Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Side 4
G
4___
Fréttir
MÁNUDAGIÍR 21. ÁGÚST 1989.
Davíð Oddsson borgarstjóri segir viðræðum um urðun sorps á Kjalamesi hætt:
Nýjasta tilboð Kjalnesinga
eins og hvert annað grín
„Ég veit ekki hvemig hreppsnefnd
Kjalarneshrepps getur horft framan
í sveitunga sína eftir aö hafa hafnað
tilboöi okkar sem aö minu viti var
stórkostlegt," sagöi Davíð Oddsson,
borgarstjóri í samtali við DV.
Hreppsnefnd Kjarlarneshrepps hef-
ur hafnað tiiboöi Reykjavíkurborgar
um uröun sorps í Álfsnesi gegn yfir-
töku á skuldum Hitaveitu Kjalames-
hrepps og fóstu árlegu gjaldi.
„Tilboð þeirra um urðun við Arn-
arholt er eins og hvert annað grín.
Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins
getur auövitað tekið málið upp að
nýju en af hálfu borgarinnar var til-
boðið aðeins bundið við urðun í Álfs-
nesinu. Þessum viðræðum er lokið
af okkar hálfu,“ sagði Davíð.
Vildu frið í hreppnum
„Hreppsnefndin vildi hafa frið í
hreppnum. Þaö er ekki hægt að
kljúfa upp hreppsfélag í deilum um
svona mál og hreppsnefndin vildi
ekki standa að því. Þess vegna var
ákveðið að hafna tilboðinu frá
Reykjavíkurborg en bjóða í staðinn
urðun norðan Arnarholts,“ sagði Jón
Ólafsson, oddviti Kjalameshrepps,
um afstöðu hreppsnefndarinnar.
Mér hefur heldur ekki þótt sann-
gjamt að nota heita vatnið sem feng-
iö er á góðu verði í Mosfellsbæ sem
gjaldmiðil til að koma sorpinu fyrir
augun á Mosfellingum.
Eg hef sjálfur alltaf veriö mjög efins
um að rétt væri aö urða sorp í Álfs-
nesi og er mjög sáttur ef sorpið kem-
ur ekki á Kjalarnes. Það getur verið
að tilboð Reykjavíkurborgar um yfir-
töku á skuldum hitaveitumnar hafi
verið gott en við Kjalnesingar erum
engir bónbjargarmenn og höfum
hingað til borgaö skuldir okkar,"
sagöi Jón Ólafsson.
Urðað í Krísuvík?
Allar líkur em nú á að aftur verði
horfið til upphaflegrar áætlunar um
sorpböggunarstöð í Hafnarfirði og
urðun sorpsins í Krísuvík. Það hefur
þó ekki veriö ákveðið endanlega af
stjórn Sorpeyðingar höfuðborgar-
svæðisins.
„Við úthlutuðum lóð undir sorp-
böggunarstöðina fyrir fjórum mán-
uðum. Nú er kominn tími til að fara
gera eitthvað í málinu,“ sagði Guð-
mundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri
í Hafnarfirði. „Staðan er nú eins og
hún var í upphafi og ekkert annað
að gera en aö hefiast handa,“ sagði
Guðmundur Árni.
-GK
Mýflug í Mývatnssveit:
Erlendir ferðamenn sækja í útsýnisflug
Leifur Hallgrimsson t.h. og Baldur Vilhjálmssm, flugmaður hjá Mýflugi, við eina af vélum félagsins.
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Það er búið að vera mjög mikið
að gera hjá okkur í júlí svo við erum
ánægðir," sagði Leifur Hallgrímsson,
einn af eigendum Mýfiugs hf. í Mý-
vatnssveit, er DV kom við á flugvell-
inum við Mývatn á dögunum.
Leifur stofnaði Mýflug árið 1984 en
árið eftir var félaginu breytt í hluta-
félag er 11 aðrir aðilar í sveitinni
gerðust hluthafar. Leifur sagði að í
upphafi hefði starfsemi félagsins ver-
ið hugsuð sem útsýnis- og leiguflug
og frá þeirri stefnu hefði ekki verið
horfið.
„Útsýnisflugið er stærsti þátturinn
í starfsemi okkar," sagði Leifur. „Það
eru að langmestu leyti erlendir
ferðamenn sem sækja í þetta útsýnis-
flug og það er undantekning ef við
sjáum hér á flugvellinum innlenda
feröamenn sem vilja komast í flug.
Við gerum okkur grein fyrir því að
það er dýrt að fara í slíkt flug en það
er gaman að segja frá því að útlend-
ingamir borga með bros á vör, þeim
finnst þetta vel peninganna virði.“
Mýflug býður upp á 6 mismunandi
leiðir í útsýnisfluginu og taka ferð-
irnar allt frá 20 mínútum og upp í 2
klukkustundir. Leifur sagði að vin-
sælasta leiðin, sem flogin er, væri í
Öskju og Kverkfiöll. Þá er flogið
hringinn í kringum Mývatn, upp að
Öskju og þaðan i Kverkfiöll. Síðan
er farið í Herðubreiðarlindir, til baka
yfir Mývatn og loks upp að Kröflu.
Slík ferð tekur um eina og hálfa
klukkustund og kostar 6.600 krónur
fyrir manhinn. Til samanburðar má
nefna að stysta flugið, sem er í kring-
um vatnið og upp að Kröflu, kostar
2.300 krónur fyrir manninn.
Flugvélakostur Mýflugs hf. í dag
samanstendur af þremur vélujn:
einni kennsluvél og tveimur vélum
sem taka 5 farþega.
Mýflug hefur byggt mikið upp á
flugvellinum, m.a. flugskýli og far-
þegaafgreiðslu, en Flugmálastjórn
hefur séð um uppbyggingu brautar-
innar. Flugbrautin þótti lengi vel ein
sú athyglisverðasta á landinu, var
þá 500 metra löng og svo kúpt að
ekki sást enda á milli. í dag er braut-
in orðin 805 metra löng með tveimur
60 metra löngum öryggissvæðum og
sagöi Leifur að þeir væri þakklátir
fyrir það að vera nú loksins búnir
að fá almennilega flugbraut í Mý-
vatnssveit.
í dag mælir Dagfari
Miðskóli Davíðs og Svavars
Úfar hafa risið manna á meðal
út af nýjum einkaskóla sem til
stendur aö stofna í höfuöborginni.
Að mati menntamálaráðherra
kemur ekki til greina að stofna
Miðskóla sem hefur þá hættu í fór
með sér að geta orðið betri skóli
en þeir sem ráðherra stýrir. Slíkt
væri fyrir neðan allar hellur þar
sem sú hætta blasi við aö böm
Miðskólans fengju ívið betri
fræðslu en sætu þau í rikisskóla.
Davíö borgaralvaldur er ekki sam-
mála ráðherra og segir að hann sé
haldinn fomaldarhugsun í þessum
efnum. Bendir á í leiöinni að sjálfur
hafi Svavar sent sín böm í Isaks-
skóla til að forða þeim frá ríkisskól-
um. Þar sem Dagfari er þeim ann-
mörkum háður að hafa ekki per-
sónulegan né heldur eigin bama
samanburð milli ríkisskóla og
einkaskóla á hann að sjálfsögðu
ekki aö voga sér að fialla um málið
á faglegan hátt enda er það ekki
ætlunin. En ef hann man rétt gengu
bæði Davíð og Svavar í ríkisskóla
á sínum lærdómsárum og alþjóð
veit hvemig sá menntaferill hefur
fariö með lífshlaup þeirra tvímenn-
inga.
Þeir félagar munu báðir á sinnm
stuttbuxnaárum hafa stundað
sveitastörf milli ríkisskólasetu á
vetmm. Engar staðfestar fréttir
hafa borist af fólksflótta .úr þeim
hémðum sem Svavar og Davíð
heiðruðu í æsku sinni og ber því
að líta svo á að hvorugur beri í dag
ábyrgð á vanda landbúnaðarins.
Éftir aö síðbuxurnar taka við af
stuttbuxunum skilur leiðir og hvor
fer í sitt hom í pólitíkinni án þess
að nokkur rannsókn hafi fariö
fram á því á hvern hátt ríkisskóla-
gangan hafði þar áhrif á. Slík ana-
lýsering bíöur fræðimanna fram-
tíöarinnar. En meö tilliti til Mið-
skólamálsins er mjög nauðsynlegt
að slík rannsókn fari fram til þess
að unnt sé að varpa réttu ljósi á
málið. En áfram með þá Svavar og
Davíð sem em orðnir miðpunktar
Miðskólans með réttu eða röngu.
Á sínum tíma gerðist Svavar for-
maður Alþýðubandalagsins sem þá
var og næstum því hét. Á þeim
árum hét hann því í ræðu og riti
aö vinna að nýsköpun atvinnuveg-
anna og vinna því máli fylgi innan
flokks og utan. Þetta verk hefur
tekið nokkur ár en er nú að skila
þeim árangri að helstu atvinnuveg-
ir þjóðarinnar em nú í rúst og ný
gjaldþrot fyrirtækja era birt á
hverjum virkum degi. Það þarf því
ekki að fara í neinar grafgötur um
dugnaö Svavars Gestssonar og
sálufélaga hans þá þeir vilja það
viðhafa. Núverandi formaður Al-
þýöubandalagsins, Ólafur Ragnar
Grímsson lauk líka ríkisskólanámi
hér á landi en hélt síðan til frekara
hagfræðináms erlendis og mun það
nám hafa kostaö skildinginn. Hins
yegar er það þó skítur á priki mið-
að við það hvað það kostar þjóðina
að fá þennan mann í stól fiármála-
ráðherra. En kannski hann hafi
ekki lært í sama skóla og Magga
Thatcher þama í Bretlandi.
Davíð fór hins vegar hvorki til
Austur-Þýskalands né Bretlands
en lék Bubba kóng þess í stað og
gerðist síðan borgarstjóri í Reykja-
vík. Gefur skít í alla gagnrýni hvort
heldur hún beinist að ráðhúsi eða
skopparakringlu og rekur borgina
af miklum myndarskap eins og
honum er lagið. Lætur hvern sem
er á móti honum í pólitík hafa það
óþvegið þegar tilefni gefst til og nú
síðast sendir hann Svavari heldur
kaldar kveðjur út af Miðskólamál-
inu.
En fyrst ríkisskólinn gat á sínum
tíma útskrifað svo ólíka einstakl-
inga sem Svavar og Davíð vaknar
sú spurning hvort einkaskóli sé lík-
legri til að steypa einstaklinga í
sama mót. Kannski Svavar óttist
þaö mest að Miðskólinn muni bara
framleiða litla og þybbna borgar-
stjóra með úfið hár en ekki nein
eintök af ráðhermm Alþýðubanda-
lagsins. Miðaö við fiölda borgar-
stjóra í Reykjavík síðustu hálfa öld
eða svo ætti þessi ótti Svavars að
vera ástæðulaus, enda bendir flest
til þess að Alþýðubandalagið heyri
sögunni til á undan embætti borg-
arstjóra.
Dagfari