Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Side 18
18 MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 1989. Lífstm Lambakjöt á lágmarksverði: 75% aðspurðra eru ánægð 75,2% aðspuröra sögðu að þeim heíöi líkað vel eða mjög vel lamba- kjöt á lágmarksverði sem selt hefur verið í sumar sérstaklega niðursneitt á grilhð. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar sem Skáís gerði fyrir samstarfshóp söluátaksins dag- ana 10.-12. ágúst. Úrtakið var 800 manns og náði til íbúa alls staðar á landinu og allra aldurshópa. 92% þátttakenda vissu af tilboðinu en 7,2% ekki, þannig að segja má að kynning á lamgbakjötssölunni hafi tekist vel. 62,4% höfðu nýtt sér til- boðið og keypt einn eða fleiri poka af lambakjöti. 36,2% höfðu hins veg- ar ekki gert það og spurðir um ástæð- ur svöruöu flestir því til að þeir borð- uðu yfirleitt lítið lambakjöt. 12% þeirra sem ekki keyptu leist ekki á tilboðið. Spurt var hvort lambakjötsneysla hefði aukist á heimili viðkomandi og svöruðu 44,2% því játandi en 50,9% Neytendur sögðu hana óbreytta meðan 4,9% sögðust ekki vita það. Þátttakendur voru spurðir hve margir pokar af tilboðskjöti hefðu verið keyptir og kom í ljós að 41% höfðu keypt einn pöka, 32,7% höföu keypt 2 poka og 13,7% höfðu keypt þrjá poka. Þegar aldursdreiflng í hópi þeirra sem nýtt höföu sér tilboöið var könnuð kom í ljós að meira en 60% þátttakenda á aldrinum 23 til rúm- lega 40 ára höfðu keypt poka á til- boðsverði. Fólk var einnig spurt hvemig kjötið hefði verið matreitt og kom í ljós að flestir hinna yngri höfðu sett kjötið á grillið meðan eldri aldurshópar matreiddu það á ýmsan annan hátt. Þá var spurt hve mikið væri eftir af því kjöti sem síðast hefði verið keypt og í ljós kom að 13,7% áttu allt kjötið eftir, 27% áttu helminginn eft- ir, 24% áttu fjórðung kjötsins eftir og 16,4% voru búin að neyta þess sem keypt hafði verið. Þórhallur Arason, starfsmaður landbúnaðarráðuneytisins, sem ráð- inn var sérstaklega til þess að skipu- leggja sölu á lambakjöti, sagði í sam- tali við DV að niðurstöðurnar sýndu ótvírætt að undirtektir almennings hefðu verið jákvæðari og betri en búist hefði verið við. Hann sagðist ánægður með það hve yngra fólk virtist hafa tekið þessu vel og benti ennfremur á að niðurstöðurnar sýndu að fólk hamstraði ekki kjöt í frystikistuna heldur væri það keypt til neyslu strax. -Pá Þessi brosmilda stúlka veit hvernig á að meóhöndla kjöt en rétt meðferð matvæla er lykilatriði. Röng meðferð olli matareitnininni Rannsóknir á sýnum hafa stað- fest að matareitrun, sem kom upp á Kópavogshæli og Vífilsstööum um hvitasunnuna í vor, átti rót sína aö rekja til rangrar meðferöar á matvælum í eldhúsi Vífilsstaða- spítala. Rúmlega eitt hundraö manns veiktust eftir að hafa neytt hangi- kjöts á umræddum stofnunum. Sýni voru tekin bæði hjá framleiö- anda og í eldhúsi Vífilsstaða og í Ijós kom aö bakterían Clostridium perfringens, sem sýkingunni olii, hefur náð að fjölga sér eftir ranga meðhöndlun. Baktería þessi er mjög algeng í hröð þegar matvæli eru geymd við vatni, jarðvegi, saur og hráu Kiöti. herbergishita eftir suðu en það er Hún nær ekki að íjölga sér ef mikið trúlega það sem skeður á Víflls- súrefni er tii staðar. Gerillinn vex stöðum. Þar sem sýkillinn er loftfælinn er hann helst til staðar í súrefnis- snauðu umhverfi, svo sem kjöt- og pottréttum, þykkum súpum og sós- um. Þaö er þvi ijóst að þegar búinn er til matur sem síðan er sendur í einangruöum bökkum milli húsa, best við um 45°C en getur einnig eins og gert var í þessu umrædda vaxiö við 15-50°C. Dvalargróin, sem tílfelli, geta auöveldlega myndast- hann myndar, þola þó mun meiri aðstæöur fyrir sýkil þennan. hitun. Við suðu matvæla spíra gró- -Pá in og fjölgun gerlanna veröur mjög Neytendur Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar hefur almenningur jákvætt við- horf til kjötfjallsins og virðist staðráðinn í að borða sig í gegnum það. Súpukjöt á lágmarksverði: 323 krónur kílóið Verðið á „Súpukjöti á lágmarks- kjötí eða einn frampartur í hverj- verði“, sem fer að birtast í verslun- um poka og er kjötíð hlutað niður um um miðja vikuna, hefur verið og aukabitar Ijarlægöir til þess að ákveðiö 323 krónur. Undir þessu mæta óskum kaupenda. nafni verða seld 100 tonn af súpu- -Pá Dagstímplar það eina sem vantar Vegna skrifa DV um merkingar á umbúðum utan um Smjörva vill Geir Jónsson, yfirmaöur rannsóknarstofu Osta- og smjörsölunnar, að fram komi að þær umbúðir, sem birtar voru myndir af í DV, eru nýjar um- búöir sem Smjörvinn verður seldur í. Á þeim er að finna allar nauðsyn- legar upplýsingar nema dagstimpil. „Stimpillinn verður tekinn í gagnið um næstu mánaðamót," sagði Geir í samtali við DV. Eftir þá þreytingu eiga umbúðir um Smjörvann að upp- fylla öll skilyrði reglugerðar um merkingu neytendaumbúða. . -Pá Electrolux en ekki Sanyo Mistök urðu við birtingu greinar á neytendasíðu á þriðjudag um við- horf fólks til örbylgjuofna. Hitt rétta er að 69% eigenda Elec- trolux ofna sögðust oft nota ofninn en meðal þeirra voru flestír eða 18% sem ekki treystu sér til þess að mæla meö ofninum. Þetta stakk í stúf við aðrar niður- stöður sem bentu til þess að því oftar sem fólk notaði ofninn því ánægðara væri það með hann. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.