Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1989, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1989, Qupperneq 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjárin - Augiýsingar - Askrifft - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGUST 1989. Austur-Landeyj ar: Tólf folöld hafa drepist með dular- fullum hætti Tólf folöld hafa drepist með dular- fullum hætti á bænum Skíðbakka í Austur-Landeyjarhreppi í Rangár- valiasýslu í sumar. Hafa þau ýmist fundist dauð í haganum eða að dauða komin. Hefur ekkert getað orðið þeim til bjargar. Ekki er vitað hvað orðið hefur folöldunum að bana. Engir áverkar hafa fundist á þeim en þau hafa drepist eitt af öðru og hafa þijú þeirra verið tekin til rann- sóknar á Keldum. „Það er ekki hægt að fullyrða neitt um ástæður þessa að svo stöddu þar sem niðurstöður rannsóknanna hggja ekki fyrir. Við erum með sýkla í ræktun sem fundust við athugun,“ sagði Sigurður Siguröarson, dýra- læknir á Keldum, er DV ræddi við hann. „Þrjú folöld hafa verið tekin til krufningar hér til að komast að því hver dauðaorsökin er og kom það síðasta þeirra fyrir um það bil viku. Eitt folaldanna reyndist vera van- skapað í kviðarholi og hafði hluti garnarinnar komist í aðhald og skemmst. Enga slíka vansköpun var að finna í hinum,“ sagði Sigurður. „Það er ekki gott aö segja til um hvenær niðurstöður hggja fyrir en það ætti að verða innan skamms. Við höfum óskað eftir að fá fleiri sýni send til krufningar, ef fleiri folöld veikjast, en ekki má líða langur tími frá því að þau drepast og þar til þau komastíokkarhendur." -JSS Fjárlagagerð: 5 til 6 millj- arða halli á næsta ári Eins og staðan í fjárlagagerð fyrir næsta ár er í dag er um 5 til 6 millj- arða hahi á fjárlögunum. Gert er ráð fyrir óbreyttri skatt- byrði sem hlutfalli af landsfram- leiðslu sem þýðir um 2 prósent skattalækkun miðað við fyrirsján- legan samdrátt í þjóðartekjum. Á ríkisstjómarfundi á mánudag lagði Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra fram tihögur um nið- urskurð fyrir um 5 mihjarða. Meðal niðurskurðatillagna má nefna að framlög th framkvæmda og sjóða verði óbreytt að krónutölu. Þetta myndi leiða th raunlækkunar sem nemur verðbólgu mihi áranna 1989 og 1990 eða um 20 prósent miðað við verðbólguhraða dagsins í dag. -gse Þriggja tonna trilla strandaði á heimleið Strandaði í - segir sjómaðurinn sem var bjargað um borð í varðskip Ernir, sem er þriggja tonna trilla, held að óhætt sé að segja að ég ræddi við hann í morgun, strandaði nærri Garðskaga í nótt. hafi aldrei verið i bráðri hættu. Ólafur Gunnar, sem er 43 ára fjöl- Einn maður var um borð og var Eftir að varðskipsmennimir komu skyldumaður, hefur átt Erni í rúmt honum bjargað um borð í varðskip- til mín þéttum við bátinn og þeim eitt ár og hefur verið á handfæra- ið Óðin í morgun. Varðskipsmenn tókst að taka hann á mihi tveggja og línuveiðum. komu með trihuna og sjómanninn Zodiacbáta. Það var komið gat á Þaðvarlaustfyrirklukkanfjögur til Njarðvíkur um klukkan hálfníu miðsíðuna sijómborðsmegin, í nótt sem Ólafur Gunnar kahaði í morgun. , Veðrð var ágætt en nokkuð þung eftir aðstoð. Björgunarsveitin í „Mér líður ágætlega. Eg var á undiralda.Þaðvareimnitthúnsem Garðinumvarköhuðút.Einnigvar leið th Sandgerðis, en þar á ég braut gatið á bátinn. Ég vh fá að haft samband við varðskipið Óðín heima, þegar þetta gerðist. Það er notatækifæriðogþakkaöhumsem sem var ekki langt undan. Óðinn nokkuð stórgrýtt og mikill þari í veittu mér aðstoð í nótt," sagði Ól- var kominn á slysstaðinn um fjörunni þar sem ég strandaði. Ég afur Gunnar Gíslason þegar DV klukkustundeftiróhappið. -sme : I - Fulltrúar Sænsku akademiunnar heimsótti Halldór Laxness að Gljúfrasteini i morgun. Hér sést rithöfundurinn Per Olof Sundman heilsa Halldóri sem Sænska akademían veitti nóbelsverðlaunin árið 1955. DV-mynd KAE iv&atm ‘Wm Öeining um sorpið: Útiloka ekki Kjalarnesið - segir Heimir Pálsson „Við úthokum hvorugan kostinn en ef niðurstaðan verður á endanum að fara á Kjalarnes þá þarf að stokka allt málið upp og finna nýjan stað fyrir böggunarstööina," sagði Heimir Pálsson, forseti bæjarstjórnar í Kópavogi, við DV í morgun. í dag verður fundur í stjórn Sorp- eyðingar höfuðborgarsvæðisins þar sem tekin verður afstaða til hvort sorp verður urðað í Krýsuvík eða norðan Amarholts á Kjalarnesi. Urð- un sorps við Arnarholt hefur enn ekki verið úthokuð og fyrir liggur að Kjalnesingar geta sætt sig við urð- un þar. í stjórn Sorpeyðingarinnar eru deildar meiningar um hvor staðurin skuh vahnn. Vitað er að hluti stjórn- arinnar vih skoða nánar möguleik- ann á að urða sorpið við Arnarholt og byggja þá sorpböggunarstöð í Gufunesi. Einn stjórnarmanna í Sor- peyðingu höfuborgarsvæðisins sagð- ist í morgun vilja gera það sem væri hagkvæmara. Talið er að það kosti um 50 milljón- um minna á ári að aka sorpinu á Kjalarnes en th Krýsuvíkur. Þá þarf að leggja nýjan veg th Krýsuvíkur. Talið er að sá vegur kosti vart minna en 70 milljónir. -GK Rútuslysið: Bremsur biluðu . Við rannsókn vegna rútuslyssins á Möðmdalsöræfum 17. júh kom í ljós að bremsur rútunnar höfðu bilað og er það talin ástæðan fyrir óhappinu. Eins og kunnugt er slasaðist enginn þeirra 28 manna sem voru í bílnum alvarlega þrátt fyrir að rútan stað- næmdist ekki fyrr en hún hafði oltið um 40 metra niður fyrir veg. í niðurstöðu skýrslu rannsóknar- mannanna segir: „Ástæða þess að hemlar bifreiðarinnar urðu óvirkir er þríþætt: Mikið sht í hemlaskálum og borðum bifreiðarinnar þannig að útíhersla var ófullnægjandi og í sum- um hjólum ekki hægt að herða meira út í. Röng stærð af hjóldælum á aftur- ási og röng stærð af höfuðdælu sem gerði að verkum að færsla hemla- borða við hemlun varð minni en ella. Stífluð útloftun á hjálparátakskút sem ohi því að ekki var hægt að „pumpa upp“ hemlana vegna tregðu í bakfærslu stimpils höfuðdælu.“ Eftir því sem best er vitað er þetta í fyrsta sinn sem slík rannsókn er framkvæmd hér á landi. Hjá Bif- reiðaskoðun íslands eru allir á þeirri skoðun að nauðsynlegt sé að fylgja slysumeftirmeðþessumhætti. -sme LOKI Hver svo sem sigrar í sorpstríðinu ætti að fá sérstaka sorporðu! Veðriö á morgun: Sólin skín á höfuð- borgarbúa Á morgun verður hæg norðlæg átt um land allt. Léttskýjað verð- ur irni sunnanvert landið en skýj- að og smáskúrir við norður- ströndina. Hitinn verður 9-14 stig. Kentucky Fried Ghicken Ml 'il Kjúklingursembragð erað. Opið alla daga frá 11-22. UmAmsterdam til allra átta ARNARFLUG •jús? KLM Lágmúla 7, Austurstræti 22 ® 84477 & 623060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.