Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1989.
Utlönd
Erich Honecker, leiötogi Austur-
Þýskalands, er maöurinn sem
Kohl kanslari víll hitta til að rœða
flóttamannavandamálið
Teikning Lurie
KoVil vill ræða
um flóttamennina
Helmut Kohl, kanslari Vestur-
Þýskalands, segist vera reiðubú-
inn að sækja heim austur-þýska
leiðtogann Erich Honecker ef það
megi 'verða til að leysa vanda
ilóttamanna frá Austur-Þýska-
landi.
„Ef það reyndist bráðnauðsyn-
legt að að ræðast við augliti til
auglitis mundi ég gera það um-
svifalaust ef eitthvert gagn yrði
að því,“ sagði Kohl í viðtali við
vestur-þýska sjónvarpið í gær.
En hann sagðist ekki hafa nein
áform um að heimsækja Austur-
Berlín á næstunni.
Ejöldi austur-þýskra borgara,
sem eru að reyna að komast vest-
ur yfir, fer stöðugt vaxandi og
meira en 300 manns hafast við í
sendiráðum Vestur-Þýskalands í
Austur-Berlín og Búdapest. Þeir
neita að fara fyrr en þeim hefur
verið veitt ieyfi til aö halda til
Vestur-Þýskalands. Reuter
Skyndikosn-
ingar á Spáni?
Alfonso Guerra, aöstoöarfor-
sætisráðherra Spánar, gaf það
sterklega til kynna í útvarpsvið-
taii í gær að Felipe Gonzalez for-
sætisráðherra myndi boða til
skyndikosninga á næstunni.
Kosningar eiga ekki aö fara fram
fyrr en i júní á næsta ári.
Orörómurinn um skyndikosn-
ingar fékk byr undir báða vængi
þegar Gonzalez stytti frí sitt í gær
og hélt til sumardvalarstaöar Jó-
hanns Karls konungs á Mallorca.
Guerra segir að hann búist viö
að Gonzalez muni vinna kosning-
amar, þær þriðju í röð.
Reuter
Stjórnmálasam-
band á döfinni
Bretland og Argentína, sem
slitu stjórnmálasambandi vegna
Falkiandseyjastríösins 1982, til-
kynntu í gær að fúlltrúar þeirra
myndu hittast í Madríd í október
til að ræða um aö koma aftur á
sambandi milli ríkjanna.
„Það var ákveðið að fundurinn
færi fram 17. og 18. október í
Madrid," sagði í tilkynningu sem
var birt samtímis í London, Bu-
enos Aires og hjá Sameinuðu
þjóðunum.
Fundartíminn, fundarstaður-
inn og dagskrá í átta liðum vom
ákveðin í viðræðum sem fram
fóru í New York á miðvikudag
og fimmtudag milli Lucio Garcia
dei Solar, sérlegs sendimanns
Argentínustj ómar, og Sir Crisp-
ins Tickell, sendiherra Breta hjá
S.Þ.
í tilkynningunni sagði að á
fundinum í Madrid yrði rætt um
framtíð stjómmálasambands
rikjanna, verslunar- og Ijármáia-
viðskipti og tengsl Falklandseyja
við meginland Suöur-Ameríku.
Bretar hafa veriö andvigir því
að rætt verði um yfirráð yfir
Falklandseyjum og embættis-
maður í utanrikisráöuneyti Breta
sagði í útvarpsviðtali í London i
gær að ekki heföi verið hvikað frá
þeirri stefnu.
Reuter
Mazowiecki tilnefnd-
ur forsætisráðherra
Tadeusz- Mazowiecki, ritstjóri viku-
rits Samstöðu, sagði í gær að hann
byggist viö að mynda ríkisstjórn í
Póllandi, þá fyrstu í Austur-Evrópu
sem ekki væri undir forustu komm-
únista.
Mazowiecki sagði fréttamönnum
að hann hefði rætt við Jaruzelski
forseta í tvær klukkustundir og gerði
það ljóst að forsetinn hefði beðið sig
um að mynda ríkisstjórn.
Hann sagðist mundu þiggja boö
Jaruzelskis um að verða forsætisráð-
herra en varaði við því að pólska
þingið yrði að samþykkja tilnefningu
hans. Skrifstofa Jarazelskis sagði að
forsetinn myndi tilkynna val sitt í
forsætisráðherraembættið í dag.
Mazowiecki, sem er náinn ráðgjafi
Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu, var
spurður hvort Jaruzelski myndi
leggja til að hann tæki að sér starfið.
„Ég held að slík tillaga muni koma
fram,“ svaraði hann.
Þegar hann var spurður hvernig
hann ætlaði að fást við pólitísk og
efnahagsleg vandamál landsins svar-
aði Mazowiecki því til að hann væri
trúaður maður og hann tryði því að
forsjónin myndi sjá fyrir þeim.
Samstöðumenn lýstu yfir ánægju
sinni með það að samtök þeirra
myndu brátt binda enda á valdaein-
okun kommúnista sem staðiö hefur
í 45 ár. „Þetta er örugglega síðasti
naglinn í kistu forustuhlutverks
kommúnista," sagði Janusz Onys-
zkiewicz, talsmaður Samstöðu.
Mazowiecki neitaði að skýra frá
nöfnum þeirra manna sem hann
hygðist fá í ríkisstjórn sína. Kjarni
nýju ríkisstjórnarinnar verður
myndaður af Samstöðu og tveimur
smáflokkum sem ekki lúta stjóm
kommúnista, Bændaflokknum og
Demókrataflokknum.
Samstaða hefur heitið því að eftir-
láta kommúnistum ráðuneyti varn-
ar- og innanríkismála til að draga
úr ótta Sovétmanna við breytingam-
ar í landinu. Kommúnistaflokkur-
inn, sem er enn í sárum eftir ósigur
í kosningunum í júní, hefur boðað til
neyðarfundar í dag. Talið er að
Rakowski formaður muni reyna að
róa íhaldssama flokksmenn sem eru
hneykslaðir á að flokkurinn skyldi
ekki hafa barist harðar gegn Sam-
stööu.
Leiötogi pólsku útlagastjórnarinn-
ar í London sagði í gær að hann fagn-
aði myndun ríkisstjórnar í Varsjá
sem ekki væri undir forsæti komm-
únista en hann vildi líka binda enda
á yfirdrottnun Sovétríkjanna.
Tadeusz Mazowiecki ræðir við fréttamenn eftir að honum var boðið forsæt-
isráðherraembættið í gær. Simamynd Reuter
Tékkar vara við mótmælum
Tékknesk yfirvöld hafa varað er-
lenda ferðamenn og fréttamenn við
að þeir kunni að vera í hættu ef til
ólöglegra mótmæla kemur um helg-
ina til að minnast innrásar herja
Varsjárbandaiagsins í landið 1968.
„Við höfum mælst til þess við
sendiráðin að þau segi borgurum sín-
um að skipta sér ekki af ef eitthvað
ólöglegt gerist,“ sagði talsmaður
tékkneska utanríkisráöuneytisins í
gær. Sendimenn frá nokkrum vest-
rænum löndum voru kvaddir í utan-
ríkisráðuneytið fyrr 'í vikunni og
veitt viðvörunin.
Talsmaðurinn bætti við að ekki
yrði hægt að tryggja öryggi blaða-
manna sem fylgdust með ólöglegum
mótmælaaðgerðum. Vestur-þýskir
sjónvarpsmenn og fréttamenn frá
BBC bafa orðið fyrir bareflum tékk-
nesku lögreglunnar í mótmælaað-
gerðum undanfariö eitt ár.
Þúsundir ferðamanna eru nú í Prag
þar sem nokkrir félagar úr Mann-
réttindasamtökunum 77 og sjö sjálf-
stæðum hreyfingum ætla að efna til
friðsamlegra mótmæla. Yfirvöld hafa
heitið því að koma í veg fyrir þau,
með valdi ef nauðsyn krefur.
Andófsmenn hafa hvatt til þess að
á sunnudag verði lögð blóm á þá staði
þar sem tékkneskir borgarar létu líf-
ið í innrásinni 1968. Hún braut á bak
aftur umbótahreyfinguna sem kennd
er við vorið í Prag. Rithöfundurinn
og helsti andófsmaður í Tékkóslóv-
akíu, Vaclav Havel, hefur hvatt
landa sína til að mótmæla ekki opin-
berlega af ótta við að yfirvöld kunni
að skjóta á þá.
Nokkrir helstu andófsmenn lands-
ins hafa farið í felur eða yfirgefið
borgina til að komast hjá handtöku.
Reuter
Fjarvistarsönnun
fyrir Pettersson
Christer Pettersson, sem var
dæmdur fyrir morðið á Olof Palme,
hefur nýtt vitni sem segist geta gefið
honum fjarvistarsönnun, að því er
lögfræðingur Petterssons sagði í gær.
Vitnið segir að hann hafi séð Petters-
son á lestarstöð í úthverfi Stokk-
hólms morðkvöldið.
„Við teljum hann vera trúverðug-
an. Það er nauðsynlegt að hann verði
látinn bera vitni. Ef upplýsingar
hans reynast réttar hefur skjólstæð-
ingur minn fiarvistarsönnun morð-
kvöldið," sagði Arne Liljeros, verj-
andi Petterssons.
Vitnið, sem er lífeyrisþegi, segist
handvisst um að hafa séð Christer
Pettersson koma út úr brautarstöð-
inni í Rotebro, þremur kílómetram
norðan Stokkhólms, kl. 23.45 kvöldið
sem Palme var myrtur.
Mál Petterssons verður tekið fyrir
í yfirrétti í Stokkhólmi þann 12. sept-
ember næstkomandi en þá mun sak-
sóknari flytja ákæru sína. Pettersson
verður kallaður fyrir tveimur dögum
síðar en Lisbet Palme á aö bera vitni
Nýtt vitni telur sig geta gefið Christer Pettersson fjarvistarsönnun kvöldið
sem Palme var myrtur. Símamynd Reuter
þann 18. Dómsuppkvaðning verður
ekki fyrr en í október.
Lisbet Palme heldur enn fast í þá
kröfu sína aö engar segulbandsupp-
tökur verði gerðar þegar hún ber
vitni. Hún vill heldur ekki að Petters-
son verði í réttarsalnum á meðan.
Veijendur Petterssons fallast ekki á
kröfurhennar. ReuterogTT
Vestur-þýski Ijösmyndarinn Nick
Vogel var rekinn frá Norður-ír-
landi i gær. Símamynd Reuter
Ljósmyndari rekinn
Vestur-þýskur ljósmyndari,
Nick Vogel, sem yfirvöld á Norð-
ur-írlandi hafa ákært fyrir að
vera með byssukúlur á sér, var
leystur úr haldi gegn tryggingu í
gær og rekinn úr landi. Vogel var
handtekinn á þriðjudag í mót-
mælaaögerðum þar sem þess var
minnst að tuttugu ár eru liðin
síðan breskar hersveitir voru
sendar tii Norður-írlands.
Vogel er bannað að koma aftur
til iandsins nema til að mæta fyr-
ir rétti. Lögfræðingur hans sagði
að hann ætlaði að fara aftur til
Belfast og hreinsa nafn sitt.
Reuter
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóösbækurób. 10-12 Úb.lb,- Sb.Ab
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 10,5-15 Vb
6mán. uppsögn 12-17 Vb
12 mán. uppsögn 11-14 Úb.Ab
18mán. uppsögn 26 lb
Tékkareikningar, alm. 2-7 Ab
Sértékkareikningar 4-13 lb,Ab
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5-2 Vb
6mán. uppsögn 2,5-3,5 Allir nema
Innlán meðsérkjörum 17,7-22,7 Sp Ib
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 7,5-8,5 Ab
Sterlingspund 12,5-13 Sb.Ab
Vestur-þýskmörk 5,25-6 Sb.Ab
Danskarkrónur 7,75-8,5 Bb.lb,- V- b.Sp.A-
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 27,5-30 lb
Viöskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 29-33,5 Ib
Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(vfirdr.) 35,5-39 Lb
Utlán verðtryggð
. Skuldabréf 7-8.25 Lb
Utlán til framleiðslu
isl. krónur 25-33,5 Úb
SDR 9,75-10,25 Lb',
Bandarikjadalir 10,5-11 Allirne- maÚb
Sterlingspund 15,5-15,75 Allir^ nema Úb
Vestur-þýskmörk 8,25-8,5 Úb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextlr 45,6
MEÐALVEXTIR
óverðtr. júlí 89 35.3
Verötr. júlí 89 7,4
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala ágúst 2557 stig
Byggingavísitala ágúst 465 stig
Byggingavísitala ágúst 145,3stig
Húsaleiguvísitala 5% hækkun l.júll
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,110
Einingabréf 2 2,273
Einingabréf 3 2,692
Skammtímabréf 1,410
- Lífeyrisbréf 2,066
Gengisbréf 1,831
Kjarabréf • 4,088
Markbréf 2,176
Tekjubréf 1,771
Skyndibréf 1.237
Fjölþjóðabréf 1,268
Sjóðsbréf 1 1,969
Sjóðsbréf 2 1,579
Sjóðsbréf 3 1,388
Sjóðsbréf 4 1,160
Vaxtasjóðsbréf 1,3903
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 300 kr.
Eimskip 375 kr.
Flugleiðir 172 kr.
Hampiðjan 167 kr.
Hlutabréfasjóður 131 kr.
Iðnaðarbankinn 162 kr.
Skagstrendingur hf. 212 kr.
Útvegsbankinn hf. 135 kr.
Verslunarbankinn 146 kr.
Tollvörugeymslan hf. 109 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum
og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af
þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, 0b= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýslngar um peningamarkað-
inn birtast f DV á fimmtudögum.