ekki síst eftir sumar
eins og þetta sem er að líða sem
tennisleikarar landsins vilja fara
að sjá góða inniaðstöðu fyrir tennis
verða aö veruleika.
Að læra undir-
stöðuatriðin rétt
- En hvaö er mest heillandi við
tennis?
„í mínum augum er þaö fyrst og
fremst útiveran. Þetta er Mka mjög
góð hreyfing og íþrótt sem hentar
fólki á öllum aldri. Það geta alMr í
fjölskyldunni leikið saman og er
tennis því mjög ákjósanleg fjöl-
skylduíþrótt,“ segir Guðný. „En
það er mikið atriði fyrir byrjendur
að fá rétta leiðsögn strax í upphafi.
Tennis byggir á ákveðinni tækni
og verða undirstöðuatriðin að lær-
ast rétt ætfi maður að ná einhverj-
um tökum á íþróttinni.
íslendingar hafa mikið kynnst
tennis erlendis. Á flestum stöðum
erlendis er tennis mjög vinsæl
íþrótt og feiknavinsælt sjónvarps-
efni. Þeir sem hafa til dæmis verið
viö nám eða búið um tíma í Svíþjóð
hafa gjarnan farið að leika tennis
því þar er íþróttin gífurlega vinsæl
og velMr úti um aMt. Þetta fólk hef-
ur svo komið heim og heldur áfram
að leika hér. Annars fer vaxandi
sá hópur fólks sem byrjar bara
strax að leika tennis hér. Börn og
ungMngar sækja líka mikið í tennis
og hafa verið í gangi tennisskólar
fyrir þau í sumar á vegum Tenn-
issambandsins.
Um hundrað
manns keppa
Það er alltaf hægt að bregða sér
út að spila. Þótt veðrið sé kannski
ekki búiö að vera gott þá er hægt
að drífa sig á völlinn á meðan það
er ekki hávaðarok."
Guðný segir um hundrað manns
hér á landi keppa í þeim mótum
sem haldin eru. Þar sem tennis-
tímabiMð er mjög stutt eru ekki
mjög sterkir leikmenn sem leika
hér. En að minnsta kosti tveir
skara þó fram úr öðrum en það eru
þeir Ulfur Þorbjörnsson og Einar
Sigurgeirsson. Þeir eru við nám
erlendis og hafa því tök á að æfa
tennis allt árið.
Tennissamband íslands hefúr nú
undirbúningsaðild að alþjóðlega
tennissambandinu. Eftir tvö ár fær
það fuMgilda aðild að sambandinu
og fær þá rétt til að senda landsMð
á alþjóðleg mót. Án efa á það eftir
að vekja upp enn meiri áhuga á
tennis hér á landi og styrkja stöðu
íþróttarinnar.
Þeir sem ætla að leika tennis ættu
að verða sér úti um spaða, bolta
og góða skó. Tennisspaðar eru til í
íþróttaverslunum hér og kosta frá
2.500-12.000 krónur. Ágætis byrj-
endaspaða er hægt að fá á 4-5.000
krónur.
Hver bolti kostar um 250 krónur
en íþróttaskómir eru á margvís-
legu verði. Til eru íþróttaskór sérs-
taklega ætlaðir til tennisiðkunar.
Þeir eru sérstaklega hannaðir með
það í huga að veita gott viðnám,
að styðja vel við ökklann og að
þeir andi vel.
Nánari upplýsingar um kennslu
í tennis er að fá hjá íþróttasam-
bandi íslands og hjá tennisfélagi
Víkings í Fossvogsdal.
-RóG.