Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1989, Side 30
42
MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989.
Afrnæli
Jónas Finnbogason
Jónas Finnbogason, póstur og bóndi
á Raufarhöfn, er sjötíu og fimm ára
ídag.
Jónas er fæddur á Harðbak á Mel-
rakkasléttu og ólst þar upp. Hann
gekk í bamaskóla á Raufarhöfn og
unglingaskólann í Núpasveit. Síðar
fór hann á Reykjaskóla í Hrútaíiröi.
Hann tók einnig meirapróf á bifreið-
ar.
Jónas vann fyrst almenn störf til
sjávar og sveita. Hann var vélgæslu-
maður hjá Kaupfélagi Norður-Þing-
eyinga í 20 til 30 ár. Einnig var hann
bifreiðarstjóri á Raufarhöfn og vann
þar á bifreiðaverkstæði. Hann var
umboðsmaður fyrir Ríkisskip og
Olíufélagið á Raufarhöfn. Jafnframt
rak hann verslun þar á staðnum.
Núna er Jónas landpóstur og stund-
ar hlunnindabúskap á Harðbak og
hefur þar tekjur af æðarvarpi, sil-
ungsveiði ogreka.
í 16 ár var Jónas í hreppsnefnd
Raufarhafnarhrepps. Hann vann
ýmis trúnaðarstörf þar t.d. fyrir
Ungmennafélagið Austra. Þá var
hann í Kirkjukór Raufarhafnar í
hálfa öld og formaður kórsins í 36
ár. Hann var einnig formaður
Verkamannafélags Raufarhafnar í
nokkur ár.
Jónas kvæntist 22. apríl 1943 (Guð-
rúnu) Hólmfríði Friðgeirsdóttur frá
Oddsstöðum á Melrakkasléttu,
fæddri 2. júní 1921. Foreldrar Hólm-
fríðar eru Friðgeir Siggeirsson, b.
verkamaður og póstur, og kona
hans, Valgerður Sigurðardóttir.
Börn Jónasar og Hólmfríðar eru:
Vilmundur Þór, f. 26. júní 1945,
verkamaður á Raufarhöfn. Hann er
ógiftur og barnlaus. Valgeir, f. 27.
febrúar 1950, rafeindavirki í Reykja-
vík. Kona hans er Kristín Böðvars-
dóttir og börn þeirra Guðmundur,
Sóley og Jónas. Gunnar Finnbogi,
f. 6. apríl 1956, fiskiðnaðarmaður á
Raufarhöfn. Kona hans er Þórhildur
Hrönn Þorgeirsdóttir og börn þeirra
Eva Guðrún og Friðgeir.
Jónas átti fimm alsystkini og tvö
hálfsystkini, sammæðra. Systkini
hans era: Súsanna, f. 16. júlí 1912,
fyrrverandi talsímavörður á Akur-
eyri. Sigurður, f. 21. september 1916,
bóndi og verslunarmaður. Hann er
nú látinn. Kona hans var Borghild-
ur Pétursdóttir og áttu þau fimm
börn. Stefán, f. 18. júlí 1918. Hann
fór til náms en dó ungur. Kristín
Guðbjörg, f. 18. júlí 1918, húsmóðir
á Raufarhöfn. Maður hennar er
Valdimar Guðmundsson og eiga þau
þrjú börn. Þorbjörg, f. 15. apríl 1921,
húsmæðrakennari á Akureyri.
Hálfsystkini Jónasar sammæðra:
Sigþór Jónasson, f. 18. september
1901, lést 20. desember 1967. b. á Rifi
og verslunarmaður, kvæntur Hildi
Eiríksdóttur. Anton Jónsson, f. 5.
desember 1903, b. á Harðbak.
Foreldrar Jónasar voru Finnbogi
Friðriksson, f. 13. mars 1877, d. 8.
maí 1944, b. og sjómaður á Harðbak,
og kona hans, Guðrún Stefánsdóttir,
f. 11. september 1879, d. 26. júlí 1955.
Finnbogi var sonur Friðriks, b. á
Gvendarstöðum í Fáskrúðsfiröi,
Finnbogasonar. Móðursystir Jónas-
ar var Jóhanna, móðir Björns Ön-
undarsonar tryggingayfirlæknis.
Önnur móðursystir Jónasar var
Arnþrúður, amma Vigdísar Gríms-
dóttur rithöfundar. Guðrún var
dóttir Stefáns, b. á Skinnalóni á
Melrakkasléttu, bróður Hildar,
langömmu Péturs Guðjónssonar,
formanns Flokks mannsins, og Haf-
liða Vilhelmssonar rithöfundar.
Önnur systir Stefáns var Ingibjörg,
amma Jóns Hjörleifs Jónssonar
skólastjóra og langamma Silju Aðal-
steinsdóttur bókmenntafræðings.
Stefán var sonur Jóns, b. á Skinna-
lóni, Sigurðssonar, ættföður
Jónas Finnbogason.
Skinnalónsættarinnar, og konu
hans, Þorbjargar Stefánsdóttur,
langömmu Hilmars bankastjóra,
föður Stefáns bankastjóra og
langömmu Hildar, móður Ólafar
Pálsdóttur myndhöggvara.
Ida Christiansen
Ida Christiansen verslunareigandi,
Móaflöt 12 í Garðabæ, er fimmtug í
dag.
Ida er fædd á Siglufirði og ólst þar
upp. Hún gekk í skóla í heimabæ
sínum og síðar á Húsmæðraskólann
á Varmalandi í Borgarfirði. Á Siglu-
firði starfaði Ida við Póst og síma
og við verslunarstörf. Eftir það vann
hún um tíma við Atvinnudeild Há-
skólans. Hún rekur nú eigin verslun
í Garðabæ.
Eiginmaöur Idu er Gísli Holgers-
son heildsali. Hann er fæddur 25.
júní árið 1936, sonur Guðrúnar Sæ-
mundsdóttur og Holgers Gíslason-
ar. Holger er rafvirkjameistari og
vinnur að eftirlitsstörfun í Keflavík
ogáSuðumesjum.
Ida og Gísh eiga þrjú börn. Þau
eru:
Holger Gísli, fæddur 2. júlí 1967.
Hann varð stúdent 1987 og vinnur
nú sem sölustjóri. Unnusta hans er
Embla Dís Ásgeirsdóttir nemi, fædd
7. mars 1969. Barn þeirra er Gísli
Ásgeir, fæddur 7. október 1987.
Sigríður Dóra, fædd 24. maí 1970.
Hún varð stúdent í vor og er nú við
nám.
Erik Hermann, fæddur 22. júlí
1975, skólanemi.
Öll börnin búa enn á heimili for-
eldranna að Móaflöt 12 í Garðabæ.
Ida á eina hálfsystur sammæðra
og tvö hálfsystkini samfeðra. Þau
era:
Jónína M. Hjartardóttir, fædd 1.
ágúst 1948. Maður hennar er Kristj-
án Óli Jónsson, fæddur 6. janúar
1948. Þeirra börn eru Hjörtur,
Kristján og Kristinn.
Nanna K. Christiansen, fædd 26.
maí 1950. Maður hennar er Gylfi
Aöalsteinsson, fæddur 5. mars 1950.
Þeirra bam er Hinrik, fæddur 24.
ágúst 1986.
Pétur E. Christiansen, fæddur 13.
febrúar 1955. Kona hans er Ingibjörg
Þorgilsdóttir, fædd 2. janúar 1966.
Þeirra böm eru Nói, fæddur 28.
ágúst 1986, og Rósa, fædd 28. sept-
ember 1988.
Foreldrar Idu eru Sigríður Guð-
mundsdóttir, húsmóöir á Siglufirði,
fædd 7. apríl 1913, og Erik Christ-
iansen, tæknifræðingur hjá Vita- og
hafnamálastofnun, fæddur 27. maí
1911 og látinn 24. júní 1988. Þau
skildu árið 1946. Erik var fæddur í
Ida Christiansen.
Danmörku.
Sigríður, móðir Idu, giftist Hirti
Ármannssyni, lögregluvarðstjóra á
Siglufirði, fæddum 23. janúar 1918.
Hjörtur er ættaður frá Urðum í
Svarfaðardal.
Erik, faðir Idu, var kvæntur Rósu
Guðmundsdóttur en hún lést 1. apríl
1970.
Björgvin Steinþórsson
Björgvin Steinþórsson gæslumaður,
Skúlaskeiði 20 í Hafnarfirði, er
fimmtugurídag.
Björgvin er fæddur á Þverá í
Blönduhlíð í Skagafirði og ólst þar
upp. Árið 1964 flutti hann til Hafnar-
fjarðar.
Hann lærði skipasmíöi og lauk
námi í iðngreininni frá Iðnskóla
Hafnarfiarðar árið 1969. Hann vann
við iðn sína fram til ársins 1985 þeg-
ar hann gerðist gæslumaður hjá
Fjármálaráðuneytinu í Arnarhváli
og vinnur þar nú. Um tíu ára skeið
var hann gjaldkeri hjá Sveinafélagi
skipasmiða.
Eiginkona Björgvins er Soffia
Magnúsdóttir húsmóðir, fædd 5.
júní árið 1937. Hún er dóttir Magn-
úsar Sölvasonar sjómanns og Önnu
Sigfúsdóttur. Foreldrar Björgvins
era Steinþór Stefánsson, fæddur 8.
aprfi 1908, dáinn 4. nóvember 1977,
og Margrét Jóhannesdóttir, fædd 17.
maí 1916. Þau vora lengi búendur á
Þverá í Blönduhlíð.
Böm Björgvins og Soffiu era
Margrét, húsmóðir á Hvammabraut
10 í Hafnarfirði, fædd 13. febrúar
1965. Maður hennar er Stefán
Hjaltalín Jóhannesson. Þau eiga
þrjú böm: Björk, fædda 31. febrúar
1983; Björgvin Svein, fæddan 19. maí
1986, og Guömund, fæddan 23. des-
emberárið 1987.
Þórdís, afgreiðslustúka í Hafnar-
firöi, fædd 1971.
Björgvin á sjö systkini. Þau era
Stefán Halldór, fæddur 8. janúar á
Þverá og býr þar ógiftur.
Jóhannes, verkamaður í Reykja-
vík, fæddur 27. mars 1938. Kona
hans er Guðrún Sigmundsdóttir og
eigaþautvöböm.
Hjörtína Ingibjörg, húsmóðir á
Sauðárkróki, fædd 1. október 1940.
Maður hennar var Héðinn Sveinn
Ásgrímsson en hann lést árið 1987.
Börn þeirra eru þrjú.
Gunnar, sjómaöur á Akureyri,
fæddur 29. desember 1941. Kona
hans er Heiða Björk Pétursdóttir og
eigaþauþijúböm.
Magnús Ingi, bóndi á Þverá í
Blönduhlíð, fæddur 11. júlí 1944.
Kona hans er Amalía Guðmunds-
dóttir og eiga þau fimm börn.
Steinþór Valdimar, línumaður hjá
Rafmagnsveitunum á Sauðárkróki,
fæddur 13. maí 1949. Kona hans er
Halla Tómasdóttir og eiga þau eitt
bam.
Björgvin Steinþórsson.
Guðrún Björg, húsmóðir á Akur-
eyri, fædd 7. júní 1957. Maöur henn-
ar er Heimir Rögnvaldsson og eiga
þaueittbarn.
Björgvin verður að heiman í dag.
Til hamingju með
80 ára 60 ára
Helga Einardóttir, Ásgcir H. P. Hraundal,
Reynimel 76, Reykjavik. Garðabraut 20, Akranesi.
ölgUliJu.1 1. ölglll OSSOli^ Víðivöllum 4, Selfossi. Lúðvik A. Hjálmarsson, 50 ára
Skagfiröingabr. 8, Sauðárkr. Jóhanna Pétursdóttir, Laugarnesvegi 66, Reykjavik. Georg Hermannsson, Þorsteinsgötu 15, Borgaruesi.
75 ára Guðbjörg Sigurðardóttir, oíenuumut iv. uitiiaoon, — Laugateigi 4, Reykjavik. Hildur Margrét Egilsdóttir, Kringlumýri 31, Akureyri. Thora Priebe, Digranesvegi 63, Kópavogi
Hulda Vigfúsdóttir, Aðalgötu 4, Árskógsströnd. Hákon Benediktsson, Jónina Guðrún Árnadóttir, Torfufelli 29, Reykjavík.
Miðvangi 110, Hafnarfirði. 40 ára
70 ára ólafur Tryggvi Þórðarson, Urðarstíg 4, Reykjavík.
Steinar Þórðarson, Hraunbæ 168, Reykjavík. Jón Pétursson, Gautlöndum 2, Skútustaðahrepi Svava H. Asgeirsdóttir, Grundargerði 5A, Akureyri. Magnús Guðmundsson, l5 Reynivöllum 4, Egilsstöðum.
Þorvaldur Einarsson, Hlíðargötu 5A, Neskaupstað. Elsi Sigurðardóttir, Leynisbraut 11, Grindavík. Pétur Þ. Sigurðsson, Torfufelli 40, Reykjavík.
Benjamín Kristján Eiríksson
Benjamín Kristján Eiríksson, fyrr-
um sjómaður og verkamaður, Gnoð-
arvogi 84 í Reykjavík, er áttræður í
dag.
Hann er fæddur á Dynjanda í
Grunnavikurhreppi í Norður-ísa-
fjarðarsýslu og ólst þar upp. Hann
hóf sjósókn frá verstöðinni á Staðar-
eyrum í Jökulfjörðum árið 1924.
Næstu fjörutíu vertíðir reri hann frá
Hnífsdal, ísafirði og Bolungarvík.
Benjamín flutti til ísafjarðar árið
1949 og bjó þar til ársins 1950 þegar
hann flutti til Bolungarvíkur. Þar
bjó hann tfi ársins 1984 en þá flutti
hann til Reykjavíkur. í Bolungarvík
vann hann hjá fyrirtækjum Einars
Guðfinnssonar frá árinu 1953 til 1981
þegar hann lét af störfum.
Benjamín kvæntist 9. nóvember
1933 Kristínu Valgerði Ámadóttur,
fæddri 21. maí 1907. Foreldrar henn-
ar voru Ami Friðrik Jónsson og
Elín B. Jónsdóttir, búendur í Furu-
firði í Grannavíkurhreppi.
Benjamín og Kristín eiga eina
dóttur. Hún er Guðfinna Elísabet
ljósmóðir, Gnoðarvogi 84 í Reykja-
vík, fædd 23. júlí 1933. Maöur henn-
ar er Guðmundur Sigmundsson.
Þau eiga þrjá syni sem era: Kristj-
án, viðskiptafræðingur; Sigmundur,
laganemi, og Eiríkur, bókmennta-
nemi.
Benjamín á sjö hálfsystkini, íjögur
sammæðra og þrjú samfeðra. Hálf-
systkinin sammæðra eru:
Guðfinnur Einarsson sjómaður.
Hannléstáriðl933.
Jakob Einarsson, bóndi og sjó-
maður. Hann lést árið 1987.
Benjamín Kristján Eiríksson.
Rannveig Einarsdóttir húsfreyja.
Húnereinniglátin.
Guðrún Einarsdóttir, húsfreyja í
Vestmannaeyjum.
Hálfsystkinin samfeðra eru:
Marta Eiríksdóttir, býr í Reykja-
vík.
Kristín Eiríksdóttir, ekkja Bjarna
Vfihjálmssonar þjóðskjalavarðar,
býríReykjavík.
Jóhanna Eiríksdóttir sem dó ung.
Foreldrar Benjamíns vora Eiríkur
Benjamínsson, útvegsbóndi á Hest-
eyri í Sléttuhreppi, og Ólöf Jóhann-
esdóttir.lengihúsfreyjaáKollsáí 1
Grannavíkurhreppi.
Benjamín ólst upp hjá fósturfor-
eldrum sínum, þeim Benedikt Kr.
Benediktssyni, bónda og útvegs-
bónda á Dynjanda í Grunnavíkur-
hreppi, og Gunnvöru Rósu Elías-
dótturhúsfreyju.