Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1989, Side 19
- neitaði landsliðssæti vegna ferðarinnar til Englands - sjá bls. 30 Akranes vann bikarinn - bls. 23 United skellti Arsenal - bls. 20 Af hestum á EM - bls. 24 og 25 Fram fékk útreið gegn Þór - bls. 24 Laxá í Kjós enn á toppnum bls. 29 Þessi urðu hlutskörpust í Reykjavíkurmaraþoninu. Hollendingurinn Wilma Rusman setti brautarmet í kvennaflokki en Bretinn Robin Nash sigraði í karlaflokki. Nánar er sagt frá hlaupinu í miðopnu. DV-mynd GS Sigurður vann tvenn silfurverðlaun en Einar eitt brons: Einar og Sigurður kasta báðir í Mónakó - tryggðu sér rétt til að keppa á lokamóti Grand-Prix Síslendingar geta nú státað af tveimur stjörnum í spjótkasti en þeir Sigurður Einars- son og Einar Vilhjálmsson tryggðu sér um helgina rétt til að keppa á lokamóti Grand-Prix. Það mót fer fram í Mónakó þann 1. september. Þeir félagar kepptu á tveimur stigamótum alþjóðafijálsíþrótta- sambandsins um helgina og stóðu sig með mikilli prýði. Sigurður vann tvenn silfurverð- laun en Einar hreppti eitt brons. Á fyrra mótinu, sem fram fór í Berlín á fóstudagskvöld, vann Sig- urður silfur öðru sinni á örfáum dögum en Einar varð fjórði. Kast Sigurðar var glæsilegt en hann þeytti spjótinu 82,68 metra. Hefur Sigurður ekki kastað spjótinu lengra í keppni. Sigurður Einarsson er kominn í fremstu röð í spjótkastinu. Einar náði einnig ágætu kasti í Berlín, spjót hans flaug 80,70 metra. Það var Bretinn Steve Bacley sem sigraði í Berlín en hann er í miklu formi um þessar mundir. Kastaði hann spjótinu þar 83,58 metra. í Köln komust okkar menn báðir á pall, Sigurður tók silfrið en Einar hreppti brons. Sigurður þeytti þá spjótinu 82,30 metra en Einar kastaði sínu áhaldi 81,80 metra. Steve Bacley sigraði einnig í Köln, kastaði þá 83,88 metra. Bacley hefur forystuna í stiga- keppninni í spjótkastinu en það kann að breytast í Mónakó en það mót vegur tvöfalt í stigagjöfinni. -JÖG Langhlaup: Tvö frækin heimsmet Tvö glæsileg heimsmet í frjálsum íþróttum voru sett á Grand-Prix mót- um um helgina. Það fyrra setti Mexíkómaðurinn Arturo Barrios á föstudagskvöld. Hljóp hann þá 10 þúsund metrana á 27:08,23 í Berhn. Portúgalinn Fernando Mamede átti metið sem féll. Var það 27:13,81 mín- úta og komið nokkuð til ára sinna. Mexíkómaðurinn hljóp keppinauta sína af sér í síðasta þriðjungi hlaups- ins og með meiri keppni hefði met hans vafalaust orðið enn glæsilegra. Marokkókmaðurinn Said Aouita setti heimsmet í 3000 metra hlaupi í Köln í gær. Met þessa tæplega þrítuga íþrótta- manns er óvenju glæsilegt og kemur á margan hátt á óvart þar sem marg- ir ætluðu að Aouita væri fallinn af hátindi ferils síns. Aouita hljóp vegalengdina á 7:29,45 mínútum en eldra metið var 11 ára gamalt, sett í Osló af Henry Rono. Var það 7:32,10 mínútur. Þess má geta að Said Aouita á fyrir heimsmet í 3 og 5 þúsund metra hlaupi. -JÖG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.