Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Side 8
8
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1989.
Á vakt með lögreglu:
Láttu
ekkl
berja
Þig
milli
- þegar einn gætir 5.770
Eitthvað er alltaf um slagsmál í bænum um helgar og
stundum þarf lögreglan að skerast í leikinn.
Miðbærinn er fullur af skemmtanaglöðu fólki.
Nóttin er falleg og rómantíkin liggur í loftinu. DV-myndir KAE
Það er fallegt ágústkvöld. Veður er
milt og snllt og borgarljósin speglast
í hafQetinum. Það er laugardags-
kvöld og fjöldi fólks á leið út að
skemmta sér.
í íbúð í miöbænum er saman kom-
inn titill hópur fólks, nokkrir um
þrítugt og tvær stúlkur undir sextán
ára aldri. Lögreglan bankar upp á
og finnur tvo hassmola og þýfi í íbúð-
inni. Vitað er aö fólkið hefur ekkert
leyfi til að vera þama þó að það haldi
því statt og stöðugt fram. Lögreglan
hverfur frá aö sinni.
Um háiftíma síðar ætlar hún að
sópa liðinu út, en þá er hyskið á bak
og burt. Það virðist þó gera titt til
því allt eru þetta góðkunningjar
hennar.
Heldur betur sjón
Lögreglan heldur á annan stað í
sama hverfi. Lögregluþjónamir fara
inn í húsið og eftir dágóðan tíma
koma þeir út aftur.
„Þetta var heldur betur sjón þama,
sprangaði um nakin rétt fyrir innan
gluggann," segir einn lögregluþjónn-
iim. Annar bætir við: „Þau negla fyr-
ir og opna ekki fyrir hveijum sem
er.“ Og þannig ganga samræðumar.
DV er á vakt með 110 aðfaranótt
sunnudagsins 13. ágúst. Þetta er
helgin eftir verslunarmannahelgi og
miður mánuður og því búist við að
nóttin verði róleg. Einnig var nóttin
á undan sögð erilsöm, þótt annað
segðu yfirmennimir.
Þó að nóttin væri róleg gefur hún
ef til vill þversnið af bæjarbragnum
um helgar. Ef til vill er það eins gott
að höfuðborgarbúar haga sér ekki
verr því 18 manns á sex bílum, þreni-
ur Maríum, gæta svæðisins frá
Gróttu upp í Hvalfjörö. í stuttu máli,
einn lögregluþjónn gætir 5.770 íbúa
Reykjavíkur, Seltjamamess og Mos-
fellsbæjar.
„Lýg þér ekkert"
Rúmlega eitt kemur tilkynning um
aö mannskapur gangi berserksgang
í Norðurmýrinni, hafi t.d. fleygt hjóli
inn í húsagarö. Er lögreglan kemur
á staðinn grípur hún nokkra ungl-
inga.
„Hvað gerðuö þið við hjólið," spyr
lögregluþjónn.
„Hvaða hjól?“ spyija krakkamir á
móti, sakleysið uppmálað.
„Svona ekkert kjaftæði."
Eitthvað hressist minni strákanna
og þeir segja: „Við gerðum ekki neitt
við neitt hjól. Það er hjól þama niður
frá, svona BMX, ertu ekki að meina
þaö.“ Jú, lögreglan var að meina það.
„Það er þama niður frá, ég lýg þér
ekkert. Á ég að sýna þér.“
Hjólið finnst og krakkamir halda
leiöar sinnar.
Stuttu síðar er leigubílstjóri kom-
inn í átök við fyrrverandi farþega við
Hótel ísland. Að sögn leigubílstjór-
ans tók farþeginn hann hálstaki þeg-
ar hann ætlaði að rukka hann um
gjaldið, 600 krónur, og reyndi að rífa
lykilinn úr bílnum.
Það mál leysist með því aö far-
þeginn borgar bílinn eftir mikið þóf
og eftir aö margendurtaka að honum
veröi sko sleppt fyrir viðskipti og X
væri bróðir hians fóður síns. Lögregl-
an hefur áður þurft að hafa afskipti
af viðskiptavininum eða eins og hún
segir sjálf: „Hann verður alltaf vit-
laus þegar hann smakkar það.“
ísskápurinn
fullur af jógúrt
Næsta útkall er að Keisaranum þar
sem gamall maöur var alblóðugur.
Líklegast þykir að hann hafi „bara
flogið á hausinn" enda valtur á fót-
unum. Fariö er með hann upp á
Slysavarðstofu.
Um kl. 2.45 ætlar 110 að gera tilraun
til að safna kröftum áður en brjálæð-
ið byijar. Vart em menn búnir að
hella í kaffibollann þegar þeir em
kallaðir út aftur. „Maður fer að skilja
af hveiju ísskápurinn fyllist alltaf af
jógúrtdollum," verður einum lög-
regluþjóninum að orði.
Mannfjöldinn í Lækjargötunni er
svipaöur og 17. júní. Fyrir framan
Tunglið em slagsmál sem þarf að
leysa. Sá sem grunaður er um aö
vera árásaraðilinn telur svo alls ekki
geta verið þar eð hann sé enn að jafna
sig í fætinum sem varð illa úti í
Húnaveri. Farið er með kauða upp á
aðalstöð og hann settur í gæslu en
sá sem varö fyrir barðinu á honum
er keyrður á Slysavarðstofuna.
Aftur barst tilkynning um læti í
Lækjargötunni, og nú fyrir framan
Stjómarráðið. Em andstæðingar og
samstæðingar sagðir þar á ferðinni.
Eins liggur einn „dauður" hjá BSR.
Hann fær þó aö liggja aðeins lengur
þar sem hann er, - hann fer ekki
neitt og betra að huga að slagsmálun-
um fyrst, sem eru úr sögunni loksins
þegar lögreglunni tekst að bijótast í
gegnum mannmergðina. Lögreglan
ætlar þá að hirða þann „dauða“ en
hann er risinn upp og farinn sína
leið. (
Lækjargata kallar
Gefst nú smátækifæri fyrir 110 að
klára brauðsneiðina sem bíður hálf-
étin og ljúka úr kaffibollanum.
Það kom þó að því að Lækjargatan