Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Blaðsíða 14
Frjálst,óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla. áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI (1 )27022 - FAX: (1J27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prefctun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Ríki í ríkinu
Ríkisútvarpið er sem ríki í ríkinu. Menn geta ekki
sagt því upp hafi þeir á annað borð sjónvarpstæki. Þetta
veitir Ríkisútvarpinu þá sérstöðu að geta skattlagt
landsmenn. Það hefur einnig harkalegar innheimtuað-
ferðir og getur farið sínu fram um innheimtu og álagn-
ingu. Til dæmis geta þeir, sem hafa Stöð tvö, ekki sagt
upp ríkissjónvarpinu, þótt þeir geti mætavel sagt upp
Stöð tvö. Þetta er ranglátt. Ríkið skírskotar til þess, að
það gegni öryggishlutverki. Lítið er orðið úr því öryggis-
hlutverki, þegar stór hluti landsmanna horfir á og hlust-
ar á aðrar stöðvar en ríkisstöðvarnar. Nær lagi væri
að setja öðrum stöðvum það skilyrði, að þær sinni örygg-
ishlutverki. Enda hafa þær gert það. Við verðum að
stefna að því að afnema forréttindi Ríkisútvarpsins,
þannig að allir sitji við sama borð. Annað er ranglátt.
Ríkissjónvarpið hefur hækkað afnotagjöld sín gífur-
lega í seinni tíð. Um það hafði verið skipuð nefnd. Satt
að segja er hörmulegt til þess að vita, að Ögmundur
Jónasson, núverandi formaður Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja, skyldi í nefndinni ganga manna harðast
fram í kröfum um hækkun afnotagjalda. Þetta ætti þó
að vera maður, sem væri þekktur að öðru. Hann stóð
fyrir aðgerðum gegn búvöruhækkun og hækkun bensín-
verðs. En svona geta menn orðið samdauna kerfmu.
Allur almenningur hefur síðan orðið að þola hina gífur-
legu hækkun afnotágjalda Ríkisútvarpsins. Þetta er
skattur, sem menn komast ekki undan í nútímaþjóð-
félagi.
Og það er einmitt þetta, sem ríkið notfærir sér. í
nútímaþjóðfélagi þurfa menn að hafa aðgang að ein-
hverju sjónvarpi. Hins vegar eru menn greinilega lítt
sáttir við dagskrá ríkissjónvarpsins. Þeir, sem veita sér
þann munað að hafa báðar sjónvarpsstöðvarnar, munu
yfirleitt þeirrar skoðunar, að dagskrá ríkissjónvarpsins
sé lakari en dagskrá Stöðvar tvö. Oft kemur fram, að
fjölmargir vildu algerlega hætta við ríkissjónvarpið. En
það geta menn bara ekki - þannig kerfi búum við að.
Ríkissjónvarpið leggur tiltölulega lítið upp úr afþrey-
ingu, miðað við Stöð tvö.
Þá hefur Ríkisútvarpinu verið illa stjórnað í öðru.
Það hefur meðal annars komið skýrt fram í máli núver-
andi fjármálaráðherra. í raun hefði einkastöð fyrir
löngu verið farin á höfuðið með slíkum aðferðum, sem
tíðkast á ríkissjónvarpinu. Von er, að menn kvarti sáran
yfir geysilegri hækkun afnotagjalda. Um hljóðvarpið
má það segja, að fæstir hlusta á ríkishljóðvarpið, nema
þá helzt kvöldfréttir. Réttast væri að fara að tillögum
þeirra manna, sem hafa lagt til að ríkishljóðvarpið verði
selt hið fyrsta. Það gildir einkum um rás tvö. Vel má
flytja það öryggishlutverk, sem ríkisstöðvar hafa, yfir á
aðra. Auk þess höfum við séð fréttamenn útvarps fara
í verkfall, sem í þá daga, fyrir aukið frelsi, hefði varpað
fólki í miðaldamyrkur, hefðu ekki framtakssamir menn
komið til.
Hann var langur, aðdragandi þess, að hér á landi
voru leyfðar aðrar stöðvar en ríkisstöðvarnar. Margir
stjórnmálamenn beittu sér gegn því. Nú mun varla
finnast sá stjórnmálamaður, sem vill hverfa aftur til
gamla tímans. Einkastöðvarnar hafa sannað sig.
Fólk hlustar í reynd mest á einkahljóðvarpið. Fólk
horfir í geysimiklum mæli á Stöð tvö, þótt því fylgi
aukinn kostnaður.
En skrefið hefur ekki verið stigið til fulls.
Haukur Helgason
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1989.
Friðargerð út og inn á
við boðskapur de Klerks
til hvítra kjósenda
Þrem vikum fyrir þingkosningar í
Suöur-Afríku hefur átt sér staö
uppgjör í forustu Þjóöarflokksins
sem stjórnað hefur landinu óslitiö
frá árinu 1948. Pieter W. Botha, for-
seti og flokksforingi síöasta áratug-
inn, varö að víkja úr forsetaemb-
ættinu eins og áður flokksfor-
ustunni fyrir sér yngri manni,
Frederik W. de Klerk. Botha átti
einskis annars úrkosti eftir að rík-
isstjórn og flokksfórusta hafði lagst
eindregið á sveif með de Klerk í
áformi hans um að koma á sam-
bandi við forustumenn svertingja-
ríkjanna sem liggja norðan að Suð-
ur-Afríku.
Kemur nú á daginn að Botha og
Þjóðarflokknum hefði verið fyrir
bestu að hann færi að ráðum félaga
sinna og léti með öllu af störfum
eftir að verða fyrir heilablæðingu
í janúar í vetur. En hann þráaðist
við, lét lausa flokksforustuna, sem
de Klerk hreppti, en ríghélt í for-
setaembættið.
Því kom í hlut de Klerk aö und-
irbúa þingkosningarnar 6. sept-
ember af hálfu Þjóðarflokksins án
þess að gegna þjóðhöfðingjaemb-
ættinu, sem einatt hefur verið þýð-
ingarmikið tromp fyrir þann flokk
gagnvart keppinautum um kjör-
fylgi Búa, þess hluta hvíta minni-
hlutans í Suður-Afríku sem rekur
ættir sínar til hollenskra landnema
og aðhyllist kalvínstrú. Afleiðingin
varð að de Klerk sá sig tilneyddan
að haga sér í ýmsu í undirbúningi
kosningabaráttunnar eins og væri
hann þegar orðinn forseti, til að
mynda með ferðalögum erlendis til
viðræðna við forseta og forsætis-
ráðherra.
Upp úr sauð þegar kunngert var
að de Klerk færi til Zambíu 28:
ágúst, níu dögum fyrir kosning-
arnar, til fundar við Kenneth
Kaunda Zambíuforseta og for-
svarsmann samtaka „víglínuríkj-
anna“ sex sem svo nefna sig og
liggja þvert yfir Afríku norðan að
Suður-Afríku. í fór með honum
yrði Piet Botha utanríkisráðherra.
Botha forseti brást ókvæða við
þessum tíðindum, kvað ferð á fund
Kaunda farna án sinnar vitundar,
hvað þá heldur tilskilinnar heim-
ilda'r frá sér, og gegn sínum vilja.
Kaliaði þá de Klerk saman forustu
Þjóðarflokksins, sem reyndist
standa með honum. Botha fór í
sjónvarpiö og sagði af sér forseta-
embætti, en gerði úr því mikið mál
að flokkssystkinin hefðu viljað aö
hann byggði afsögnina á heilsu-
bresti en ekki ágreiningi. Tók de
Klerk svo við forsetaembætti til
bráðabirgða fram til þess að ný-
kjörið þing verður sett, en verður
þá staðfestur í embættinu svo
framarlega sem Þjóðarflokkurinn
heldur meirihluta sínum.
í Suður-Afríku er að vonum
bollalagt um hver áhrif uppgjörið
milli Botha og de Klerk hafi á horf-
ur Þjóðarflokksins í kosningunum.
Kosið er í þrem kjördeildum,
hvítra, kynblendinga og Indverja.
Svertingjar, fjórir fimmtu lands-
manna, hafa ekki kosningarétt.
Deild hvítra í þinginu hefur öll
völd, og í kjöri til hennar er sótt
að Þjóðarflokknum á báðar hend-
ur. Frá hægri sækja íhaldsmenn,
sem óa þær takmörkuðu tilslakanir
á kynþáttaaðskilnaði sem Botha
hefur beitt sér fyrir og hafa reynst
sigursælir í aukakosningum og
sveitarstjómarkosningum, eink-
um í Transvaal. Frá vinstri kemur
Lýðræöisflokkurinn, sem vili al-
gert afnám kynþáttamisréttis.
Niðurstaða þeirra sem til þekkja
virðist sú, að de Klerk standi mun
sterkar að vígi í kosningabarátt-
unni eftir að Botha vék fyrir hon-
um. Búar vilja frá fornu fari hafa
sterka menn í forustu fyrir sér, og
nú hefur de Klerk sýnt að þegar á
reynir er hann jafnvel enn harðari
í horn aö taka en P. W. Botha. Þar
uOá ofan þykir de Klerk hafa komið
frá uppgjörinu með hreinan skjöld,
þar sem Botha hafi hins vegar gert
sig hlálegan.
Bersýnilega gerir de Klerk sér far
um að vekja vonir um að hann sé
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
fær um að losa Suöur-Afríku úr
þeirri sjálfheldu sem landið hefur
setið í undanfarin ár. Neyðarlög
hafa gilt um langt skeið í því skyni
að halda niðri réttindabaráttu og
mótmælaaðgerðum svertingja. At-
vinnulíf er í lamasessi, meðal ann-
ars vegna viðskiptaþvingana er-
lendis frá til að mótmæla kynþátta-
aðskilnaðinum, en ekki síður
vegna þess að erlendir fjármagns-
eigendur hafa rénandi traust á
framtíð Suður-Afríku, fari svo fram
sem horfir.
Með því að fara til fundar við
Kaunda Zambíuforseta í Living-
stone gefur de Klerk til kynna, að
hann hyggst snúa sér að kjarna
vandans, samskiptum stjórnar
Suður-Afríku og Afríska þjóðar-
ráðsins, elstu og helstu samtaka
svertingja. Þjóðarráðið hefur verið
bannað um langan aldur og virt-
asti leiðtogi þess, Nelson Mandela,
setið í fangelsi í 26 ár. Þjóðarráðið
hefur nú aðalbækistöð í Lusaka,
höfuðborg Zambíu, og hefur eftir
fóngum skipulagt tilræöi og
skemmdarverk í Suður-Afríku.
Kenning þjóðarráösmanna hefur
verið, að þar sem yfirgnæfandi
meirihluta Lmdsmanna í Suður-
'Afríku sé meinað að kreíjast réttar
síns með lýðræðislegum hætti
hljóti einhverjir þeirra að reyna aö
sækja hann með vopnum. Suður-
Afríkustjórn hefur svarað með á-
rásum víkingasveita á búðir og
bækistöðvar þjóðarráðsins í ná-
grannalöndum og viðleitni til að
grafa undan veikum stjórnum
þessara landa.
Án stuðnings frá Suður-Afríku,
og að nokkru frá Bandaríkjunum,
hefðu uppreisnarhreyfmgarnar
Unita í Angóla og Renamo í
Mósambikk ekki getaö haldið uppi
áralöngum hernaði sem lagt hefur
atvinnuvegi þessara landa í rúst
auk gífurlegs manntjóns sem aðal-
lega bitnar á óbreyttum borgurum.
En í ár var stigið úrslitaskref
brott af þessari braut. Komið er á
samkomulag um að suöurafrískum
stuðningi viö Unita og Renamo
linni. Suður-Afríka heitir að virða
ákvarðanir Sameinuðu þjóðanna
um sjálfstæði fyrir Namibíu, gegn
því að kúbanskt herhð hverfi brott
frá Angóla.
Framkvæmd þessa samkomulags
er þegar hafin. Stjórnlagaþing
verður kjörið í Namibíu 1. nóvemb-
er. Fundur hefur veriö haidinn í
Kinshasa um stöðvun vopnavið-
skipta stjórnarhers og uppreisnar-
manna í Angóla og annar sams
konar varðandi friðargerð í
Mosambík stóð í Nairobi.
Farið er aö gera því skóna að styst
geti í að Nelson Mandela verði lát-
inn laus. Aöbúð hans í fangelsi
hefur verið stórbætt eftir að hann
veiktist þar af berklum og í sumar
bauð Botha forseti honum til starfs
og tedrykkju.
í október kemur saman fundur
æöstu manna Samveldislanda.
Sunday Telegraph í London skýrir
frá því að Margaret Thatcher hafi
látiö þau boð berast til de Klerk að
erfitt verði fyrir sig að standa öllu
lengur gegn ákvörðun um við-
skiptahömlur gagnvart Suður-
Afríku nema stjórn landsins sýni
trúverðuga viðleitni til marktæks
fráhvarfs frá kynþáttamisrétti.
Frederik W. de Klerk, nýi forsetinn í Suður-Afriku, ávarpar kosningafund
í Jóhannesarborg á miðvikudagskvöld. Þar kvað hann stjórnmálaumbæt-
ur einu leiðina til að efla atvinnulíf, þjakað af refsiaðgerðum og van-
trausti umheimsins.