Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1989.
9
Umferðin í Lækjargötunni aðfaranótt sunnudags
er sem 17. júní.
kaUar, og aftur eru það slagsmál.
Allt er um garð gengið og árásar-
mennimir löngu flúnir af hólmi þeg-
ar lögreglan kemur til að skerast í
leikinn.
Klukkan er nú rúmlega íjögur og
mikið farið að birta af degi. Mið-
bærinn er samt enn fullur af fólki
og margir orðnir heldur glærir og
framlágir. Ríkir eitt aflsherjar öng-
þveiti í Lækjargötimni, fólk og bílar
þvælast hvert fyrir öðru. Uppábúnir
skemmtistaðagestir Uta hvorki til
hægri né vinstri og vaða beint fyrir
umferðina. Sumir gera sér leik að
því að veifa út öllum skönkum og
ganga úti á miðri akbraut.
Er umferðarhnúturinn slíkur að
lögreglan kemst hvorki aftur á bak
né áfram og á tímabili eru tvær bif-
reiðar frá lögreglunni fastar. Að sögn
110 fer lögreglan eins og köttur í
kringum heitan graut í Lækjargöt-
unni á þessum tíma nætur um helg-
ar. Og ekki að ástæðulausu, ef ein-
hver væri myrtur væri búið að grafa
þann sama áður en lögreglan næði
að koma til aðstoðar. Eða eins og
sagt er við DV: „Láttu ekki beija þig
milii þijú og fimm.“
Lögreglan er einnig ákaflega
óhress með að skemmtistaður skyldi
vera leyíður í Lækjargötunni því
vonlaust er fyrir sjúkra- eða slökkvi-
Uð að komast að ef eitthvað kemur
upp á. Sannast það vel þessa nótt.
Kunninginn
á bílnum
Seint og um síðir tekst 110 að losna
úr flækjunni. Vart er María komin
lengra en að Fríkirkjuvegi þegar hún
ekur fram á einn sem stillir sér upp
beint fyrir framan bifreið sem kemur
á fleygiferð.
Þjónar laganna snarast út úr bíln-
um til að kanna hvort náunginn sé
virkilega í sjálfmorðshugleiðingum á
svona fallegri nóttu. Ungi maðurinn
er nú hreint ekkert ánægður með
afskipti lögreglunnár og heldur því
fram að bílstjóri og farþegar bifreið-
arinnar séu vinir hans.
Var það furða þótt einn lögreglu-
þjónninn styndi þungan og segði:
„Og þama áttum við að vita það að
þetta var kunningi hans í bílnum!"
í Hafnarstræti tekur einn beygjuna
inn í strætið á tveimur hjólum.
„Voðaleg keyrsla er á þessum." Bif-
reiðin er stöðvuð og einn fjórmenn-
inganna fer út til að hafa tal af öku-
manni. Þegar hann kemur aftur seg-
ir hann: „Hann sagði að bíllinn væri
eitthvað bilaður, bensíngjöfin festist
niðri. Ég sagði honum að leggja hon-
um og skilja hann eftir.“
Ökumaður er skrifaður niður fyrir
gáleysislegan akstur og fyrir að fará
ekki eftir tilmælum því síðar um
nóttina er nefnilega bifreiðin á bak
og burt. Ja, nema ökumaður sé svona
handlaginn og hafi gert við bíhnn á
staðnum.
Nátthrafnar
og pylsur
Það kemur að því að einn og einn
geispi læðist að mönnum enda
klukkan orðin flmm. Farið er að
hægjast um og Lækjargatan loks orð-
in greiðfær. Enn má þó sjá svanga
nátthrafna gæða sér á pylsum við
pylsuvagninn niðri í Austurstræti og
ungt skáld situr á bekk. Tvær ljós-
hærðar og bláeygðar standa undir
vegg hjá Reykjavíkurapóteki, um-
kringdar erlendum aðdáendum.
Ungir menn leggja hendur um axlir
vinkvenna sinna og þannig ganga
pörin heim á leið.
Einhveijir eru að leita að Fálka-
götu og spyija til vegar. Segir þá einn
lögregluþjónninn við félaga sinn;
„Þú hefðir átt að spyija hvort það
væri partí.“ .
Enn eru nokkrir ekki dauðir úr
öllum æðum. Ungur maður burðast
um með búkka frá Vegagerðinni og
er hann vinsamlegast beðinn um
skila honum á sinn stað þar eð aug-
ljóst sé að hann er ekki eigandi hlut-
arins. Sá sem tók búkkann ófijálsri
hendi sest á hann og segist þurfa að
hvíla sig, enda vafalaust þreyttur eft-
ir burðinn. Eftir talsvert stríð fæst
hann þó til þess að skila honum með
hjálp vinar síns sem virðist aðeins
betur á sig kominn. 1
Kyrrð er nú að komast á bæinn og
flestir farnir heim að sofa. Sólin er
að skríða yfir Esjuna og Austur-
stræti minnir helst á Gufuneshaug-
ana, pylsubréf, bjórdósir, vínflöskur,
tómir sígarettupakkar og einnota
umbúðir hggja eins og hráviði út um
aht.
En ekki htur út fyrir að þær muni
hggja þama lengi því starfsmenn
borgarinnar eru komnir til að
hreinsa upp ummerki næturinnar.
-GHK
Næturlífið varð þessum unga manni um megn en félagi hans reynir að koma honum aftur á lappir
Er ekki einhver sem vill breyta til og prófa landsbyggðina?
Þá er kjörið tækifæri. Erum með nýlegt einbýlishús i Ólafsvík
sem er 138 ferm + bilskúr. Skipti möguleg á húsnæði í
Reykjavík eða nágrenni. Uppl. í símum 93-61192 og 93-61199.
SMÁAUGLÝSINGAR
HEILSU (jd
NÝBÝLAVEGI24
Frábærir Ijósalampar með þremur andlits-
Ijósum. Vatnsgufubað og nuddpottur innifal-
ið í hverjum Ijósatíma.
10. hverju seldu 10 tíma Ijósakorti fylgja 5
tímar í bónus.
Opið virka daga frá kl. 9 til 22
og laugardaga frá kl. 10 til 17.
LINDIN
SÍMI46460
AUGLÝSING
um veitingu leyfa til áætlunarflugs innanlands
Hinn 31. desember 1989 renna út öll sérleyfi til áætlunarflugs
með farþega, vörur og póst á flugleiðum innanlands, svo og leyfi
til áætlunarflugs án sérleyfis.
Samgönguráðherra mun, samkvæmt heimild í VII. kafla laga nr.
34 21. maí 1964 um loftferðir og reglugerð um flugrekstur, nr.
381 1989, veita leyfi til áætlunarflugs innanlands fyrir tímabilið
1. janúar 1990 til 31. desember 1994. Ráðuneytið lýsir hér með
eftir umsóknum flugrekstraraðila um leyfi til áætlunarflugs á til-
teknum flugleiðum. í umsókninni skal greina:
- nafn flugrekstraraðila,
- flugleið/-leiðir sem leyfis er óskað á,
- mat umsækjanda á flutningsþörf á viðkomandi leið/leiðum,
- drög að áætlun á viðkomandi leið/leiðum,
- önnur atriði sem umsækjandi telur skipta máli.
Umsóknum, skv. ofanrituðu, skal skila til samgönguráðuneytisins
eigi síðar en 1. október nk.
Samgönguráðuneytið, 15. ágúst 1989
INNANHÚSS-
ARKITEKTÚR
í frítíma yðar með bréfaskriffcum
Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til
þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota.
Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti,
lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll,
blóm, skipulagning, nýtisku eldhús, gólfiagnir, vegg-
klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús-
gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o. fl.
Ég óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um
INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ.
Nafn...........................
Heimilisfang.....................................
Akademisk Brevskole
Jyllandsvej 15 • Postboks234 ——
2000 Frederiksberg • Kobenhavn • Danmark DV 08-19-89
amBMBæn'-irwiMi ■ n
buhbk ■fc’ia,«