Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Side 28
28 Iþróttasalur til leigu Nokkrir lausir tímar fáanlegir á kvöldin og um helgar í íþróttasal skólans. Uppl. fást á skrifstofu skólans I síma 688400. Verzlunarskóli Islands f 1 1 1 3 3 3 3 3 rv ------^ Allt á einum stað \ Komdu með bílinn á staðinn og þeir p á verkstæðinu sjá um að setja nýtt pústkerfi undir. p PÚSTKERFID FÆRÐUHJÁ OKKUR 0 Verkstæðið er opið alla virka daga frá kl. 8.00-18.00 0 nema föstudaga frá kl. 8.00-16.00. P BílavörubúÓin „FJÖÐRIN. Skeifunní2 82944 Púströraverkstsði 83466 Sólhlíð v/Engihlíð Okkur vantar áhugasamar fóstrur og Starfsmenn til starfa strax. Vinnutími og starfshlutfall samkomulagsatriði. Nánari upp- lýsingar veitir Elín María Ingólfsdóttir i síma 601594 og 611589 (á kvöldin). Sólbakki v/Vatnsmýrarveg Okkur vantar áhugasama starfsmenn og fóstru til starfa frá 1. september nk. í fullt starf. Nánari upplýsingar veitir Kristín P. Birgisdóttir yfirfóstra í síma 22725. Sunnuhlíð v/Klepp Fóstrur og starfsmenn Óskast til starfa nú þegar og frá 1. september nk. Nánari upplýsingar í síma 602600 (95) og hjá Kolbrúnu Vigfús- dóttur forstöðumanni í síma 31519, utan vinnutíma. Reykjavík 21. ágúst 1989 DAGHEIMILI RÍKISSPÍTALA 9.00 - 22.00 Laugardaga, 9.00 - 14.00 Sunnudaga, 18.00 — 22.00 ER SMÁAUGLÝSINGA BLADID SÍMINNER MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 1989. íþróttir DV Skódi fljóti - íslandsvmurinn vinnur sinn 101. flokkasigur á Skoda Skoda bílaverksmiðjumar eiga glæstan keppnisferil i rallheimin- um þótt fáum sé það kunnugt hér- lendis. Bílar þeirra Tékkanna hafa þó sjaldan barist um sigur í rallkeppn- um heldur hafa þeir lagt meginá- herslu á að vinna sigur í sínum vélarstærðarflokki. Skodinn hefur oftast allra bíla- framleiöenda unnið sigur í flokki bíla með vélarstærð að 1300 rúms- entímetrura og til að kóróna þenn- an glæsilega árangur sigruðu þeir í sínum flokki í 14. sinn í röð í R.A.C. rallinu i Bretlandi i nóvemb- er síðastliðnum. Þetta er árangur sem enginn ann- ar bílaframleiðandi hefur leikið eftir, hvar í flokki sem hann stend- ur Nýr og betri? Þegar Tékkamir tilkynntu svo nýjan Skoda með framhjóladrifi í stað rassmótorsins þrautreynda töldu rallspekingar að dagar þeirra væm taldir og flokkasigramir og öll sú mikla umfjöllun og auglýsing er þetta hafði fært verksmiðjunum væri nú öll fyrir bí. En það er öðru nær því að nú á dögunum var haldin rallkeppni í Ulster á Bretlandseyjum. Keppni þessi er hður í opnu bresku meist- arakeppninni í rallakstri og dregur til sín flesta af betri ökumönnum Evrópu. Þessi rallkeppni er ein- göngu ekin á malbiki eftir þröngum og krókóttum vegum þeirra Breta, hrein martröð fyrir þá sem reynt hafa. Kettir og mýs Þama tókust á mörg hundruð hestafla ofurbílar sem röðuðu sér að lokum í öll efstu sætin neraa eitt, það áttunda, það hreppti norski ökuþórinn John Haugland sem sýndi snilldartakta á nýjum hundrað og tveggja hestafla Skoda Favorit og sigraði í sínum flokki óvænt en af öryggi. Fjölmiðlar víða um heim era hug- fangnir af þessum óvænta árangri Norðmannsins og eiga vart nógu hástemmd lýsingarorð yfír afrek- um hans á bak við stýrið. Þetta var 101. flokkasigur Hauglands á Skoda í alþjóðlegri rallkeppni og er það vafalaust heimsmet. Siifurhaugar Verðlaunagripir kappans skipta orðið hundruðum og segist hann vera orðinn í vandræðum með aö koma þeim fyrir heima hjá sér. Þaö má ömggt telja að þeir félag- ar, Hogiand og Skodi, veröi breskir meistarar í sínum vélarstærðar- flokki en þeir hafa örugga forustu eftir fjórar umferðir af sjö. íslandsraunir John Haugland er ísiendingum að góðu kunnur því að hann kom hingað í tvígang óg tók þátt í al- þjóðlega Ljóma-rallinu 1980 og 1981. Ekki var þó ferð kappans honum til framdráttar því að í fyrra skipt- ið sprakk vélin i bíl hans á síðustu metrum rallsins er hann hafði náð forustu eftir ævintýralegan flmra daga rallakstur og féll þar úr keppni. I seinna skiptið kom keppnisbíli- inn án allra varahluta frá Tékkó- slóvakíu þannig að Haugland varð að aka raliið af ýtrustu varkámi. Hann lauk þó keppni í þriðja sæti en varð næstsíðastur því að aðeins fjórar áhafnir luku keppni það árið. Drengur góður Þrátt fyrir að hafa ekki náö ár- angri í samræmi við erfiði hériend- is eiga íslenskir akstursíþrótta- menn John Haugland mikið að þakka þvi að hvarvetna sem hann hefur keppt hefur hann rómað land og þjóð og hefur mikiö álit á ís- lensktun railökumönnum og er til- búinn aö greiða götu þeirra eigi hann þess kost. -ÁS/BG r<twm • John Haugland ásamt aðstoöarökumanni sínum i 20 ár, Jan Olof Bohlin, takast á við íslenska lækjarsprænu á Esjuleióinni 1981. DV-mynd EJ Sár og vonsvikinn með landsliðsvalið íþróttadefld DV hefur borist eftir- farandi bréf frá Sigbimi Gunnars- syni: Ákaflega oft hefi ég orðið sár og vonsvikinn þegar ég hefi heyrt um val á landsliðshópi í knattspymu. Sjaldan þó eins og í hádeginu á fimmtudaginn, 17. ágúst. Mér kom verulega á óvart að heyra þaö að Þorvaldur Örlygsson og Halldór Áskelsson hefðu verið settir út úr hópnum. Ekkert ætla ég að segja um hverjir þeirra sem valdir vom hefðu frekar átt að sitja eftir en hef þó á því ákveðnar skoðanir. Hér á árum áður og jafnvel í seinni tíð hafði ég oft á tilfinningunni að leikmenn utan af landi ættu erfitt með að hljóta náð fyrir augum lands- liðsnefnda. Þannig fannst mörgum fyrir margt löngu einkenniiegt hversu oft vora vaiin landshð á árun- um 1965-1970 án þess að til dæmis Kári Ámason og Jón Stefánsson og fleiri væra þar í hópi. í seinni tíð hefir það vakið undrun margra hversu lítt Erlingur Kristjánsson, burðarás í liði KA um árabil, hefur fengið að spreyta sig. Þannig mætti telja fleiri dæmi sem ég þó hirði ekki um. Það hefir stundum hvarflað að mér að það sé af ráðnum hug að leik- menn frá félögunum utan af landi séu síður valdir, þar sem þeir eru ekki eins í sviðsljósinu og leikmenn hðanna á SV-hominu. Einnig það að einhverjir sem áhrif kunna að hafa sjái sér leik á borði að halda ákveðn- um leikmönnum utan landsliðshóps í þeirri von að leikmennimir hyggi þá frekar á félagaskipti en ella. Eflaust finnst einhverjum djúpt tekið í árinni með framansögðu en þeim má ljóst vera að ótrúlegustu beliibrögðum er beitt, ekki síður á þessum vettvangi en í pólitík. Þorvaldur Örlygsson er einn þeirra morgu ungu leikmanna sem hafa verulega sett svip á hina jöfnu og skemmtilegu 1. deildar keppni sem fram fer í ár. Þorvaldur hefir staðið sig framúrskarandi vel fyrir hð sitt, KA, sem hefur velgt „stórliðunum" verulega undir uggiun í sumar. Það hlýtur því að vera ákaflega sárt fyrir ungan knattspymumann að vera settur út úr landsliðshóp á sama tíma og hann stendur sig hvað best með sínu félagsliði. Halldór Áskelsson hefir ef til vill ekki átt eitt af sínum bestu tímabil- um í ár en það hafa aðrar „stórstjöm- ur“ í Val heldur ekki átt. Samt sem áður er þeim ljóst sem fylgjast náið með íslenskri knattspymu að Hall- dór er afburðaduglegur og ósérhlíf- inn knattspymumaður sem sómi er að hafa í hvaða íslensku knatt- spymuliði sem er. Mér er það fyllilega ljóst aö ekki er auðvelt starf að veija landslið í knattspymu, hvorki nú né nokkum tíma áður. Vahð nú sætir hins vegar furðu minni og einkum það að tveir fyrmefndir leikmenn séu látnir út meðan nýir leikmenn em kallaðir til og aðrir halda sætum sínum og það leikmenn sem ekki hafa náð að sýna sitt besta í ár. Það er augljóst aö Sigi Held hefur ekki haft góða ráðgjafa að þessu sinni, hafi hann þá haft ein- hverja. Megi frammistaða íslands verða sem best og öllum til sóma í Salzburg á miðvikudag. Sigbjörn Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.