Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1989, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1989. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarrítstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1)27022 - FAX: (1 >27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHÖLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Samtök fallista Ríkisstjórnarflokkarnir viröast sammála um, aö nú eigi að fara að afgreiða fjárlög með halla, vísvitandi. Þetta er nýlunda. Ár eftir ár hafa þáverandi íjármálaráð- herrar, úr hinum ýmsu flokkum, streitzt við að lýsa yfir, að fjárlög skyldu afgreidd án halla. Nú er jafnvel talað um, að íjárlög næsta fjárlagatíma- bil kunni að verða afgreidd með tíu milljarða króna halla. Landsfeðurnir gefa og í skyn, að svipað muni gilda um naéstu ár. En hvað hafa fj ármálaráðherrar hinna ýmsu flokka gert í reynd? Þrátt fyrir allar yfirlýsingarnar hefur ver- ið gífurlegur halli á ríkisrekstrinum. Munurinn á því, sem verið hefur, og því sem koma skal, er sá, að nú er ætlunin að lýsa yfir fyrirfram, að fjárlög skuh afgreidd með halla og honum miklum. Ríkisstjórnarmenn vitna vafalaust til kenninga um, að halli skuli vera á ríkisrekstri á krepputímum. Þar kom á sínum tíma fram brezki hagfræðingurinn Keynes og sagði eitthvað þvílíkt. En síðari tíma hagfræðingar eru yfirleitt annarrar skoðunar. Ríkishalli veldur mikl- um vandkvæðum í sjálfu sér. Hann er böl. Nú er enn rætt um, að viðskiptahalli okkar við útlönd kunni að verða nærri tíu mihjarðar króna í ár þrátt fyrir sam- dráttinn. Með svo miklum viðskiptahalla að viðbættum haha á ríkissjóði erum við að stefna í enn dýpra fen en við höfum verið í. Aðstæður hér eru ekki þess eðlis, að rökrétt sé að stefna vísvitandi í gífurlegan halla á ríkis- rekstrinum. Lítum á staðreyndirnar nú og hér. Vissulega hafa fjármálaráðherrar farið hla að ráði sínu hin síðustu ár. Þeir hafa, eins og nú, lýst yfir, að Qárlög verði hahalaus. Alþingi hefur samþykkt slík frumvörp. En hefur alþingi vitað, hvað það var að sam- þykkja? Líklega ekki. Eftir samþykkt fjárlaga hafa ríkis- stjórnir farið langt fram úr áætlununum. Hahi hefur orðið mikhl á ríkisreikningi. Hér erum við einungis að tala um íjárlagahallann. Ríkishalhnn í heild hefur verið miklu meiri. Shkt ghdir um fjármálaráðherra hinna ýmsu flokka. Sumir þeirra eru í stjórn og sumir í stjórnarandstöðu. Ábyrgðin hefur verið þeirra. Ríkishallinn verður fyrst og fremst að skrifast á reikning ijármálaráðherra hvers tíma. Þrátt fyrir ahar samþykktir alþingis, hefur dæmið endað með miklum haha. Sem dæmi um slíka fjármála- ráðherra nefnum við nú Þorstein Pálsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Ólaf Ragnar Grímsson. Þetta hafa allt verið falhstar á þessu mikilvæga sviði. En kannski er sárast, þegar htið er um öxl, hvernig ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks fór með ríkisfjármál- in, meðan góðæri ríkti og við hefðum átt að byggja upp sjóði. Þetta hafa menn einnig sagt, sem þá voru í röðum stjórnarhða. Að öhu samanlögðu höfum við ekki efni á að fara nú kerfisbundið í fjárlagahalla. Þar er th að taka, að við búum við viðskiptahaha. Þar er til að taka, að ríkis- sjóður hefur verið rekinn með halla í mörg ár, sem hleðst upp. Þá skulum við hafa í huga, að þjóðin er skuld- um vafin. Við höfum ekki efni á að safna meiri skuld- um, th dæmis meiri erlendum skuldum. Samtök falhstanna eru bara að gefast upp. Þessi sam- tök leita leiða th þess að afsaka, að ríkissjóður skuli rekinn með haha. En að baki býr getuleysi stjómmálamanna og tengsl þeirra við þrýstihópa. Haukur Helgason „„Dyrhólagatið, Stapagatið", skrifuðu ísafold og Þjóðólfur“. - Hér birtist mynd frá Dyrhólaey með tilheyrandi og „réttu“ gati. Stapagatið, Dyrhólagatið Stundum hvarflar að manni sú ógeðfellda hugsun að gaman væri að blanda sér í hinn fjölmenna hóp sem dögum oftar stundar nöldur- skrif í blöð landsins. Sem betur fer hefi ég til þessa litið á þennan veik- leika minn sem smávægilega trufl- im á sálarlífi og hrist hann af mér, minnugur visu Húnvetningsins sem ekki komst á mælendaskrá á póhtískum fundi, þrátt fyrir ákafar tilraunir til að vekja athygli fund- arstjóra á sér: Fann ég eigi orðin þá, er ég segja vildi. Varþófeginneftirá að ég þegja skyldi. Varla þarf aö taka fram að þessa vísu hefi ég heyrt í fleiri útgáfum en þessa útgáfu heyrði ég fyrst svo ég læt hana flakka. Engin dauðasynd Það er með ólíkindum hve mikið nöldur blundar með þessari þjóð. Fólk nöldrar um kartöflur og fjór- hjól, hundaskít og tjaldstæði, veör- ið og þjóðkirkjuna, páfann og soðn- inguna. En þá fyrst ná nöldrararn- ir sér á strik þegar talið berst að MÁLINU, hinni heilögu, almennu íslensku tungu. Nokkum veginn er öruggt að bera má mann hinum verstu sök- um án þess að hann geri annað en í mesta lagi að svara einhveijum skætingi og fylgir varla hugur máh. Sé hins vegar einhverjum borið á brýn að hann kunni ekki að fara með málið, fari rangt með orðtök, beygi vitlaust eða segi „kysst- ustum“, þá er komið við innstu kviku i sálarlífi þessa aumingja manns. Hann fyrirgefur aldrei slika ósvífni og sjálfsvirðing hans hefir beðið hnekki sem mótar líf hans upp frá því. „Að fara rangt með máhð“ er sú synd sem aldrei verður fyrirgefin. Ágætur smekkmaöur á íslenskt mál, bæði í ræðu og riti, maður sem vandar framburð sinn flestum bet- ur og hefir auk þess þægilega rödd, missti einhveiju sinni út úr sér „rant“ eignarfah af algengu orði í útvarpsþætti. Hann brást svo harkalega við að engu var líkara en hann hefði sýnt af sér óafsakan- lega ósiðsemi á almannafæri. Hann hætti að fræða okkur hlust- endur um hvemig við mættum tala skýrara og betra mál. En jafnvel ósveigjanlegustu „hreintungu- menn“ töldu að hér hefði útvarps- maðurinn gengið lengra en góöu hófi gegndi. Þaö er nefnilega engin KjaUariim Haraldur Ólafsson dósent 1901 birtist mynd af kletti við strönd og gat mikið í gegnum hann. Fylgdi sú skýring að þetta væri Dyrhólagatið, þekkt náttúrusmíð á ströndinni fyrir Mýrdalnum. Um þessar mundir var Björn Jónsson ritstjóri mánaðarritsins Sunnan- fara en jafnframt ritstjóri ísafoldar. Strax upp úr áramótum birtist grein um þessa fahegu mynd í Þjóö- ólfi, sem þá var helsti keppinautur ísafoldar, og ritstjórar þessara merku blaða engir vinir. Þótti Þjóð- ólfsritstjóranum þessi myndbirting enn eitt dæmið um heimsku ísa- foldarritstjórans þar eð þetta væri ahs 'ekki Dyrhólagatið heldur Stapagatið við Arnarstapa á Snæ- fellsnesi. Eins og nærri má geta varð Björn ritstjóri ókvæða við og skrifaði ,;Púkinn á fjósbitanum fitnar og viö ístöðulausir lesendur höfum lúmskt gaman af.“ dauðasynd að verða fótaskortur á tungunni. Shkt kemur fyrir alla og hvorki ráðherratilskipanir né há- tíðasamkomur um TUNGUNA geta nokkru um það breytt. Ekki fyrir það að synja að stund- um geta umræðurnar um rétta notkun tungumálsins komist á það stig að hafa má af „fávíslegt gam- an,“ eins og Þórbergur sagði um ræöur séra Ólafs Fríkirkjuprests. „Klippt var það, skorið var það“ Sá óhugnanlegi atburður gerðist austur í Líbanon fyrir skömmu að bandarískur gisl „var tekinn af lífi“, svo notað sé oröalag frétta- stofu Ríkisútvarpsins. Fjölmiðlagagnrýnandi dagblaðs nokkurs sá ástæðu til þess aö benda á að hér væri á ferðinni vill- andi orðalag, gott ef ekki rangt þar að auki. Maðurinn heíði alls ekki verið tekinn af lífi heldur myrtur. Fréttamaöur brást hart við og sagði manninn víst hafa verið tekinn af lífi en ahs ekki myrtan. Fjölmiðlagagnrýnandinn sagði þetta mestu firru, maðurinn hefði veriö myrtur, og auk þess væri fréttamaðurinn svo skyni skropp- inn að hann þekkti ekki kyn nafn- orðsins ruglandi. Þegar hér var komið sögu datt mér í hug Stapa- gatiö. Hér kemur sagan um Stapagatið. í desemberhefi Sunnanfara árið niðrandi pistil um gáfnafar Þjóð- ólfsritstjórans. ísafold og Þjóðólfur héldu áfram að skemmta skrattanum fram á þorra en umræðan snerist þegar frá leið ahs ekki um sannleikann - báðum stóð á sama um hvort klett- urinn með gatinu var við Dyrhóla- ey eða Amarstapa. Greindarskort- ur og slæmt pólitískt innræti var umræðuefniö og mátti ekki á mihi sjá hvor ritstjóranna var illorðari. „Klippt var það, skorið var það,“ öskruðu kerlingarnar. „Dyrhóla- gatið, Stapagatið", skrifuðu ísafold og Þjóðólíúr. „Tekinn af lífi myrt- ur“ lesum við í DV. Púkinn á fjósbitanum fitnar og viö, ístöðulausir lesendur, höfum lúmskt gaman af þótt við innst inni skömmumst okkar fyrir það. Þáerillakomið íslenskri tungu stafar engin hætta af hjákátlegum deilum um notkun einstakra orða né heldur „rangri“ beygingu eða vitlausu kyni. Orðafátækt, hugtakarughng- ur, afskræmd orðtök geta valdiö menningarrofi. Tengslin við menningararfleið- ina slitna og svo getur farið að ís- lenskt fólk geti ekki lengur lesið ljóð eöa lausamál bestu skálda og rithöfunda þjóðarinnar án mikihar fyrirhafnar og leitar í orðabókum. Þá er iha komið fyrir þessari þjóð. Um það er meiri þörf að ræða en Stapagatið. Haraldur Ólafsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.