Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Side 20
20 n/MÚDa’ÓuR 2Í. ÍÓtísTlV89. íþróttir Robbie Hindmarch, leikmaður Derby, leikur hér á Paul Williams, leikmann Charlton, í leik liðanna á laugardag. Knattspyrnuvertíöin hafin í Englandi: United burstaði meistara Arsenal - Liverpool vann nýliða Man. City, 3-1, á Anfield Manchester United fór vel af staö þegar enska deildarkeppnin hófst á laugardag. Manchester liðið vann stórsigur, 4-1, á meisturum Arsenal á heimavelli sínum, Old Trafford. United fékk óskabyrjun og hðið skoraöi eftir aðeins rúma mínútu. Þá skoraði Steve Bruce með góðum skalla og rétt á eftir munaði minnstu að Bryan Robson skoraði annað mark þegar hann skaut framhjá úr dauðafæri. Sókn United hélt áfram og á 17. mínútu fékk liðið vítaspymu en Brian McClair brenndi af. Þvert gegn gangi leiksins náði Arsenal að jafna og var þar að verki, David Roc- astle. í síðari hálfleik tók United öll völd á vellinum og liðið þremur mörkum við. Mark Hughes, Neil Webb og Brian McClair skomðu allir áður en yfir lauk og stórsigur Man. Utd. í höfn. Liverpool í gang í síðari hálfleik Liverpool lenti í kröppum dansi í fyrri hálfleiknum gegn nýhðum Manchester City. John Bames náði reyndar forystunni fyrir Liverpool með marki úr vítaspymu en Andy Hinchcliffe, komungum leikmanni City, tókst að jafna, 1-1. í síðari hálf- leiknum fór Liverpool-liðið í gang og þeir Peter Beardsley og Steve Nicol skoruðu og tryggðu hðinu sigur fyrir framan 38 þúsund áhorfendur á An- field. Tottenham ekki sannfærandl Tottenham sýndi ekki mjög sannfær- andi leik á laugardag en liðið náði þó að sigra Luton, 2-1. Stuðnings- menn Tottenham hafa búist viö miklu af höinu fyrir keppnistímabil- ið enda hefur liðið keypt marga snjalla leikmenn, þ.á m. Gary Line- ker fyrir 1,5 mihjónir punda. Paul Stewart kom Spurs yfir gegn Luton en Roy Wegerley náði að jafna fyrir hattaborgarliðiö í upphafi síðari hálfleiks. Þaö var síöan Paul Allen sem innsiglaði sigur Tottenham en aðeins 17 þúsund áhorfendur fylgd- ust með leiknum á White Hart Lane. Everton steinlá á á Highfield Road Everton fékk skell í sínum fyrsta leik er liðiö heimsótti Coventry á High- field Road. Staðan var markalaus þar til seint í síðari hálfleik. Gary Bann- ister skoraði fyrir Coventry á 67. mínútu og David Speedie bætti öðm markinu við þrem minútum fyrir leikslok. Lögreglan seinkaði leiknum Chelsea, sem sigraði í 2. deild á síð- asta keppnistímabih, fagnaði því að vera komið aftur í 1. deiid með því að leggja Wimbledon að velli 1-0. Leikurinn einkenndist af mikhl bar- áttu enda liðin nágrannar í London og þar er rígur á milh liða. Kevin Wilson gerði sigurmark Chelsea um miðjan síöari hálfleik. Skotinn skoraði tvö Crystal Palace, aðrir nýhöar í 1. dehd, fengu eins góða byrjun. Þeir máttu þola 0-2 tap fyrir nágrönnum sínum QPR. Skotinn Paul Wright, sem QPR keypti frá Aberdeen, skor- aði bæði mörk Rangers. Annað markanna var skorað úr vítaspymu. Jafnt I Nottingham Nottingham Forest og Aston Villa gerðu 1-1 jafntefli í Nottingham. De- rek Mountfield skoraði fyrst fyrir Villa en Gary Parker jafnaði fyrir Forest í síðari hálfleik. Dýrlingarnir töpuðu Millwah geröi góða ferð til Southap- ton og vann 2-1 sigur á suðurströnd- inni. Les Briley og Tony Cascarino gerðu mörk Millwall en Ruddock náði að minnka muninn fyrir Dýrl- ingana. Norwich lagði Wednesday Norwich vann Sheffield Wednesday, 2-0. Dave Philhps og Robert Fleck skoruðu mörk Norwich í leiknum. Charlton og Derby County gerðu markalaust jafntefli í tíðindaitlum leik í Lundúnum. Newcastle burstaði Leeds í 2. deild kom stórsigur Newcastle á Leeds einna mest á óvart. Leeds komst yfir í fyrri hálfleik með mörk- um Bobby Davison og Ian Beard en Newcastle fór á kostum í síðari hálf- leik og þá áttu leikmenn Leeds engan möguleika. Mick Quinn skoraði fjög- ur af fimm mörkum Newcastle. West Ham komst yfir í Stoke með marki Kevin Keen en George Berry jafnaði fyrir Stoke undir lokin. Middlesbro vann Úlfana, 4-2. Bernie Slaven gerði tvö mörk og þeir Trevor Putney og Peter Davenport sitt markiö hvor. Andy Mutch skor- aði bæði mörk Úlfanna. -RR 1-deild: Charlton-Derby...........0-0 Coventry-Everton.........2-0 Liverpool-Man. City.•....3-1 Man.Utd.-ArsenaI.........4-1 Nott. Forest-Aston Vhla...1-1 QPR-Crystal Palace.......2-0 Sheff. Wed.-Norwich......0-2 Southampton-Mill wah.....1-2 Tottenham-Luton..........2-1 Wimbledon-Chelsea........0-1 2. deild: Blackbum-Oldham..........1-0 Bradford-Port Vale.......2-2 Brighton-Bom*nemouth.....2-1 Huh-Leicester............1-1 Ipswich-Barnsley.........3-1 Middlesbro-Wolves........4-2 Newcastle-Leeds..........5-2 Ply mouth-Oxford.........2-0 Stoke-West Ham...........1-1 Swindon-Sunderland.......0-2 Watford-Portsmouth.......1-0 West Brom-Sheff. Utd.....0-3 3. deild: Birmingham-Crewe..........3-0 Blackpool-Wigan...........0-0 Bristol Rov.-Brentford....1-0 Bury-Bristol City........1-1 Cardiff-Bolton............0-2 Chester-Mansfield.........0-2 Fulham-Tranmere...........1-2 Huddersfield-Swansea......1-0 Leyton O.-Notts County...0-1 Reading-Shrewsbury........3-3 Roherham-Preston..........3-1 Walsah-Northampton........1-0 4. deild: Chesterfield-Colchester...1-1 Exeter-Doncaster..........1-0 Gillingham-Aldershot......0-0 Grimsby-Cambridge.........0-0 Halifax-Hartlepool........4-0 Hereford-Carlisle.........2-2 Lincoln-Scunthorpe........1-0 Peterboro-Maidstone.......1-0 Rochdale-Burnley..........2-1 Scarborough-Wrexham.......2-1 Southend-York.............2-0 Stockport-Torquay.........1-1 Úrvalsdeild Celtic - Dunfermline.....1-0 Dundee - DundeeUtd.......4-3 Hibernian - Rangers......2-1 Motherwell - Aberdeen....0-0 St. Mirren - Hearts......1-2 l.deild Airdrie - Hamilton.......1-0 Ayr - Forfar.............1-1 Falkirk - Raith Rov......0-2 Meadowbank - Alloa.......1-3 Morton - Clydebank.......0-1 Partick - Albion Rov.....4-0 St. Johnstone - Clydebank.2-1 2. deild Arbroath - Kilmamock........1-1 Brechin - Dumbarton.........4-0 Cowdenbeath - Montrose......0-1 East Fife - Stenhousmuir....2-3 QueenofSouth-Berwick........4-2 Queens Park - East Stirling.3-2 Stanrear - Stirling Alb.....0-2 Markahæstir: Keith Wright, sem leikur meö Dundee, er markahæstur í Skot- landi en hann gerði ijögur mörk í síðustu umferð, gegn erkifénd- unum Dundee Udt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.