Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1989, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1989, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1989. 15 Afskipti verkalýðsfélaga: Alheimsfæribandið Nýlega sá ég verðlaunaheimild- arkvikmynd sem á ensku kallast „The Global Assembly Line“. Á ís- lensku gæti myndin heitið Al- heimsfæribandið. Mynd þessi fjail- ar um framleiðslu iðnaðarvarnings og arðrán bandarískra auðhringa á verkafólki, einkum konum, í lönd- um þriðja heimsins. Myndin sýnir vinnuaðstæður í landamærahér- uðum Mexíkó sem liggja að Banda- ríkjunum og á „fijálsviðskipta- svæðum‘“ (free trade zones) á Fihppseyjum. Viðtöl eru í mynd- inni við verkafólkið á þessum stöð- um, við framkvæmdastjóra fyrir- tækjanna, en einnig viö verkalýðs- leiðtoga og fólk sem missti atvinn- una hér í Bandaríkjunum vegna flutnings fyrirtækjanna. Einkum er þaö saumaskapur og rafeinda- iðnaður sem fluttur er milli landa með þessum hætti, t.d. vissir partar úr tölvum og tölvubúnaði. Há laun Aðspurðir segja forsvarsmenn fyrirtækjanna að þeir flytji fyrir- tækin til að spara launakostnað - laun í Bandaríkjunum séu svo há! Þeir þurfi að borga heila fjóra eða fimm dollara á tímann (lágmarks- laun eru vel innan við fjóra doll- ara, t.d. 3,35 doflarar hér í Wis- consin). Á Fihppseyjum vilja ungar konur ólmar vinna fyrir dohara á dag, segja þessir pésar. (Hverra annarra kosta eiga þær völ þegar þetta eru helstu úrræði stjórnvalda þar í atvinnumálum?) KjaUaiiim Ingólfur Á. Jóhannesson sagnfræðingur, leiðbeinandi kennaranema í Wisconsinháskóla Á Fihppseyjum, Kóreu, Tælandi og víðar geta atvinnurekendur far- ið með verkafólk næstum því eins og þeim sýnist. Fram kom í kvik-- myndinni að eftir nokkur ár fer sjónin að daprast eftir að rýna í saumaskap eöa fást viö eiturefni og vinna í eiturgufuandrúmslofti rafeindaiðnaöarins. Jafnvel þótt verkalýðsfélög séu alltof veik í Bandaríkjunum eru þau þó nægi- lega sterk til þess að tryggja að ákveðin viðmið um vinnuöryggi og vinnuaðstæður séu í heiðri höfð. Að brjóta niður verkalýðs- hreyfingu Rafeindatækni hefur nú gert að veruleika það sem Karl Marx og Friðrik Engels sáu fyrir í Komún- istaávarpinu 1848, þ.e. jarðkringlan yrði að einu ahsherjar auðvalds- hagkerfi. Símatækni er orðin svo fuhkomin að hægt er að stjórna framleiðslu, t.d. á Fihppseyjum, úr Bandaríkjunum. Framkvæmda- stjórarnir þurfa því ekki að búa í þriðja heims löndum við hugsan- legar hættur sem þar leynast (t.d. við fall Markosar á Fihppseyjum) og börnin þeirra geta gengið í fína úthverfisskólann sinn án þess að þurfa að óttast kommúnista. Einfeldningar eins og ég spyija samt hvemig það geti verið skyn- samlegt eða hagkvæmt að flytja allt heila klabbið milh heimsálfa, jafnvel þótt sparist í launakostn- aði. í myndinni var það ekkert leyndarmál af hálfu framkvæmda- stjóranna: að losna við afskipti verkalýðsfélaga sem þeir sögðu geta valdið því að verkafólkið kæmi ekki til vinnu daginn eftir. „Stöðugleiki er allt sem þarf', sögðu þeir. Enda flytja þeir verk- smiöjurnar til næstu borgar eða nýrra landa strax og verkafólkið gerir kröfur um bættan aðbúnað. Það er betra að eyða peningum í að flytja fyrirtæki en að þurfa að ráðgast við verkakonur þriðja heimsins. Skyld aðferð er að ráða konur sem ekki eru í verkalýðsfélögum. í Norður-Wisconsin er nú stóraukin heimaiðja við alls konar sauma en konurnar eru háðar fyrirtækjun- um um markað og hráefni og hafa lítið að segja um kaup. í New York er stórt neðanjarðarhagkerfi þar sem vinnur fólk af fyrstu og ann- arri (og kannski þriðju líka) kyn- slóð frá Puerto Rico og fleiri eyjum í Karíbahafinu. Þetta fólk er að sjálfsögðu ekki félagsbundið í verkalýðsfélögum og lög um lág- markslaun ekki í heiðri höfð enda á margt af þessu fólki yfir höfði sér að vera rekið úr landi færi það að kvarta. Alþjóðlegt samstarf kapítal- ista Bandarískir atvinnurekendur öf- undast út í velgengni Japana í viö- skiptaheiminum og árangursríka stjórnunarhætti, m.a. fyrir „sam- ráð við verkafólk" og „æviráðn- ingu“, jafnvel þótt starf sé lagt nið- ur. Samráð þetta er þó háð því að verkafólk sé ekki í verkalýðsfélög- um og „æviráðningin" gildir eink- um um verkstjóra og æðra setta. Mikið af púlvinnu er keypt af únd- irverktökum sem hafa enga mögu- leika á því að tryggja atvinnuör- yggi eða slík vinna er unnin í þriðja heims löndum þar sem verkalýðs- félög eru ekki th staðar. Þetta kerfi hefur á hinn bóginn hjálpað stóru fyrirtækjunum heilmikið og tryggt þeim fjárhagslega ávinninga. Að sjálfsögðu hafa þó Bandaríkin samstarf við Japani um fjölmargt. M.a. hafa japönsk fyrirtæki nú að- gang að „fijálsviðskiptasvæðum" í Bandaríkjunum, svipuðum og þeim sem um er að ræða í Austur- löndum. Það merkir að enga toha þarf að greiða af inn- og útflutningi um þessi svæði. Þessi svæði eru þar sem er aðgangur að láglaunavinnu- afli, gjarna blökkufólki og öðrum minnihlutahópum. Stjórnhst er alls ekki flókin. Bandarísk fyrir- tæki forða sér frá verkalýðshreyf- ingu. Verkalýðshreyfingunni í Bandaríkjunum hnignar, atvinnu- leysi skapast, bandarísk stjómvöld hvetja erlend fyrirtæki til að koma með þvi að veita þeim skattfríð- indi, fólk verður fegið aö fá vinnu... Svo geta bandarísku fyrirtækin flutt heim á ný! Ingólfur Á. Jóhannesson „Stjórnlist er alls ekki flókin. Banda- rísk fyrirtæki forða sér frá verkalýðs- hreyfmgu.“ Spilling á Kúbu í sumarbyijun komst upp um spilhngu meðal háttsettra herfor- ingja og embættismanna á eyjunni Kúbu í Karíbahafi. Við rannsókn kom fram að hershöfðinginn Oc- hoa, sem var yfirmaður kúbanska hersins í Angóla, hafði dregið sér umtalsverðar fjárhæðir og stungið í eigin vasa. Bankareikningur á nafni hans í Panama hafði m.a. að geyma 200.000 Bandaríkjadollara, auk þess sem 25.000$ fundust á heimili hans í Havana. í lok júnímánaðar hófust réttar- höld yfir Ochoa, aðstoðarmanni hans, Martínez að nafni, og hópi manna úr innanríkisráðuneytinu. La Guardia var þeirra æðstur en hann stýrði sérstakri dehd innan ráðuneytisins. Við réttarhöldin, sem fóru fram fyrir herdómstóh, kom fram að hinir ákærðu höfðu átt samstarf við eiturlyfjahringinn sem kenndur er við Medelhn en hann ræður lögum og lofum í norð- urhluta Kólumbíu og flytur inn fikniefni á Bandaríkjamarkað. Dómur var kveðinn upp í byijun júlí og hljóðaði upp á þunga fang- elsisrefsingu fyrir flesta hinna ákærðu. Fjórir voru dæmdir til dauða, þar á meðal Ochoa og La Guardia, og þeir teknir af lífi 13. júh. Mál þetta er fyrir ýmissa hluta sakir athyghsvert og dregur dilk á eftir sér. í heimshluta, þar sem mikið er um framleiðslu á hassi og kókaíni, hefur Kúba th þessa haft hreinan skjöld. Bandarísk stjórn- völd hafa til þessa einskis látið ófreistað, með aðstoð leyniþjón- ustunnar CIA, að bendla erkióvin- inn Castro og menn hans við eitur- lyfjasmygl, enda telja þau að þar hæfi skel kjafti. Pólitískar ástæður eru þar í fyr- irrúmi, enda mörg dæmi þess að þagað sé um skýrar sannanir um slíkar yfirsjónir bandamanna Kjállariim Einar Hjörleifsson sálfræðingur heimsveldisins sunnar í álfunni. Má þar nefna herinn í Hondúras sem er einn helsti leppur utanríkis- stefnu Bandaríkjanna í Mið-Amer- iku. Nú er Kúba í vissum skhningi búin að glata sakleysi sínu. Hvað veldur? Ber að túlka þetta mál svo að stjórnkerfið á Kúbu sé alvarlega sýkt eða sýna viðbrögð stjórnvalda þvert á móti styrk þess? Það voru Kúbumenn sjálfir sem komu upp um spillinguna og ekkert bendir th þess að þeir hafi reynt að halda því leyndu. Málgagn kommúnistaflokksins, „Granma“, undirstrikar í leiðara ensku útgáfunnar frá 25. júní að enginn sé hafinn yfir lögin. Þar segir að þótt þessir atburðir komi mjög á óvart og séu afar sárir fyrir alþýðuna sýni atburðarásin að þótt ákveðnir einstakhngar eigi við al- varleg siðferðisvandamál að striða beri ahir ábyrgð á gerðum sínum, jafnvel þeir sem hæst eru settir. - „Raunveruleg bylting gerir aha jafna fyrir lögunum," segir „Granma“. Tölvuvogir á bannlista En hvernig getur shkt athæfi þrifist í landi sem á jafnmikið und- ir því og Kúba að halda skhdi sín- um hreinum á alþjóöavettvangi? Hluta skýringarinnar má eflaust finna í hinni sérkennilegu stöðu Kúbu sem nágranna bandaríska heimsveldisins. Viðskiptabann Bandaríkjanna á landsmenn hefur haft margvísleg- ar afleiðingar. Kúbu hefur það valdið miklum erfiðleikum, það hefur ýtt undir einangrun landsins og gert það óþarflega háð austur- blokkinni evrópsku, þar með töld- um Sovétríkjunum. Tökum dæmi um viðskiptabannið í framkvæmd. Kúbumenn sýndu fyrir nokkrum árum áhuga á aö kaupa tölvuvogir, framleiddar á íslandi, th notkunar á fiskiskipum. Bandarískir emb- ættismenn fréttu þetta og sendu kurteislegt bréf til fyrirtækisins þar sem bent var á að vogirnar innihéldu rafeindabúnað, fram- leiddan í Bandaríkjunum, og sam-. kvæmt bandarískum lögum væri þriðja aðila óheimht að selja hann áfram th Kúbu. Landar vorir kipptu að sér hendinni, enda hefði starisemi fyrirtækisins að öðrum kosti verið í hættu. Bandaríkja- menn telja sér m.ö.o. sæmd að því að hamla atvinnulífi nágranna- þjóðar, jafnvel þegar um matvæla- framleiðslu er að ræða, en ekki t.d. hernaðarframleiðslu. Til þess að komast hjá þvingun- um bandarísku fijálshyggjumann- anna þurfa Kúbanir að beita ýms- um úrræðum. Deild sú í innanrík- isráðuneytinu, sem La Guardia stýrði, fæst einmitt við útvegun varahluta, lyfja og tölvuhluta frá Bandaríkjunum gegnum þriðja að- ha. Starfsemin er auðvitað leyni- leg, enda ýmsar krókaleiðir notað- ar og mhdir fjármunir í húfi. Það kom í ljós að starfsmennimir voru ekki allir starfi sínu vaxnir, enda fylgja ýmsar freistingar shk- um viðskiptum. Fjármunir, ýmiss konar lúxus, í stuttu máli „hið ljúfa líf‘, em innan seihngar og auðvelt að telja sér trú um að það séu hæfi- leg laun fyrir erfitt og óeigingjarnt starf í þágu byltingarinnar. Eink- um þó ef eftirlit með starfseminni er af skornum skammti og á þessu sviði bhaði stjórnkerfið hastarlega. Nú hefur verið skipt um æðstu embættismenn innanríkisráöu- neytisins, þar á meðal yfirmann öryggisþjónustunnar. Það kemur svo í ljós hvort endurskipulagning á ráðuneytinu, sem með orðum Castrós „er siðferðislega í rúst“, kemur í veg fyrir slíkt í framtíð- inni. Dauðarefsing Ákvörðun kúbanska ríkisráðsins aö hafna náðunarbeiðni fyrir þá félaga var tekin með hhðsjón af þýðingu þessa máls fyrir álit bylt- ingarinnar og því tahð nauðsynlegt að beita þyngstu refsingu. Nefna má að Ochoá tók þátt í því að dæma kúbanska hermenn th dauða fyrir afbrot gegn íbúum An- góla og sennhega hefur ekki verið tahð stætt á því að láta hann sleppa með fangelsisrefsingu fyrir marg- falt alvarlegri afbrot. Tvöfaldur mælikvarði Kúbumenn verða að íhuga vel sinn gang. í þeim hnudansi, sem þeir verða að stiga th að lifa af sem póhtísk andhverfa heimsveldisins í norðri, hafa þeir ekki efni á því að verða fyrir þvílíkum siðferðis- legum áfóhurn í bráð. Áróðurinn, sem hnnulaust dynur á þeim í heimspressunni og dregur undan- tekningahtið fram dökku hhðarnar á þjóðfélagsgerðinni en sleppir þeim jákvæðu, er nógu erfiður við- fangs þótt ekki bætist við eitur- lyfjasmygl og fjármálaspilling. Kúba er einfaldlega ekki mæld á sömu mæhstiku og th dæmis Bandaríkin. Þau fjölmörgu hneyksli, sem upp koma í Banda- ríkjunum, bæði stjórnmálalegs og fjármálalegs eðhs, eru samkvæmt einhvers konar þegjandi sam- komulagi skoðuð sem óæskileg fyr- irbæri sem spretta upp „þrátt fyr- ir“ opið og lýðræðislegt þjóðfélags- kerfi. Slíkir atburðir á Kúbu eru aftur á móti taldir bein afleiðing þjakandi þjóðfélagskerfis og enn frekari sönnun þess að því sé ekki við bjargandi. Þennan tvöfalda siðferðismæh- kvarða verða Kúbumenn að lifa við og standa sig betur en aðir. - Ein- mitt þess vegna ættu þeir að taka til alvarlegrar íhugunar að afnema dauðarefsingu með öllu. Því auk þess sem dauðarefsing hefur sjald- an komið í veg fyrir alvarlega glæpi er hún ómannúðleg og mæhst hla fyrir víðast hvar í heiminum. Einar Hjörleifsson Kúbumenn sýndu fyrir nokkrum árum áhuga á að kaupa tölvuvogir, fram- leiddar á Islandi. - Landar vorir kipptu að sér hendinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.